Morgunblaðið - 30.09.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
23
Aðalfundur Skógræktarfélags fslands:
Tímabært að efna til
ræktunar nytjaskóga
Á AÐALFUNDI Skógræktarfé-
lags íslands, sem haldinn var
fyrir nokkru, var aðal umræðu—
og ályktunarefni um „Ár trésins
1980“, sem efnt er til á fimmtugs-
afmæli félagsins í samvinnu við
ýmis önnur samtök í landinu og
var einnig rætt um skógrækt sem
búgrein á völdum stöðum í land-
inu.
Steingrímur Hermannsson
landbúnaðarráðherra flutti á
fundinum ávarp og varpaði m.a.
fram þeirri spurningu hvort ekki
myndi tímabært að hefjast handa
um skipulega ræktun nytjaskóga á
völdum stöðum í landinu. Þá
ræddi Sigurður Blöndal skógrækt-
arstjóri um skógrækt í Skagafirði,
minnti á sagnir og örnefni, er
bentu til skóga þar fyrrum og
sagði að nú væru í vexti þar
allmargir fallegir reitir nýskóga.
I skýrslu Jónasar Jónssonar
formanns félagsins og Snorra Sig-
urðssonar framkvæmdastjóra
þess kom fram að allmikið starf
var innt af hendi sl. starfsár.
Ræddi formaðurinn um land-
græðsluáætlun þá, sem starfað er
eftir til 1980 og fagnaði hann
ummælum ráðherra um ræktun
nytjaskóga. Kvað hann viðamesta
verkefni félagsins á þessu ári hafa
verið undirbúning fyrir „Ár trés-
ins“. Snorri Sigurðsson ræddi m.a.
um leiðbeiningarstarfið sem hann
taldi þó of lítið og taldi að brýnt
væri að koma upp vinnuflokkum
til grisjunar. Kvað hann gróður-
settar hafa verið kringum 300
þúsund trjáplöntur á vegum félag-
anna sl. ár og væri það helmingur
allrar gróðursetningar skógar-
plantna í landinu.
Á fundinum var samþykkt
ályktun um skógarbúskap og taiið
að nú sé fengin nægjanleg reynsla
til að byggja á um ræktun skóga á
bersvæði, t.d. Fljótsdal og því sé
tímabært að efna til slíkrar rækt-
unar nytjaskóga þar sem skógur
getur vaxið til nytja á 15—20
árum. Þá var samþykkt ályktun
um sinubruna, skaða hans, hættur
og afleiðingar og hvatt til meira
eftirlits og betri fræðslu um með-
ferð elds á víðavangi. Fleiri álykt-
anir voru samþykktar m.a. hvatn-
ing til allra um að koma til liðs við
skógrækt og trjárækt á „Ári
trésins".
MYNDAMÓTHF.
AÐAISTRXTI • — KCTKJAVMC
PKENTMTNOACCAO
OfFSET-FILMUK OC PLOTUK SIMI 1T1SJ
AUGLÝSINGATEIKNISTOf A SlMI 2SI10
Sendinefndin frá Gelsenkirchen með vestur-þýska sendiherranum
íslandi og móttökunefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fulltriíar Gelsenkirchenborgar í V-Þýskalandi:
Heimsækja sunnlenska
sveitarstjórnarmenn
DAGANA 8. til 11. ágúst voru
staddir hér á landi i boði Sam-
taka sunnlenskra sveitarfélaga
fulltrúar Gelsenkirchenborgar í
V-Þýskalandi.
Gelsenkirchen er 350.000
manna borg í miðju Ruhrhérað-
inu og hafa samtökin tekið upp
sérstakt samband við borgaryfir-
völd þar, i þeim tilgangi að efla
samskipti viðskiptalegs og menn-
ingarlegs eðlis milli Suðurlands
og Ruhrhéraðsi ns.
I sendinefnd Gelsenkirchen
voru dr. Meya yfirborgarstjóri, E.
Rossa forseti borgarstjórnar, G.
Vollmer talsmaður kristilegra
demókrata í borgarstjórn og þing-
maður í Ríkisþinginu í Bonn, A.
Scháfer frkvstj. DKG Denzinger,
M. Konietzni frkvstj. Telaco, W.
Bölzle frkvstj. Frölich & Klupfel
og J. Meister hagfræðingur.
Sendinefndin sat fund í Byggða-
deild Framkvæmdastofnunar og
átti viðræður við forustumann
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þá fóru fram ítarlegar viðræður
Gelsenkirchen manna og stjórnar-
manna og annarra fulltrúa Sam-
taka sunnlenskra sveitarfélaga og
haldinn var fundur að Flúðum
með sveitarstjórnamönnum á Suð-
urlandi og fulltrúum atvinnu-
rekstrar og viðskipta. í frétt frá
Samtökum sunnlenskra sveitarfé-
laga segir að þessir fundir hafi
verið mjög gagnlegir og fram hafi
komið ýmsar hugmyndir á sviði
viðskipta- og tæknisamstarfs, sem
rætt hafi verið ítarlega um og
ályktað um framhaldsathuganir
beggja aðila á þessum hugmynd-
um.
Sendinefndin sat - hádegisverð-
arboð félagsmálaráðherra,
Magnúsar H. Magnússonar, síð-
asta dag heimsóknarinnar. í frétt
frá samtökunum segir að um leið
og þau fagni undirtektum ráð-
herra, sé iátin í ljós ósk um
stuðning stjórnvalda í framtíðinni
við þessa viðleitni samtakanna til
aukinna tengsla og viðskipta við
Ruhrhérað í V-Þýskalandi, eins
þéttbýlasta og fjölmennasta
byggðakjarna í Evrópu og þar sem
tækniþekking sé á mjög háu stigi
og gera megi ráð fyrir að góðan
markað sé að finna fyrir ýmsar
framleiðsluvörur íslendinga.
Ákveðið var að skipa þriggja
manna nefndir í hvoru landi til að
vinna áfram að þróun hugmynda
og leita nýrra leiða ti%eflingar
samstarfs og viðskipta. í nefnd
Gelsenkirchen sitja: dr. Maya
yfirborgarstjóri, A. Scháfer frkv.-
stj. og Neinhaus fulltrúi iðnaðar-
og verzlunarráðs Gelsenkirchen
og nágrennis.
Skipað verður í sunnlensku
nefndina á næstunni.
r eftir ár. Og það er
allegum snjóhvítum
tja þurrkara ofan á
mnig gólfrými. Væntan-
mdum við á okkar ága'tu
uk þess sem við segjum
ynslu þeirra, sem eiga og
jttavélar og þurrkara
viðl
hafa notað Philco
með goðum árang
-
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655