Morgunblaðið - 30.09.1979, Page 15

Morgunblaðið - 30.09.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979 15 Þessar myndir aí Madimir Buko- vsky eru teknar með tæplega tveggja ára millibili, við komuna til Vesturlanda rétt fyrir jól 1976 og haustið 1978. mánuði í sama klefanum með' sömu mönnunum hefurðu kynnzt þeim svo náið, að þú ert hættur að þola þá, og þeir hættir að þola þig. Allan daginn veiztu nákvæmlega hvað þeir munu gera næst, hvað þeir eru að hugsa um og hvers þeir ætla að spyrja þig. Yfirleitt endaði þetta með því að enginn sagði neitt við neinn, því að þeir vissu orðið allt sem var að vita. Það var ekki hægt að verjast tilhugsuninni um það hve litlu maðurinn í raun og veru býr yfir fyrst við vorum orðnir þurrausnir eftir sex mán- uði. Tvœr manngeröir Kækir klefafélaga reyna sér- staklega á taugarnar, til dæmis þegar menn sjúga upp í nefið eða stappa með fætinum. Eftir nokkra mánuði verður þetta algerlega óþolandi og mann langar mest til að drepa viðkomandi. Ef þið eruð hins vegar skildir að í smátíma verða fagnaðarfundir, sem enzt geta til allt að viku hátíðahalda. Auðvitað eru tilfelli þar sem andúðin er svo algjör, að menn haldast ekki við í sama klefa í tvo daga, enda þótt örlögin ætlist til margra ára samveru. Yfirleitt er hægt að skipta mannkyninu í tvo flokka — þá sem hægt er að vera með í klefa og þá, sem er ekki hægt að vera í klefa með. En þú ert bara aldrei spurður álits. Þú verður að sýna klefafélögunum ofurmannlegt umburðarlyndi og bæla niður þín eigin einkenni. Þú verður að laga sjálfan þig að öllum og láta þér semja við alla, annars verður lífið óbærilegt. Margfaldaðu nú alla þessa áþján með árum og bættu svo við öllum árunum, sem hafa verið afplánuð í fangabúðum og rann- sóknarfangelsum. Af útkomunni geturðu ráðið mikilvægi þess að vera önnum kafinn öllum stund- um, helzt við að brjóta til mergjar flókið mál, sem krefst fullkominn- ar einbeitingar. Miskunnarlaust rafmagnsljósið gerir það að verk- um að þig fer að klæja í augnlokin og þau bólgna. Þú lest sömu setninguna aftur og aftur án þess að skilja merkinguna. Með ofur- mannlegu átaki tekst þér að lesa heila síðu, en um leið og þú flettir blaði ertu búinn að gleyma því sem stóð á þessari síðu. Byrjaðu aftur. Lestu það tuttugu eða þrjá- tíu sínnum. Láttu ekki eftir þér að kveikja í sígarettu fyrr en þú hefur lokið við kaflann, láttu ekki eftir þér að hugsa um annað, láttu þig ekki dreyma, láttu hugann ekki hvarfla, láttu jafnvel ekki eftir þér að fara á salernið — ekkert skiptir máli nema það að ljúka við það, sem þú ert búinn að setja sjálfum þér fyrir þann dag- inn. Og ef þú ert búinn að gleyma því öllu daginn eftir byrjaðu þá á ný og lestu það aftur. Ef þér tekst einhverntíma að ljúka við bók þá áttu skilið að taka þér frí í einn dag — en aðeins einn, því að eftir fyrsta daginn fer minnið að sljóvgast, athyglin dreifist, og þú sekkur, hægt og hægt, eins og drukknandi maður — niður, niður þangað til þú heyrir drunur og sérð depla, og það bregður til beggja vona hvort þér skýtur nokkurn tíma upp aftur. Einkum ber á þessu í einangr- unarklefanum eða „kassanum". Þar hefurðu engan pappír, ekkert skriffæri, engar bækur. Þeir viðra þig ekki og