Morgunblaðið - 27.07.1979, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979
'J
Feyenoord leikur við
KA á Akureyri
MEIRIHÁTTAR íþróttaviðburð-
ur verður á Akureyri í kvöld
þegar KA leikur gegn hollenska
liðinu Feyenoord á grasvellinum,
en leikur liðanna hefst klukkan
19,30. Þetta verður þriðji leikur
Hollendinganna í íslandsferð-
inni, þeir gerðu jafntefli við
Akurnesinga í fyrsta leiknum 1:1
en unnu síðan Vestmannaeyinga
4:0 á miðvikudagskvöldið.
Hollendingarnir komu til Akur-
eyrar um hádegisbilið í gær. Eftir
hádegi áttu þeir að fara í skoðun-
arferð til Mývatns en það var
afþakkað, þess í stað var æfing
hjá leikmönnunum og síðan af-
slöppun en fararstjórarnir ætluðu
í gærkvöldi í skoðunarferð til
Grímseyjar. Fyrir hádegi í dag
fara fararstjórarnir í laxveiðar í
Laxá í Aðaldal en leikmennirnir
spila hins vegar tennis.
Fyrir leikinn í kvöld mun
Lúðrasveit Akureyrar leika og
tveir fallhlífastökkvarar, Sigurður
Bjarklind og Steindór G. Stein-
dórsson mun svífa niður á völlinn
með íslenzka og hollenska fána og
þeir munu ennfremur hafa keppn-
isboltann meðferðis. Er hann gef-
inn af umboðsmönnum Adidas í
Reykjavík og á Akureyri, Björgvin
Schram og Frímanni Gunnlaugs-
syni. Á leiknum verða fimm heið-
ursgestir, þrír úr fyrstu stjórn
í kvöld
KA, sem stofnað var fyrir 51 ári,
Tómas Steingrímsson, Jón Sigur-
geirsson og Helgi Schöth, Harald-
ur Sigurðsson núverandi formaður
KA og loks Sæmundur Óskarsson
formaður KA-klúbbsins í Reykja-
vík. Leikurinn hefst eins og fyrr
segir klukkan 19,30 og mun Árni
Stefánsson koma frá Svíþjóð og
leika í marki KA. í hálfleik verður
hlaupið 200 metra hlaup karia og
kvenna með þátttöku landsliðs-
fólks KA. Að leik loknum verður
lokahóf í Sjálfstæðishúsinu.
Dómari í kvöld verður Rafn
Hjaltalín en línuvörður Þóroddur
Hjaltalín og Steindór Gunnars-
son.
Coca Cola
keppnin
COCA COLA keppnin er fyrsta
opna keppnin í golfi hér á landi.
Var hún fyrst leikin á gamla
golfvellinum við Öskjuhlíð árið
1961 og er því leikin nú í
nítjánda skiptið.
Keppnin hefst laugardaginn
28. júlí kl. 9.00 og munu rástímar
fyrir þann dag væntanlega liggja
frammi í golfskálanum í Grafar-
Lancome
golfmót
36 holu kvennakeppni í golti, verður
haldin á Nesvellinum helgina 28.-29. júlt.
Hið þekkta snyrtivörufyrirtæki Lancome
gefur verðlaun f keppnina. Keppt verður f
Mfl. forgjöf 0—19, og f 1. fl. 20 og yfir.
Vegleg verðlaun verða veltt. Keppnfn hefst i
laugardag kl. 13.00.
í golfi
holti (sími 84735) um kl. 20.00 á
föstudagskvöld. Rástfmar á
sunnudag fara eftir árangri
keppenda á laugardag.
Reglugerð keppninnar segir, að
öllum kylfingum, innlendum sem
erlendum er heimil þáttaka. Leik-
ið er með og án forgjafar og veitt
þrenn verðlaun í hvorum flokkn-
um. í upphafi var keppnin leikin á
72 holum, en síðustu árin hefur
hún verið stytt í 36 holur, sem
leiknar eru á tveim dögum.
