Morgunblaðið - 27.07.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.07.1979, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979 Sigurgeir var kjarkmikill, bráð- duglegur og góðviljaður og varð því mjög ástsaell í starfi. Sigurgeir lauk guðfræðiprófi í febr. 1917 og var vígður til prests í dómkirkjunni í Reykjavík 7. okt. sama ár. Hann fór þá strax til ísafjarðar sem aðstoðarprestur, en fékk veitirigu fyrir embættinu 11. marz 1918 að afstaðinni glæsi- legri kosningu. Sigurgeir fann það fljótlega að „ekki er gott að maðurinn sé einsamall" og var nú ráðagerð uppi um að hraða brúð- kaupinu. Samgöngur voru þá á- kaflega erfiðar, meðfram sökum heimsstyrjaldarinnar og varð það þá að ráði að Guðrún tæki sér far með mótorbáti, sem var á leið til ísafjarðar með viðkomu á 2—3 stöðum. Hreppti báturinn hið versta veður, en heilir komu þó allir, er um borð voru, til hafnar og „allt er gott þegar endirinn er góður". Séra Matthías kvað: Legg þú á djúpið. þú sem enn ert ungur og æðrast ei þótt straumur haís sé þungur. en set þér snemma háleitt mark og mið. Haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. Ekki er ólíklegt að Guðrún hafi haft þennan fallega sálm í huga, þegar hún lagði af stað í þessa miklu æfintýraferð lífs síns. Var nú brúðkaupið undirbúið af kappi og fór það fram í ísafjarðarkirkju 17. nóv. 1917 og framkvæmdi séra Magnús Jónsson athöfnina. Og nú hófust byrjunarörðug- leikar búskaparins. Ekkert prest- setur var lengur til á ísafirði. Séra Þorvaldur átti íbúðarhús það, er hann bjó í til æviloka og séra Magnús festi aldrei rætur á ísa- firði, en leigði íbúð þann stutta tíma, sem hann dvaldi þar. Sú íbúð var í svonefndu Geirdalshúsi niður við sjóinn í Fjarðarstræti. Nú hafði þessari íbúð þegar verið ráðstafað, en sökum einstakrar góðvildar leigutakans fengu ungu brúðhjónin þar inni fyrst um sinn og síðan hálfa íbúðina á móti leigutaka, sem voru þá nýgift hjón, en eldhús o.fl. var samiegin- legt. Það var bót í máli að sambýl- isfólkið var mesta sómafólk að öllu leyti og tókst með þeim æfilöng vinátta. Eftir nokkurra mánaða dvöl í þessu húsi fluttu þau í stórt timburhús, einnig niður við sjó ofarlega við Fjarðarstræti, er nefnt var „Aldan". Næst fengu þau rúmgóða íbúð í samkomuhúsi Góðtemplara, „Hebron", við Steypuhúsgötu (nú Sólgötu) og bjuggu þar nokkur ár. Næst skeð- ur það, að prestshjónunum er boðið á leigu einbýlishúsið Sjónar- hæð, sem var fallegt hús á skemmtilegum stað ofan og innan- vert við bæinn (eyrina). Töldu flestir að þarna yrði þá framtíðar prestssetur ísafjarðar. En því var ekki að heilsa. Það var ekki fyrr en um 1934—5, er ofurlítið var farið að draga úr áhrifum heims- kreppunnar að fé reyndist vera til í ríkissjóði til að festa í prestssetri á ísafirði. Varð þá fyrir valinu steinhúsið nr. 10 við Pólgötu — hálft húsið. Þetta húsnæðisástand olli að sjálfsögðu miklum vonbrigðum og vandræðum, en aldrei heyrðist æðruorð frá Guðrúnu. Henni fannst jafnan nýja húsnæðið ágætt. Hún hafði lag á því að koma hlutunum þannig fyrir að inni var vistlegt og notalegt. A heimili þeirra hjóna var mikill gestagangur og mikil gest- risni. Gestir undu sér þar vel og vafalaust hefur það verið viðmót og atlæti hjónanna, sem áttu mestan þátt í því. Þegar Séra Sigurgeir kom vest- ur skyldi ísafjarðarklerkur einnig þjóna Hólssókn (Bolungarvík). Landleiðina um Óshlíð fóru menn helst ekki nema í ýtrustu neyð. Þar var þá aðeins troðningur, er lá ýmist niður í fjöru eða upp undir kletta og var umferðin talin stór- hættuleg sökum grjóthruns og snjóflóða. Höfðu stundum orðið þar dauðaslys. Var því oftast farið sjóleiðina, en veður eru þarna oft