Morgunblaðið - 27.07.1979, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979
MORöJKí-
kaffinu
GRANI GÖSLARI
Mér þykir leitt að kjötið skyldi vera ólseigt, en getum við ekki
rætt það eftir helgina?
Má ég ekki bjóða yður að koma
inn og fá drykk?
Maðurinn minn hefur því mið-
ur aldrei getað sagt nei!
BRIDGE
SÁÁ og baráttan
gegn áfengisbölinu
Aldraður bindindisfrömuður sér
sóma sinn í að ráðast að Hilmari
Helgasyni formanni SÁÁ með
óhróðri og dylgjum í dálkum
Velvakanda síðastliðinn sunnu-
dag. Eitthvað virðist hann þó
skammast sín fyrir pistilinn og
birtir því aðeins upphafsstafi sína
undir. Kannski hefur hann þó gert
það í þeirri von að ekki myndu
allir lesendur átta sig á hver héldi
á penna og einhverjir tækju því
mark á þessari makalausu hug-
vekju.
Árni Helgason segir að sér hafi
verið sagt að hitt og þetta stæði í
Alþýðublaðinu, haft eftir Hilmari
Helgasyni, en tekur fram að sjálf-
ur lesi hann ekki það blað. Ég las
það sem Alþýðublaðið hafði eftir
Hilmari þar sem hann gagnrýndi
ríkisvaldið, sem hefði einkaleyfi á
dreifingu áfengis, fyrir að hafa
lítið sem ekkert gert til raunhæfra
og fyrirbyggjandi aðgerða. Marg-
oft áður hefur Hilmar haldið uppi
gagnrýni á ríkið fyrir að veita ekki
fé til Áfengisvarnarráðs, hinnar
ríkisreknu stofnunar til barátt-
unnar gegn áfengisbölinu.
Þá fer Árni Helgason háðuleg-
um orðum um Hilmar Helgason
fyrir að aðhyllast ekki boð og bönn
og telur að það þurfi að hreinsa
verulega til í félaginu „sínu“. Mér
hefði fundist skynsamlegra af
Árna Helgasyni að lesa lög félags-
ins áður en hann gekk í SÁÁ. Þar
kemur hvergi fram að tilgangur
félagsins sé að koma á áfengis-
banni, enda fer hann villur vegar
ef hann telur að sá hafi verið
tilgangurinn með stofnun SÁÁ.
Fyrir slíku verður Árni að berjast
fyrir í öðrum félögum.
Árni Helgason forðast að minn-
ast á fræðslu í skólum, sem fram
fer á vegum SÁÁ, stofnun og
rekstur sjúkrastöðva, ráðgjöf og
atvinnumiðlun, svo eitthvað sé
nefnt. Þess í stað kýs hann að ata
auri þann mann sem að öðrum
ólöstuðum hefur átt mestan þátt í
gjörbreyttu viðhorfi þjóðarinnar
til áfengisvandamálsins, með
þeim árangri sem alþjóð er kunn-
ugt um. Ég get ekki séð að skrif
Umsjón: Péll Bergsson
Það þótti tíðindum sæta á
Evrópumeistaramótinu í
Lausanne þegar Finnar náðu 12
stigum af 20 í leik sínum við
ítaii, margfalda Evrópu- og
heimsmeistara. En sjálfir enduðu
Finnarnir í einu af neðstu sæt-
unum í mótinu eins og þeir eru
reyndar vanir.
Gott spil frá leiknum. Austur
gaf, allir á hættu.
Norður
S. ÁG76
H. 2
T. ÁD63
L. D1072
Vestur
S. 8432
H. 3
T. KG109874
L. 8
Austur
S. KD95
H. ÁD965
T. -
L. 6543
©PIB
COPINMCIN
COSPER ðQ73
Allt í lagi. — Ég veit hvað ég er að gera!
31
Suður
S. 10
H. KG10874
T. 52
L. ÁKG9
Ekki fylgir sögunni hvað ítal-
irnir gerðu með spil norðurs og
suðurs en þegar Finnarnir sátu í
þessum sætum varð Alpo Jarvinen
í norður sagnhafi í þrem gröndum,
sem ítalskur meistari í sæti aust-
urs doblaði en hinn meistarinn
hafði sagt tígla.
Austur spilaði út laufsexi, sem
sagnhafi tók heima með tíu, spil-
aði hjartanu, sexa og tía. í von um
að nían kæmi, spilaði sagnhafi
næst hjartakónginum. En vestur
lét spaða, Jarvinen lauf og austur
ásinn. Hann spilaði á spaðadrott-
ingu, fékk að eiga slaginn og
spilaði laufi, sem tekið var með
kóng. Sagnhafi svínaði þá tígul-
inn, tók á tígulásinn, spilaði laufi
á ásinn og tók fjórða laufslaginn.