Verksmiðjan Vífilfell h/f gaf
tvo farandbikara til Golfklúbbs
Reykjavíkur sem leikið skyldi um
árlega á golfvelli félagsins.
Keppnin skyldi þá fara fram áður
en Landsmót í Golfi færi fram og
hugsuð meðal annars sem góð
æfing fyrir kylfinga fyrir
Landsmótið, þar sem hún væri
leikin á 72 holum.
Aukaverðlaun í keppninni
verða, heilt bílhlass af Coca Cola
fyrir fyrstu „holu í höggi" keppn-
innar sem gerð er á 17 braut.
Verðmætin eru tæp ein milljón.
5 kassar af Coca Cola verða
veitt þeim, er á hvorum degi fer
næstu holu á 2 og 17 braut. Auk
þess fær sá kylfingur 5 kassa af
Coca Cola, sem hefur fengið lengst
teighögg keppninnar, mælt á 18
braut.
Golfmót
á Hellu
OPIN golfkeppni öldunga fer fram
á golfvellinum á Hellu um helgina.
Leikið verður á Strandavelli, 18
holur með og án forgjafar. Öllum
þeim er náð hafa fimmtugsaldri er
heimil þátttaka í mótinu sem
hefst kl. 14.00 á laugardag.
■ö 1 Lii ðv Ikur mai 1* 2
Grímur Sæmundssen Val í*or«teinn ólafsson ÍBK Otto Guðmundsson KR
Trausti Haraldsson Fram Dýri Guðmundsson Val
Hörður Hilmarsson Val Atli Eðvaldsson Val Sigurður Halldórsson ÍA
Pétur Ormslev Guðmundur Guðmundur Elmar Geirsson
Fram Steinsson Fram Þorbjörnsson Val KA
SINDRA
mm
STALHE
Fyrirliqgjandi í birgðastöð
PRÓFÍLPÍPUR
□L. !□!_Ir—~n—i □ czzi□ i—irr~~~i 1 I□ I_IC
Fjölmargir sverleikar.
Borgartúni31 sími27222
• Marteinn
Stigahæstu leikmenn
í einkunnagjöf Mbl.
í kvöld fer fram fyrsti
leikurinn í 2. umferð ís-
landsmótsins í knatt-
spyrnu. ÍA fær ÍBK í heim-
sókn og hefst leikur þeirra
kl. 20.00 á Akranesi. Eins
og sjá má á stöðunni hér
fyrir neðan er hvert stig
dýrmætt, og næstu leikir í
deildinni ættu að gefa ein-
hverja vísbendingu um
hvert stefnir. Skera ein-
hver lið sig úr, eða helst
sama spennan áfram í
mótinu?
Hér á eftir fer líka röð efstu
manna í einkunnagjöf Morgun-
blaðsins, og jafnframt röð efstu
manna í þeim liðum sem leika í 1.
deildinni. Eins og sjá má eru
leikmenn afar jafnir og fyrirsjá-
anlegt er að baráttan um leik-
mann íslandsmótsins er ekki síður
hörð.
Stigahæstir íeinkunna-
gjöf Morgunblaðsins:
Marteinn Geirsson Fram29 (10
Ieikir) Atli Eðvaldsson Val29 (10
leikir) Óskar Færseth ÍBK29 (10
leikir) Kristján Olgeirsson ÍA28 (10
leikir) Tómas Pálsson ÍBV28 ( 9
leikir) Eftirtaldir leikmenn eru
efstir í einkunnagjöfinni í sínum
liðum.
