Morgunblaðið - 08.12.1979, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.12.1979, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 28 Epli rauð 545 kr. kg Appelsínur 499 kr. kg Klementínur 639 kr. kg Opið til kl. 6 í dag. HAGKAUP Minning: Jönmdur Brynjólfsson fyrrv. alþingisforseti Fæddur 21. febrúar 1884. Dáinn 3. desember 1979. í dag er jarðsunginn höfðingi og heiðursmaður, Ég kynntist Jör- undi á árinu 1957, eftir að pólitísk- um ferli hans lauk, en hans verður lengi minnst vegna þessa merki- lega ferils og aðrir munu gera honum skil. Ég kynntist þá óvenjulegum manni, að ekki sé meira sagt. Það sem fyrst vakti athygli mína, var reisn Jörundar og ör- yggi. Ekki aðeins glæsibragur, heldur tiginmannlegt höfðingsvið- mót, ákveðnar hreyfingar og fas, sem undirstrikaði andlegt sjálf- stæði og umfram allt frjálsan mann. Kraftmikið og hressilegt yfirbragð, laust við uppgerð og sýndarmennsku, sannfærði mann á augabragði um hinn innri mann, án þess að orð þyrftu til að koma. Ekki þurfti Jörundur að hætta í pólitíkinni, af því er skýrleikinn væri þá farinn að gefa sig. Öllum er það ljóst, sem hann þekktu. iAKIMINN KR: 22480 Hann hefði vafalaust sem best getað tekið við af Ágústi á Brúna- stöðum, þegar hann lét af þing- mennsku 1974, en Ágúst þurfti ekki heldur að hætta ellinnar vegna. Báðir voru jafnhressir þá. Er ég kynntist Jörundi, var hann formaður Veiðifélags Árnes- inga, en ég var þá veiðieftirlits- maður. Lét Jörundur nýlega af þeirri formennsku. Síðar átti ég eftir að tengjast honum meira. Ég kynntist viðhorfum hans og per- sónuleika náið. Jörundur var fróð- leikssjór, og hafði kynnst mörgu, sem ekki verður fært í letur. Hann þekkti þjóðfélag okkar vel, enda var hann sjálfur blóm í akri þess gróðurs, sem óx í íslensku þjóðfé- lagi frá aldamótum. Jörundur hafði mikla innsýn og tilfinningu fyrir því, sem var að gerast með þjóðinni á hverjum tíma. í mínum augum var hann eins og þjóðhöfð- ingi í líflegra lagi. Þann aldar- fjórðung sem ég þekkti hann, átti ég við hann ómæld orðaskipti og samtöl, sem eru mér ógleymanleg. Jörundur hafði ríka tilfinningu fyrir þjóðfélagslegri samkennd. Að sá er ekki mestur, sem ryðst yfir aðra eða fram úr þeim fer í lífsgæða- eða virðingar- og valda- kapphlaupinu. Hann mat þann mest, sem ávaxtaði sitt pund og lagði sitt fram til samfélagsins, eftir því sem hæfni og geta leyfði, sér og öðrum til uppbyggingar og þroska. Jákvæð og bjartsýn lífsviðhorf skipta miklu um heilsu, hamingju og langlífi og allt þetta hafði Jörundur í ríkum mæli. Jöruhdur naut mikils og verð- skuldaðs trausts. Þessum kveðjum fylgir hlýr hugur og þakklátur. Við hjónin vottum afkomendum og aðstandendum samúð okkar. Jón L. Arnalds. Einnig: bambusrúllugardínur barnastólar og úrval af körfuvörum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.