Morgunblaðið - 27.07.1979, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979
Olíuútflutningur Sovét-
ríkja til Vesturlanda
mun minnka næstu ár
í BLAÐINU Financial
Times segir nýlega frá því
að ráðamenn í Sovétríkj-
unum muni hafa í huga að
takmarka olíuútflutning á
næstunni við það mark
sem hann er nú, sakir þess
að Sovétríkin kunni sjálf
að standa andspænis því
að skorta olíu upp úr ár-
inu 1980. Þessi ákvörðun
þýddi í reynd að úr olíu-
sölu Sovétríkjanna drægi
til Vesturlanda segir í
blaðinu. Aftur á móti verð-
ur olíusala til Comecon
ríkjanna aukin um allt að
20 prósent 1981 — 1985. Og
ekkert bendir til að í
vændum sé samdráttur í
sölu á hráolíu til Bret-
lands. Sú olía er unnin í
hreinsistöðvum og blönd-
uð olíu úr Norðursjónum.
í frétt blaðsins er sagt
frá því að Hamish Gray,
orkumálaráðherra Bret-
lands, hafi rætt þessi mál
öll ítarlega við Sovétmenn,
er hann var þar á ferð á
dögunum, meðal annars
þeirra erinda að opna sýn-
ingu á brezkum olíu- og
gasvarningi í Moskvu. Hon-
um hafi þar verið tjáð að
Sovétmenn myndu ekki
auka heildarútflutning
sinn sem nú mun nema um
160 milljónum tonna árlega
heldur verði hann svipaður
á næstu árum, sem þýði í
reynd samdrátt eins og
áður sagði. Gray sagði að
Sovétmenn hefðu látið í
Ijós mikinn áhuga á full-
komnari tækni við vinnslu
olíu en vinnsla þeirra á olíu
úr sjó hefur þótt standa að
baki því sem gerðist víða
annars staðar og Sovét-
menn sætt ámæli fyrir að
vera svifaseinir í því að
tileinka sér nýjustu tækni
og hraðvirkari vinnubrögð
við vinnslu olíunnar.
AÐ HIKA ER SAMA
OG TAPA....
Hlé gert á slökkvistörf-
um við Atlantic Empress
Port of Spain 26. júlí AP.
BJÖRGUNAR- og slökkviliðs-
sveitir gerðu í dag hlé á störfum
sínum við að reyna að slökkva
eldana sem enn loga í risaolíu-
skipinu Atlantic Empress.
Ástæðan er að froðubirgðir eru
til þurrðar gengnar og verður
ekki búið að ráða bót á því fyrr
en undir helgi. Nú hefur verið
barizt við eldana í skipinu sj'ðan
fyrir helgi og enn spýtast eld-
súlur metratugi í loft upp og
svartur mökkurinn hvílir yfir
skipinu. Hitt skipið í árekstrin-
um. Aegeean Captain. sökk um
helgina.
Nú er talið að enn séu í skipinu
um 75 prósent af þeim 70 milljón-
um olíugallona sem skipið flutti í
tönkum sínum, en milli 7 þúsund
og fimmtán þúsund gallon á
klukkustund hafa runnið í sjóinn
síðan fimmti af átján tönkum þess
sprakk á þriðjudaginn.
Sax með forustu
í IBM-mótinu
Eru nýjar veröhækkanir í aösigi? Hækkun á sölu-
skatti? ... Innflutningsgjald? .. hratt gengissig? ...
Hver veit? Af hverju ekki aö tryggja sér strax nýtt
Philips litsjónvarpstæki á hagstæöu veröi meöan færi
gefst?
y?- • - ,1 . .... mma
PHILIPS m.
...mestselda ..Él
sjónvarpstækió
í Evrópu. — -vr—'
Þaö er sitt hvaö aö sjá hlutina í lit eöa svart/hvítu.
Nú hefur þú tækifæri til aö láta langþráðan draum um
litsjónvarpstæki rætast.
Philips svíkur ekki lit.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 15655
Amsterdam. 26. júlí — AP.
GYULA Sax. ungverski
stórmeistarinn hefur nú
forustu á IBM-skákmótinu
í Amsterdam. í 11. umferð
vann Sax Hollendinginn
Hans Ree og hfur hlotið 8
vinninga. Sax sem hafði
hvítt náði uppskiptum á
drottningu fyrir tvo hróka
og Ree gaf eftir 43 leiki.
Tékkinn Vlastimil Hort gerði
jafntefli við Ungverjann Istavan
Farago, sem er í neðsta sætinu.
Jan Smejkal, Tékkóslóvakíu, vann
Ligterink, Hollandi, er lék illa af
sér í tímahraki. Ulf Anderson,
Svíþjóð, gerði jafntefli við
Sosonko, Hollandi, Eugenio Torre,
Filippseyjum, gerði jafntefli við
Shaovic, Júgóslavíu, Sovétmaður-
inn Anatoly Lein vann Donner,
Hollandi, og Stean, Bretlandi, og
Browne, Bandaríkjunum, gerðu
jafntefli.
Staðan í Amsterdam er nú: Sax
8, Hort 7,5, Smejkal 6,5 og biðskák
við Farago, Anderson 6,5, Lein,
Byrne, Torre 6, Sosonko 5,5 Ree 5,
Donner og Sahovic 4,5, Stean 4,
Ligterink 3,5 og Farago 2,5.
Svíar hækka olíuver ð
SÆNSKA ríkisstjórnin
hefur ákveðið að hækka
verð á eldsneyti, bensíni,
díselolíu og olíu til húsa-
hitunar en þó mun minna
en olíufélögin höfðu óskað
eftir. Ola Ullsten forsætis-
ráðherra sagði að innan-
landsverð á eldsneyti yrði
að hækka eftir að OPEC
ríkin hefðu ákveðið hrá-
olíuverðshækkun sína, en
hann bætti við: „Við getum
ekki lagt útsmogna Rott-
erdamverðlagningu til
grundvallar verðlagningu
í Svíþjóð.4*
Bensín hækkar um 10
aura sænska eða tæpar 9
krónur íslenzkar og kostar
lítri af bensíni nú 2.30
sænskar krónur (um 214
kr.) Olíufélögin höfðu óskað
eftir því að þau fengju að
hækka bensínlítrann um 20
s. aura.