Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
35
Af fundinum fór Jimmy Carter
beint í Þjóðardómkirkjuna í
Washington til að leggjast á bæn
ásamt fjölskyldum gíslanna. Það
vakti líka hrifningu almennings,
þótt þeir Mondale varaforseti og
Vance utanríkisráðherra væru
ögn vandræðalegir á svipinn þar
sem þeir sátu við hlið Carters við
bænahaldið. Að því loknu aflýsti
Carter öllum ferðalögum sínum
innan Bandaríkjanna, lokaði sig
inni í Hvíta húsinu og hóf að
undirbúa gagnaðgerðir.
Hann gaf fyrirmæli um að
olíukaup frá íran skyldu stöðvuð.
Hann gerði ráðstafanir til þess að
skilríki allra írana í Bandaríkjun-
um yrðu rannsökuð og undirbún-
ingur hafinn að brottflutningi
þeirra, sem ekki voru með algjör-
lega hreinan skjöld. Hann lagði
hald á fjármuni íransstjórnar í
bandarískum bönkum og gaf í
skyn að hervaldi yrði beitt ef skert
yrði hár á höfði gíslanna.
Þetta mæltist vel fyrir í Banda-
ríkjunum. Sú staðreynd að olíu-
bannið skipti írana nákvæmlega
engu máli virtist ekki hafa áhrif á
undirtektirnar, en íranir sendu
olíuna að sjálfsögðu beint á Rott-
erdam-markað, þar sem þeir
fengu 45 Bandaríkjadali fyrir
tunnuna í stað 23,50, sem var
samningsbundið verð olíunnar,
sem Bandaríkjamenn höfðu keypt
frá íran. Valdhafarnir í íran létu
innstæðufrystinguna heldur ekki
á sig fá. Um er að ræða sex og
hálfan milljarð dala, og ljóst er að
bandarískur gjaldmiðill hefði fall-
ið töluvert ef þessari upphæð hefði
verið rutt út úr bönkunum á einu
bretti. Þar af leiðandi hefði saxazt
allnokkuð á þennan sjóð írana,
enda var haft eftir háttsettum
manni í íranska fjármálaráðu-
neytinu, að peningarnir væru bezt
geymdir í Bandaríkjunum, því að
stjórnin í íran hefði enga þörf
fyrir þá í bili.
Síðan Khomeini slakaði á klónni
eftir síðustu helgi og sleppti 13
völdum gíslum — konum og
blökkumönnum — hefur þráteflið
haldið áfram. Khomeini og hús-
karlar hans endurtaka daglega
hótanir sínar um að sendiráðið
verði sprengt í loft upp um leið og
bandarískur her láti á sér kræla.
Carter situr við sinn keip og vísar
á bug öllum kröfum um framsal
keisarans, um leið og hann krefst
þess að gíslunum verði skilað, ella
muni Bandaríkin taka til sinna
ráða með eftirminnilegum hætti.
Andstæður
Þegar fylgzt er með framvindu
þessa máls fer ekki hjá því að
athyglin beinist að því að hér
eigast við andstæður. Óstaðfest
djúp er milli þessara deiluaðila,
sem virðist algjörlega fyrirmunað
að skilja hugsunarhátt hvor ann-
ars. Valdhafar í íran hafa á að
skipa mönnum, sem hafa gott vald
á enskri tungu, á sama hátt og
Bandaríkjastjórn er ekki í vand-
ræðum með að skilja bókstaflega
merkingu orðsendinga frá íran.
En þar virðast mörkin vera.
Vesturlandabúar skilja ekki
hvað írönsku múllunum býr í
brjósti. Hegðun þeirra er einfald-
lega kölluð trúarofstæki. íranir
vita ekki hvað Vesturlandabúar
eru að fara þegar þeir höfða til
grundvallarreglna mannúðar og
lýðræðis.
Þegar Khomeini hélt því fram,
að Bandaríkjastjórn hefði staðið
að baki svívirðingunni á Moskunni
miklu og Kaaba, mesta helgidómi
Múhameðstrúarmanna, er ekki
ósennilegt að hann hafi trúað
þessu sjálfur. Þó má gera ráð fyrir
því að nánast hvert mannsbarn á
Vesturlöndum geri sér grein fyrir
því að þessi kenning er út í hött.
Það er útilokað mál að Carter eða
aðrir þjóðarleiðtogar í hinum
vestræna heimi létu sér til hugar
koma að beita slíkum óráðum til
að klekkja á pólitískum andstæð-
ingi — ekki endilega af því að þeir
séu svo göfugir eða fullir af
kristilegum kærleika, heldur af
því að virðing fyrir trúarbrögðum
er einfaldlega of ríkur þáttur í
Margur er knár Jjótt hann sé
smár, hefur ekki ósennilega
verið athugasemd nær-
staddra þegar þessi mynd var
tekin fyrir framan banda-
ríska sendiráðið í Teheran í
síðustu viku.
vestrænni menningu til að slíkur
verknaður kæmi til greina.
