Morgunblaðið - 02.12.1979, Síða 7

Morgunblaðið - 02.12.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 39 Ég læsti húsdyrunum, dró tjöld- in fyrir gluggana og ýlfraði svo eins og sært dýr. Blóm fölna. Sólsetur slokkna. Vinir hafa yfirgefið mig. Ásta- sambönd hafa bugað mig. En þú, mamma, varst óskeikul. I þér var hinn eilífi frumkraftur. Um- hverfis þig var ódauðleikinn. Næsta hálfa árið héldum við, læknirinn og ég, leyndu fyrir þér eðli þess sjúkdóms, sem átti eftir að draga þig til dauða. Tvívegis átti ég eftir að hitta þig áður en þessi dagur í febrúar 1975 rann upp, — dagurinn þegar þú í svefni yfirgafst þessa plánetu á þann hátt sem sæmdi óskeikulli tilfinningu þinni fyrir því hvað hæfði og fyrir sléttu og felldu yfirborði. Þegar ég sá þig í síðasta sinn, í desember 1975, sagði ég þér um leið og ég fór út frá þér í Santa Barbara, að ég væri að leggja upp í ferð í sambandi við Cactus Flower, en hins vegar hefði ég komizt að samkomulagi við framleiðandann um að ég þyrfti ekki að vinna í dymbilvikunni, og þá kæmi ég til Kaliforníu til að vera hjá þér. Andlit þitt stirðnaði og röddin brast: „Æ, Joan, það er svo langt þangað til.“ Báðar vissum við að við mundum ekki sjást aftur. Síðustu orðin, sem þú sagðir við mig í þessu lífi, þegar við töluðum síðast saman í síma, voru þessi: “Mundu, hvað mér þótti vænt um þig.“ - Á.R. ' « ICELand ÍSLENZK ÞJÓÐLÖG Sungin af Guðrúnu Tómasdóttur við píanóundir- leik Olafs Vignis Albertssonar. Þessi hljómplata tveggja af fremstu tónlistar- manna okkar er án efa ein merkasta þjóðlaga- plata sem út hefur komið hérlendis. I einstaklega vönduðu umslagi plötunnar er að finna skýringar og Ijóð prentuð bæði á íslenzku og ensku. Þetta er hljómplata sem á erindi til allra tónlistar- unnenda, áhugamanna um íslenzka menningar- arfleifð og er jafnfamt tilvalin gjöf til vina og kunningja erlendÍS. Heildsölubirgðir fyrirliggjandi. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 — Sími 84670 Vesturveri — Sími 12110 §! Laugarvegi 24 — Sími 18670 inu. Enn þann dag í dag er að koma til mín bláókunnugt fólk, sem stærir sig af því að hafa þekkt þig. Því finnst það hafa verið forréttindi að fá að kynn- ast þér í sambandi við kvik- myndir, í leikhúsi og víðar. Síðasta sumarið, sem þú lifðir, tók ég á leigu hús á Völuströnd til að geta verið nálægt þér. Þú hafðir alltaf haft mætur á þess- ari veðurbörðu strönd, og fórst oft með okkur þangað þegar við vorum litlar á jólum og í leyfum. „Staðurinn minnir mig á Japan," sagðirðu oft. Þú bjóst þar um skeið áður en þú settist að í Santa Barbara. í þessu sama húsi varstu með mér um jólin 1970. Á heitum ágúst-morgni árið 1974 var ég á leið eftir hrað- brautinni meðfram ströndinni til að sækja þig. Við áttum að eiga saman tíu góða daga við sjóinn. Við áttum að ganga eftir ströndinni, sitja undir trjánum í garðinum og segja hvor annarri allt það, sem við vildum sagt hafa, það, sem við höfðum van- rækt að tala um, allt það, sem við höfðum ekki viljað tala um í öll þessi ár. Eftirvænting mín var mikil. Ég vonaði að ég væri orðin nægilega þroskuð til að hafa hemil á tilfinningum mínum og vera hlutlæg í skoðun- um. Mest af öllu langaði mig þó til að spyrja þig, spyrja þig að svo ótalmörgu, sem ég hafði aldrei þorað að orða við þig. Hafðir þú elskað föður minn? Af hverju hafðir þú hatað þína eigin móður og slitið öll tengsl við England? Hvernig hafðir þú verið sem barn? Til hvers hafði þig langað? Ég kom til Santa Barbara um kvöldið. Á bakaleiðinni fórum við um Montecito-hæðir, með- fram ströndinni þar sem pálm- arnir vaxa. Elsku, fallega, glað- væra, orðheppna og hláturmilda mamma mín, nú varstu komin með þykk, óklæðileg gleraugu og heyrnartæki. Sokkarnir hlykkj- uðust um kálfana, sem eitt sinn höfðu verið svo fallega lagaðir. Kasmírkápan þín var styttri en kjóllinn. Eg fékk kökk í hálsinn þegar ég virti fyrir mér þennan hrörnandi líkama, og ég fékk sting undir bringspalirnar. Þú hafðir nánast enga lyst á kvöldmatnum. Á meðan við sát- um yfir borðum æpti ég upp í heyrnartækið það, sem ég hafði að leggja til málanna í samtali, sem ekki snerist um annað en fánýti. Svo fórum við í bíó. Meðan við horfðum á „Daisy Lilian de Havilland með dætur sínar. líkama þinn með handklæðinu. Þegar þú varst loks komin upp í rúmið aftur forðaði ég mér. 50 kílómetrum norður af Santa Barbara lagði ég bílnum fyrir utan veginn. Þar sem ég sat í bílnum í skógarrjóðrinu grét ég. Klukkan var enn ekki orðin níu. Ég hafði engan morgunmat fengið. Klukkan eitt eftir hádegi var ég komin til baka á Völuströnd. Nokkrum árum síðar var komið að Oliviu de Havilland að fá Oscars- verðlaunin, en jafnvel á þeirri stundu átti hún í erfiðleikum með að þýðast systur sína. Miller" spörkuðu strákarnir fyrir aftan okkur látlaust í stúkusætin okkar. Áður en myndin var hálfnuð gekk ég út með þig. Um kvöldið lagðist ég til svefns á bekk í stofunni fyrir framan herbergið þitt. Ég vakn- aði næsta morgun, liggjandi í fósturskorðum á gólfinu. Þú hafðir stiklað yfir mig á leiðinni fram í eldhús til að búa til te. Þegar ég var búin að klæða mig opnaði ég dyrnar að svefn- herberginu. Þú sazt nakin á rúmstokknum og varst að bisa við að komast í sokkinn. „Ég get það ekki Joan. Ég get ekki farið með þér niður á Völuströnd. Ég hef engan þrótt til þess,“ sagð- irðu. Ég vissi að þú sagðir þetta satt, þótt hjúkrunarkonan hefði fengið mér tíu daga insúlín- skammt handa þér. Eg lagði ekki að þér og reyndi ekki að fá þig til að samþykkja að útiveran mundi styrkja þig og hressa. Greinilega var hluti af þér lagður af stað í hinztu ferðina. Frá því í barnæsku hafði ég aldrei séð þig óklædda. Mér fannst að ég ætti að líta undan þegar ég hjálpaði þér upp í baðkerið og þerraði skorpinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.