Morgunblaðið - 25.11.1979, Síða 46

Morgunblaðið - 25.11.1979, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Það er víst örugglega ekki bara ég sem er hrifin af pottaréttum. Hrifningin er líka auðskilin. Pottaréttir eru bæði þægilegir í undirbúningi og einkar bragðgóðir. Löng og hæg suða svipuð og moðsuða, gerir það að verkum að kjötið verður bragðmikið og græn- metið næstum bráðnar saman, sem er auðvitað ómissandi hluti réttarins. Pottrétturinn, sem ég ætla að rabba um í dag, er ættaður af sléttum Ungverja- lands. Þar er einmitt ágætis lambakjöt, rétt eins og hjá okkur. Ungverjaland er ekki ofar- lega á blaði yfir þekktustu matarsvæði heimsins. En eins og á öðrum svæðum er þar auðvit- að líka að finna býsna góðan mat. Ungverjar eru ekki sízt þekktir fyrir gúllasið, sem upp- haflega var hirðingjamatur, og gulýas þýðir kúreki. Gúllas var upphaflega kjöt, sem var látið malla lengi yfir hægum eldi, e.t.v. ásamt lauk. Þannig mátti nefnilega nýta alla þá bita, sem voru full seigir til að borða þá glóðarsteikta. Síðan þegar tómatar, paprikur og kartöflur bárust til og breiddust út um Evrópu í kjölfar Kristófers Kólumbusar frá Ameríku, létu Ungverjar þetta grænmeti detta ofan í gúllaspottinn. Og auðvitað sáu þeir að það var ekki að marka lakara. En Ungverjar eru ekki aðeins lambakjötsþjóð. Þeir borða mikið svínakjöt, eins og víða er gert í Mið-Evrópu. Þeir steikja oft í svínafitu og nota reykt svínaflesk til bragð- bætis. Og svo er það enn eitt sem einkennir gúllasið og það er kúmen (5 ensku caraway seed), sem gefur sérstakt milt en afar gott bragð. En Ungverjar nota ekki aðeins lambakjöt. Þeir nota nefnilega gjarnan kindakjöt í pottrétti, og það er einkar skynsamlegt. Kindakjöt er mun bragðmeira en lambakjöt, rétt eins og allt kjöt af fullorðn- um dýrum er bragðmeira held- ur en af ungviði. En kinda- kjöt er heldur seigara en lambakjöt og hentar því ekki vel til skyndisteikingar. Kindakjöt er því miður ekki almennt á boðstólnum í verzlunum hér. Ég hef aðeins rekizt á kindahakk Ungverskur pottréttur hs«_ efi. ^ gy ~ R.0ukAOO' QrúL.LA6r$ TÍuði/W«(/ír2*0 UÚpfitiLXÚ; i^>CH PgÆ. rv\G-ö-T ÚTO>r f fbrriuo. og svo kindalundir eða — filé. Kindalundirnar eru aldeilis kostulega góðar, bæði í pott- rétti en ekki síður til að létt- steikja eða — glóðarsteikja. En ég sakna þess að fá ekki lærissneiðar eða aðra bita af kindakjöti til að nota t.d. í þennan pottrétt og aðra pott- rétti þar sem annars er ráðlagt að nota lambakjöt. Það væri reyndar ekki amalegt að fá bita eins og þann sem krakk- arnir syngja um bráðum, „Væna flís af feitum sauð, sem fjalla gekk á hólunum...“. Sá hefur nú verið bragðmikill... En sem sagt, ef þið náið í kindakjöt, þá skuluð þið ekki vera að tvínóna við að nota það í þennan eða aðra pottrétti. Góða skemmtun! Ungverskur lambakjötréttur (Handa 8—10) Eins og þið sjáið er þetta harla stór uppskrift, sem næg- ir handa mörgum. Þetta er líka alveg tilvalinn réttur, ef þið hafið marga í mat, því hann má gjarnan sjóða heldur leng- ur en tiltekið er, og enginn tímafrekur undirbúningur er á síðustu stundu. Nú ef þið viljið hafa forrétt og eftirrétt í ungverskum stíl, þá er auðvelt að bæta úr því; á jafn einfald- an hátt. Forrétturinn, eða salat á eftir kjötinu getur t.d. verið rauðrófusalat. Þá eru rauðrófurnar soðnar, kældar og skornar niður í ræmur eða rifnar á rifjárni, sem er auð- velt. Yfir þær er svo hellt edikssósu, en gjarnan með fremur litlu ediki, miðað við t.d. það sem Frakkar tíðka. Það er hæfilegt að nota 1 hluta af ediki, 3 hluta af olíu og 2 af vatni. Og síðan pipar og svo gjarnan piparrót, eins og þar- lenzkir nota. Sýrður rjómi er vinsæll þarna eins og alls staðar í Austur-Evrópu, svo hann má fylgja með í sérstakri skál. Allt á þetta að vera vel kælt. Eftirrétturinn getur t.d. verið súkkulaðikaka, sem er okkur jafn kunn og Ungverj- um. Þarna er því tilvalin ung- versk máltíð, sem má undirbúa daginn áður að hluta til (salatið og kakan) og svo kjötið mörgum klst. áður en sezt er til borðs. En þá er það kjötréttur- inn... 1 kg kinda eða lambakjöt, ekki mjög feitt (miðað er við beinlaust). 