Morgunblaðið - 30.09.1979, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
vantar
þig góóan bíl ?
notaóur - en í algjörum sérflokki
SKODA 120 L — Árgerö 1977 — Ekinn aöeins 24.000 km.
— Gulbrúffh -- Einn eigandi — Sem nýtr utan og innan —
Verö kr. 1.650.000.-.
JÖFUR
AUOBREKKU 44-46
- SIMI 42600
Sigurbjörn Sigfinns-
son —InMemoriam
Hraður er straumur tímans.
Skyndilega er að því komið, að
kveðja góðan samferðamann og
félaga. I þessum línum vilja íbú-
arnir í Austurbergi 10 staldra við
um stund, og minnast Sigurbjörns
Sigfinnssonar.
Fimm ár nutum við kynna við
hann. í nýbyggt húsið flutti ungt
barnafólk, utan þau hjónin Sigur-
björn og Guðrún. En samkomu-
lagið var strax eindæma gott og
átti Sigurbjörn ekki lítinn þátt í
því. Öll eigum við sjálfsagt minn-
Til sölu
G.M.C. Rally Wagon árg. 77 meö framdrifi. Sæti fyrir
13 (pluss klædd) Lapplander dekk, góöur bíll í
skólakeyrslu og allstaöar þar sem snjóþungt er.
Bílasala Eggerts, Borgartúni 24.
Sími 28255.
SÝNIKENNSLA
í dag kl. 2—6
0PIÐ HUS
BOSCH
Hr. Voser sýnir og
kennir notkun á
BOSCH verkfærum.
Kynnist möguleikum
BOSCH handverk-
færanna.
Husqvarna
Frú Erla Ásgeirsdóttir
sýnir og kennir á
HUSQVARNA sauma-
vélar.
Þaö er hagur heimil-
isins aö nota HUS-
QVARNA saumavél.
Wolfkraft
Hr. Dunebacke kenn-
ir meöferö á WOLF-
KRAFT verkfærum.
Meö WOLFKRAFT
margfaldast mögu-
leikar til heimasmíöa.
Husqvarna
Frú Þórhildur
Gunnarsdóttir sýnir
og kennir notkun
m.a. á CARDINAL
uppþvottavél. HUS-
QVARNA er heimilis
prýöi.
ATHUGIÐ AÐ HUSQVARNA CAMEE MYNDALISTINN GILDIR SEM HAPPDRÆTTISMIÐI
VINNINGAR:
Börn fá gefins Sanyo
blöðrur meöan birgðir endast.
1 Bosch borvél 1122
5 sjónvarpsleiktæki
3 Husqvarna reykskynjarar
unnai ótyeeimon k.f
SUÐURLANDSBRAUT16
SÍMI 35200
ingu um að hafa verið á eintali við
hann. Rósemi, yfirvegan orða og
kímni hans hjuggu á alla hnúta.
Það birti til í huganum þegar rætt
var við Sigurbjörn. Og það var
ekki af engu til komið. Hann var
alltaf glaður í sinni og reiðubúinn
að rétta hjálparhönd.
En við kynntumst honum fyrst
og fremst af þeim áhrifum, sem
hann hafði á börnin. Höfuðmein-
semd aldarandans er eilífur tíma-
skortur. En börnin eru fróðleiks-
fús. Þau spyrja og vilja skilmerk
svör. Þau hafa tíma til alls. Hér
kom Sigurbjörn til skjalanna.
Sífellt var hann reiðubúinn að
ræða við börnin, leiðbeina þeim,
kenna, fræða og skemmta.
Sá sem þetta ritar, fyrir hönd
íbúanna í Austurbergi 10, mun t.d.
lengi minnast þeirra ófáu skipta
er hann kom að Sigurbirni við
heimavinnu sína með börnin sér
til aðstoðar. Hann sýndi þeim
handbrögðin og kenndi þeim með
sögum sínum. Drengirnir í húsinu
hændust sérstaklega að honum.
Fyrst og fremst af því, að fá að
vera með honum úti í bílskúr eða
inni í geymslu að vinna. Stoltið
leyndi sér ekki í andlitum þeirra
er þeir sögðu frá því, sem gert
hafði verið eða lærst hafði. Sigur-
björn vissi vel, að barnshugurinn
er hvikull. Stundum beindist
áhuginn eitthvað annað um stund.
Hann lét gott heita. Hann var á
sínum stað og börnin komu alltaf
aftur.
Hann átti þá náðargáfu að
kunna að segja frá. Gleði og
glettni einkenndu hann til orðs og
æðis. En alltaf bjó alvara undir
kímni hans. Við hlóum — en
skildum.
Á góðviðrisdögum liðins sumars
var oft staldrað við á hlaðinu hjá
Sigurbirni, þar sem hann var við
vinnu sína með börnunum og naut
veðurblíðunnar. Þá var spjallað
um lífið og tilveruna. Allt og
ekkert.
Heimspeki hans var heimspeki
hjartans. Hann var heill í hugsun
og framkvæmd. Hann naut vinnu
sinnar og sérhvers dags, sem Guð
gaf honum. Kona hans og fjöl-
skylda eiga nú sárt um að binda.
Þau eiga samúð okkar óskipta.
Við felum hann Guði á hönd, en
varðveitum minninguna i hjörtum
okkar.
H.
LEGSTEINAR
S. HELGASON H/F,
STEINSMIÐJA,
SKEMMUVEGI 48, KÓPAVOGI,
SÍMI 76677.