Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 20

Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 20
„Allar lausnirnar Mynd af líkani af fyrirhugaðri byggð á nyrðra svæðinu í Hvömmunum, Keilir í baksýn, en í tillögunni er tekið mið af Keili og fjallahringnum. horfa til framfara44 Mynd tekin oían á Iikan, sem sýnir tiIIöKu þá, sem varð fyrir valinu á suðursvæðinu, en þar er «ert ráð fyrir 50 ibúðum í raðhúsum. Sýning í húsi Bjarna riddara á teikningum í samkeppni um íbúðabyggð í Hvömmum í Hafnarfirði SÝNING á tillögum í samkeppni um skipulag ibúðarbyggðar á tveimur reitum í Hafnarfirði var opnuð í húsi Bjarna riddara Sivertsen í gær. Samkeppnin var lokuð og fimm aðilum boðin þátttaka. Fjórar tillögur bárust og voru þær allar metnar full- nægjandi gagnvart verklýsingu að mati dómnefndar. Svæðin eru við Reykjanesbraut, annað í nám- unda við Klaustrið, hitt nokkru sunnar. Samkvæmt útboðslýsingu vildi bæjarstjórn Hafnarfjarðar fá til- lögur að aðlaðandi, þéttri byggð, með íbúðum í háum gæðaflokki. Telst það eftirsóknarvert, að fólk stöðvist meira en verið hefur í þéttbýlinu og uni sér þar vel til lengdar. Óskað var eftir tillögum um ýmsar útfærslur þéttrar Stefán Jónsson forseti bæjar- stjórnar lýsir úrslitum i sam- keppninni. byggðar og beinlínis tekið fram, að lág, þétt byggð komi til greina, ekki síður en hefðbundin blokka- bygging. í dómnefnd áttu sæti Óli G. H. Þórðarson arkitekt, Sigurður Gíslason arkitekt og Haukur Magnússon byggingarmeistari. Dómnefnd hélt 22 fundi og voru gefin stig með mismunandi vægi og samanlögð stigatala látin ráða úrslitum, en einkum var lagður dómur á eftirtalin atriði: skipulag reitanna, umferð, umhverfi, íbúðir og raunhæfni. Stefán Jónsson forseti bæjar- stjórnar opnaði sýninguna í húsi Bjarna riddara í gær og lýsti úrslitum samlkeppninnar. Sagði hann m.a. að umrætt svæði hefði um langan aldur verið talið eitt fegursta byggingarsvæðið í Hafn- Óli G. H. Þórðarson formaður dómnefndar. arfirði og þá einkum með tilliti til staðsetningar og útsýnis. Sagði Stefán að tvær úrlausnir um skipulag þessara tveggja reita á svæðinu hefðu þótt beztar og mjög ámóta. Stefán þakkaði góðar og skemmtilegar úrlausnir um leið og hann opnaði sýninguna á öllum þeim úrlausnum sem bárust. Sýn- ingin verður opin í dag og á morgun frá klukkan 14—18 og á mánudag frá 17—22 í húsi Bjarna riddara Sívertsen eins og áður sagði. Sú úrlausn, sem dómnefnd mæl- ir með til útfærslu á reit a, þ.e. á nyrðra og stærra svæðinu, er unnin af Guðmundi Kr. Guð- mundssyni, Manfreð Vilhjálms- syni, Ólafi Sigurðssyni og Þor- valdi S. Þorvaldssyni, en þeim til aðstoðar voru Björn S. Hallsson, Brynjar Björgvinsson og Jón Þór Þorvaldsson. í umsögn dómnefndar segir um tillöguna m.a. að ráðandi þáttur þessarar hugmyndar sé húsform sótt í Keili (fjallahringinn). í niðurstöðunni segir að kostir til- lögunnar séu einkum: „Góð hug- mynd og sterkur heildarsvipur, byggðin aðlagist vel að landi og skipulagi. Form og útfærsla eru nýstárleg og sýnt er fram á heppilega blöndun húsgerða." í tillögunni er gert ráð fyrir 120 íbúðum á þessu svæði og eru hæstu húsin 5 hæðir, en einnig eru þar raðhús. Dómnefnd mælti með tillögu að byggð raðhúsa á syðra svæðinu, en þar er gert ráð fyrir 50 íbúðum. Þá tillögu unnu Ingimundur Sveins- son og Gylfi Guðjónsson ásamt eftirtöldum ráðgjöfum og aðstoð- armönnum: Agli Guðmundssyni, Benedikt Jónssyni, Birni Gústafs- syni, Jóni B. Stefánssyni, Þuríði Pétursdóttur og Guðlaugi Jör- undssyni. í niðurstöðu dómnefndar um þá tillögu segir m.a.: „Komið er til móts við óskir um lága, þétta byggð og hentar það vel á þessum stað. Heildasrsvipur góður, sem og aðlögun að skipulagi og landi. Umferð gerð góð skil, einkum fyrir gangandi vegfarendur." Ibúðargæði þóttu sérlega mikil og í umsögn dómnefndar segir að boðið sé upp á „jarðnánd" fyrir marga. Dómnefnd taldi árangur sam- keppninnar góðan og allar lausnir horfa að meira eða minna leyti til framfara, miðað við þá þfettbýlis- gerð, sem kalla má hefðbundna hér á landi. Snið af einu stóru húsanna á nyrðra svæðinu i Hvömmunum, svæði a. Greinilega sést hvernig loka má svölunum þannig að þær nýtist sem gróðursvalir og um leið einangrun á vetrum. Eins og sést á teikningunni stallast húsin um hálfa hæð, þannig að aðeins er gengið í eina ibúð af hverjum stigapalli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.