Morgunblaðið - 16.09.1979, Side 9

Morgunblaðið - 16.09.1979, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 41 hina yngri menn, sem eiga verk í hinum enda salarins. Þetta er atriði sem margir mættu hug- leiða. Nýstefna í New York heitir hin sýningin, sem ég hef verið að minnast á. Þar kennir margra grasa, og verður vart lagt nokk- urt verulegt mat á allar þær tilraunir og kapphlaup um það að vera ekki eins og sá næsti. Það getur bæði verið mjög frjótt og nauðsynlegt í myndlist. En það getur einnig verið kvilli, sem getur orðið að illkynjuðu æxli, sem vont er að fjarlægja. Það er sumt á þessari sýningu, sem mér fannst fengur að sjá. Nefni ég til dæmis vatnslitamynd eftir hinn fræga Christo, en þar gerir hann frumdrög að olíutunnustafla. Skemmtilegt verk er einnig þarna að finna eftir Bob Kushner, og marga aðra mætti nefna. En þar sem ég kannast við fá nöfn af þeim 50, sem þarna eiga verk, held ég, að betra sé að fara hægt í nafna- upptalningu. Það hefur verið sagt um það samfélag, sem New York borg samanstendur af, að það væri ekki hægt að fá svo fáránlega hugmynd, að ekki væri hægt að stofna söfnuð utan um hana. Það má vel vera, að þessi 50 grafísku verk, sem nú eru á Kjarvalsstöðum sanni þessa til- vitnun, er ég nefndi hér áðan. Hver veit, en einmitt svona verkaði þessi deild á mig. Ég verð að taka það fram hér, að ég meina þetta ekki niðrandi. I mínum augum er þetta einmitt eitt af því, sem gefur New York borg litbrigði, sem ekki er að finna alls staðar. Ég er ekki í neinum vafa um, að einmitt þessi sýning á eftir að hafa áhrif á marga af okkar yngstu kynslóð í myndlist. Og sannast sagna er þetta ekki ýkja langt frá því, sem okkur er stundum boðið að sjá í Suðurgötu 7. Að mínum dómi græða þessir 50 listamenn ekki á því að hafa Rauschenberg í návist sinni. Mér finnst skemmtilegt og ánægju- legt að sjá, hverjum stakkaskipt- um starfsemin að Kjarvalsstöð- um hefur tekið síðustu mánuði. Það er enginn vafi á, að stefnt er í rétta átt, en hvað það verður lengi, skal ekki spáð um hér. Valtýr Pétursson saman við ýmsar sögur sem síðar komu út með líku efni og sömu hneigð. Elías Mar fer ekki illa út úr þeim samanburði. Hann er orðinn nokkuð þroskaður höfund- ur þegar hann skrifar Vögguvísu. Að vísu hefur Atómstöðin (1948) haft gildi fyrir hann, enda birtast í Vögguvísu keimlíkar persónur og í Atómstöðinni. En höfundur Vögguvísu er yngri og furðulega sjálfstæður þegar alls er gætt. Vögguvísa kemur nú út í skóla- útgáfu og er það að vonum. Hún er að mörgu leyti heppileg lesning fyrir þá sem vilja kynna sér þróun íslenskrar skáldsagnagerðar með það í huga að átta sig á ýmsum helstu skáldsögum síðustu ára- tuga. lesandanum opnast nýr heimur. Þegar birtar eru ljóðaþýðingar í bókum má aldrei þýða „lauslega", það er bannorð góðra þýðenda. En ánægjulegt er að ungir höfundar skuli hafa uppgötvað Lean Niels- en. Það er ef til vill besti skólinn fyrir þá sem ætla sér að verða skáld að lesa verk góðra skálda og ekki eingöngu þeirra sem fengið hafa á sig gæðastimpil íslenskra bókmenntamanna. Um söngvarann Eric Burdon segir Pétur Svarfaðardal að hann eigi „eitthvað, sem enginn annar á“ þótt „fáir á þessu menningar- landi“ hafi heyrt á hann minnst. Það getur verið nokkurs virði að sjá út fyrir túngarð hinnar „ís- lensku hefðar" með fullri virðingu fyrir óþreytandi gæslumönnum hennar og aðdáendum. „Þangbrandur vegur Þorkel, andmælanda hins nýja siðar.