Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 30

Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 Pétur Sigurðsson skrifar um öldrunarmál: Beiskur sigur Beiskur „sigur“ Þeir lesendur Morgunblaðsins, sem láta sig nokkru skipta hag og velferð hinna öldruðu í samfélagi okkar, muna efalaust eftir nokkr- um skrifum sem birtust á síðum þess s.l. vetur um öldrunarmál. Ég skrifaði þá í framhaldi blaðaviðtala og yfirlýsinga emb- aettismanna fjórar greinar undir samheitinu „Miðstýring öldrun- armála". Þór Halldórsson yfir- læknir birti eina svargrein nokkru síðar og boðaði aðra, en þá duttu skrif þessi niður, og undraði suma. Ekki var það vegna þess að við tveir hefðum þá lokið við að koma skoðunum okkar á framfæri. En það var ráðuneytisstjóri heilbrigð- ismála sem kom í framkvæmd hugmynd sem von Metternieh hefði mátt vera hreykinn af. Skv. bréfi heilbrigðisráðherra húsbónda hans, og að fengnu samþykki aðila, voru þeir sem við sögu höfðu komið í umræðum um þessi mál og skammast yfir því sem gert hefði verið eða ógert látið, settir saman í nefnd með fleiri aðilum, undir forsæti sjálfs landlæknis!! Þótt megin verkefni þessarar nefndar sé að endurskoða gildandi lög um dvalarheimili aldraðra má skilja skipunarbréfið svo að nefndin eigi að gera tillögur um nær alla aðra þætti gildandi laga og reglna um öldrunarþjónustu í þjóðfélaginu. Að endurskipa og sameina eldri lög og reglur, semja ný og móta þá stefnu sem okkur er nauðsynleg og um leið hagkvæm, jafnframt því að bent er á mestu nauðsynjaþætti til úrlausnar sem fyrir liggja, er ekkert áhlaupaverk. Sérstaklega ekki, þegar haft er í huga að þessi þáttur hefur verið útundan í heilbrigðiskerfinu til þessa, ýtt til hliðar eins og óhreinu börnunum hennar Evu. Okkur var tjáð að heilbrigðis- ráðherra vildi fá þessi mál mótuð og fullbúin frá nefndinni væntan- lega í frumvarpsformi helst í þingbyrjun á þessu hausti. Líklega til að hasla kostnaði við fram- kvæmd þeirra völl meðal „kynn- ingarmála" fráfarandi ríkisstjórn- ar í þann mund sem þeir skiluðu — eða boðsendu — lykla ráðuneyt- anna til eftirmanna sinna. Skilningsleysi Alþingis Slík vinna verður ekki hrist fram úr erminni vegna pólitískra þarfa ráðamanna á hverjum tíma jafnvel þótt núverandi heilbrigðis- ráðherra eigi í hlut en hann hefur sýnt vandamálum hinnar marg- þættu öldrunarþjónustu skilning og hafi hann þökk fyrir það. A stjórnarferli fyrirrennara hans í embætti Matthíasar Bjarnasonar, ræddi ég við hann um nauðsyn þess að lög um dvalarheimili aldraðra yrðu endurskoðuð og benti þá á nauðsyn þess að þau lög yrðu útvíkkuð og látin spanna yfir fleiri möguleika sérhannaðra íbúða aldraðra svo sem dagheim- ili og hjúkrunarheimili. Bað hann mig að vinna drög að frumvarps- gerð þar um. Minna varð þó úr en skyldi og má skrifast að nokkru á stöðuga glímu við efnahagsmál og önnur vandamál, sem í kjölfar þeirra sigldu, sem sú stjórn og stuðningsmenn hennar stóð í síðari hluta kjörtímabilsins. Ennfremur á nær fullkomið skiln- ingsleysi Alþingis á brýnni þörf úrlausnar þessara mála. Mun sú afstaða hafa skapast m.a. af arfélögum og sjálfseignarstofnun- um sem við þetta vandamál glíma er orðin brýn. Gildir hið sama um marga aðra þætti þessara mála. Um þörfina þarf ekki að ræða hún er bæði skjalfest og þekkt af raun alltof margra. Mikil vinna hefur þegar verið innt af hendi til undirbúnings laga um öldrunar- þjónustu af áðurnefndri „ellimála- nefnd" eina og hún er kölluð, en miklu er enn ólokið. Engan þarf því að undra þótt lítill tími gefist til blaðaskrifa, þótt ekki værj til annars en að halda þeim vakandi sem nokkurn áhuga hafa sýnt þessu vandamáli. Þótt lesa megi út úr línum