Morgunblaðið - 30.09.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
3
Flensborgarskóli;
Nemendur
lausráðnir
til fjarvista-
skráninga
„VIÐ HÖFUM 8Ótt um það til
bæjarráðs Hafnarfjarðar, að fá
heimild til að lausráða 3 — 4
nemendur til fjarvistaskráninga
hjá okkur, eins og við reyndar
höfum gert undanfarin ár,“ sagði
Kristján Bersi ólafsson, skóla-
meistari i Flensborgarskóla, í
samtali við Morgunblaðið.
„Starfið felst fyrst og fremst í
því að nemendurnir fara yfir
fjarvistaskrár kennara og færa
þær inn í heildarskrá þannig að til
sé á einum stað nákvæm skráning
viðkomandi nemanda, en þetta er
nauðsynlegt þegar um svonefnda
áfangaskóla er að ræða. Þetta er
því einföld skrifstofuvinna. Nem-
endurnir vinna tveir og tveir
saman til skiptis, annar les fyrir
og hinn færir inn. Við reiknum
með að þetta sé nálægt því að vera
15 klukkustunda vinna á viku,“
sagði Kristján Bersi ennfremur.
Aðspurður hvers vegna þeir
vildu fá nemendur til starfans
sagði Kristján Bersi það hafa
gefist mjög vel til þessa, einfald-
lega vegna þess að nemendurnir
vissu manna bezt um hvað málið
snerist. Utanaðkomandi fólk
þyrfti að fá nokkurn aðlögunar-
tíma fyrir starfið. — Þá gat
Kristján Bersi þess að hann vissi
til þess að sami háttur væri
hafður á í fleiri áfangaskólum.
Fleiri rjúpur
Húsavik. 29. september.
ÚTLIT er fyrir fleiri rjúpur í ár
en í fyrra. Varpið í vor gekk mjög
seint og hafa ungar sézt ófleygir
fram eftir sumri. Sumir vilja
friða rjúpuna lengra fram á
haustið en verið hefur, en veiði
hefur hafizt hinn 15. október ár
hvert. Tala rjúpnaskyttur um
ungadráp hefjist veiðin á venju-
legum tíma. Tjörnesfjallgarður-
inn var friðaður í fyrra fyrir
skotmönnum og er þess vænst að
svo verði einnig í ár.
— Fréttaritari.
SAGT er að nýlega hafi verið
auglýst starf bílstjóra mennta-
málaráðherra. Umsækjendur
voru tveir. Annar hafði bílpróf,
hinn stúdentspróf. Stúdentinn
hlaut stöðuna; hann hefði meiri
menntun ef hann lyki bilprófi.
Sumarsýning-
r
unni í Asgríms-
safni að ljúka
SUMARSÝNINGIN í Ásgríms-
safni sem opnuð var 27. maí s.l.
stendur aðeins yfir i 4 daga
ennþá. Lýkur henni sunnudaginn
7. október. Safnið verður þá
lokað um tima meðan komið
verður fyrir haustsýningu þess.
Sumarsýningin er yfirlitssýning
á verkum Ásgríms Jónssonar, sem
hann málaði á hálfrar aldar tíma-
bili. Margt erlendra gesta skoðaði
sýninguna á þessu sumri.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, er opið sunnudaga, þriðjudaga
og fimmtudaga frá kl. 1.30—4.
Aðgangur ókeypis.
Hádegisfundur presta
Hádegisfundur presta er í Nor-
ræna húsinu á mánudag.
Pétur H. Blöndal, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna:
Er staða Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisinsof góð?
Er staða Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins of góð?
Eða hvers vegna nægja honum
19% vextir í 53% verðbólgu?
í samræmi við Ólafslög og
auglýsingu Seðlabankans um
hækkun vaxta hafa flestir lífeyr-
issjóðir landsins hækkað vexti á
skuldabréfum til sjóðfélaga í
tvígang úr u.þ.b. 26% í 32%.
Sumir hafa tekið upp fulla verð-
tryggingu á sínum lánum. Þó
skera nokkrir sjóðir sig út úr. Það
eru Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins, Lífeyrissjóður starfs-
manna Reykjavíkurborgar,
Lífeyrissjóður barnakennara,
Lífeyrissjóður alþingismanna og
Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna.
Allir hafa sjóðir þessir fylgt
þeirri stefnu að hafa vexti ætíð
töluvert lægri en aðrir lífeyris-
sjóðir. Þó keyrir um þverbak um
þessar mundir, því vextir hjá
Eða hvers vegna
nægjahonum 19%
vextir í 53% verðbölgu?
þeim eru núna 19% á meðan
verðbólgan er 53%. Nú vil ég
gjarnan varpa fram þremur
spurningum til stjórnar Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins.
1. Telur stjórn Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins sig geta
gengið þvert á lög númer
13/1979 (Ólafslög) um stefnu-
mótun í vaxtamálum?
2. Er staða sjóðsins slík, að hún
leyfi 22% raunvexti og ef svo
er, er þá nokkur þörf á
milljarðagreiðslum árlega úr
ríkissjóði (frá skattborgurum)
til greiðslu á verðtryggingu
lífeyrisgreiðslna frá sjóðnum.
3. Hefur staða sjóðsins verið
tekin út í samræmi við 9. gr.
laga um Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins og hver var
niðurstaða síðustu úttektar og
við hvaða forsendu var mið-
að? (aðallega vaxtafor-
senda?).
I Ólafslögum er skírt tekið
fram, að stefnt skuli að verð-
tryggingu innlána og útlána.
Þetta ákvæði hefur stjórn Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins
hunsað hingað til. Óánægja sjóð-
félaga annarra lífeyrissjóða, sem
greiða verða miklu hærri og
hækkandi vexti, magnast óðum
við þetta misræmi og er spurning,
hvort aðrir lífeyrissjóðir telji sér
fært að stefna að verðtryggingu
frekar, ef ekki verður stefnu-
breyting hjá opinberu sjóðunum.
Á fjárlögum er gert ráð fyrir
kr. 3.351 milljónum til greiðslu
verðbóta á lífeyri hjá lífeyrissjóð-
um ríkisins 1979. Árið 1978
greiddu skattborgarar þannig
76% af lífeyrisgreiðslum Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins og
jafnvel 83% af lífeyrisgreiðslum
Lífeyrissjóðs barnakennara.
Manni verður á að hugsa, til hvers
þessir sjóðir starfi. Starfa þeir
bara til að lána (gefa) peninga
með lágum vöxtum?
Staða Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins er slík, að 1978
voru iðgjöld aðeins 20% umfram
lífeyrisgreiðslur og hjá barna-
kennurum vantaði 28% á iðgjöld-
in til að þau dygðu fyrir lífeyris-
greiðslum. Og í þessari stöðu telja
stjórnir þessara sjóða sér fært að
lána einir sjóða með 19% vöxtum.
Vænti ég þess að stjórn Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins svari
þessum spurningum mínum opin-
berlega sem fyrst.