Morgunblaðið - 08.12.1979, Síða 24

Morgunblaðið - 08.12.1979, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 24 LeikfélaK Flateyrar, er var endurreist i haust, frumsýndi um helgina leikritið Gisl eftir Brendan Behan. Leikstjóri er Sigurbjörg Árnadóttir og með aðalhlutverk fara Bergþóra Asgeirsdóttir og Páll Leifur Gíslason, alls koma fram 14 leikendur. Aðstandendur orðabókarinnar Oröaskyggni með hana i höndunum. Frá vinstri: Fríða S. Haraldsdóttir frá Bjölluútgáfunni, þau Hallgrimur Sæmundsson, Sigurður Jóelsson og Jóna Sveinsdóttir frá Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra og Árni Böðvarsson cand. mag. sem ritstýrði verkinu. Orðabók handa börnum með 2000 uppsláttarorðum ORÐASKYGGNI nefnist orðabók með myndum, sérstaklega sniðin handa börnum til að skyggnast í eftir merkingum, beygingum og skyldleika orða. Þessi bók á að geta verið góður undirbúningur að nota sér handbækur, og að krakkar átti sig á því að hægt er að fá skýringu á orðum, sagði Árni Böðvarsson cand. mag. sem ritstýrði verkinu. En Bjallan h.f. hefur gefið það út og félagar úr Mokað tvisvar í mánuði VEGAGERÐ RÍKISINS hafði samband við Morgunblaðið vegna fréttar í blaðinu í fyrradag frá Borgarfirði eystri þar sem sagt var að Borgfirðingar ættu aðeins rétt á einum mokstri í mánuði yfir vetrarmánuðina. Hið rétta væri að mokað væri tvisvar í mánuði. MYNDAMÓT HF. PRENTM YNDAGERÐ AÐALSTRETI • SlMAR: 17152*17355 Foreldra — og styrktarfélagi heyrnardaufra unnu að söfnun orðanna, enda þörf heyrnar- daufra barna mest fyrir slika bók. í Orðaskyggni eru um 2000 uppsláttarorð með myndum. Auk þess eru beygingarlyklar orða eftir því sem þurfa þykir, kenni- föll, kennimyndi'r, algengustu hljóðverptar myndir o.s.frv. Bókin gerir ekki aðrar kröfur til notenda sinna, en að þeir séu nægilega læsir til að hafa gagn af skýring- unum og myndunum, sem Vil- hjálmur G. Vilhjálmsson hefur teiknað.. Til að lýsa merkingum, notkun og beygingum orða eru bæði myndir og heilar setningar. Við flest orð er mynd af þeim hlut eða athöfn, eiginleika eða öðru sem orðið táknar. Með öllum orðunum eru sýnd dæmi um notk- un þeirra í setningum, sem eru þannig samdar að þar sýna helstu beygingarmyndir orðsins. Með þeim hætti fær notandinn upp í hendurnar dæmi sem bæði eiga að sýna honum merkingu orðsins og vera fyrirmynd um beygingu. Þetta er fyrsta íslenzka orða- bókin af þessu tagi og eru skólarn- ir farnir að spyrja um hana og stöku skóli að kaupa hana til kennslu. En jafnframt er bókin nauðsynleg handbók hverju heim- ili, þar sem eru börn. Við gerð bókarinnar var haft að leiðarljósi að skýringarnar eru fyrir börn og að þær komi að notum fyrir börn. Og er þetta þarft og gott framtak á barnaári. Rétt spor í rétta átt, sporin íTorgiÖ! Austurstræti : 27211 Litur stæröir verö frá 1. Brúnt 30—39 24.900,- 2. Bordeux 23—33 17.500.- 3. Bordeux og brúnt 4. Rautt og blátt 23—30 15.400,- og blátt og rautt 18—23 11.800.- 5. Hvítt og rautt Loöfóöraö — 18—23 11.900.- ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Hverfitón Lítiö inn fyrir jólin á loftinu og dr kaupið hljómplöturnar á Aðalstræti 9. góðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.