Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 24

Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Alþýðubandalagið talar tungum tveim Alþýðubandalagið kveðst vera á móti stóriðju og dvöl varnarliðsins á íslandi. En á framboðs- fundi á Reyðarfirði á dög- unum lýsti Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra Alþýðu- bandalagsins yfir því, að hann væri fylgjandi stór- iðju á Reyðarfirði og Helgi Seljan tók undir þá skoðun. Og á vinnustaðafundi í fyrradag hjá Islenzkum að- alverktökum sagði Bene- dikt Davíðsson skýrt og skorinort, að Alþýðubanda- lagið mundi ekki gera brottför varnarliðsins að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að kosningum loknum. Þessar yfirlýsingar frambjóðenda Alþýðu- dalagsins sýna, að þeir kjósendur, sem kunna að vera á móti stóriðju, hafa ekki erindi sem erfiði, ef þeir kjósa Alþýðubanda- lagið. Helzti talsmaður þess í iðnaðar- og orku- málum er fylgjandi upp- byggingu stóriðju í landinu. Og þeir kjósendur, sem eru andvígir dvöl varnarliðsins í landinu ná heldur engum árangri með því að kjósa Alþýðubandalagið vegna þess, að frambjóðandi þess í Reykjaneskjördæmi hefur lýst því yfir fyrirfram, að það muni ekki gera brottför varnarliðsins að skilyrði fyrir þátttöku í stjórnar- samstarfi. Alþýðubandalagið talar með tungum tveim. Það þykist vera á móti stóriðju en þeir tveir alþýðubanda- lagsmenn, sem hafa gegnt starfi iðnaðarráðherra á þessum áratug eru fylgj- andi stóriðju. Magnús Kjartansson beitti sér fyrir byggingu járnblendiverk- smiðjunnar í Hvalfirði og nú hefur Hjörleifur Gutt- ormsson tekið undir mál- flutning Sverris Her- mannssonar á Austurlandi um stóriðju á Reyðarfirði. Á sama tíma hamast talsmenn Alþýðubanda- lagsins annars staðar að halda því fram, að Alþýðu- bandalagið sé á móti stór- iðju. Það er auðvitað ekkert mark takandi á slíku tali þegar þeir sem ráða ferð- inni eins og Hjörleifur Guttormsson segja allt annað. Alþýðubandalagið segist líka vera andvígt dvöl varn- arliðsins í landinu. Sam- tök herstöðvaandstæðinga hafa farið fram á skýrar yfirlýsingar frá Alþýðu- bandalaginu fyrir kosn- ingar um að það muni ekki taka þátt í ríkisstjórn eftir kosningar nema tryggt sé að varnarliðið verði látið hverfa á braut. Bæði Svav- ar Gestsson og Ragnar Arnalds hafa neitað að gefa slíkar yfirlýsingar, þeir hafa einungis gefið loðin svör. Nú hefur Bene- dikt Davíðsson tekið af skarið. Hann hefur sagt, að engin slík skilyrði verði sett fyrir stjórnaraðild Al- þýðubandalags. Menn verða að taka mark á orð- um Benedikts Davíðssonar vegna þess, að hann er einn áhrifamesti verkalýðsleið- togi Alþýðubandalagsins og frambjóðandi í næst- fjölmennasta kjördæmi landsins. Af þessu er ljóst, að ekkert er að marka yfirlýsingar Alþýðubanda- lagsins um andstöðu þess við varnarliðið. Hún hefur bersýnilega dofnað mjög. Flokkurinn er ekki tilbúinn til að standa við þá afstöðu í raun. Efnahagsstefna Alþýðuflokksins í framkvæmd Talsmenn Alþýðuflokks- ins hafa lýst því yfir, að Ólafslög, sem hafa verið í gildi í 8 mánuði og mótað alla efnahagsþróun í land- inu á þessu tímabili, séu skilgetið afkvæmi frum- varps Alþýðuflokksins frá því í desember í fyrra og jafnframt, að Ólafslög hafi