þeir fara ekki með þig í baðhúsið. Þú færð að borða annan hvern dag, glugginn er byrgður og þessi eina rafmagns- pera er í skoti efst á veggnum, þannig að dauf skíman nær varla að kastast á loftið í klefanum. Mjó silla á veggnum er borðið þitt, önnur stóllinn, sem þú getur ekki setið á lengur en tíu mínútur í senn. Á kvöldin koma þeir með fleka, sem þú hefur fyrir rúm, en teppi eða hlý föt eru bönnuð. Uti í horni er yfirleitt skólpfata, ella er einfaldlega gat í gólfinu, sem óþefurinn stendur látlaust upp úr. Með öðrum orðum, þetta er ein- faldlega steyptur kassi. Það er bannað að reykja. Óþrifunum verður ekki með orðum lýst. Blóð- ugir slímkleprar eftir berklasjúkl- inga eru á veggjunum, og hér er það sem þú byrjar að sökkva, að síga til botns, niður í slímugt kviksyndið. Fyrstu tveir eða þrír dagarnir fara í það að kanna klefann hátt og lágt. Kannski einhverjum hafi tekizt að smygla inn tókbakslús og hafi skilið eitthvað eftir. Þú potar í hverja sprungu og hvert einasta gat. Enn er munur á nótt og degi. Á daginn gengurðu nær látlaust fram og aftur um klefann og á kvöldin reynirðu að sofna. En kuldinn, hungrið og leiðindin fara að segja til sín og þú hættir að geta blundað nema tíu til fimmtán mínútur í senn. Þá hrekkurðu upp og hleypur þér til hita um gólfið næstu þrjá stundarfjórðunga. Þá sígur þér í brjóst í svo sem fimmtán mínútur þar sem þú liggur í hnipri á flekanum eða á steyptu gólfinu. Á málverka- sýningu Smám saman missirðu allt raunveruleikaskyn. Líkaminn stirðnar, hreyfingarnar verða vélrænar og smám saman verð- urðu að hálfgerðum steingerv- ingi. . . Tíminn stöðvast. Þú sit- ur eins og í vímu, hrekkur svo upp og æðir um klefann, ferð aftur í vímuna, en samt líður tíminn ekki. Svo fara klessurnar á veggjunum að hreyfast og taka á sig and- litsmyndir, unz klefinn er alsettur myndum af föngunum, sem hafaj verið hér á undan þér, og það e:r eins og þú sért kominn á má.l- verkasýningu. Tímunum saman ertu að reyna að átta þig á þeim, — þú spyrð þá spjörunum úr, rökræðir við þá, þið deilið og sættist á ný. En ekki líður á löngu áður en þessi félags- skapur er hættur að stytta stund- irnar. Þú veizt allt um þessa menn, eins og þeir hafi verið með þér í klefa hálfa ævina. Sumir fara í taugarnar á þér en aðra er hægt að þola. Suma verður maður að stinga upp í um leið og þeir fara að ybba sig, annars losnar maður aldrei við þá og þeir drepa mann úr leiðindum með heimskil- legu eymdarvæli um sitt heim- skulega eymdarlíf. Þeir teygja lopann og ljúga upp frægðarsög- um af sér þegar þeir taka eftir því að þú ert ekki að hlusta, eru á stanzlausu iði, og lágkúran á sér engin takmörk. Aðrir sitja þegj- andi og góna á þig. Þeim skaltu vara þig á. Um leið og þú lætur aftur augun eru þeir komnir til að stela af matarskammtinum. Þarna eru líka vingjarnlegir náungar, sem hægt er að blanda geði við, — yfirleitt eru það þeir yngri. Þeir eru rólegir, aldrei niðurdregnir og vilja umfram allt félagsskap. Flestir þeirra eru að afplána dóma fyrir ólæti á al- mannafæri, hópnauðganir eða hóprán. Það er erfitt að gera greinar- mun á sjálfum sér og umhverfinu. Líkaminn tilheyrir þér ekki leng- ur, þú ræður ekki lengur hugsun þinni. Hugsanirnar koma