Morgunblaðið - 27.07.1979, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979
lun n s**9
VESTURÞÝSKIR ÚRVALS SKÓR.
MARGAR GERDIR.
HERRADEILD
AUSTURSTRÆTI 14
Bamakór Akraness til Finnlands
Hinn 29. júlí heldur
Barnakór Akraness til
Finnlands í boði samtaka
norrænna tónlistaruppal-
enda, N.M.P.U., en kvöldið
áður syngur hann í Garða-
kirkju á Álftanesi. Kórinn
syngur svo þrisvar sinnum
á þingi N.M.P.U m.a. við
setningu þingsins, sem
haldið er í Tapiola í Finn-
landi.
Samhliða þinginu er
haldið námskeið í velflestu
því er varðar tónlistarupp-
eldi og nemendahópnum
boðið að koma fram á tón-
leikum fyrir þinggesti.
Samtals koma fram að
þessu sinni tólf hópar, kór-
ar og hljóðfæraflokkar frá
öllum Norðurlandanna, en
þetta er í fyrsta skipti sem
hópur frá Islandi sækir
þing þetta heim.
Undirbúningur hefur
staðið síðan s.l. haust og
hafa æfingar verið stífar
undanfarið. Þá hefur staðið
yfir fjársöfnun, en einnig
hefur kórinn fengið styrki
m.a. frá NOMUS svo og
Bæjarsjóði Akraness og
Menningarsjóði Akraness,
segir í frétt frá kórnum.
Samanlagður kostnaður
vegna ferðarinnar er nærri
5 milljónir. Auk þess að
koma fram á þinginu fer
kórinn í þriggja daga heim-
sókn til vinabæjar Akra-
ness, sem heitir Nárpes, og
syngur þar á fjölmörgum
stöðum.
Stjórnandi kórsins er Jón
Karl Einarsson.
Allt til
Útigrill - margar
geröir og allt sem
þarf af áhöldum til
að gera góða
grillveislu.
Lítið á sumar- og
ferðavöruúrvalið á
bensínstöðum Shell.
Olíufélagið
Skeljungur hf
Heildsölubirgðir: Smávöru-
deild, Laugavegi 180, sími
81722.