verið mikilsverður sigur fyrir Alþýðuflokkinn. Af þessum yfirlýsingum er ljóst, að efnahagsstefna Al- þýðuflokksins hefur verið í framkvæmd sl. 8 mánuði og árangur hennar liggur fyrir. Verðbólgan er komin yfir 80%. Alþýðuflokkurinn hefur engar yfirlýsingar gefið um breytta efnahagsstefnu. Þvert á móti verður ekki annað séð en að flokkurinn haldi fast við þá efna- hagsstefnu Alþýðuflokks- ins, sem mörkuð var með Ólafslögum. Þessi efna- hagsstefna leiðir til vax- andi verðbólgu. Alþýðu- flokkurinn hefur bersýni- lega skipað sér í sveit með verðbólguflokkunum til vinstri. Reykj aví kurbréf Laugardagur 24. nóvember^ Nýtt efna- hags kerfi Stefna sú í efnahagsmálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað og lagt undir dóm kjósenda, er í eðlilegu framhaldi af þeirri um- byltingu á íslensku efnahagslífi, er flokkurinn beitti sér fyrir á viðreisnarstjórnarárunum. Þá færði Sjálfstæðisflokkurinn íslensk efnahagsmál inn í nútím- ann og sýndi fram á að gamlar kennisetningar og fordómar voru einskis virði. Nú segir flokkurinn þjóðinni satt og rétt frá öllum málavöxtum, þegar því er haldið fram, að óbreytt efnahagsstefna muni gera okkur gjaldþrota. Þenslan er orðin svo mikil, að brátt byrja máttarstoðirnar að gefa undan og þá er hrunið á næsta leiti. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að því, að koma á efnahagskerfi í líkingu við það, sem er í ná- grannaríkjunum. I Vestur-Evrópu hafa menn almennt hafnað því sjónarmiði, að eftirlit og forsjá ríkisins sé besti kosturinn t-ii So tryggja hag þegnanna. Þvert á móti treysta menn þar á frjáls- ræðið, frelsi í viðskiptum og verð- ákvörðunum, gjaldeyrisfrelsi og framtak og dugnað einstakl- inganna og fyrirtækja þeirra. Vinstri menn á íslandi eru svo glámskyggnir, að þeir telja, að fái þessi sjónarmið að ráða hér, þá muni fólkið flýja land. En hvert fara þeir, sem hverfa héðan til starfa erlendis? Og fjöldi þeirra fer vaxandi. Auðvitað fer þetta fólk til þeirra landa, sem búa við efnahagskerfi í líkingu við það, sem Sjálfstæðisflokkurinn vill koma á hér. Fólkið flýr í frjáls- hyggjuna. Vinstri menn eru iðnir við það, ekki síst kommúnistar, að bera laun á íslandi saman við kjör manna í öðrum löndum. Og hvaða lönd eru þá valin til samanburðar, ekki „dýrðarríki" kommúnismans heldur þau, sem búa við stjórnar- hætti frjálshyggjunnar. Svo er því haldið að kjósendum, að það muni leiða til lífskjaraskerðingar hér á landi, ef efnahagskerfi þessara landa yrði tekið upp. Þau ríki eru í fremstu röð, með styrkan gjaldmiðil og lága verð- bólgu, þar sem hefur tekist í frjálsu efnahagskerfi að skapa jafnvægi milli ólíkra hagsmuna- aðila. Þótt okkur finnist það ótrúlegt í öngþveiti verðbólgu- þjóðlífsins, þá tekst öðrum þjóð- um oftast að sættast á úrlausn mála, án þess að þannig sé staðið að málum, að öllu er teflt í tvísýnu með óbilgjarnri kröfugSro. Oðrum hefur tekj;t Svo vel að axla ábyrgð frjálsræðisins, að ástæðulaust er að ætla, að okkur takist það ekki einnig. Það er einmitt til þeirra ríkja, þar sem þetta efnahagskerfi hefur gefist best, sem menn leita vilji þeir öðlast öryggi og búa við trausta afkomu án vinnuþrælkun- ar. Yfirboða-stefna vinstri flokk- anna hefur runnið sitt