Morgunblaðið - 02.12.1979, Síða 9

Morgunblaðið - 02.12.1979, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 41 „Endurskin í skammdegi“ SLYSAVARNAFÉLAG íslands hyggst um kjördagana minna landsmenn á notkun endurskins- merkja. en félagið leggur jafnan áherslu á að menn noti þau i svartasta skammdeginu. Munu slysavarnadeildir og björgunar- sveitir sjá um að dreifa á flesta kjörstaði landsins limmiðum sem minna á notkun endurskins- merkja. Límmiðarnir bera áletrunina „Endurskin í skammdegi" og eru áminning til fólks, en eru ekki sjálfir endurskinsmerki. í frétt frá Slysavarnafélaginu segir m.a.: Það er ekki nóg að bera endur- skinsmerki ef það sést ekki úr bíl sem nálgast vegfaranda. Sé það aðeins haft á baki eins og er alltof algengt sést það ekki er gengið er á móti umferð eins og gera á þar sem ekki eru gangstéttar. Nýjar teikni- myndasögur frá Iðunni ÚT ERU komnar hjá Iðunni eftir- taldar sjö teiknimyndasögur: Um Strumpana eru nú komnar þrjár nýjar bækur til viðbótar þeim tveim sem út komu fyrr á árinu. Bækur þessar eru gerðar af belgíska teiknaranum Peyo. Þær segja frá litlum bláum álfum sem tala sitt eigið mál sem einkennist af því að orðið strumpur og afleiddar myndir þess eru sett í stað eins margra orða í venjulegu máli og hægt er. Nýju bækurnar um strumpana heita: Strympa og er þar einnig að finna sögu sem nefnist Hungursneyðin; Strumpa- súpan: þar er einnig sagan Strumpalæti, og Strumparnir og eggið, en þar eru einnig sögurnar Svikastrumpur og Hundraðasti strumpurinn. — Bækur þessar eru gefnar út í samvinnu við Carlsen if í Kaupmannahöfn. Strumpasúp- an er 46 blaðsíður, hinar 62. I bókaflokknum um hin fjögur fræknu eru komnar tvær nýjar bækur, hin fimmta og sjötta í röðinni: Hin fjögur fræknu og snjódrekinn og Hin fjögur fræknu og harðstjórinn. Sögur þessar eru franskar að uppruna. Teikningar eru eftir Francois Craenhals, en handrit samdi Georges Chaulet. Jón Gunnarsson þýddi. Bækurnar eru prentaðar í Belgíu. Þær eur 48 blaðsíður hvor um sig. Þriðja bókin um Viggó er komin út og heitir Viggó hinn ósigrandi. Þær sögur eru franskar og höf- undur Franquin. Þær eru prent- aðar í Belgíu. Þuríður Baxter þýddi þessa nýju bók sem er 46 blaðsíður. Sjötta bókin um Sval og Val nefnist Gullgerðarmaðurinn. Höfundur er Fournier og Fran- quin aðstoðaði við að teikna Gorm. Jón Gunnarsson þýddi bók- ina sem er gefin út í samvinnu við a/s Interpresse. Hún er 56 bls. innsk furusmíö Lundia hillukerfió er ódýrt og einfalt í uppsetningu Lundia hillukerfið er selt í stykkjum, þannig að hverri einingu hagar þú eftir eigin smekk. Lundia hillukerfið er úr massívri finnskri furu, mjög ódýrt og einfalt í upp- setningu. GRÁFELDUR HF. ÞINGHOLTSSTRÆTI 4. S. 26626. WW Tilvalið í stofuna, barnaherbergið, ganginn, skrifstofuna, verslunina. . . Hringið og biðjið um upplýsingabæki- in9- j í stíl við Lundia hillukerfið, höfum við einnig fáanlega klappstóla og borð. JÓIAGLEÐI í PENNANUM Jólasveinarnir okkar hafa lýst vel- þóknun sinni á Jólamörkuðum Pennans enda hefur úrvalið sjaldan verið fallegra! Jólamarkaðurinn, Hallarmúla, Laugavegi 84, Hafnarstrœti 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.