válynd og þá ófært á milli. Séra Sigurgeir hagaði því svo að messa skyldi í Bolungarvík 3ja hvern sunnudag. Auk þess voru svo ýmis prestverk, er þurfti að framkvæma. Hjá jafn samvisku- sömum manni kom ekki til mála að messufall yrði vegna þess að presturinn ekki kæmi. Ef sjóleiðin væri ófær skyldi hann því fara Óshlíðina. Hann lét útbúa sér stóran og sterkan broddstaf, er hafa skyldi að förunaut. Hann komst oft í hann krappan og varð frægur af þessum ferðum um byggðarlagið. En prestsfrúnni leið stundum ekki vel, þegar hún vissi hann í þessum ferðum. Fyrst í stað var hún kvíðin og hrædd og fór þá oft að leika á píanóið til þess að róa taugarnar, svo fór hún ósjálfrátt að raula hinn hugð- næma sálm „A hendur fel þú honurn", sem margir jarðarbúar hafa gripið til á neyðarstund og einkum staldraði hún við síðari hluta 2. erindis: Að sýta sárt og kvíða á sjálfan þig er hrís. Nei. þú skalt bidja og bíða þá blessun Guös er vís. Og hún beið og bað og eiginmaður- inn kom jafnan heim heill á húfi. Eitt sinn á frumbýlingsárunum, í öskrandi byl og hörku gaddi kemur ferðamaður inn í íbúðina úr ofsanum, hann var lítt þekkj- anlegur, líkastur snjokarli. Þar var húsbóndinn kominn, hafði gengið inn Óshlíð eftir að hafa lokið embættiskyldu í Bolungar- vík. Eftir að hafa hjálpað honum úr vosklæðunum segir frúin: „Þú verður að fá eitthvað heitt að drekka" og á samri stundu var rjúkandi kaffi komið í bollann. „Þú mátt til að fara í heitt fótabað til að hita þér svo að þú fáir ekki kvef eða jafnvel lungnabólgu" og eftir örskamma stund var komin skál með heitu vatni ásamt til- heyrandi. Vafalaust hefur bónd- anum hitnað við þessar móttökur, en ég hygg þó, að það hafi einkum verið ást og umhyggja eiginkon- unnar, sem yljaði honum um hjartarætur. Slíkur var ferðamát- inn þá, öðruvísi en nú til dags í upphituðum farkostum og mjúk- um sætum um loft, láð eða lög Um langt árabil hélt frú Guðrún uppi heiðri Isafjarðar með undir- leik sínum fyrir aðvífandi söng- menn og kóra, er komu til að skemmta bæjarbúum. Var oft erfitt að fá undirleikara, en frú Guðrún var jafnan reiðubúin til aðstoðar í því efni, þegar hún gat því við komið. Við séra Sigurgeir sátum, um langt árabil saman í stjórn Karla- kórs ísafjarðar. Ég dáðist oft að hugkvæmni hans og hugdirfsku í sambandi við tillögur um starf- semi kórsins. Það væri gaman að rifja þær upp, en of langt mál að greina frá þeim hér. Stjórnar- fundir voru haldnir eftir atvikum í barnaskólanum í sambandi við æfingar, á heimili Jónasar Tómas- sonar söngstjóra eða á heimili formannsins, séra Sigurgeirs. Ég minnist frú Guðrúnar í því sam- bandi, ætíð var viðmót hennar jafn elskulegt og brosið jafn blítt. Auk söngmálastarfsins tóku hjónin allmikinn þátt í öðrum félagsmálastörfum. Þau voru bæði í góðtemplarastúkunni Vöku frá stofnun hennar og héldu þar uppi söng og margskonar fræðslustarf- semi. Guðrún starfaði mikið í kvenfélaginu „Ósk“ og var formað- ur þess síðustu 6 árin, sem hún dvaldi á Isafirði, en Sigurgeir var meðal stofnenda frímúrarastúku á Isafirði og lengi lífið og sálin í starfseminni þar. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, er öll komust á legg og hafa reynst góðir og nýtir þjóðfélagsþegnar eins og við mátti búast. Þau eru: Pétur, vígslubisk- up á Akureyri, kvæntur Sólveigu Ásgeirsdóttur, Sigurður, deildar- stjóri í Útvegsbanka íslands, kvæntur Pálínu Guðmundsdóttur, Svanhildur, ritari í utanríkisráðu- neytinu og Guðlaug gift Sigmundi Magnússyni yfirlækni í Landspít- alanum. Séra Sigurgeiri var veitt bisk- upsembættið frá ársbyrjun 1939. Áður en þau hjónin fóru frá Isafirði var þeim haldið myndar- legt samsæti