Morgunblaðið - 27.07.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979
5
Sparisjóðsstofnun
til höfuðs áfengisbölinu
Hafinn er undirbúningur að
stofnun nýs sparisjóðs á höfuð-
borgarsvaeðinu, en markmið
sjóðsins verður auk almennrar
sparisjóðsstarfsemi að beita sér
fyrir aðstoð við einstaklinga og
félög sem tengjast áfengisbölinu.
Markmiðið er að aðstoða ein-
staklinga sem áfengið hefur leik-
ið grátt, lána til náms f samræmi
við tilgang sjóðsins og koma á
stofn upplýsingamiðlun og fjár-
málaráðgjöf fyrir viðskiptavini.
Söfnun stofnfélaga
Söfnun stofnfélaga er nú að
hefjast og er þátttaka öllum
heimil, enda skuldbindi stofnfél-
agar sig til að greiða kr. 100
þúsund sem stofnframlag innan
3ja mánaða frá því að raðherra
veitir leyfi til stofnunar spari-
sjóðsins og stofni auk þess vaxta-
aukareikning með 12 mánaða upp-
sagnartíma í sparisjóðnum strax
og hann tekur til starfa og leggi
inn á hann með jöfnum greiðslum
fyrsta árið a.m.k. kr. 250 þúsund.
Stofnframlag er óafturkræft
nema sparisjóðnum verði slitið.
Listar fyrir þá sem vilja gerast
stofnfélagar munu liggja frammi
á nokkrum stöðum í Reykjavík
sem auglýstir verða um helgina
frá mánudeginum 30. júlí til
þriðjudagsins 7. ágúst n.k., en
einnig er hægt að skrá sig hjá
undirbúningsnefndarmönnum. í
undirbúningsnefnd eru: Albert
Guðmundsson, alþm., Árni Gunn-
arsson, alþm., Baldur Guðlaugs-
son, hdl, Björgólfur Guðmunds-
son, forstjóri, Ewald Berndsen,
forstöðumaður, Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Verka-
mannasambands íslands, Guðm-
undur G. Þórarinsson, verkfræð-
ingur, Hilmar Helgason, stór-
kaupmaður, Jóhanna Sigurðar-
dóttir alþm., Lúðvíg Hjálmtýsson,
framkvæmdastjóri, Pétur Sig-
urðsson, formaður Sjónmanna-
dagsráðs, Ragnar Júlíusson, skóla-
stjóri, Svava Jakobsdóttir, alþm.,
Sveinn Grétar Jónsson, verzlun-
armaður, og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, framkvæmdastjóri.
Stefnt er að því að stofnfundur
sparisjóðsins verði haldinn fyrir
lok ágústmánaðar n.k.
Jón Sveinsson for-
maður Tæknifræð-
ingafélags íslands
AÐALFUNDUR Tæknifræðinga-
félags íslands árið 1979 var
nýlega haidinn að Hótel Loftleið-
um. Fundarstjóri var kosinn
Kristján Kristjánsson og fundar-
ritari Sigurður Georgsson.
Fráfarandi formaður, Ingvi I.
Ingvason, flutti ítarlega skýrslu
um starfsemi félagsins á síðast-
liðnu starfsári, fjallaði hann m.a.
um stjórnarfundi, félagsfundi,
kynningarfundi með nemendum
Tækniskóla íslands og væntanlega
aðild félagsins með Verkfræðifél.
íslands að „FEANI" -
(Fédération Européenne
D’Associations Nationales
d’Ingenieurs).
Á fundinum kom einnig fram,
að danska menntamálaráðuneytið
hefði sent frá sér sérstaka stað-
festingu um, að tæknifræðingar
frá dönskum tæknifræðiskólum
(Ingenior Teknium) hefðu Bachel-
or of Science gráðu að loknu námi.
Þá tók til máls gjaldkeri félags-
ins og skýrði reikninga þess og
voru þeir samþykktir samhljóða.
Jón Sveinsson
Kosin var stjórn félagsins og
skipa hana þessir menn:
Jón Sveinsson, formaður. Með-
stjórnendur: Guðmundur S. Guð-
mundsson, Heimir Sigurðsson,
Þorleifur Finnsson og Gísli Gísla-
son. Varamenn: Bolli Magnússon
og Hermann Hermannsson.
Hæstu gjaldendur
opinberra gjalda
í Vestmannaeyjum
Hæstu gjaldendur opinberra gjalda í Vestmannaeyjum.
Einstaklingar: Millj. kr.
Sigurður Þórðarson, útgm., Hólagötu 42.................... 12.159.617
Sigmundur Andréss., bakaram., Vestm.br. 37................ 12.006.884
Emil Andersen, útgm., Heiðavegi 13....................... 7.657.910
Kristmann Karlss., heildsali, Hólagötu 40................. 7.450.936
Gísli M. Sigmarsson, útgm., Faxastíg 47.................... 6.922.912
Engilbert Sigurðsson, bifr.stj., Fjólugötu 7............... 6.912.755
Jón Hjaltason, lögfr., Heimagötu 22........................ 6.805.614
Jón Steindórsson, kaupm., Kirkjuvegi 17.................... 6.602.574
Guðjón Pálsson, skipstj., Hraunslóð 2...................... 6.545.774
Ragnar Sigurgeirss., kaupm., Heimagötu 30.................. 6.363.434
Félög: Millj. kr.
Fiskiðjan h.f. 51.415.359
Bæjarsjóður Vestmannaeyja 45.949.192
(launatengd gjöld)
Vinnslustöðin h.f. 34.293.513
Fiskimjölsverksmiðjan h.f. 31.079.544
ísfélag Vestmannaeyja 30.824.911