skeið. Hún leiðir til minnkandi þjóðartekna og atvinnuíeysis. Hún gerir ísland að láglaunalandi og veldur því að lífskjör okkar standast ekki sam- anburð við afkomu manna í þeim löndum, sem búa við frjálst efna- hagskerfi. Furduleg bíræfni Furðuleg er sú bíræfni fram- bjóðenda og talsmanna Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks að halda fast við þann ásetning sinn, að fyrsta ríkisstjórn, sem þeir ætli að reyna að koma á eftir kosningar sé ný vinstri stjórn. Þrisvar sinnum hafa slíkar stjórnir komið efna- hagslífi landsins í rúst síðan 1956. Þrátt fyrir það virðast augu flokk- anna, sem staðið hafa slyppir og snauðir eftir hrunadans sam- starfsáranna, ekki hafa opnast. Þeir telja sér enn trú um, að þetta sé besta leiðin til að stjórna málum lands og þjóðar. En lýj. ræðislegir stjórnarhSéitír valda því, að »r.nt er að aftra því, að pessi áform nái fram að ganga. Kjósendur geta með atkvæði sínu bundið enda á þá óheillaþróun, sem hófst eftir síðustu kosningar með alltof miklum framgangi Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags. Þess verður einna helst vart hjá Alþýðuflokknum, að hann skamm- ist sín fyrir aðildina að síðustu stjórn vinstri flokkanna. En eins og glöggur maður sagði eftir sjónvarpsþátt þeirra krata í vik- unni: „Þeir stóðu sig furðulega vel miðað við þann málstað, sem þeir voru að verja." Staðreyndin er sú, að eini flokkurinn, sem hældist um af efnahagsstefnu vinstri stjórnarinnar, var Alþýðuflokkur- inn. Það voru þingmenn hans, sem notuðu stærstu orðin um efna- hagsfrumvarpið og þau tímamót, sem samþykkt þess myndi marka. Við öllum blasir nú, að stefnan í frumvarpinu hefur beðið skipbrot. Verðbólgan magnast og hvergi er að finna fast land í efnahagsmál- um. En allt þetta skiptir vinstri flokkana engu, þegar völdin eru annars vegar. Þeir vilja ná þeim, hvað sem það kostar. Það er engin furða þótt almenn- ingur fái ímugust á þeim stjórn- málamönnum, sem aldrei vilja læra af reynslunni. Það hefur sjaldan verið talið til fyrirmyndar að berja hausnum við steininn og láta sem ekkert sé, þótt allt sé í óefni komið, en einmitt þannig haga vinstri flokkarnir sér, þegar þeir biðla til kjósenda. Fórnír nauðsynlegar Efnahag þjóðarinnar er þannig komið, að ekki verður úr bætt nema með nokkrum fó^7lUm. Maður, sem \if»* þ,efur \ óráðsíu un?. tíln trarn, nær sér ekki aftur á rétt strik nema hann taki á sig og beiti sjálfan sig einhverjum aga. íslenska þjóðin hefur lifað um efni fram, eyðslan hefur verið meiri en aflaféð leyfði. Því miður verður að segja þá staðreynd eins og hún er, að í kosningabaráttunni hefur þessu ekki verið haldið nægilega á loft. Vinstri flokkarnir sjá sér engan hag af því, þar sem þeir vilja halda eyðslunni áfram. Stefna Sjálfstæðisflokksins er sú eina, sem lögð hefur verið fram nú fyrir kosningarnar, sem leggur grunninn að því, að af raunsæi og festu verði tekið á vanda þjóðar- búsins. Árásir andstæðinga flokksins á þessa stefnu hans eru gleggsta dæmið um það, hve lítt þeir eru þeim vanda vaxnir að stjórna málum þjóðarinnar. Það dugar ekki lengur að lofa gulli og grænum skógum. Nú verður að setja hemlana á og skapa forsend-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.