Morgunblaðið - 08.12.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 08.12.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 15 Gaui í Gíslholti og Ósvald sonur hans gefa pysjunni fisk að éta. (Ljósm. Sigurgeir). FARFUGL SEM EKKI FÓR Lundapysja 2 mánuð- um á eftir áætlun SUÐUREYINGAR fóru um miðj- an október mánuð út i eyjuna sína til að ganga frá fyrir veturinn. Þeim til mikillar furðu fundu þeir uppi í ey lifandi lundapysju, en iundinn er venjulegast farinn í lok ágúst og fararsnið fer að koma á pysjurnar upp úr þvi. Að sjálfsögðu tóku Eyjamenn ungann í fóstur og dafnar hann hið bezta hjá Guðjóni ólafssyni í Gíslholti og f jölskyldu hans. Yfirleitt hefur gengið illa að halda lífi í lunda- eða svartfugls- pysjum í mannabústöðum, en þessi hefur haldist hið bezta við. Ósvald, sonur Gauja, hefur stundað ung- ann eins og hann hefur bezt getað. Fyrst var fiski troðið í nef fuglsins, en nú er hann farinn að bjarga sér sjálfur og þarf ekki lengur aðstoð við að innbyrða það, sem í hann er borið. Þegar Sigurgeir ljósmyndari tók myndir af pysjunni á dögunum í snjónum úti í garði viðraði hann sig allan og bægslaðist enda að sjálfsögðu í framandi og kaldrana- legu umhverfi. Að sögn Sigurgeirs var allt varp bjargfugla 10—15 dögum síðar á ferðinni í ár en venjulega og mikill pysjudauði á tímabili í sumar vegna fæðuskorts. Þessi ungi hefur þó verið 1 —2 mánuðum seinni á ferðinni en venjulegt getur talist og þegar hann fannst um miðjan október var hann aldúnaður hnoðri og bæði lítill og væskilegur. Sigur- geir sagði að það þætti seint að finna svo pínulítinn hnoðra í ágúst- mánuði, hvað þá í október, en unginn hefst vel við og ætlunin er að halda honum í húsi í Eyjum eins lengi og mögulegt er. Síðan ætt- ingjar pysjunnar yfirgáfu Suðurey leið langur tími þar til hún fannst og merkilegt að hún skuli hafa þraukað bjargar- og ætislaus í eynni. Lunda- pysjan vappar i snjónum í Eyjum, en ætt- ingjar hennar eru langt fjarri. Umsjón: Ágúst Ingi Jónsson HELG ARVIÐT ALID JÓLASVEINARNIR hafa að undanförnu unniö næstum allan sóiarhringinn til að vera sem bezt undir heimsókn sína til allra landsins barna búnir. i dag leggja þeir, sem búa í Skálafelli, land undir fót og eru væntanlegir til Reykjavíkur í dag. Það er Askasleikir, sem hefur forystu í þessu ferðalagi þeirra bræðra, og í vikunni höföum við samband viö hann, en hann býr ásamt bræðrum sínum í stórum helli í Skáiafelli, og spurðum hann hvernig þeir ferðuðust á milli staða að þessu sinni. — Við sem búum í stóra hellin- um í Skálafelll komum til borgar- innar í dag og þá vaentanlegá é vélsleða ef fœri leyfir, en einnig notumst viö viö jeppa eins og við gerðum í fyrra. Jólasveinum hefur fjölgaö á undanförnum árum í hlutfalli viö fjölgun barna, en ég reikna meö aö viö komum 16—17 úr Skálafelli í dag. Grýlu þekki ég lítlð, hún hefur aldrei veriö hjá okkur í hellinum og við höfum mjög lítil samskipti viö hana. — Sunnudaginn eftir viku hitt- um viö væntanlega börnin í Reykjavík á Austurvelli er kveikt veröur á jólatrénu þar. Annars kemur Bjúgnakrækir ekki meö okkur í dag. Hann er svoiítiö sérvltur og kemur aldrei um leiö og viö hinir, en hittir okkur von- andi á Austurvelli. Hann á hreln- dýrasleöa og á alltaf í vandræðum meö hreindýriö, þaö breytist aldrei neitt hjá honum. Hjá okkur jóla- sveinunum er mikiö aö gera milli jóla og nýárs og þá hittum viö krakka á ótal stööum, en þegar kemur fram á þrettándann förum viö jólasveinar aö Ifta tii fjalla og „Okkur jólasveinana hlakkar til að hitta alla krakkana" Askatleikir, minmti Stúfur og langminnsti Stúfur