Morgunblaðið - 25.11.1979, Síða 40

Morgunblaðið - 25.11.1979, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 Friðrik Þorvaldsson: Kjósum S-listann Kjósum Jón G. Sólnes Við sem skipum framboðslista S-listans í Norðurlandskjördæmi eystra við komandi kosningar til Alþingis 2. og 3. desember næst- komandi og vinnum að endurkjöri Jóns G. Sólness, gerum það ekki af „misgáningi" eins og segir í leið- ara Islendings 13. nóv. sl. Ég held, að við höfum alveg sæmilega dómgreind. Við stöndum heils hugar að þessu framboði, með þrautreynd- an stjórnmálamann, Jón G. Sól- nes, í efsta sæti listans, vegna þess, að kjörnefnd og kjördæmis- ráði urðu á mörg skelfileg mistök við undirbúning framboðs Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi eystra, sem kunnugt er. Fyrsta alvarlega glappaskotið var það, er Jóni G. Sólnes var ýtt til hliðar, hann skyldi ekki skipa öruggt sæti á framboðslista flokksins sem áður. Þar með var fallist á kröfur andstæðinga Jóns G. Sólness innan Sjálfstæðis- flokksins, sem ljóst og leynt hafa barizt gegn honum og forystu hans. Þegar ljóst var, að Jón G. Sólnes yrði látinn víkja af listanum, gegn vilja hans, þótti ýmsum stuðn- ingsmönnum flokksins þessi flokksráð taka sér fullmikið vald og rétt væri og sanngjarnt að láta prófkjör skera úr um það, hvernig efstu sæti listans yrðu skipuð. Málið var þegar orðið viðkvæmt og bar brýna nauðsyn til að fara að öllu með gát. Á skömmum tíma skrifuðu 450 manns undir beiðni um prófkjör, sem send var kjördæmisráði. Það furðulega gerðist hins vegar, að kjördæmisráð stakk þessari beiðni undir stól og hafnaði alfarið prófkjöri. En hvers vegna? Það er aðeins ein skýring til í þessari afstöðu kjördæmisráðs og hún er sú, að fulltrúar þess óttuðust hið mikla fylgi Jóns G. Sólness í hugsanlegu prófkjöri, en nauðsyn bar til að beita öllum brögðum til að útiloka hann frá framboði. Jón G. Sólnes skyldi aldrei á listann koma. Ég vil vekja athygli á orðum Sverris Leóssonar í grein í íslend- ingi 30. október sl. um þetta mál, en Sverrir er fulltrúi í kjörnefnd og kjördæmisráði. í grein sinni segir Sverrir orðrétt: „Kjördæmisráð er æðsta valdið í allri ákvarðanatöku um fram- boðslista til Alþingiskosninga, en ég tel þó, að ákveðnar leikreglur verði þar að gilda, t.d. er tæplega 500 flokksbundnir og stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins skora á kjördæmisráð að viðhafa prófkjör, þá sé kominn siðferðislegur réttur og nánast skylda kjördæmisráðs að láta fara fram prófkjör. Allt tal um að eigi væri tími né annað til að framkvæma slíkt fellur um sjálft sig, enda viðhefur Sjálf- stæðisflokkurinn prófkjör víða um landið." Þetta er laukrétt hjá Sverri Leóssyni og leitt til þess að vita, að hann skyldi ekki geta haft vit fyrir félögum sínum. Ég hef séð rök formanns kjör- nefndar gegn prófkjöri, rök, sem ég tel vægast sagt ákaflega veiga- lítil. Hvers vegna í ósköpunum gát- um við Norðlendingar ekki haft prófkjör í okkar kjördæmi rétt eins og Austfirðingar, og ekki var síður ástæða til að láta fara fram prófkjör þegar ljóst var, að ein- hliða uppstilling kjörnefndar á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins án Jóns G. Sólness myndi mælast illa fyrir, valda sárri gremju og missætti í flokknum. Ekki eru samgöngur í því víðáttumikla kjördæmi Austfjörð- um á þessum tíma árs betri en á Norðurlandi, nema síður sé. En hvernig tókst til hjá Aust- firðingum? Hvað segja forystu- menn Sjálfstæðisflokksins þar um prófkjör flokksins? Sverrir Hermannsson: „Próf- kjörið tókst með ágætum.