2 sneiðar reykt svínaflesk 3 vænir iaukar 2—3 hvítlauksrif 3 grænar paprikur 3 msk. tómatmauk (ekki sæt tómatsósa) 2 dl vatn eða þurrt hvítvín 500 gr kartöflur 'k —1 msk. kúmen (caraway seed) pipar, nýmalaður 1) Setjið ofninn á 100°. Ég kýs að láta þetta malla í ofninum, en þið getið einnig notað eldavélina. í ofninum er nefnilega hitinn jafn og eng- in hætta á að nokkuð brenni við botninn. Auk þess ku það vera heppilegra með tilliti til orkusparnaðar. Skerið kjötið niður í væna bita, ca. 4 x 4 cm á stærð. Skerið fleskið niður í litla bita. Skerið laukinn, hvítlauk- inn og paprikuna niður, hvítlaukinn í litla bita, en hitt í vænar sneiðar. Ungverjar sjálf- ir steikja gjarnan laukinn, fleskið og kjötið fyrst í feiti, en ég kýs að setja þetta allt í smurðan pott, ásamt paprik- unni. Þarna eru því fleiri leiðir færar... Hrærið nú tómat- maukinu saman við vatnið eða vínið og hellið. Tómatmaukið á að vera ókryddað, og er einung- is tómatar sem hafa verið soðnir í þykkt mauk. Nú auk þess að nota bara vatn eða vín, getið þið blandað þessu saman. Aðalatriðið er að vínið sé þurrt, það er alls ekki sætt. En vínið er hreint ekki ómissandi! Setjið þetta nú inn í ofn og látið það malla þar í um 2 klst. 2) Eftir þennan tíma er kartöflunum bætt í, eftir að þær hafa verið afhýddar og skornar í vænar sneiðar. Nú á rétturinn enn að bakast í um 1 klst., eða þar til kartöflurnar eru soðnar. Um 10 mín áður en þið berið réttinn fram bætið þið steyttu kúmeninu út í og hrærið í. Piprið og bragðið á. Ef ykkur finnst sósan of mikil getið þið sett loklausan pottinn á vel heita plötu og látið eitthvað af vökvanum gufa upp. En annars er soðið auðvitað ekki það lakasta við þennan rétt. Gott heimabakað brauð á sjaldan eins vel við og með pottréttum, svo það er sannar- lega ekki úr vegi að hnoða saman góðu brauði af þessu tilefni. Til þess að missa sem minnst af bragðefnunum úr pottinum meðan á suðu stendur, er sjálfsagt að loka pottinum vel. Ef þið viljið ganga mjög tryggilega frá, er stundum settur tvöfaldur smjörpappír undir pottlokið og hann látinn standa út undan lokinu. Ef ykkur fýsir í gúllassúpu, þá er bara að skera kjötið í minni bita og hafa meira vatn, ca. 1—1'Æ l.,5 heldur meira tómatmauk. Já og það er tilvalið að gera súpu úr af- ganginum... Ath. í síðasta þætti lædd- ist inn smá prentvilla. Hún er svo sem ekkert meginmál, en gæti þó valdið misskilningi. Þar stendur, að þegar búið sé að fletja út stollendeigið, verði þetta heljar flétta. Þetta lítur svolítið undarlega út, því hvergi er talað um að það eigi að flétta deigið. í stað fléttu átti að standa flátta. Flátta á við það sem er stórt og víðáttu- mikið, og því býsna góð lýsing á útflöttu stollendeig- inu. I $ Hverju spá leikmenn Ég þekki bæöi liöin og viö í FH erum yfirvegaöir og sigrum því ör- ugglega. Allar deildir KR klæöast Nú veröur tekiö hraust- lega á FH. Viö munum sýna þeim hvar Davíö keypti öliö og sigra 23—18. göllum Litirnir eru til FH-ingar velja KR-ingar Allirí FHIeikaí i Lækjarkoti Lækjargötu 37. Hafnarfiröi Sími 50449. Grundig frá drekka líka mm iiISCOHF PEPSI frálngólfi Óskarssyni Rlúltóurinn S U wii'.iruini Á2 Mini í V ^ Á leiö 5 S uri í Klúbbinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.