hjálpast að viðað reiM lítinn skála aða jólasveinabaa. Þar satla Askasleikir og bræður hans að halda tii yfir jólin, því akki gata þair lagið úti i snjósköflunum maðan þair dvalja í borginni, fjarri heimili sfnu sam ar í stórum heiii (Skálafalli. (Ljósm. Lars Bjðrk) höldum heim á leiö upp úr því. Ég og Stekkjastaur vinnum mikiö saman og okkur finnst sérstaklega gaman á jólaböllunum. — Nú búið þiö bræðurnir í Skálafelli, fylgist þið mikið með skíðafólkinu þar? — Viö fylgjumst mjög vel meö þeim sem þar renna sér á skíöum og yfirleitt öllu, sem er að gerast, vetur jafnt sem sumar. Við renn- um okkur mikiö sjálfir, bæöi á sleöum, skíöum og líka skautum á svellbungunum þarna í kring. Viö erum lítið fyrir skíöalyfturnar og forðumst þær eins og heitan eldinn. Sjálfir förum viö eins og leiftur upp brekkurnar og þurfum engar lyftur. Svo eigum viö flugskíði og þegar viö erum komn- ir á þau jólasveinarnir verðum viö ósýnilegir. Þaö er mjög gaman aö feröast um á þeim. Svo notum viö líka huliöshjálm, en þá getur englnn séö okkur, þó við sjáum allt. — Fylgdust jólasveinarnir meö kosningunum um síðustu helgi? — Þaö fór elginlega allt fram hjé okkur því viö vorum á bólakafi í jólaundirbúningnum. Viö vissum líka alltaf aö þetta myndi fara einhvern veginn. Annars á ég mikinn og góöan galdralurk og Askasleikir með galdralurkinn góða. hann heföi getaö látiö kosningarn- ar fara einhvern veginn ööru vísi. Það er ekki heldur nokkur vafi á því aö viö getum læknað verö- bólguna meö lurknum ef viö verö- um beönir um þaö. — Fá allir krakkar gjafir frá jólasveinínum? — Óþægu krakkarnir geta enn bætt ráö sitt og ef þau veröa þæg og prúö fram aö jólum, þá er aldrei aö vita nema þau fái eitthvað í skóinn. Ég biö kærlega aö heilsa öllum krökkum í borginni og líka út um byggðir landsins, líka óþægu krökkunum, og okkur jólasveinana hlakkar til aó hitta þau. Þegar viö förum heim eftir áramótin verðum viö örugglega orönir þreyttir og hvílum okkur einhvern tíma, en byrjum svo aö undirbúa næstu jól, safna eplum, smíöa jólagjafir og gróöursetja jólatré. Þaö er nóg að gera hjá jólasveinunum allt árið, sagöi Askasleikir aö lokum. Hann er foringi jólasveinanna og fyrir jólin kemur út lítil bók meö mörgum myndum um hann og bræöur hans. Þar er sagt frá heimsókn þeirra í borgina undan- farin ár, en Ketill vinur jólasvein- anna hefur hjálpað jólasveinunum viö aö gera þessa bók. viljun, að við erum 5 bekkjarbræð- urnir úr Laugarnesskóla í fram- boði núna — og enginn í sama flokki," segir Jóhann og brosir. „Jón Baldvin fyrir A-listann, Hall- dór Blöndal fyrir D-listann, Ragn- ar Arnalds fyrir G-listann og Ragnar Stefánsson fyrir R-listann í Reykjavík." Þetta hefur þá verið pólitískur bekkur? „Ekki á þessum tíma, en síðar hefur ekki verið laust við pólitísk- an áhuga bekkjarfélaganna. Auk þeirra, sem ég nefndi áðan, eru Styrmir Gunnarsson, Morgun- blaðsritstjóri, og Sveinn Eyjólfs- son, Dagblaðsforstjóri, úr þessum bekk.“ í þessu viðtali í Ingólfi er Jóhann spurður um áhugamál og svarar því m.a. til, að hann hafi ekki mikinn áhuga á tónlist. Einu sinni sagði vinur minn við mig, að ég væri svo laglaus, að það myndi ekki þýða fyrir mig að eiga hund, því ef ég blístraði á hann, kæmi köttur." Þar með ljúkum við til- vitnun í ágætt viðtal við Jóhann Einvarðsson. Úr leikritinu „Batnandi manni er best að lifa,“ sem á sinum tima var flutt af ncmcndum í Laugarnes- skóla. Lengst til vinstri er Jóhann Einvarðsson, Hall- dór Blöndal og Ragnar Arn- alds í miðju og lengst til hægri er Brynja Benedikts- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.