mínum að ég telji að um herbragð ráðuneytisstjórans hafi verið að ræða, nefndin væri einskonar „haltu kjafti nefnd“, og Höfuðborgarsvæðid: HOiuu»»»s“-- # j -a LJm 300-350 sjuk gamalmenni vant- ar hiúkrunarrymi aldursþróun aldurshóp. . Kjavíkurhurg neiu. nú mil)i 300 og ir va-ru yíirfullar-1 cn allar slíkar villandi yfirlýsingum og áliti þeirra, sem talið var að byggju yfir nægum fróðleik um ástand þessara mála en höfðu ekki. Ég reyndi að halda málinu vakandi og vekja athygli þingmanna og ann- arra á nauðsyn stór-átaka vegna skorts á hjúkrunarplássum fyrir aldraða, sérstaklega á stór- Reykjavíkursvæðinu og Suður- nesjum. A þessum árum hóf Sjómanna- dagurinn í Reykjavík og Hafnar- firði framkvæmdir sínar við I. áfanga Hrafnistu í Hafnarfirði, dvalarheimilis áfangann og lauk honum í byrjun árs 1978 án nokkurrar opinberrar hjálpar. Við afgreiðslu fjárlaga haustið 1977 fyrir árið 1978 var í fyrsta sinn samþykkt fjárveiting tii hjúkrunarheimilis aldraðra. Var það til undirbúnings að II. áfanga Hrafnistuframkvæmdanna þar syðra, hjúkrunardeildarinnar, og það sem merkilegra var, um var að ræða byggingu heimilis sem var ekki í eigu opinberra aðila en undir stjórn félagasamtaka og rekin sem sjálfseignarstofnun. Um leið var þetta fyrsta fjár- veiting til bygginga á vegum sjómannadagssamtakanna. Ekki var upphæðin há (kr. 50.0 milljón- ir) en kom sér vel. Vinstri stjórnin sem tók við í fyrra samþykkti jafnháa fjárveitingu að nýju fyrir árið 1979, þ.e. sömu krónutölu, en afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1980 hefur að sjálfsögðu ekki farið fram eins og kunnugt er. Mesta vandamál heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar Nauðsyn löggjafar um dagheimT ili og hjúkrunarheimili aldraðra og framlög til þeirra frá opinber- um aðilum til hjálpar sveit Styrkið og fegrið líkamann DÖMUR OG HERRAR Ný 3ja vikna namskeið hefjast 26. november. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt yoga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki, eöa þjást af vöðvabólgu. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudo Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Armanns Ármúla 32. lokað væri fyrir gagnrýni eða skoðanir þessara aðila um leið, þá er því ekki svo varið, síst ef sérstök tilefni gefast til. Sjálfur heilbrigðisráðherra hef- ur stigið í stól og skýrt frá sem staðreyndum, því sem ég hefi haldið fram opinberlega um lang- an tíma og fylgt þar í fótspor Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra á Grund, sem hefur hamrað á hinu sama árum saman. I greinum mínum s.l. vetur og víðar hrakti ég fullyrðingar nokk- urra embættismanna um að nægi- legt hjúkrunarrými fyrir aldraða væri til staðar aðeins ef þeir sjálfir fengju miðstýringarvald tíl að ráðstafa því. Ég hefi marg bent á að um stórkostlegan skort á þessu sviði væri að ræða og þeir sem öðru héldu fram, annaðhvort töluðu gegn betri vitund eða hefðu sáralitla þekkingu á þyngd og umfangi þessa mesta vanda- máls heilbrigðismála þjóðarinn- ar i dag. Að taka beina tölufræðilega viðmiðun við ástand og þörf í þessum, sem svo mörgum öðrum þáttum þjóðlífs hér á íslandi og hjá nágrannaþjóðum okkar er rangt, ef ekki fylgja viðhlýtandi skýringar hvers vegna slíkur sam- anburður sé ekki einhlýtur. Við getum stuðst við slíka tölfræði og dregið lærdóma af — en það er óþarft að tigna hana — þótt sænsk sé. Umrædd lönd eru fjölmenn og þéttsetin á okkar mælikvarða með fullkomið samgöngukerfi, ólíkt betra veðurfar, og þær eiga sinn fjölbreytta háþróaða iðnað, Svíar með gnægð hráefna og eru allar stórauðugar á okkar vísu. Upp- bygging íbúðarhúsnæðis hefur orðið með ólíkum hætti þar og hér og