KR: leikir stig:
OttóGuðmundsson 23 8
Sigurður Indriðason 22 10
Sverrir Herbertsson 19 10
Vilhelm Fredrikssen 18 9
Börkur Ingvarsson 18 9
Valur:
Atli Eðvaldsson 29 10
Hörður Hilmarsson 25 9
Dýri Guðmundsson 25 10
Grímur Sæmundssen 24 9
Fram:
Marteinn Geirsson 29 10
Pétur Ormslev 25 9
Trausti Haraldsson 25 10
Guðmundur Baldursson 24 10
ÍBK:
Óskar Færseth 29 10
Þorsteinn Ólafsson 24 9
Ragnar Margeirsson 24 9
Sigurbjörn Gústafsson 22 9
ÍA:
Kristján Olgeirsson 28 10
Sveinbjörn Hákonarson 26 10
Árni Sveinsson 26 10
Sigþór Ómarsson 25 9
Jón Alfreðsson 25 10
ÍBV:
Tómas Pálsson 28 9
Ársæll Sveinsson 27 10
Örn Óskarsson 24 10
Ómar Jóhannsson 24 10
Óskar Valtýsson 23 10
Víkingur:
Róbert Agnarsson 26 10
Lárus Guðmundsson 24 10
Sigurlás Þorleifsson 24 8
Heimir Karlsson 21 8
Diðrik Ólafsson 20 7
Þróttur:
Jóhann Hreiðarsson 22 9
Halldór Arason 20 10
Ársæll Kristjánsson 20 10
Sverrir Einarsson 20 10
KA:
Elmar Geirsson 26 10
Einar Þórhallsson 24 10
Gunnar Gíslason 22 10
Haraldur Haraldsson 21 10
Haukar:
Guðmundur Sigmarsson 26 10
Daníel Gunnarsson 21 10
Sigurður Aðalsteinsson 20 10
Gunnar Andrésson 18 10
-ÞR.
Staðan í 1. deild í
knattspyrnu er nú þessi:
KR 10 6 2 2 18-15 14
Valur 10 5 3 2 21-11 13
Keflavík 10 4 4 2 16-9 12
Akranes 10 5 2 3 19—13 12
Vestm. 10 4 3 3 13-8 11
Fram 10 2 6 2 16-13 10
Víkingur 10 4 3 3 13-12 11
Þróttur 10 3 2 5 14-20 8
KA 10 2 2 6 12-23 6
Haukar 10 1 1 8 7-25 3
Markhæstu leikmenn:
Atli Eðvaldsson Val..........8
Ingi Björn Albertss. Val.....6
Pétur Ormslev Fram...........6
Sveinbj. Hákonarson Akr .....6
Sigþór Ómarsson Akr .........6
Vinabæjamót
í íþróttum
á Akureyri
Vinabæjamót í íþróttum fer fram á Akureyri dagana 26. — 29. júlí
n.k. Þáttakendur eru frá vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndum,
Álesund í Svíþjóð, og verða þátttakendur um 76 frá Norðurlöndunum
og um 30 frá Akureyri. Keppendur eru á aldrinum 12—14 ára.
Mótið setur forseti Bæjarstjórnar, Freyr ófeigsson, eftir að
þátttakendur hafa gengið í skrúðgöngu frá Iðnskólanum á íþrótta-
völlinn. Til undirbúnings hefur verið vandað eftir mætti, og hafa verið
m.a. iagðar nýjar hlaupabrautir.
Dagskrá: fimmtudag 26. kl. 17.00 knattspyrna, Vásterás:Akureyri,
föstud. 27. kl. 16.00 knattspyrna, Randers:Vásterás, föstud. 27. kl.
19.30 knattspyrna, KA:Feyenoord (gestaleikur), laugard. 28. kl. 14.00
frjálsar íþróttir, 12 greinar, laugard. 28. kl. 16.00 knattspyrna,
Akureyri:Randers.
Á laugardagskvöld býður Bæjarstjórn Akureyrar öllum þátttakend-
um til kvöldverðar í Skíðahótelinu þar sem verðlaun verða afhent. Á
sunnudag fara þátttakendur síðan í skoðunarferð austur í Mývatns-
sveit (Kröflu) og að Laxá.