Austur hafði þurft að finna
afköst í tígulslagina og valdi að
láta eitt frá hvorum hálitanna. Og
þegar sagnhafi spilaði hjartagos-
anum frá borðinu varð austur
bjargarlaus. Ekki dugði að gefa
slaginn svo að hann tók á drottn-
ingu og níu en varð síðan að spila
frá spaðakóngnum og Jarvinen
fékk tvo síðustu slagina á ás og
gosa. Snyrtilegur vinningur og
doblaður í kaupbæti.
og láta þetta afskiptalaust.
Hún kveikti ljósið og litla
stúlkan sem sat í rúminu teygði
fram hendurnar á móti henni.
Eileen var í herbergi sínu að
taka upp úr töskunum þegar
barið var að dyrum.
— Madam! Velkomnar heim.
Mikið var leiðinlegt að ég var
ekki við.
Fjölskylda Bridget Hagan
hafði unnið á ættarsetri Eileen í
margar kynslóðir. Faðir henn-
ar fóstri Eileenar þegar hún
var í æsku. Brigdet var þrek-
vaxin glaðleg stúlka, tuttugu
og sex ára gömul og hún hafði |
nú unnið hjá Eileen síðustu
fimm ár.
— Þér lítið út fyrir að vera
þreyttar, sagði hún. — Var
ferðin skelfing erfið? Látið mig
um þetta. frú. Ég skal koma
þessu öllu fyrir.
— Ferðin var þreytandi,
Biddy. Og mér þykir ekki gam-
an al fljúga. En ég hélt það væri
frídagurinn þinn f dag.
— Það er líka rétt og Prins-
inn af Wales bfður þess að fara
með mér út í kvöld! Ég get farið
með honum einhvern tíma
seinna. Á ég að færa yður te?
— Nei, þökk fyrir Biddy. Ég
þarf á hjálp þinni að halda. Ég
ætla að segja barnfóstrunni
upp á morgun.
Bridget brosti út að eyrum.
— Æ, hvað var gott að heyra
það! Og bíðið bara þar til Mario
og Marianna heyra um það!
Gamla skassið — hún verður
auðvitað alveg óð, haldið þér
það ekki?
— Biddy. vilt þú hjálpa mér
að annast um Lusy. Ég ætla
ekki að ráða barnfóstru. Ég vil
ábyrgjast mitt barn sjálf.
— Kominn tími til, frú, sagði
stúlkan glaðlega. - Og hvað
haldið þér svo að hr. Field segi
við því?
Eileen hikaði.
— Hann er mjög önnum kaf-
inn sem stendur. Hefur í mörgu
að snúast í íran. Ég hef ekki
hugsað mér að vera að angra
hann með þessu f bili.
— Allt í lagi, sagði Bridget.
— Þér skuluð ekki hafa nokkr-
ar minnstu áhyggjur. Ég skal
gera allt sem ég get fyrir Lucy.
Mig hefur alltaf langað til þess
að fá að hafa meiri afskipti af
henni og gamla skassið hleypir
manni varla í nánd við vistar-
verurnar þarna uppi!
Hún brosti til Eileen og fór að
taka upp úr töskunni og setja
fötin inn í skáp.
Hún fann ekki til sultar en
Bridget snerist í kringum hana
og kom með bakka upp f bóka-
herbergið. Það var lítið en
notalegt herbergi sem ein-
kenndist af þessum látlausa
glæsileika sem kostar svo mikla
fjármuni að ná svo að sannfær-
andi verði og áreynslulaust.
Þar voru myndir af henni og
Lucy og stór mynd af Logan,
var o^t birt í blöðunum. Þau
höfðu verið gift í sjö ár, en nú
var hann henni sem ókunnur
maður. Hann var hrifinn af
annarri konu, konu sem gat
deilt með honum ákefð hans f
starfinu og væntanlega einnig á
öðrum sviðum. Eileen hafði lítt
hirt um að setja sig inn í starf
hans þótt hún sinnti húsmóður-
skyldum sfnum af mestu kost-
gæfni og hefði yndi af því að
taka á móti þeim mörgu gestum
sem hann þurfti sí og æ að
sinna vegna viðskiptanna. En
þrátt fyrir þetta var ljóst að
hún hafði aldrei verið hátt
skrifuð á listanum hjá honum,
kannski Lucy ekki heidur. Hún
hafði aldrei verið hans jafningi
og hún dró stóriega í efa að
hann hefði nokkurn tíma í
hjónabandinu sagt eins og Jam
es: „Ef þú þarft á mér að halda,
kem ég heim.“
Það hefði verið fjarska auð-
velt að senda skeyti til James.
En það var líka auðvelt að láta
frumkvæði um allt í hendur
annarra. En ( þetta skipti ætl-
aði hún að taka upp aðra háttu.