Morgunblaðið - 25.11.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 25.11.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 21 „Árið 1944 voru ráðhcrrarnir sex. Nú telst mér til að þeir séu a.m.k. 18. þ.e. níu i ráðherrastólum. aðrir niu til aðstoðar, já, og svo einir niu bílstjórar. Etlið þið að fækka þessu liði, þegar þið takið við?“ Þannig hljóðaði ein spurninganna. sem Matthías Á. Mathiesen og Pétur Sigurðsson fengu i mötuneyti Málningar h/f, Kópavogi i hádeginu s.l. föstudag. Þeir Matthias og Pétur gengu um verksmiðjuna, heilsuðu starfs- mönnum og snæddu síðan með þeim hádegisverð í mötuneytinu. Þar héldu þeir stuttar rseður og svöruðu spurningum. Atvinnuöryggið eykst með því að færa fjármagnið til fólksins I ræðum sínum röktu þeir stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahags- málum. Matthías útskýrði, að með „leiftursókn gegn verðbólgu“ væri átt við, að flokkurinn væri ákveð- inn í, ef hann fengi til þess traust, að draga verulega úr ríkisumsvif- um á árinu 1980 og ná með því verðbólgunni niður. Þegar því tak- marki væri náð væri fyrst hægt að hefja raunhæfa uppbyggingu. Matthías sagði, að með því að taka fjármagnið frá ríkinu og færa það til fólksins sjálfs myndu at- vinnufyrirtækin styrkjast og stækka og þá kæmist á meira atvinnuöryggi. Enn boðið upp á hákarlafor- manninn úr Fljótum Margt fleira bar á góma, s.s. vegamál Reykjaneskjördæmis, sem fólki bar saman að væru líkast til í beztu lagi í Reykjaneskjör- dæmi, ef litið væri yfir landið í heild. Spurt var um niðurgreiðslur landbúnaðarafurða og margt fleira. Þar sem lífið gengur út á karfa og bónus Matthías brá sér síðan út á Suðurnes og heimsótti Hraðfrysti- hús Ólafs Lárussonar í Keflavík rétt fyrir kaffitíma starfsfólksins þar. „Aldamótakarfi" var þar á borðum og starfsfólkið hamaðist við flökun, hreinsun og pökkun í bónus. Matthías fylgdi síðan starfsfólkinu til kaffistofu, er flautað var til kaffihlés og flutti þar fyrst stutta tölu. Hann út- „Þessi hefur þá byrjað að túttna út um leið og verðbólgan.“ sagði Matthias. er rætt var um að aldur karfans gæti verið einn áratugur. „Þessi hefur þá byr jað að túttna út um leið og verðbólgan“ 1 Málningu h/f var Matthias „veginn“ og áreiðanlega einnig metinn. Hann biður Pétur þarna að stiga með sér á vigtina. en vigtarstjóri taldi það ógjörning — vigtin mældi aðeins' 200 kg. Stefán Guðjohnsen framkvæmdastjóri Málningar cr lengst til vinstri á myndinni. Ljósm. Mbi. Emilia. Pétur rakti nokkuð stöðu efna- hagsmála og sagði allt stefna í fjárþrot og atvinnuleysi, ef ekkert væri að gert. Hann sagði óðaverð- bólgu og óðavitleysu vinstri stjórn- ar engin takmörk sett og úrræði þeirra flokka væru engin. Vinstri flokkarnir hefðu ekki upp á neitt nýtt að bjóða. „Þeir bjóða fólki meira að segja áfram upp á sama formanninn, þ.e. hákarlaformann- inn úr Fljótum." Pétur sagði einnig, að það þyrfti að hyggja að fleiru en efnahags- málum. Úrbætur í heilbrigðis- og félagsmálum væru brýn og nefndi hann sérstaklega þá stöðu sem málefni aldraðra væru nú komin í, og væru þau brýn úrlausnar. „Heil- brigðisráðherra upplýsti að um 300-350 sjúkrarými þyrfti nú fyrir aldraða. Ég veit að þessi tala er of lág, 500 rúm er það sem a.m.k. vantar. Ég mun sérstaklega beita mér fyrir þessum málum, fái ég til þess fylgi," sagði Pétur í lok ræðu sinnar. Verður staðið við loforðin? Spurningarnar létu ekki á sér standa. „Er nokkur munur á flokk- unum? Eru þetta ekki aðeins kosningaloforð, sem aldrei verður staðið við?