Morgunblaðið - 02.12.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 02.12.1979, Síða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 Almenna bókafélagið: íslenzkir málshættir — ný og aukin útgáfa þeirra Bjarna Vil- hjálmssonar og óskars Halldórssonar ALMENNA bókaíélagið hefur sent frá sér ÍSLENZKA MÁLSHÆTTI þeirra Bjarna Vilhjálms- sonar og Óskars Hall- dórssonar í annarri útgáfu aukinni. í kynningu á kápu bókarinnar segir á þessa leið: „íslenzkir málshættir í sam- antekt þeirra Bjarna Vilhjálms- sonar og Óskars Halldórssonar kemur nú út í annarri útgáfu og fylgir henni bókarauki með fjöl- mörgum málsháttum sem útgef- endur hafa safnað síðan fyrsta útgáfa kom út árið 1966. Þegar bókin kom fyrst út voru menn strax á einu máli um að íslenzkum málsháttum hefðu aldrei verið gerð viðlíka skil og í þessari bók, enda hefur hún notið rótgróinna vinsælda og verið margri fjöl- skyldunni ómissandi uppsláttarrit og einnig verið notuð í skólum. I ýtarlegri inngangsritgerð, þar sem fjaliað er um feril og einkenni íslenzkra málshátta kemst Bjarni Vilhjálmsson svo að orði um málshættina, að þeim megi „líkja við gangsilfur, sem enginn veit hver hefur mótað." Þeir eru m.ö.o. höfundarlaus bókmenntaarfleifð, eins konar aldaskuggsjá, sem speglar lífsreynslu kynslóðanna í hnitmiðuðu formi og einatt í skáldlegum og skemmtilegum líkingum. Islenzkir málshættir eru í þeim bókaflokki Almenna bókafélags- ins sem nefnist ÍSLENZK ÞJÓÐ- FRÆÐI. Þessi bókaflokkur tekur til hvers konar alþýðlegra fræða sem til þess eru fallin að bregða ljósi yfir líf horfinna kynslóða, hugsunarhátt þeirra og dagleg hugðarefni í önnum og hvíld. Út eru komnar í þessum bókaflokki auk ÍSLENZKRA MÁLSHÁTTA bækurnar KVÆÐI OG DANS- LEIKIR I—II, í útgáfu Jóns Sam- sonarsonar, ISLENZK ORÐTÖK I—II, eftir Halldór Halldórsson og ÞJÓÐSAGNABÓKIN I—III í út- gáfu Sigurðar Nordals. Þessi nýja útgáfa málsháttanna er 427 bls. að stærð. Þar af er viðaukinn 28 bls. Bókin er unnin í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, Prentsmiðjunni Odda og Sveina- bókbandinu. Útlit bókarinnar hef- ur annazt Hafsteinn Guðmunds- son. SINDRAÆgsSTÁLHE Fyrirliggjandi í birgðastöð VÉLASTÁL Fjölbreyttar stærðir og þykktir #••• ■ ■■-------« • • sívalt ferkantað flatt sexkantað Borgartúni 31 sími27222 málningarsprautu og sprautar Kópal á ofninn á augabragði. Vopnaskipti og vinakynni Hannes- ar frá Undirfelli Foreldra- og vina- félag Kópavogshæl- is selur veggplatta FORELDRA- og vinafélag Kópa- vogshælis hefur látið gera vegg- platta sem seldur er til fjáröflun- ar fyrir starfsemi hælisins. Teikn- ing og hönnun plattans var í höndum Jóns Kristinssonar skóla- stjóra að Skógum. Hann færði félaginu plattann að gjöf. Fram- leiðslan fer fram hjá Leirbrennslu Stefáns Árnasonar, Syðri-Reykj- um. Plattinn verður til sölu víða í verslunum, hjá stjórn félagsins, á deildum Kópavogshælis og á skrifstofu Þroskahjálpar. ÆVIMINNINGAR Hannesar Pálssonar frá Undirfelli, sem hann hafði að mestu skráð með aðstoð Andrésar Kristjánssonar, er hann féll frá á sl. ári eru nú komnar út undir nafninu Vopna- skipti og vinakynni. Örn og Örlygur gefa bókina út, en hún er filmusett, umbrotin og prent- uð i prentstofu G. Benediktsson- ar. Bjarni D. Jónsson gerði bók- arkápu og bundin er hún i Arnarfelli h.f. Hannes Pálsson frá Undirfelli er þjóðkunnur svo sem bræður hans Björn á Löngumýri og Hall- dór búnaðarmálastjóri. Hann var einn af höfuðköppum hinnar orðfrægu Guðlaugsstaðaættar. En efni bókarinnar er um ætterni hans, uppvöxt og skólavist, aldar- far, umbrot í heimasveit og frá- Hartnes Páisson ifá Unditíeili Vopnaskipti og vinakynni hvarf frá guði til Jónasar á Hriflu. Þar ber á góma Undirfellsbúskap og litríkar Vatnsdælingaviðsjár, vopnaviðskipti og vinakynni við Jón Pálmason, Pál Kolka, Jón í Stóradal, Hannes á Hvamms- tanga, Lárus í Grímstungu og fleiri þekkta Húnvetninga. Einnig framboðsmál, fundasögur, blaða- deilur og samskipti við framsókn- arhöfðingja, svo sem Jónas Jóns- son, Hermann Jónasson, Eystein Jónsson o.fl. Þar koma fyrir bræðraglettur Björns á Löngu- mýri o.fl. En misviðrasama og marþætta ævi sína rekur hann af ósérhlífni og án tæpitungu um menn og málefni eða sjálfan sig. Þú kannast viö tilfinninguna. Hreingerningar og aftur hrein- gerningar. Það er ef til vill ekki svo afleitt, þegar um er að ræða slétta veggi og jafnvel loftið í stofunni. En þegar kemur að ofninum, þá þaftu að bogra og bagsast með kúst og dulu. Samt er ekki alltaf hægt að hreinsa ofninn nægilega vel. Viö leggjum til, að þú leysir vandann með því að mála - já, mála íbúðina með björtum og fallegum Kópal-litum; svo þegar kemur að ofninum, þá færðu þér Með Kópal sparast ótrúlega mikið erfiði og heimilið verður sem nýtt, áður en sjálfur jólaundirbúningur- inn hefst. málninghlf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.