Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 2

Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 Geir Hallgrímsson á fundi í Njarðvík GEIR Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður á al- mennum fundi i Sjálfstæðishús- inu í Njarðvík á þriðjudagskvöld- ið klukkan 20.30. Á fundinum mun Geir fjalla um stefnu Sjálfstæðisflokksins í hin- um ýmsu málaflokkum, og svara spurningum fundarmanna. Öllum er heimill aðgangur, en sjálfstæðisfólk á Suðurnesjum er sérstaklega hvatt til að fjölmenna. Geir Hallgríms- son á fundi um viðskiptalífið GEIR Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun kynna stefnu Sjálfstæðisflokksins á fundi Samtakanna viðskipti og verzlun sem haldinn verður næstkomandi þriðjudagsmorg- unn klukkan 08.15 á Hótel Esju. Athygli skal vakin á fundartím- anum, sem er árdegis. Á fundinum mun Geir Hall- grímsson kynna stefnu Sjálfstæð- isflokksins í verðlagsmálum, gjaldeyrismálum, tollamálum, skattamálum fyrirtækja og vaxta- málum. Að lokinni framsögn mun formaður Sjálfstæðisflokksins svara fyrirspurnum fundar- manna. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum þeirra félaga og samtaka, sem aðild eiga að Sam- tökunum viðskipti og verzlun, en þau eru: Verzlunarráð Islands, Landssamband íslenskra verzlun- armanna, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Verzlunarbanki íslands, Lífeyrissjóður verzlun- armanna, Kaupmannasamtök íslands, Félag íslenzkra stórkaup- manna og Bílgreinasambandið. Lágafellskirkja opnuð á ný eftir endurbætur SUNNUDAGINN 25. nóvember verður Lágafellskirkja opnuð á ný eftir að fram hafa farið ýmsar endurbætur og viðgerðir á henni. Við hátíðarguðsþjónustu flytur biskup íslands hr. Sigurbjörn Einarsson ávarp og bæn, sr. Birgir Ásgeirsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Gunnari Kristjánssyni á Reynivöllum. Framkvæmdir hófust í júní sl. og hefur kirkjuskipið allt verið klætt viði, söngloft stækkað og styrkt, gólf endurnýjað að hluta og teppalagt, raf- og hitakerfi endurnýjað, sett upp nýtt hátal- arakerfi, hvelfing lagfærð og mál- uð og prédikunarstóllinn málaður og yfirfarinn af Magnúsi Ingv- arssyni. Kostnaður við verkið er orðinn um 15 milljónir króna og er þó enn ýmsu ólokið svo sem lagfæringu forstofu og skrúðhúss og verður unnið að því í vetur eftir því sem aðstæður leyfa. Yfirsmið- ur verksins var Hafsteinn Hjart- arson, en sóknarnefnd sá um framkvæmd verksins og er for- maður hennar Kristján Þorgeirs- son. í kvöld verður kjörin á Hótel Sögu ungfrú ísland 1979, en tiu stúlkur taka þátt í keppninni. Halldóra Björk Jónsdóttir, ungfrú ísland 1978, krýnir ungfrú ísland 1979 og hefst keppnin kl. 19 með borðhaldi. Dómnefnd skipa María Baldursdóttir söngkona, Edda Andrésdóttir ritstjóri, ólafur Laufdal veitinga- maður, Már Gunnarsson starfsmannastjóri og Einar Jónsson forstöðumaður fegurðarsamkeppna á Islandi. Mynd R.Th. Stjórnendur með nokkrar af brúðunum, ömmuna og jólasveinana Pottasleiki, Stekkjastaur og Gluggagægi. Á brúðunum halda Hallveig Thorlacius, Erna Guðmarsdóttir og Helga Steffensen. Jólasveinarmr í Leikbrúðulandi fimmta árið í röð BRÚÐULEIKHÚSIÐ er orð- inn fastur þáttur í leikhúslíf- inu. Og á sama hátt er það orðinn fastur siður í Leik- brúðulandi að rétt fyrir jólin er verkefni vetrarins sett til hliðar og rykið dustað af álfum, jólasveinum, Grýlu og Leppalúða. „Jólasveinar einn og átta“ verður nú sýnt fimmta árið í röð. Það verður sýnt þessa fjóra sunnudaga, sem nú eru fram að jólum. Fyrsta sýning- in verður í dag, sunnudag, 25. nóvember, kl. 3. Leikritið er byggt á kvæði Jóhannesar úr Kötlum, og var upphaflega samið fyrir leik- ferð til Bandaríkjanna fyrir 5 árum. Síðan hafa jólasvein- arnir gert víðreist bæði innan lands og utan, fyrst fóru þeir tvisvar til Bandaríkjanna, síðan til Luxemburgar og þar að auki hafa þeir komið víða fram í nágrenni Reykjavíkur. Jón Hjartarson samdi leik- ritið og sá um leikstjórn. Ýmsir þekktir leikarar hafa léð þeim raddir sínar. Tveir