Morgunblaðið - 30.09.1979, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1979
28
Vetrarstarf KFUM
ogKFUK að hefjast
UM ÞESSAR mundir er að
hefjast í Reykjavík og nágrenni
vetrarstarf KFUM og KFUK,
en sennilega þekkja flest born
og unglingar þessar skamm-
stafanir, annað hvort af eigin
reynslu eða afspurn. Félögin
starfa i vetur á 12 stöðum á
höfuðborgarsvæðinu i yfir 40
deildum, sem flestar hafa fundi
vikulega allan veturinn, en þau
vinna að útbreiðslu fagnaðarer-
indisins um Jesúm Krist.
Fyrir 9—12 ára börn hafa
félögin svonefndar yngri deildir
og eru þær sniðnar við hæfi
barna. A fundum skiptast á
sögur, söngvar, leikir, leikþættir,
myndasýningar og fleira eftir
því sem aðstæður leyfa á hverj-
um stað, svo þar er líf og fjör á
fundum. Eru þeir ýmist haldnir
á laugardagsmorgnum eða síð-
degis virka daga.
Unglingadeildir eru ætlaðar
13 ára og eldri og halda þær
fundi sína á kvöldin. Um þessar
mundir er verið að dreifa í skóla
kynningarblaði um starf ungl-
ingadeildanna, en þar segir m.a.:
„Hver unglingadeild KFUM og K
heldur fundi vikulega. Þar er
alltaf eitthvað skemmti- eða
fræðsluefni, sungið eins og háls-
ar fóiks á þessum aldri þola og
kvöldið endað með stuttri hug-
leiðingu úr Biblíunni. Auk þess-
ara funda eru oft kvöldvökur,
sameiginlegir fundir deilda,
ferðalög, mót milli deilda o.fl. Þá
eiga unglingadeildir KFUM
skála við Hafravatn og er hann
óspart notaður til helgarferða
eða styttri ferða hópa úr deild-
unum.“
Þá má geta þess að unglinga-
deildirnar efna til reiðhjólaralls
hinn 6. október n.k.
Félagsstarf K.F.U.M. og
K.F.U.K. er ekki afþreying án
innihalds, heldur er það tilboð til
barna og unglinga um kristilegt
félagsstarf þar sem tækifæri
A
Blnö unfilinondpildfl KFUMttK
Gefið hefur verið út kynningar-
blað um unglingadeildir félag-
anna.
gefst til þess að ræða mikilvæg-
ustu spurningar lífsins og kynn-
ast svari kristinnar trúar við
þeim. í félagsstarfinu, sérstak-
lega meðal unglinga, fá þátttak-
endur æfingu í að tjá sig, draga
ályktanir og taka sjálfstæðar
ákvarðanir. Þau taka sjálf þátt í
dagskrárgerð og undirbúningi,
koma fram með efni og gefa
jafnvel út blað fyrir sína deild.
Þau finna að þau hafa áhrif á
gang mála í deildarstarfinu og
öðlast þannig vaxandi ábyrgðar-
tilfinningu og leggja um leið
grundvöll, sem er mikilvægur
hverjum einstaklingi í frjálsu
þjóðfélagi. I vetur munu hátt á
annað hundrað leiðbeinendur
taka þátt í starfi félaganna, sem
er allt unnið í sjálfboðavinnu.
(Fréttatilk.)
Baðherbergísskápar
Glæsilegír baðskápar
Margar gerðir og stærðir
Byggingavörur
Sambandsins
Suðurlandsbraut 32 • Símar 82033 82180
SÁÁ
SÁÁ
AÐALFUNDUR
Samtaka áhugafólks um áfengisvandamáliö veröur
haldinn miövikudaginn 3. október n.k. og hefst kl.
20.30.
Fundarstaður: Súlnasalur, Hótel Saga.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Panelumræöur meö þátttöku fulltrúa hinna ýmsu
starfssviða SÁÁ.
Félagsmenn eru hvattir til aö mæta stundvíslega.
Stjórnin.
SAMTÖK ÁHUGAF0LKS
UM ÁFENGIS VANDAMÁLIÐ
Lágmúla 9, sími 82399.
Nýtt — Nýtt
Pils, blússur, fjölbreytt
úrvai. Glugginn,
Laugavegi 49.