“ Egill Jónsson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins: „Kosn- ingar til prófkjörsins voru háðar af fyllsta drengskap og einungis Það er stutt til jóla ... ef þú ætlar að mála áður! Með Spred Satín færðu mjúka silkiáferö á veggina. Málningu sem auðvelt er að mála með og auóvelt er að þrífa. Málningu sem þekur vel og er sterk. spred satin _ Tfttm|ór»ar Spred Satín í þúsundum töfratóna lífgar upp í skammdeginu réttar leikreglur viðhafðar. Af því leiðir, að menn eru ósárir eftir. Enginn vafi er á því, að prófkjörið hefur verið ákaflega þýðingarmik- ið innlegg í kosningabaráttu Sjálf- stæðisflokksins á Austurlandi. Fari svo, sem er almenn skoðun á Austurlandi, að tveir menn af lista Sjálfstæðisflokksins verði kjörnir til Alþingis, verður sá sigur án efa að sinu leyti rakinn til prófkjörsins...“ Og svo getur formaður kjör- nefndar í kjördæmi okkar sett fram rök í 8 liðum gegn prófkjöri. Ég verð að segja það, að ef þau rök eru góð og gild, þá erum við Norðlendingar bara á allt öðru plani heldur en flokksbræður okk- ar og frændur á Austfjörðum. Auðvitað er þetta allt saman markleysa. Við gátum vel haft prófkjör. Við gátum á lýðræðisleg- an hátt fengið úr því skorið, hverjir skyldu skipa efstu sæti framboðslistans, en það var ekki gert. Slíkt var lánleysi kjördæmis- ráðs. Forysta kjördæmisráðs ætti að ganga hreint til verks og lýsa yfir: Við vildum ekki prófkjör, af því að við vildum ekki Jón G. Sólnes á framboðslistann. Mér er sem ég sjái viðbrögð kjósenda og forystumanna flokks- ins í öðrum kjördæmum við svona ocr bess háttar vinnubrögðum, t.d. í Reykjavík, ef tiltölulega fámennt flokksráð þar tæki sér það vald að raða á framboðslista án undan- gengins prófkjörs og víkja oddvita flokksins og efsta manni burt úr öruggu sæti gegn vilja hans og fjölmargra stuðningsmanna flokksins. Ætli yrði ekki rama kvein. Ég þarf ekki að rekja gang málsins, við þekkjum hann öll. Kjörnefnd stillti upp lista, kjör- dæmisráð samþykkti hann og þannig var málið afgreitt. Eins og nærri má geta vorum við fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sáróánægðir og vildum ekki una svo ólýðræðis- legum og ósanngjörnum vinnu- brögðum. Hví skyldum við gera það? Við beittum okkur því fyrir því, að boðinn yrði fram annar fram- boðslisti Sjálfstæðisflokksins og vísuðum til 41. greinar laga um kosningar til Alþingis, sem gerir ráð fyrir, að sami stjórnmála- flokkur bjóði fram fleiri en einn lista í kjördæmi. En hvað gerist? Kjördæmisráð, gjörsamlega heillum horfið, hafnar að listi þess sé borinn fram í nafni Sjálfstæðis- flokksins og hafnar þar með, að Sjálfstæðisflokkurinn njóti að fullu þeirra atkvæða, sem listinn kynni að fá. Þessari raunaþulu kjördæmis- ráðs er senn lokið. Formaður kjördæmisráðs, Svanhildur Björgvinsdóttir, ritar grein í Morgunblaðið 10. nóvem- ber s.l. Upphafsorð þeirrar grein- ar eru: „Ja, nú er mér tekið að förlast." Þetta voru orð og að sönnu. Kjördæmisráð brást í viðkvæmu máli, sem með góðum vilja hefði mátt leysa og menn orðið „ósárir eftir". En kjördæmisráð var ein- faldlega ekki vandanum vaxið, því fór sem fór. Stuðningsmenn S-listans Það hefur verið gerð ómakleg aðför að Jóni G. Sólnes, þeim manni, sem mest og lengst og bezt hefur dugað og unnið Sjálfstæðis- flokknum, bæjarfélaginu okkar og kjördæminu öllu, að öðrum ólöst- uðum. Við unum því ekki, að Jóni G. Sólnes sé hafnað á svo lágkúru- legan hátt. Vinnum hvert og eitt okkar af dugnaði að endurkjöri hans til Alþingis íslendinga og mótmælum með því kröftuglega öllu flokksræði og vinnubrögðum, sem hvorki eru lýðsræðisleg né heldur drengileg. Landssmið{ait SÖLVHÓLSGÖTU■ 101 REYK JAVIK SÍMI 20 680 TÍLEX 22Ö7 Ávallt fyrirliggjandi loftpressur af öllum stæráum JítlasCopco LANDSSMIDJAN annast viðgerðaþjónustu á öllum tegundum loftverkfæra og tækja. Ef óskað er sjáum við einnig um fyrirbyggjandi viðhald. axel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.