Khomeini og þeir, sem hann er
tákn fyrir, skilja þetta ekki. Allir
þeir, sem ekki játa múhameðstrú
og fara skilyrðislaust eftir túlkun
Múslims á Kóraninum, eru villu-
trúarmenn. I þeirra huga er slík
villutrú einhvers konar djöfulæði,
sem skylt er að ganga milli bols og
höfuðs á.
Það er mikill munur á siðferð-
islögmálum Múhameðstrúar-
manna og kristinna manna. Það
vefst til dæmis ekki fyrir múha-
meðskum bókstafstrúarmönnum
hvað eigi að gera við þá, sem stela.
í þjófnaðarmálum er ekki hægt að
fullnægja lögmálinu á annan hátt
en að höggva hægri höndina af
sökudólginum. Sá, sem vegur
mann, er líflátinn, og sömuleiðis
sá, sem drýgir hór. Sá, sem
guðlastar, er líflátinn. Og sá, sem
afbakar túlkun Múslims á Kóran-
inum, er líflátinn. Þessi bókstafs-
trú er grundvöllur byltingarinnar
í íran, þannig að í huga Khom-
eini-sinna eru makleg málagjöld
keisarans sem færði ýmislegt
langt í frjálsræðisátt í íran, ekki
flókið ákvörðunarefni.
Á Vesturlöndum er víða litið á
þjófa og morðingja sem brjóstum-
kennanleg fórnarlömb óhagstæðra
ytri aðstæðna, ef þeir eru þá ekki
beinlínis álitnir sjúkir. Refsigleði
fer stöðugt þverrandi í dómskerfi
á Vesturlöndum og þar vex þeirri
skoðun fylgi að skynsamlegra —
og mannúðlegra — sé að endur-
hæfa sakamenn og styðja þá til
þess að komast á rétta hillu í
þjóðfélaginu og vinna fyrir sér
með heiðarlegum hætti.
Á Vesturlöndum er yfirleitt litið
á trúarskoðanir sem einkamál
einstaklinga, og sums staðar er
jafnvel litið á þær sem feimnis-
mál, sem varla hæfi að ræða
opinberlega.
Þegar þessar andstæður eru
hafðar í huga er vandséð hvernig
deilum Bandaríkjastjórnar og
Khomeini-sinna í Iran verður ráð-
ið til lykta að hætti Vesturlanda-
búa, — með málamiðlun. Ekki
verður því annað séð en að þrátefl-
ið geti haldið áfram enn um langa
hríð, nema eitthvað óvænt komi
fyrir. Slíkt mundi óhjákvæmilega
hafa hinar verstu afleiðingar og í
slíku öngþveiti er ekki víst að
nokkrir tugir mannslífa yrðu
þyngstir á metum þegar öll kurl
væru komin til grafar.
- Á.R.
Demantur 4®
æðstur eðalsteina -
(Pull Ot á>ilfttr
Laugavegi 35
Framkvæmdamenn
Tek aö mér gröft og tyllingar. Höfum hlnar
kraftmiklu Bröyt gröfur x-2-x 30 og x 4
Góö tæki — Vanir tækjamenn
Bröyt leysir vandann.
Tómas Grétar Ólason s/f.
Funahöföa 15. Sfmar 84865 — 42565.
REPORT DE LUXE: LÚXUS FYRIR LÍTIÐ
Rafritvél meó fisléttum áslætti,
áferöafallegri skrift, dálkastilli
28 eöa 33 sm valsi.
Vél sem er peningana viröi
fyrir jafnt leikmenn sem
atvinnumenn.
Fullkomin viögeröa- M
og varahlutaþjónusta. m
m « vc v. w
Leitið nánari upplýsinga.
5
Ofympia
Intemational
KJARAINI HF
skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140
þessari bók er hanrt á ferö meö Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóöir hans, þar sem
skuggi gestsins meö Ijáinn er aldrei langt undan. Gerö eru skil ættmennum Agnars báðum megin
Atlantsáfa og birtu brugðið á bernsku hans undir súð á Hverfisgötunni. þar sem hann í
rammt aö í náttmyrkri og þoku, aö lóöa varð á jörð meö blýlóöi.
Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnun flugfélags — og
hefst þá brautryöjandaffug hans, upphaf samfellds
fiugs á íslandi, oft á tíðum svo tvísýnt flug
að nánast var flogið á faðirvorinu.
En Jóhannesi Helga nægir ekki að
rekja þessa sögu. Hann lýsir af
og til inn í hugarheim Agnars,
utan við tíma sögunnar, og
gefur henní þannig óvænta
vídd.
Á brattann; minníngar
Agnars Kofoed-Hansen
er saga um undraveröa
þrautseigju og þrek-
raunir meö léttu og
bráöfyndnu ívafi.
Höfundurinn er Jó-
hannes Helgi, einn af
snillingum okkar í ævi-
sagnaritun meö meiru.
Svo er hugkvæmni
hans fyrir aö þakka aö
tækni hans er alltaf ný
meö hverri bók.
Almenna
bókafélagið
Austurstræti 18
sími 19707
Skemmuvegi 36
sími 73055