Morgunblaðið - 30.09.1979, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
21
„ÞAÐ er nú ekkert hægt að
fullyrða enn þá um heildar-
magnið, en í fljótu bragði virð-
ist þó sem sumarið nú gæti
orðið það þriðja til fjórða besta
frá upphafi,“ sagði Einar
Hannesson hjá Veiðimálastofn-
uninni i samtali við Mbl., en
hann var einmitt spurður um
gang laxveiða i sumar.
„Það á töluvert í síðasta
sumar, en þá veiddust samanlagt
um 80.000 laxar. Ég giska á að í
sumar gæti talan náð eitthvað
nálægt 66.000, þannig að hér er
um 15—20% aflaminnkun að
ræða. En ég undirstrika þó að
hér er um lauslega áætlaðar
tölur að ræða“, bætti Einar við.
Sumarið sem var að líða, bauð
ekki upp á bestu hugsanlegu
aðstæður. Vorkuldar voru miklir
og stóðu óvenjulega lengi. Lax
gekk af þeim sökum seinna en
venjulega mjög víða. Síðan geis-
uðu þurrkar vikum saman sunn-
anlands og vestan, en varla
stytti upp norðanlands og aust-
an. Það má því taka undir orð
Einars Hannessonar: „Það er í
rauninni furðulegt hve vel veidd-
ist í surnar."
Vesturlandið með Borgar-
fjörðinn fremstan í flokki, gaf
um 40% af veiðinni að þessu
sinni, en hlutfallslega, miðað við
fjölda. veiðivatna, komu Húna-
vatnssýslurnar líklega bestar út
úr sumrinu, t.d. taldi Einar að
um 2200 laxar hefðu komið úr
Miðfjarðará og þverám hennar
og rúmlega 1900 laxar úr Víði-
dalsá, sem er met úr henni.
En þrátt fyrir vorkulda og
þurrka, var um algert landsmet
að ræða í Þverá í Borgarfirði, en
Einar taldi að milli 3600 og 3700
laxar hefðu veiðst þar í sumar.
Það hefur heyrst úr mörgum
áttum, t.d. frá Laxá í Aðaldal og
Laxá í Hreppum, að laxinn hafi
verið mun smærri í sumar held-
ur en venja er til og lítið sést af
þeim stórlöxum sem jafnan er
snarað á land úr þeim ám. Einar
tjáði Mbl., að ekkert væri að svo
stöddu hægt að fullyrða um mál
þetta, en væri sjálfsagt mismun-
andi frá einni á til annarrar.
Heyrst hefur þó, að menn hafi
rekið í rogastans, þegar tæplega
tveggja punda tittur var dreginn
úr sjálfri móðurá stórlaxanna,
Laxá í Aðaldal. Einar féllst á að
meira hefði borið á smálaxi nú
heldur en áður.
Stærsti laxinn, sem bæði Ein-
ar og Mbl. höfðu haft spurnir af,
var 27 punda lax sem einhver
útlendingur dró í Víðidalsá.
Sem fyrr segir, nefndi Einar
aðeins bráðabirgðatölur, því að
aðeins örfáar veiðibækur höfðu
borist til stofnunarinnar. Hann
nefndi svipaðar áætlunartölur
úr þrem öðrum kunnum ám,
Grímsá 1300—1400, Norðurá
1400—1500 og Laxá í Kjós um
1600 laxar.
Veiði lauk í síðustu laxveiðián-
um hinn 20. september síðastlið-
inn og hinn 27. þessa mánaðar
var síðustu stöðuvötnunum lok-
að.
Einar Benedikts-
son afhendir
trúnaðarbréf
sittíCap Verde
HINN 24. september afhenti Ein-
ar Benediktsson sendiherra,
Aristides Maria Pereira, forseta
Cap Verde, trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra tslands á Cap Verde.
Stjórnmálasamband var tekið
upp milli íslands og Cap Verde
sumarið 1977, en þá voru liðin tvö
ár frá því að eyjarnar hlutu
sjálfstæði.