“ Listkynning frá Kazakhstan Eitt hið óheppilegasta, sem getur komið fyrir þá, er efna til myndlistarsýninga, hlýtur að vera að dagblöð komi ekki út, meðan á sýningum stendur. Mik- il fyrirhöfn og gífurleg vinna getur þá farið fyrir lítið, og er þá ekki aðeins um fjárhagstjón að ræða, heldur og það, að sýn- inganna er hvergi getið á prenti fyrir seinni tíma og geta þannig týnst með öllu. Dagblöðin geta sýninga yfirleitt vel í fréttum miðað við það sem gerist erlend- is og nokkur þeirra hafa fasta gagnrýnendur, en sá fjölmiðill, sem mestar vonir voru bundnar við, þ.e. sjónvarpið, hefur brugð- ist að mestu. Það er þó önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Hér verður getið tveggja sýn- inga, er báðar urðu fyrir barðinu á verkfalli Grafíska sveinafél- agsins. Er önnur þeirra rétt hálfnuð, en hinni lýkur í dag, sunnudag. í fyrra tilvikinu er um að ræða listkynningu frá Sovétlýðveldinu Kazakhstan. Hefur hún verið í eystri gangi Kjarvalsstaða. í seinna tilvikinu kveður ung listakona sér hljóðs í fyrsta skipti í Sýningarsalnum á Suðurgötu 7. Ég er einn þeirra, sem hafa fjarska gaman af að rannsaka hætti fjarlægra þjóða og þá einkum það, sem að auganu snýr, og læt því einskis ófreistað til að sækja þjóðháttasöfn, þar sem mig ber að garði. Sýningin á Kjarvalsstöðum er frekar smá í sniðum en þó um margt eftir- tektarverð. Er hér um að ræða sýnishorn listmuna og minja- gripa, barnateikningar og ljós- myndir, en sýningarefni þetta er hingað komið fyrir milligöngu Vináttufélagsins í Kazakhstan og Sambands sovéskra vináttu- félaga. Var hún opnuð með viðhöfn föstudaginn 7. þ.m. og í því tilefni tróð upp þjóðlaga- og dansflokkurinn Ulítá frá Kaz- akhstan. Var það eftirminnileg sjón og full yndisþokka. I sýningarskrá getur m.a. að lesa þessa klausu: „Fyrir Októ- berbyltinguna 1917 var mynd- listarsköpun íbúa Kazakhstan takmörkuð við svokallaða nytja- list, þ.e. gerð hagnýtra hluta til nota í daglegu lífi og starfi hirðingjaþjóðar. Með breyttum þjóðfélags- og atvinnuháttum og nýjum viðhorfum í kjölfar bylt- ingarinnar var rutt úr vegi þeim Sýn Hildiglúms: Hann þóttist sjá mann á gráum hesti. Hann bar skjótt yfir og hafði logandi brand i hendi. Hann var svartur sem bik. (Báðar myndirnar eru myndskreytingar við Njálu eftir Viktor Vasiljevich Prokofief f. 1934). höftum, sem stóðu myndlistinni í þessu Miðasíulandi fyrir þrif- um, svo sem gerðu kreddur og fyrirmæli islamskrar strang- trúar, er leggja blátt b^nn við hvers konar myndgerð lifandi hluta. Myndlist í þröngum skiln- ingi orðsins á sér því innan við 60 ára sögu í Kazakhstan." Hér er því miður um hreinan áróður eða vanþekkingu að ræða, því að islömsk sjónlist er fjöl- breytilegur og undursamlegur kafli í myndlistarsögunni, er hófst með sjálfstæði islams árið 622 og er tómt mál að setja alla slíka iðju undir hatt notagildis einvörðungu. Því eru það algjör öfugmæli að tala um að losa listsköpun úr viðjum, en víst má vera, að nýjum herrum fylgja ný viðhorf og nýir siðir. Flestir ef ekki allir