Morgunblaðið - 27.07.1979, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979
Minning:
Guöríui Pétursdótt-
ir fyrrv. biskupsfrú
Fædd 5. október 1893
Dáin 20. júlí 1979
Þriggja látinna biskupa á
prestsævi minni minnist ég með
þakklátri gleði; drs. Jóns Helga-
sonar hins sífræðandi fróðleiks-
brunns og hispurslausa manns í
orðum og æði, drs. Sigurgeirs
Sigurðssonar, sem með opnum
örmum, opnum augum, opnu
hjarta og hug horfði til marg-
breytilegra lífstjáninga samtíðar
sinnar, ófjötraður af kennisetn-
ingum fyrri alda, þótt gæddar
væru helgi og hefð, — og loks drs.
Ásmundar Guðmundsonar, hins
hógværa lærdómsmanns, hins
trausta vinar og hins vammlausa
embættismanns í þeim stíl, sem
einkenndi bezt virðulegustu em-
bættismenn hins gamla tíma en
nú gerist æ fátíðari.
Og eiginkonur, biskupsfrúr
hinna tveggja síðasttöldu þekkti
ég náið: Frú Steinunni Magnús-
dóttur, sem var kvenna fegurst
ásýndum og duldi, svo að marga
blekkti, með fyrirmannlegu yfir-
lætisleysi fágætar sálargáfur, svo
að náin kynni af henni þurfti til að
komast að raun um, hve mikið sú
kona vissi og kunni, — og loks frú
Guðrúnu Pétursdóttur, sem hér
skal að nokkru getið og lokið hefur
hálfníræð merkum og fallegum
ævidegi.
Ætt hennar og uppruna munu
aðrir rekja, en ég minnist hennar
fyrst heima á gamla Isafirði, þar
sem hún var í fulla tvo áratugi
prests- og prófastsfrú við miklar
vinsældir.
Þegar dr. Jón Helgason gerðist
biskup kom sra Magnús Jónsson
þá prestur ísfirðinga, síðar próf-
essor, ráðherra m.m. að guðfræði-
deild í hans stað, en Sigurgeir
Sigurðsson, sem þá hafði nýlokið
embættisprófi vígðist til ísafjarð-
ar 1917. Kom hann fyrst ókvæntur
og einn vestur, en fáum vikum
síðar kom heitmey hans, Guðrún
Pétursdóttir frá Hfolfsskála, ann-
áluðu myndarheimili, og var hún
systir hins þjóðkunna manns, Sig-
urðar skipstjóra Péturssonar á
Gullfossi. í kirkjunni á ísafirði
voru ungu brúðhjónin vígð 17. nóv. *
1917, og er gómlum isfirðingum
sá hátíðisdag :r enn í minni.
Hiklaust ná segja, að þeir
prestar tveir, sem þjónuðu Isfirð-
ingum næstir á undan sra Sigur-
geiri, hafi verið honum ólíkir á
marga lund, þeir gamli prófastur-
inn virðulegi, sra Þorvaldur Jóns-
son frá Gilsbakka, og Magnús
síðar prófessor Jónsson, en fljót-
lega varð sra Sigurgeir ákaflega
vinsæll af sóknarfólki sínu, og
einnig í nágrannaprestaköllum,
sem hann þjónaði margsinnis, en
þar átti frú Guðrún sinn stóra
hlut. Isfirðingar höfðu notið þess
fyrr að eiga ágætustu prestskon-
ur, frú Þórdís Jensdóttir kona sra
Þorvalds og bróðurdóttir Jóns
Sigurðssonar forseta, var einstak-
lega fyrirmannleg kona, svo að
athygli vakti, og frú Bennie Lár-
usdóttir kona sra Magnúsar var
gáfuð fríðleikskona. Sess sinn
skipaði frú Guðrún Pétursdóttir
frá byrjun þannig að vinsældir
hennar urðu miklar. í starfi eig-
inmanns síns tók frú Guðrún
fullan þátt, í hverri messugjörð
sat hún sinn bekk í kirkjunni, og
óteljandi sinnum sat hún við
píanóið sitt og annaðist undirleik
við helgiathafnir. Um hitt var
kannski ekki minna: Af litlum
embættislaunum höfðu þau frú
Guðrún og sra Sigurgeir opið hús
til gistingar og greiða nálega
hverjum, sem hurðir þeirra knúði,
og mæddi þar ekki sízt á húsfreyj-
unni. Af mannkostum sínum,
geðprýði og góðvild varð frú Guð-
rún svo ástsæl af ísfirðingum, að
mjög var þeirra hjónanna saknað,
þegar sra Sigurgeir var kvaddur
til biskupsdóms eftir dr. Jón
Helgason. En frú Guðrún saknaði
ísafjarðar og ísfirðinga einnig.