ungir tónlistarmenn, þeir Sig- uróli Geirsson og Freyr Sigur- jónsson, sáu um útsetningu og flutning á tónlist. Brúður eru gerðar í Leikbrúðulandi. Sýningar verða sem áður segir 4, kl. 3 á sunnudögum, að Fríkirkjuvegi 11 (í húsi Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur). Miða- salan að Fríkirkjuvegi er opn- uð kl. 1 sýningardagana og svarað er í síma Æskulýðsráðs, 15937, á sama tíma. I vetur hefur Leikbrúðuland sýnt rússneska brúðuleikhúsið Gauksklukkuna. Gauksklukk- an verður tekin til sýninga á ný eftir áramótin. Verð aðgöngumiða í Leik- brúðulandi er nú 1500 krónur. Stjórnendur brúðanna eru Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlacius, Helga Steffensen og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Raddir leggja til leikararnir Hómfríður Pálsdóttir, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Karl Guðmundsson, Rúrik Haralds- son, Jón Júlíusson, Jón Hjart- arson, Margrét Guðmunds- dóttir og Soffía Jakobsdóttir. Jóladagatöl Lions- klúbbsins ÞESSA dagana er að hefjast hin árlega sala á jóladagatölum sem Freyr flytur inn frá Vestur- Þýskalandi. Á bak við hvern dag desembermánaðar sem rifinn er af er súkkulaðimoli og síðan mynd á bak við hann. Freysfélagar annast sjálfir söl- una í Reykjavík með því að ganga í hús og standa við verslanir, en auk þess má kaupa jóladagatölin á eftirtöldum stöðum: S.S. Austur- veri, Háaleitisbraut, Axminster, Grensásvegi, B.B. byggingavörur, Suðurlandsbraut, Blómaskála Friðfinns, Suðurlandsbraut, Brauðskálanum, Langholtsvegi, Gleraugnaverslun Ingólfs Gísla- sonar, Bankastræti, Gunnari Ás- geirssyni hf., Suðurlandsbraut, Hagabúðinni, Hjarðarhaga, Ham- borg, Hafnarstræti og Klapp- arstíg, Happdrætti Háskólans, Tjarnargötu, Heimilistæki, Hafn- arstræti og Sætúni, Heídu hf, Laugavegi, Herragarðinum, Aðal- stræti, Hlíðarbakaríi, Skaftahlíð, Ingþór Haraldssyni hf, Ármúla 1, Freys Jólamarkaðnum, Ársölum, Lýs- ingu, Laugavegi, Málaranum, Grensásvegi, Tískuskemmunni, Laugavegi 34, Versluninni Voga- ver, Gnoðarvogi, og Erni og Or- lygi, Vesturgötu 42. Börn klúbbmanna hafa unnið mikið með feðrum sínum við að pakka dagtölunum inn. í ná- grannabæjum Reykjavíkur og úti um land selja Lionsfélagar þessi dagatöl en verðið er 1.200 krónur. Fé því, sem safnast, er varið til líknarmála. Á undanförnum árum hefur klúbburinn meðal annars varið fé til Skálatúnsheimilisins, lamaðra og fatlaðra, blindra og heyrnarskertra. Einnig hefur klúbburinn lagt fram fé til bygg- ingar sundlaugar við Grensásdeild Borgarspítalans og sundlaugar við dvalarheimili Sjálfsbjargar auk ýmissa annarra verkefna. Lionsklúbburinn Freyr þakkar stuðninginn og óskar velunnurum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. (Fréttatilkynning frá Frey). 1 # ! Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins: Dreifðu happdrættismið- um vinstri stjórnarinnar FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins dreifðu í gær við versl- unarmiðstöðvar í Reykjavík því sem þeir nefndu happdrættis- vinningi vinstri stjórnarinnar, cn fyrir siðustu helgi var dreift launaumslagi vinstri stjórnar- innar. Þá eru frambjóðendur á ferð um vinnustaði og eru að jafnaði heimsóttir um 20 á degi hverjum. , —Kosningabarátta sjálfstæð- ismanna hefur miðast við að koma stefnu flokksins til skila og virðist mér að úrslit skoðanakönnunar Vísis beri það með sér að almenn- ingur er að gera upp hug sinn og taka afstöðu til hennar, sagði Jón Ormur Halldórsson á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í samtali við Mbl. í gær. —Það er einkennandi að um- ræður snúast mjög mikið um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ekki hinna flokkanna, hann er eini stjórnarandstöðuflokkurinn og mest um hann rætt. Teljum við okkur finna mikinn meðbyr með stefnu flokksins. Vinnustaðafund- irnir eru mikið einkenni í þessari kosningabaráttu og hafa mælst vel fyrir og höfum við náð til 10—15 þúsund kjósenda á þann hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.