og fara eins og þeim sjálfum sýnist, ekki eins og þú vilt. Eða hefurðu yfirleitt einhvern vilja? Ég er algjörlega sannfærður um að dauðinn er enginn alheimsupp- lausn, ekki eins og neisti slokkni. Nei, það væri of þægilegt, of einfalt. Dauðinn hlýtur að vera örvæntingarfull endurtekning, óþolandi tilbreytingarleysi. Þess vegna dregstu, á óviðráðanlegan hátt, inn í ástand, sem er einhvers staðar á milli vökudraums og sofandi hugleiðslu. Þessi ógnar- lega tómleikatilfinning býr um sig í samvizkunni og verður eins og opin und. Það er langt þangað til örvefurinn byrjar að myndast í sálinni, en þetta tímabil skilur ekki eftir sig neinar minningar, aðeins algjöran tórhleika.“ Réttarhöld yfir athafnamönnum Á einum stað í bók sinni segir Bukovsky frá viðbrögðum Sovét- kerfisins við nýbreytni í atvinnu- lífinu. Á sex mánaða tímabili, frá því í árslok 1962 og fram á sumar 1963, var efnt til réttarhalda vítt og breitt um Sovétríkin vegna misferlis í rekstri og viðskiptum. Þegar upp var staðið höfðu dauða- dómar verið kveðnir upp yfir 163 mönnum. Örlög Ivans Nikiforovits Kúden- kós eru dæmigerð fyrir það, sem átti sér stað í þessari útrýmingar- herferð. Hann var háttsettur efnahagsmálaráðgjafi ráðherra- nefndar Sovétríkjanna, og hafði aðstoðarráðherratitil. Árið 1960 hafði hann beitt sér fyrir ný- breytni í rekstri ríkisbúgarðanna í Kazakstan. Aðferðir Kúdenkós voru í meginatriðum mjög einfald- ar. Þær voru fólgnar í fullkominni efnahagslegri sjálfsstjórn, og fyrst og fremst raunhæfu og hvetjandi hagnaðarkerfi. Greiðsl- ur voru í samræmi við þann árangur sem skilaði sér áþreifan- lega en ekki í samræmi við vinnu- stundir. Tilraunin tókst frábær- lega vel, og í stuttu máli sjöfaldað- ist framleiðni hvers starfsmanns um leið og laun hans fjórfölduð- ust. Kúdenkó hafði sýnt að með því að beita aðferð hans í rúss- neskum landbúnaði var hægt að fjórfalda framleiðsluna um leið og fækka mátti fólki í þessari at- vinnugrein úr 30 milljónum í fimm. Greinar birtust í blöðum og kvikmyndir voru sýndar þar sem tilrauninni var hælt á hvert reipi, en ekkert virtist þó liggja á að koma þessu kerfi í gagnið, og árið 1970 var Akchi-búgarðinum, þar sem tilraun Kúdenkós hafði farið fram, lokað í miðri háönn. Land- búnaðarverkamenn fengu hvorki greidd laun sín né endurgreitt það fé, sem þeir voru búnir að leggja í framleiðsluna. Kúdenkó og menn hans ætluðu að leita lagalegs réttar síns og reka mál sitt fyrir dómstólum, en þvælingur þess milli stofnana endurspeglaði tog- streituna innan flokksforystunn- ar. Dómsúrskurðir voru úr gildi felldir til að hægt væri að kveða upp nýja. Vissir fjölmiðlar héldu áfram að skrifa um gildi slíkra tilrauna, en í ágúst 1973 voru Kúdenkó og nánasti samstarfs- maður hans dæmdir fyrir að „leggja hald á ríkiseign", og fengu sex og fjögurra ára fangelsisdóma. Ýmsir helztu efnahagsmálasér- fræðingar Rússlands héldu áfram að mótmæla réttarhöldunum jafn- vel eftir að dómar höfðu verið kveðnir upp, en hinn 12. nóvember 1973 endaði Kúdenkó ævi sína í fangelsissjúkrahúsi. Serbsky-stofnunin, þar sem fjöldi sovézkra andófsmanna hafa verið í „geðrannsókn“, þar á meðal Vladimir Bukovsky.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.