Þar festi hún ung fljótlega rætur
þótt umhverfi væri ólíkt milli
ísfirzku fjallanna og víðsýnisins í
foreldrahúsum í Hrólfsskála.
Þegar frú Guðrún setti upp
biskupsheimili í Rvík, nú fyrir
réttum 40 árum, beið henni víðari
verkahringur en fyrr, margar
skyldur, einkum um risnu og
virðulega móttöku erlendra fyrir-
manna og íslenzkra gesta, prest-
anna, sem flestallir gengu út og
inn um heimili hennar í biskups-
garði og nutu beina. Breytt ytri
kjör breyttu frú Guðrúnu að engu.
Hún var sama virðulega, ástúð-
lega húsfreyjan sem fyrr. Hún sat
hógvær matborð sitt, oft með
mörgum gestum auk fjögurra
barna þeirra hjóna, og tók glöð
þátt í umræðum þeirra, sem að
borði hennar sátu.
Sigurgeir biskup var allra
manna glaðastur, eins og Snorri
segir um Ólaf konung, og hann var
allra manna gestrisnastur. Ein-
hverjum gat fundizt það tillits-
leysi við biskupsfrúna þegar bisk-
up kom leiðandi heim óvænta
gesti, en hann þekkti konu sína, og
hún þekkti hann. Ég var nákunn-
ugur heimili þeirra á þessum
árum og spurði sjálfan mig stund-
um, hvort gestkvæmara heimili
væri til í landinu en biskupsheim-
ilið. Þau ár öll stóð frú Guðrún í
sinni háu stöðu með stórri sæmd.
Það mega margir, leikir jafnt og
lærðir þakka.
Hún var virðuleg biskupsfrú,
hvort sem hún tók hversdagsbúin
hjartanlega á móti gestum bisk-
upsins, eða hún sat veizluborð
búin faldbúningnum íslenzka, sem
hún bar með prýði. Hún var
drengileg í lund, fjarlæg hvers-
konar mærð í máli eða væmni í
viðmóti og háttum. Og móður-
hjarta hennar var heitt og stórt.
Það fundu fleiri en börn hennar
fjögur, sem öll bera vitni þeim
heimilisbrag sem hún skóp.
Þegar Sigurgeir biskup dó, fyrir
aldur fram að því er samherjum
hans og vinum þótti, urðu vegaskil
á leið frú Guðrúnar. Hún fluttist í
íbúð sína, bjó þar fallega um sig,
gaf frá sér öll óþörf umsvif og lifði
iífi „hinna kyrrlátu í landinu",
umvafin ástúð barna, niðja og
vina. Síðustu æviárin urðu henni
mæðusöm vegna þráláts sjúkleika,
hún bar með rósemi margar erfið-
ar læknisaðgerðir, og horfði örugg
heim til dagsins handan dauðans.
Svo vildi til að fyrir skömmu lá
ég um hríð í næstu og næstnæstu
sjúkrastofu við frú Guðrúnu. Ég
hafði fótavist og gat nálega dag-
lega litið inn til hennar andar-
taksstund. Ég sá krafta hennar
þverra frá degi til dags, en eitt
brást aldrei: Þótt hún mætti ekki
mæla lyfti hún varlega hendi og
brosti, þegar ég kvaddi.
Fylgi Guð góðri og merkri
biskupsfrú, sem kirkja íslands
stendur í þakkarskuld við og
margir víða um byggðir landsins.
Jón Auðuns.
„Aldrei deyr þótt allt um þrotni
endurminninK þess sem var.“
Þegar ævi hallar erum við stöð-
ugt minnt á þá skuld, sem við
eigum öll að síðustu að gjalda.
Gömlu vinirnir sem glöddust með
okkur á góðum stundum og veittu
styrk í harmi og yl í einveru,
hverfa hver af öðrum um hinar
dimmu dyr. Fyrr en varir er sú
veröld, sem var, aðeins veröld
minninganna, og þangað leitar
hugurinn athvarfs.
Og nú þegar kær vinkona mín,
Guðrún Pétursdóttir, fyrrv.
biskupsfrú, er horfin í veröld
minninganna, stöðvast hugur
minn fyrst við æskuheimili
hennar að Hrólfsskála á
Seltjarnarnesi. Þar bjuggu Pétur
Sigurðsson útvegsbóndi og kona
hans, Guðlaug Pálsdóttir, ættuð
austan úr Skaftafellssýslu. Og þar
ólust upp fjögur börn þeirra,
Sigurður, síðar skipstjóri á Gull-
fossi, Ólafur, er lést áður en hann
lauk háskólaprófi, Þóra, sem lauk
seinna kennaraprófi og stundaði
skrifstofustörf, og yngst þeirra
systkina , Guðrún, er giftist séra
Sigurgeiri Sigurðssyni, síðar
biskupi.