Vegna tilmæla stjórnvalda á
Cap Verde um þróunaraðstoð frá
Islandi til eflingar fiskveiða
dvaldist Baldvin Gíslason, skip-
stjóri, á eyjunum á vegum Aðstoð-
ar Islands við þróunarlöndin um
3ja vikna skeið seint á árinu 1977
og samdi ítarlega álitsgerð um
málið. I lok vetrarvertíðar árið
eftir kom fiskimálastjóri Cap
Verde, Humberto Bettencourt,
ásamt fiskiskipstjóra frá eyjun-
um, hingað í vikuheimsókn til þess
að kynnast af eigin raun fiskveið-
um Islendinga og skyldum grein-
um, þ.á m. sjómannakennslu, haf-
og fiskirannsóknum, veiðarfæra-
framleiðslu og ýmsum fisk-
vinnsluaðferðum. Þá hefur dr.
Corsino A. Fortes, sem nýlega
afhenti trúnaðarbréf sem sendi-
herra Cap Verde hér með búsetu í
Lissabon, komið hingað til lands
þrívegis á undanförnum tveimur
árum vegna áhuga stjórnvalda
Cap Verde á þessu máli.
I för með Einari Benediktssyni,
sendiherra, á Cap Verde-eyjum,
eru nú þeir Árni Benediktsson,
framkvæmdastjóri, sem annast
þar ráðgjöf á sviði fiskvinnslu,
skipulags og rekstrar, og Birgir
Hermannsson, skipstjóri, er veitir
leiðbeiningar um veiðiaðferðir og
veiðarfæri. Jafnframt munu þeir
undirbúa frekari tillögur um þró-
unaraðstoð við Cap Verde, en
stefnt er að því að senda héðan á
næsta ári, ef fjárveiting fæst,
fiskiskip með skipstjóra og vél-
stjóra til veiðitilrauna og þjálfun-
ar.
Stofnunin Aðstoð íslands við
þróunarlöndin, er sett var á fót
með lögum frá Alþingi árið 1971,
vinnur að málum þessum hér í
samstarfi við utanríkisráðuneytið.
Stjórnarformaður stofnunarinnar
er Ólafur Björnsson, prófessor.
Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga, hefur lagt fram skerf til
þróunaraðstoðarinnar við Cap
Verde með því að kosta framan-
greinda ferð Árna Benediktsson-
ar.
U'OI.VSINCASIMINN ER:
22480
ÍHvröimblfibtíi
VOIjV<^ldhiJSSinS
Eins og aðrar þekktar vörur,
sem miklar kröfur eru geröar
til, er HUSQVARNA elda-
vélin framleidd til að þjóna
þér og fjölskyldu þinni í mörg
ár.
Þegar slíkur „heimilisvinur"
er valinn þarf að hafa margt í
huga. Svo sem útlit, fjöl-
breytt litaval, lítinn rekstrar-
kostnaö, örugga þjónustu,
o.ffl.
Hvað útlit snertir þá falla
HUSQVARNA eldavélarnar
vel að hvaöa eldhúsi sem er.
Hvort sem um er aö ræða
nýtísku eldhús eða eldhús
eldri gerðar.
Litaval er óvenju fjölbreytt.
Hægt er að velja um a.m.k.
fjóra liti.
Sparneytni HUSQVARNA
eldavélanna er ótvíræð. Aö
henni stuðlar m.a. eftirfar-
andi:
Ofnar vel einangraðir. —
Tvöfalt gler í ofnhurðum.
Hröð upphitun. — Sérstök
hitaelement og plötur.
Með vélunum er hægt að fá
þrennskonar „stjórnborö“,
strax eöa síöar.
„Stjórnborðinu fylgir leiðar-
vísir á íslensku.
Viðgerðir eru framkvæmdar
á eigin verkstæöi af sér-
hæfðum fagmönnum.
líjl Með þessari auglýsingu
vildum viö vekja athygli yöar
á HUSQVARNA eldavélum
og HUSQVARNA vörum
yfirleitt.
Við gætum líka sent yður
verð- og myndalista, en
sjón er sögu ríkari-Tækin getið þér séð í verzlun okkar að Suðurlandsbraut 16, Rvík.
Akurvík h.f., Akureyri og hjá umboðsmönnum víða um land.
GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. SÍMI 35200
(2\|