má til dæmis benda á hinn mikla fjölda sérhannaðra íbúða fyrir aldraða og öryrkja í Dan- mörku og Svíþjóð. A sama tíma erum við íslend- ingar fámennir og dreifðir í harð- býlu landi án annarra auðlinda en fiskimiða og vannýttra orkulinda og erum enn á mörgum sviðum rétt að komast af „hjólböruöld" og inn í tæknivæðingu. - O - í Morgunblaðinu þann 7. nóv- ember s.l. birtist frétt frá fundi ráðherra með heilbrigðisstéttum en fyrirsögn og inngangur frettar- innar hljóðar svo: „Höfuðborgarsvæðið: Um 300—350 sjúk gamalmenni vantar hjúkrunarrými. Tæki vantar til að greina og hemja illkynja sjúkdóma. Magnús H. Magnússon heil- brigðisráðherra sagði á fundi með heilbrigðisstéttum á Hótel Sögu í fyrrakvöld, að öldruðu fólki í þjóðfélaginu, 80 ára og eldra, hefði fjölgað um 50% á árabilinu 1972—78, á móti u.þ.b. 7% þjóðar- fjölgun. Þessi aldursþróun kallaði á margháttaða og aukna þjónustu við þennan örtvaxandi aldurshóp. Reykjavíkurborg hefði haft frum- kvæði um að mæta húsnæðisþörf aldraðs fólks, sem gæti séð um sig sjálft, en hins vegar væru nú milli 300 og 350 sjúk gamalmenni á höfuðborgarsvæðinu, sem þörfn- uðust vistunar á hjúkrunardeild- um, en slíkar deildir væru yfirfull- ar. —“ Þessi staðreynd hefur legið fyrir um skeið í greinargerð Skúla Johnsen borgarlæknis um lang- legu-og hjúkrunarrýmisskort í Reykjavíkurlæknishéraði í dag. Lagði borgarlæknir greinargerð sína fyrir heilbrigðismálaráð Reykjavíkurhéraðs, niðurstöður hennar voru kynntar ellimála- nefnd og nú er ljóst eftir ræðu ráðherrans að þessar upplýsingar hafa einnig borist heilbrigðisráðu- neytinu. Vissulega er nauðsynlegt að draga sannleikann fram í þessu máli sem öðrum, en óneitanlega er sigur hans beiskju blandinn. Því miður verður þessi tala miklu hærri þegar með eru taldir þeir sem þurfa á vistun að halda á hjúkrunarheimilum aldraðra eða sambærilegum deildum við dval- arheimili aldraðra. Verulegur hluti þeirra sjúku öldruðu sem ráðherra taldi upp þarf á spítalavist að halda — langvistunardeild. Nauðsyn byggingar B-álmu Borgarspítalans er því óvéfengj- anleg til hjálpar á þessu sviði. Hinir þurfa á heimili að halda, sem veitir þeim öldruðu öryggi, umönnun, eftirlit, hjúkrun og læknishjálp þegar þörf krefur. Þar við bætist svo mikill fjöldi fólks sem dvelst enn á einkaheim- ilum, íbúðum öryrkja og aldraðra og vistdeildum dvalarheimila, sem ekki þurfa spítaladvalar við, en fá nægilega þjónustu á hjúkrunar- heimilum aldraðra. Þar innan veggja á til viðbótar við framansagt að vinna að því að heimilisfólkið öðlist þá lífsfyllingu sem heilsa og aðrar aðstæður leyfa, m.a. með beinum daglegum tengslum við þá sem heilbrigðari eru og starfsfólk sem vinnur að því að bæta lífi við ár þeirra. Þennan lið öldrunarþjónustu er örðugt að uppfylla á spítala. Þegar þetta vandamál á stór- Reykjavíkursvæðinu er skoðað í heild tel ég að fullyrðingin um stærð þessa vandamál sé ekki af gráðunni 300—350 eins og ráð- herra segir heldur vanti um 500 rými fyrir aldrað fólk á langlegu- deildum spitala og hjúkrunar- heimilum aldraðra. Því má ekki gleyma að inn á þetta svæði hefur flutst stór hópur aldraðra af vel skýran- legum ástæðum og þar fyrir at- beina og stefnu í heilbrigðismál- um svo sem samþjöppunar sér- fræðiþjónustunnar þar. Þessi hóp- ur á máske enn lögheimili annars- staðar eða býr í skjóli barna og aðstandenda og honum verður að búa samastað til frambúðar hér, ef það er vilji fólksins sjálfs. — Það er því mikil sekt sem hvílir á baki þeirra sem talað hafa gegn, dregið úr eða staðið í vegi nýframkvæmda á vegum hjúkrun- arheimila aldraðra sem til lausnar þessum vanda geta orðið. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.