Það var undislegt heimili
þessara systkina og þar hlutu þau
vandað uppeldi. Ég man stofuna
umvafða vafningsviði og glæsilegt
píanó, sem börnin lærðu á og léku
löngum stundum.
Við Guðrún gengum saman í
barnaskóla hjá Sigurði skóia-
stjóra, þeim afbragðs kennara, er
jafnframt gerði sér ætíð far um að
rækta það, sem best er í manns-
sálinni.
Svo skildu leiðir okkar
Guðrúnar um margra ára skeið.
Ég fór í Kennaraskólann og síðan
út á land til kennslustarfa. Leiðir
okkar lágu ekki aftur saman fyrr
en ég fluttist til ísafjarðar, þar
sem maðurinn minn' varð skóla-
stjóri og ég gerðist þar kennari.
Þá var séra Sigurgeir orðinn
þjónandi prestur á ísafirði fyrir
skömmu.
Þarna á ísafirði endurnýjuðum
við Guðrún vináttu bernskuár-
anna og frá þeim árum á ég
margar ljúfar minningar um vin-
áttu og tryggð Guðrúnar og
manns hennar, séra Sigurgeirs.
Börn þeirra eru mér einnig
hugstæð frá þessum árum, en þau
eru séra Pétur vígslubiskup,
Sigurður bankafulltrúi, Svanhild-
ur sendiráðsritari og Guðlaug
læknisfrú.
En tímans hjól hélt áfram að
snúast, og enn skilja leiðir okkar
Guðrúnar, er séra Sigurgeir tekur
við biskupsembætti og fjölskyldan
flytst til Reykjavíkur. Én vinátta
okkar Guðrúnar rofnaði ekki, þótt
vík yrði á milli vina og aftur
verður styttra á milli okkar, þegar
starfsdegi okkar hjóna lauk á
Isafirði og við flytjumst einnig
suður.
En nú er kær vinkona horfin inn
í veröld minninganna. Ég þakka
henni af hjarta glaða leiki
bernskuáranna á Seltjarnarnesi,
ógleymanlegar samverustundir í
„faðmi fjalla blárra" á ísafirði og
ekki síst þá vináttu, tryggð og
hlýju, sem hún átti í svo ríkum
mæli, þegar ég varð að stíga svo
mörg og erfið spor hér syðra á efri
árum.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Pétursdóttur.
Börnum hennar og öllu öðru
venslafólki sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Jónína Þórhallsdóttir.
Frú Guðrún lézt í Landspítalan-
um eftir þunga og langa legu.
Hún var fædd í Hrólfsskála á
Seltjarnarnesi. Foreldrar hennar
voru hjónin Pétur Sigurðsson
útvegsbóndi og oddviti, f. 1852, d.
1918, og Guðlaug Pálsdóttir, f.
1849, d. 1933. Var Pétur einn af
kunnustu útvegsbændum við
Faxaflóa á skútuöldinni. Hann var
einn fremsti áhugamaður um
stofnun Slippfélagsins í Reykjavík
ásamt Tryggva Gunnarssyni og
einn af stofnendum þess félags.
Sonur Péturs og bróðir frú Guð-
rúnar var Sigurður Pétursson
skipstjóri, sá er sigldi óskabarni
þjóðarinnar, Gullfossi, nýjum til
Islands árið 1915 og stýrði því
giftusamlega í aldarfjórðung. Föð-
ur-faðir frú Guðrúnar var Sigurð-
ur, f. 1806, Ingjaldsson Ottasonar,
f. 1728, d. 1805, báðir búandi á
sinni tíð í Hrólfsskála. Þannig
bjuggu forfeður hennar af Engeyj-
arætt mann fram af manni í
Hrólfsskála.
I móðurætt var frú Guðrún af
svonefndri Pálsætt, úr V-Skafta-
vellssýslu. Móðir hennar Guðlaug
var Pálsdóttir bónda og snikkara í
Hörgsdal og víðar. Sá var sonur
Páls Pálssonar, f. 1779, d. 1861,
prófasts í Hörgsdal og síðar á
Prestsbakka, en hann var sonur
Páls klausturhaldara Jónssonnar,
f. 1737. Páll klausturhaldaði flúði
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar
GEORGE E. HOWSER
Stekkjarkinn 3, Hafnarfirðí
andaöist aö Borgarspítalanum miövikudaginn 25. júlí.
Lilja Hjartardóttir Howser
og börn.
Eiginkona mín
AÐALHEIÐUR PÉTURSDÓTTIR
Kambsvegi 21
andaöist þriöjudaginn 24. júlí.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna
Jónas Jónsson
frá Bessastöðum.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar
tengdafööur, afa og langafa
FINNS INDRIÐASONAR
Skrióuseli í Aðaldal
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans, séra
Siguröi Guðmundssyni Grenjaöarstaö og öllum sveitungum og
vinum sem tóku þátt í þessu.