og þar kvödd með klökkum huga og einlægu þakk- læti fyrir unnin störf. Við það tækifæri flutti Guðm. Geirdal þeim hugljúft kvæði frá Isafjarð- arsöfnuði, þar segir m.a.: En hversu þér varft björt otf ttrelðfær brautin. á brattan þó að stefndi allt þitt Iff. er augljóst vitni um æfiförunautinn. Sem aldrei brást - þitt hugumkæra vff, er skóp þér björt og hugþekk húsakynni. þann heima-arin. sem þú þráðir mest. er vinum stæði opinn æ hvert sinni og örmum vefði förumóðan gest. og ennfremur: Vér biðjum góðs og bregðum þakkarsveiga og blessum Ijúfa vini á kveðjustund. — Sigurgeir biskup varð bráð- kvaddur 13. okt. 1953. Var þá mikið skrifað um manninn og biskupinn og störf hans. Mér finnst ástæða til að undirstrika, að eitt af bestu störfum Sigurgeirs biskups var að ráða Sigurð Birkis sem söngmálastjóra þjóðkirkjunn- ar og endurbæta og lífga með því kirkjusönginn í landinu, sem verið hafði í mikilli lægð. Frú Guðrún lifði mann sinn í rúmlega aldarfjórðung. Hún flutti fljótlega úr þáverandi biskupsetri að Gimli við Lækjargötu að Greni- mel 17, þar sem heimili hennar stóð til dauðadags. Hún var að upplagi sterkbyggð, bæði til lík- ama og sálar og naut góðrar heilsu. Hún kvartaði ekki þótt minniháttar lasleika bæri að höndum og lét ætíð dagleg störf sitja í fyrirrúmi. Yfir áttrætt komin þurfti hún í fyrsta sinn að leggjast á spítala., en þá tóku líka við langar sjúkdómslegur og upp- skurðir. Hin síðari ár hafði hún dvalist oft á Heilsuhæli NFLÍ í Hvera- gerði. Þótti henni þar gott að vera og eignaðist þar marga góða vini. Þar var hún stödd í apríllok s.l., er hún veiktist skyndilega og var flutt í Landspítala þar sem hún andaðist 20. júlí s.l. Ég vil að lokum þakka Guðrúnu gömul kynni og gott starf og óska henni góðrar ferðar yfir móðuna miklu. Ég veit að ég mæli það einnig fyrir munn allra Vestfirð- inga, er kynni höfðu af henni. Jafnframt sendi ég börnum þeirra hjóna og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Höndin, sem þiic hinuaó leiddi. himins til þiit aftur ber. Drottinn elskar. — Drottinn vakir daaa' og nætur yfir þér. ólafur I. Magnússon. Mér er ljúft og skylt að minnast mágkonu minnar Guðrúnar Pét- ursdóttur frá Hrólfsskála nokkr- um orðum. Hún gekk að eiga bróður minn þegar ég var ung stúlka í Reykjavík og eru því kynni okkar orðin æði löng. Á þriðja áratug aldarinnar dvaldi ég um skeið á heimili hennar og bróður míns vestur á ísafirði. Guðrún hafði tekið tengdaföður sinn, föður minn, inn á heimilið er hann var orðinn ekkjumaður og hafði fengið heilablóðfall. Þá voru ekki hjúkrunar- og elliheimilin til að hlaupa undir bagga. Heimili og fjölskylda voru athvarf manna og verkin sem hlóðust á húsmæðurn- ar voru oft meiri en nú þætti hæfa. Guðrún reyndist tengdaföð- ur sínum hið besta. Hún stýrði heimili sínu með skynsemi, festu og rósemi. Hún var klettur. Seinna þegar gatan varð greiðari og Guðrún gekk ásamt manni sínum til æðstu virðingar með þjóð sinni hélt hún háttum sínum. Bak við glæsilega framgöngu hennar ríktu sem fyrr vitsmunir hennár og rósemi. Þetta voru ættarfylgjur frá ágætum forfeðrum. Þjóðin mun ekki gleyma tíginmannlegri framkomu Guðrúnar Pétursdóttur í stöðu biskupsfrúar. Ég minnist mikilhæfrar og trygglyndrar manneskju, sem aldrei vék af vegi skyldunnar. Þökk fyrir þau kynni. ólöf Sigurðardóttir, Bogahlíð 11. Sigtryggur vann í dag kemur ÞURSABITIÐ ut i Danaveldi og í tilefni dagsins fylgir lítil plata að eigin vali í kaupbæti til þeirra sem versla „bitið“ hjá okkur í dag. ÞURSABIT FALKINN Suðurlandsbraut 8 Laugavegí 24 Vesturveri Sími 84670 Sími 18670 Sími 12110

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.