hlutir á sýningunni sprengja einmitt hugtak hins hagnýta gildis, því að hér er um frjósaman akur myndræns skreytigildis að ræða, skoðandinn sér þetta í fjöl- breytileika listmunanna og ynd- isþokka margvíslegra þjóðbún- ingá og er þetta einmitt erfða- venja úr grárri forneskju og kemur ekki Októberbyltingunni par við. Hins vegar má tala um ein- hæfni í myndsköpun nútíma- listamannanna á sýningunni, þeirra Évgení M. Sidorkins (f. 1930) og Viktors Vasiljevich Prokofiev (f. 1934), og er það þó enginn áfellisdómur yfir list þeirra. Sidorkin gerir einfaldar Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON myndir, hvítar línuheildir á svörtum grunni, en Prokofiev gerir blæbrigðaríkar svartlist- armyndir. Blæbrigðin byggjast þó frekar á mismunandi sögu- efni, því að í heild eru myndirn- ar mjög keimlíkar að allri gerð og eru mjög rússneskar að yfir- bragði. Myndefnið er sótt í Njálu og er áhugavert að fylgjast með því, hvernig þessi fjarlægi myndlistarmaður meðhöndlar efnið. Hér er komin enn ein sönnun um lifandi áhuga út- lendra myndlistarmanna á myndefni úr fornsögum okkar. Þetta eru ljóðrænar myndir og geta á köflum minnt á Barböru Arnason, en eru grófgerðari og einhvern veginn virka vopn og verjur framandi á undirritaðan. í stuttu máli var mjög ánægjulegt að fá þessa sýningu hingað og eiga aðstandendur hennar miklar þakkir skilið. Ég hefði þó óskað eftir viðameiri sýningu bæði á listmunum og myndlist. Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur Steinunn Þórarinsdóttbr hjá einni mynda sinna í Sýningarsalnum í Suðurgötu 7. í Sýningarsalnum á Suðurgötu 7 hafa undanfarnar tvær vikur verið til sýnis nokkur skúlptúr- verk ungrar listakonu, Steinunn- ar Þórarinsdóttur að nafni. Undirritaður þekkir ekkert til listakonunnar né verka hennar, en hún mun hafa lokið BA-prófi í listum sl. vor og fór allt listnám hennar fram í Ports- mouth í Englandi. Má enda eðlilega kenna sterkra enskra áhrifa í myndsköpun ungfrúar- innar og virka myndir hennar meira á mig sem tilraunir með ýmis efni en endanlega mynd- gerð. Ungfrúin vinnur hins veg- ar verk sín af mikilli alúð og getur það bent til, að hér sé á ferð efni í átakamikinn lista- mann. Verkin á sýningunni eru hins vegar fá og munu flest ef ekki öll vera unnin innan veggja skólastofunnar, svo að hér ber að fara varlega með notkun lýs- ingarorða svo og framtíðarspá- dóma. En hún skal boðin vel- komin í raðir íslenzkra mynd- listarmanna og myndir hennar hefðu vissulega auðgað og aukið á fjölbreytni nýafstaðinnar sumarsýningar Myndhöggvara- félagsins á Kjarvalsstöðum. Hefðu að auki vafalítið notið sín betur þar en í hinum þröngu húsakynnum Sýningarsalarins á Suðurgötu 7. Inntakið í myndum Steinunn- ar mun öðru fremur vera ein- manaleiki mannsins í lokuðum og stöðluðum heimi og sem slíkar virka þær í senn óhugnan- legar og magnþrungnar, eru um leið stórum hrifmeiri flestu því, sem áður hefur sést af líkum toga á þessum stað. Væri næsta fróðlegt að sjá myndir hennar í nágrenni við málverk Gunnars Arnar, þar sem hann gengur út frá líku þema. Af myndunum á sýningunni er nr. 6 mér minnisstæðust, en mér þykir hún í senn einföldust og mögnuðust. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.