“ Matthías varð fyrir svörum og sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði að standa við stefnu sína, en til þess að honum yrði það unnt yrði fólkið að koma til móts við hann og veita honum traust til þess. Nái Sjálfstæðis- flokkurinn góðri kosningu skilst hinum flokkunum, að fólkið vill þær úrbætur, sem flokkurinn boð- ar. Ef við sitjum í ríkisstjórn eftir kosningar og mistekst að ná þess- ari stefnu okkar fram, þá hljótum við að víkja." skýrði í stuttu máli, eins og í Málningu fyrr um daginn, stefnu Sjálfstæðisflokksins, mótun henn- ar og hvernig unnið verðúr að framkvæmd hennar. Minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins? Hann lauk máli sínu með því að fjalla lítilsháttar um framkomna útkomu skoðanakönnunar og sagði: „Ef þetta yrði útkoma kosn- inganna ætti Sjálfstæðisflokkur- inn að fá tækifæri til að mynda minnihlutastjórn og myndi slík stjórn þá standa og falla með framkvæmd stefnu sinnar. Vínstri flokkunum gæfist þá tækifæri til að sýna hvort þeim sé alvara með yfirlýsingar sínar um að ráðist verði að rótum verðbólgunnar og hún upprætt.“ Sama rullan hjá þingmönnum? Spurningar til Matthíasar voru margar um launamál hinna lægst launuðu og var kvenfólkið mjög áhugasamt að spyrja. Var hann m.a. að því spurður, hvort það væri ekki orðin úr sér gengin rulla hjá alþingismönnum að biðja fólk um að stilla kröfum sínum í hóf, en á sama tíma hækkuðu þeir sín eigin laun. Hann svaraði því til, að það væri algengur misskilningur að þingmenn ákvæðu sjálfir sín laun. Laun þeirra væru fyrirfram ákveð- in af viðmiðun við laun opinberra starfsmanna. 7 sagöi Matthías Á. Mathiesen um „aldamótakarfa11 í Keflavík „Hví er ekki annað launafólk en fiskvinnslufólk látið vinna í bónus, t.d. skrifstofufólk og starfsmenn hins opinbera? — Vildir þú standa hér frá kl. átta á morgnana til kl. fimm á kvöldin með 200 þús. kr. laun á mánuði, þ.e. þar til bónus- inn kemur til? — Er sanngjarnt að laun flugmanna hækki margfalt á við laun verkamanna?" Þetta eru sýnishorn af þeim spurningum sem dundu á Matthíasi. Hann svaraði þeim og vitnaði m.a. í svörum sinum til stefnu Sjálfstæð- isflokksins, þar sem segir að laun hinna lægst launuðu skuli tryggð og einnig vitnaði hann í tilraun ríkisstjórnarinnar, 1978, til að vernda kaupmátt láglaunafólks, eins og hann orðaði það. „Þetta voru þá kölluð kaupránslög," sagði hann. Nokkuð var einnig spurt um sérmálefni Suðurnesja, kjör- dæmismálið o.fl. F’undinum lauk, er flautað var til vinnu og konurn- ar hröðuðu sér að vinnsluborðun- um — í bónusinn. Kvenfólkið var áberandi duglegra við að spyrja Matthias i Hraðfrystihúsi ólafs Lárussonar Pétur ug Matthias ræddu við starfsfólk Málningar bæði i gamni og alvöru. Þrátt fyrir í Keflavík. alvöru umræðuefnisins slógu þclr á létta strengi við góðar undirtektir starfsfólksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.