Morgunblaðið - 30.09.1979, Side 14

Morgunblaðið - 30.09.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979 „Ha! Keyrum yfir hann! Náum þessum héra!“ öskruðum við i kór. „Við getum haft hann í kvöldmatinn!“ Andartaki síðar kom högg undir bílinn. Við vorum komnir langleiðina niður brekkuna og snerum við til að ná í hérann, og brátt kraumaði hann í pottinum. Hinir hlógu að mér, en mér var ómögulegt að éta hann. Ég veit ekki af hverju, en skyndilega varð ég þess var að ég var að breytast. Hingað til hafði mér þótt flest einfalt og sjálfsagt, en svo var ekki lengur. Nú fannst mér þessi héri vera helzta ástæðan fyrir því að ég sat hér í Lefortovo; hann var það, sem ég hugsaði mest um. Ég hafði ekki drepið hann. Brekkan var líka hál og brött eftir rigninguna og það hefði verið útlokað að hemla i tæka tíð. En ég hafði viljað að hann dræpist, eitt sekúndubrot hafði ég viljað það. Það var lóðið. Siðar drap ég iðulega fugla og jafnvel héra þegar ég fór á veiðar, en um þá hugsaði ég ekkert eftir á.“ „To Build a Castle" heitir bók Vladimirs Bukovskys, sem út kom í fyrra og vakið hefur mikla athygli í hinum frjálsa heimi. Bókin er fágæt, ef ekki einstætt verk, ekki sízt fyrir umburðar- lyndi og hlutlægni, sem hvarvetna setur svip á frásögnina. Saga Vladimirs Bukovskys er saga linnulausra ofsókna og bar- áttu við harðstjórn kommúnista í Sovétríkjunum allt frá því að hann var fyrst handtekinn fyrir að skipuleggja ljóðalestra á Maya- kovsky-torginu í Moskvu haustið 1961 þar til hann var látinn laus í skiptum fyrir Luis Corvalan, kommúnistaforingja í Chile, fyrir tæpum þremur árum. Fáir menn, sem eru til frásagnar, eru svo gjörkunnugir því kerfi, sem Sovét- stjórnin beitir til að halda niðri andstæðingum stjórnarinnar, en á fjórtán ára fangaferli sínum hefur Bukovsky kynnzt öllum tegundum fangastofnana, — gæzluvarð- haldsfangelsum, vinnubúðum, fangabúðum, geðveikrahælum og afplánunarfangelsum. Innan hverrar stofnunar eru svo hin ýmsu stig refsiaðgerða, þar sem venjulegur en viðurstyggilegur fangaklefi er hreinasti sælureitur samanborið við einangrunagryfju og pyntingar. Titill bókarinnar „Að byggja kastala" er sóttur í þann heim drauma og foskynjana, sem ein- angrunarfangi lifir og hrærist í, og sjálfur telur Bukovsky, að byggingaframkvæmdir hans hafði bjargað honum frá sturlun. Hann tók sér fyrir hendur að reisa kastala, þar sem hvert smáatriði var þrautskipulagt. Hann slípaði hvern stein og lagði hann í múrinn, í-llt frá undirstöðum upp í turna. Hann hlóð veggi, lagði gólf, bjó salarkynnin húsgögnum, rað- aði bókum, lagði á borð, bauð gestum til veizlu, þar sem umræð- urnar yfir koníakinu snerust um þá háspeki, sem menn voru nýbún- ir að sækja sér í bækurnar í bókasafninu. Nú kveðst Bukovsky aðeins þurfa að loka augunum til að skynja þennan kastala á ný. „Einn góðan veðurdag mun ég vinna hann — eða byggja hann í raunveruleikanum," segir hann. „Já, einn góðan veðurdag býð ég vinum mínum og þá göngum við yfir síkisbrúna, komum inn í þessa sali og setjumst að snæðingi við kertaljós og hljóðfæraslátt, og horfum svo á sólina setjast yfir vatninu. Ég hef búið í þessum kastala í mörg hundruð ár og hvern stein hef ég mótað með mínum eigin höndum." I „kassanum“ Bukovsky lýsir með eftirminni- legum hætti fyrstu kynnum sínum af „kassanum", það er að segja einangrunarklefanum í Lefo- stevo-fangelsinu, sem menn voru settir í þegar fangelsisyfirvöld töldu ástæðu til sérstakrar refs- ingar: „Ég get ekki sagt að hungrið í fangelsinu hafi verið sérlega þungbært. Það var ekki nístandi hungur, — miklu fremur langvar- andi vannæring. Áður en varði hætti maður að finna svo mjög fyrir því og mánuðir liðu áður en það fór að verða sárt að sitja á hörðum trébekk og hvort sem legið var eða setið var alltaf eitthvað hart, sem ýttist inn í þig eða að þér. Nokkrum sinnum á nóttu var rokið upp til að hrista til í dýnunni, en sársaukinn var sá sami og áður. Loks rann upp fyrir manni, að það voru beinin sem sköguðu út. En þá var manni reyndar farið að standa á sama. — Nema — það varð að gæta þess að rísa ekki of skyndilega upp af fletinu á morgnana því að þá hringsnerist allt... Verst af öllu var tilfinningin um að maður væri búinn að glata sínum eigin persónuleika. Það var eins og sálin með öllum sínum afkimum og margvíslegu afbrigð- um, hefði fengið á sig risavaxið straujárn, og væri nú orðin jafn slétt og felld og stífað skyrtu- brjóst. Fangelsi þurrkar út ein- staklinginn. Þess vegna rembast allir við að skilja sig frá fjöldan- um, halda til streitu sérkennum sínum og sýnast meiri og betri en hinir. í klefum glæpamanna voru stanzlaus áflog og stöðug valda- barátta, sem endað gat með því að einhver var myrtur. Meðal póli- tísku fanganna var að sjálfsögðu ekki um slíkt að ræða, en þegar þú ert búinn að sitja fjóra til fimm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.