Baldur Finnsson
Sigrún Finnsdóttir
Dýrleif Fínnsdóttir
Gestur Finnsson
Eiður Finnsson
Sigríður Finnsdóttir
Unnur Finnsdóttir
Hulda Óskarsdóttir
Bergbóra Magnúsdóttir
Gísli Víglundsson
Halldór Garöarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móöir mín, stjúpmóöir okkar og fósturmóöir
ANNA ÓLAFSDÓTTIR
Brimnesi, Dalvík
sem andaöist þ. 19. þ.m., veröur jarösungin frá Dalvíkurkirkju
laugardaginn 28. júlf kl. 2. e.h.
Eyvör Stefánsdóttir
Sverrir Stefánsson
Ragnar Stefánsson
Sverrir Már Sverrísson
frá Hörgslandi vegna Skaftáreld-
anna og settist að í Gufunesi en
bjó síðan á Elliðavatni til dauða-
dags, árið 1819. Marga þjóðkunna
menn og konur mætti enn nefna.
Skal því staðnæmst við móður-
bróður frú Guðrúnar, Pál Pálsson
„Jökul", er gat sér frægð fyrir
fádæma dugnað og þrek sem leið-
sögumaður um óbyggðir landsins,
m.a. Vatnajökul — en þar, uppaf
Síðujökli, — heitir Pálsfjall eftir
honum.
Því tel ég fram lítið eitt um
ættir frú Guðrúnar, að mér virðist
hún hafa erft margt af því sem
einkenndi þá sterku ættstofna
sem að henni stóðu.
Pétur og Guðlaug í Hrólfsskála
eignuðust 7 börn, en þrjú þeirra
dóu mjög ung. Fjögur komust til
fullorðinsára. Með fráfalli frú
Guðrúnar eru þau nú öll horfin af
þessum heimi. Þannig líður lífið,
kynslóðir koma og kynslóðir fara.
Hún var yngsta barn þeirra
hjóna og ólst upp í föðurgarði
ásamt 3 systkinum. Hún naut
almennrar menntunar, var mjög
söngeisk og áhugi hennar fyrir
tónlist kom snemma í ljós og lærði
hún því að leika á slaghörpu hjá
Önnu Péturs, er um langt skeið
stundaði kennslu í þeirri grein í
Reykjavík. Guðrún lofaðist ungum
guðfræðinema, sem á skólaárum
sínum hafði einnig iðkað sönglist-
ina, lært orgelleik og sungið í
karlakórnum „17. júní“ undir
stjórn Sigfúsar Einarssonar tón-
skálds. Þessi ungi maður var
Sigurgeir Sigurðsson, síðar sókn-
arprestur og prófastur á ísafirði
og enn síðar biskup íslands.
Hending mun hafa ráðið því að
séra Sigurgeir fór til ísafjarðar.
Þannig var, að séra Magnús Jóns-
son, síðar prófessor, alþm. og
ráðherra, var kosinn prestur á
ísafirði 15. júlí 1915, eftir að séra
Þorvaldur Jónsson hætti störfum.
Magnús þjónaði Garða- og Þing-
vallasöfnuðum í Norður-Dakota í
Bandaríkjunum frá miðju sumri
1912, en sótti um ísafjarðar-
prestakall þegar það var auglýst
laust. Hann taldi sig þó ekki hafa
efni á því að koma til ísafjarðar
til þess að sýna sig og láta í sér
heyra, en skrifaði áhrifamanni
eða mönnum á ísafirði, lýsti hög-
um sínum og gat þess að sig
langaði til að koma heim og vinna
fyrir föðurland sitt. Þessi tíðindi
bárust um bæinn og menn vildu
stuðla að heimkomu hans undir
slíkum kringumstæðum og var
hann því kosinn enda þótt margir
ágætismenn aðrir væru í boði.
En Isfirðingar nutu Magnúsar
og hæfileika hans skamma stund.
Hann var skipaður dósent við
Háskóla íslands í sept. 1917, en af
einhverjum ástæðum vildi hann
þó ekki segja upp prestsembætt-
inu að svo komnu, en fékk leyfi til
að ráða sér aðstoðarprest. Hann
sigldi því til Reykjavíkur og svip-
aðist um og árangurinn varð sá, að
hann valdi í starfið þennan unga
guðfræðing, Sigurgeir Sigurðsson,
son hins þjóðkunna Sigurðar Ei-
ríkssonar regluboða og Svanhildar
Sigurðardóttur. Sigurgeiri stóð þá
til boða embætti á Svínafelli í
Öræfum í A-Skaftafellssýslu, en
með þessari ráðningu var tening-
unum kastað og hann settist í eina
af stærstu, fjölmennustu og erfið-
ustu af sóknum landsins. Það
hefur vafalaust þurft kjark til, en