Morgunblaðið - 08.12.1979, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.12.1979, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 Ný rakarastofa í Kópavogi Ný rakarastofa hefur tekið til starfa á Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Myndin sýnir starfsfólk nýju rakarastofunnar, talið frá vinstri: Birna Lúðviksdóttir, Kristinn Svansson og Kristín Jónsdóttir. Ráðstefna íslenskra Mfræðinga 9.—10. des. RÁÐSTEFNA íslenskra líffræð- inga verður haldin á vegum líffræðistofnunar Háskólans, dagana 9. —10. desember 1979. Hefur verið leitast við að fá sem flesta líffræðinga til þess að kynna í stuttu máli helstu Stjörnuhlaup FH STJÖRNUHLAUP FH, það fyrsta í röðinni í vetur, fer fram í dag í Hafnarfirði. Hefst hlaupið kl. 14 við Lækj- arskólann og hlaupin verður um fimm kílómetra vegalengd í karla- flokki og tveir kílómetrar í kvennaflokki. Aðstaða verður til fataskipta í Lækjarskóla. INNLENT rannsóknir sem þeir hafa með höndum. Verða flutt alls 36 erindi á ráðstefnunni, og eru þau flutt af líffræðingum frá 14 stofnunum. Með ráðstefnunni er stefnt að því að kynna stöðu líffræðirannsókna hér á landi og efla samstarf meðal íslenskra líffræðinga og meðal stofnana sem sinna líffræði- rannsóknum. Á ráðstefnunni er fyrirhugað að stofna Líffræðifélag íslands er mun hafa það markmið að efla líffræðilega þekkingu og auðvelda samband og skoðana- skipti milli íslenskra líffræðinga innbyrðis og á milli þeirra og erlendra starfsfélaga. Ráðstefnan er öllum opin og hefst hún kl. 10 sunnudaginn 9. desember á Hótel Loftleiðum. Aðalfundur AÐALFUNDUR frjálsíþrótta- deildar ÍR verður haldinn í félags- heimili ÍR við Arnarbakka (Gren- inu) á morgun. Hefst fundurinn klukkan 14. Venjuleg aðalfund- arstörf. Kirkjudagur Seltjarnarnessóknar ALLT frá því að Seltjarnarnes varð sjálfstæð kirkjusókn, hefur það verið árviss viðburður, að söfnuðurinn hefur staðið fyrir sérstökum kirkjudegi á aðventu í félagsheimilinu. Segja má að markmið kirkjudagsins sé víþætt, annars vegar efling trúarlífs safnaðarins og hins vegar fjáröfl- un fyrir væntanlega kirkjubygg- ingu. Það er gleðiefni að geta greint frá því, hversu vel miðar í þeim efnum. Um þessar mundir er verið að leggja síðustu hönd á samkeppnistillögur að kirkjunni. Áætlað er að byggja eftir þeirri teikningu, sem fyrstu verðlaun hlýtur. Allar tillögurnar verða til sýnis í Valhúsaskóla um næstu helgi, svo að mönnum gefist kostur á að skoða þær. Undirbún- ingsvinnu verður haldið áfram og árangurinn er undir samstöðu og fjárframlögum safnaðarfólks kominn. Því má það vera ljóst, að mikilvægt er, að vel takist til um sölu á basarnum, sem velunnarar safnaðarins hafa gert af áhuga og elju og seldir verða ásamt ljúf- fengum og fallegum smákökum, laufabrauði og öðru góðgæti til jólanna. Um kvöldið verður hátíða- dagskrá. Er vel til fallið að kalla menn til samverustundar á að- ventu, sem er undirbúningstími jólanna, hinnar miklu hátíðar kristinna manna. Dagskrá kirkjudagsins í félags- heimilinu á morgun verður á þessa leið: kl. 11.00 Guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna. Safnað- arkórinn syngur undir stjórn Sighvats Jónassonar, hins nýja organista sóknarinnar. Þórður Ólafur Búason syngur einsöng. kl. 15.00 Basar. Glæsilegar jólakökur og munir Kl. 20.30 Kvöldvaka. Selkórinn syngur undir stjórn Ragnheiðar Guðmundsdóttir. Elísabet Eiríks- dóttir syngur einsöng við undir- leik Jórunnar Viðar. Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi flyt- ur ávarp, og dr. Einar Sigur- björnsson flytur hugvekju. Seltirningar. Eflum samstöðu og samstarf innan sóknarinnar með mikilli þátttöku í samkomu- haldi kirkjudagsins. Verið öll hjartanlega velkomin Frank M. Halldórsson Lindarbær _______Opið frá 9—2. Gömlu dansarnir í kvöld. Þristar leika. Söngvarar: Gunnar Páll, Mattý Jóhanns. Miða- og borðapantanir eftir kl. 20, sími 21971. Gömludansaklúbburinn Lindarbæ A Miönætursýning í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 23.30. 91. sýning. Aðeins 2 sýningar eftir. Miðasala í Austurbæjarbíói frá kl. 4 í dag. Sími 11384. Hjálparstofnun kirkjunnar: Við borgum ekki Við borgum ekki ALÞYÐU- LEIKHUSIÐ Kristjana Jónsdóttir og Guðmundur Einarsson eru hér með Höndina. fréttabréf Hjálparstofnunarinnar, bauka og veggspjöld er verður komið fyrir almenningssjónir sem viðast til að minna á söfnunina. Harmonikkukennsla í tónlistarskólunum í FRÉTTABRÉFI frá stjórn fé- lags harmonikuunnenda er þess getið að stór sigur hafi unnist í baráttu félagsins til að fá harm- onikuna viðurkennda af opinber- um tónlistarskólum landsins. Kennslan er þegar hafin við góðar undirtektir í tónlistarskóla Akureyrar, og er Karl Jónatans- son þar aðalkennari á hljóðfærið. Hér í Reykjavík er að hefjast kennsla á harmoniku í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og mun Grettir Björnsson stjórna þeirri kennslu. í fréttabréfinu segir: „Við í stjórn F.H.U. viljum þakka þann velvilja sem forráða- menn tónlistarskólanna hafa sýnt í þessu máli, og hvetja alla áhugamenn um slíkt nám að leita sér upplýsinga sem fyrst." Landssöf nun til styrktar bágstöddum í Kampútseu HAFIN ER á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar lands- söfnun til styrktar nauðstödd- um í Kampútseu. Er hún undir yfirskriftinni Brauð handa hungruðum heimi og hefur verið árviss þáttur í starfi Hjálparstofnunarinnar að efna til slíkrar landssöfnunar á jólaföstu. Fréttabréf Hjálparstofnunar- innar, Höndin, er nýkomið út og hefur því verið dreift í um 70 þúsund eintökum til heimila í landinu og fylgir því söfnunar- baukur er landsmenn geta lagt skerf sinn í. Má síðan skila bauknum til sóknarpesta um land allt, til Hjálparstofnunarinnar að Klapparstíg 27 í Reykjavík eða leggja andvirði þeirra á gíróreikn- ing nr. 20005. I leiðara Fréttabréfsins segir m.a. svo: „íslendingar hafa löng- um fengið orð fyrir samúð og skilning á högum þeirra sem þjást vegna hungurs og vannæringar. Þó hefur sú þróun átt sér stað á Norðurlöndum hin síðari ár, að við Islendingar megum vara okkur á því að það álit, sem við höfum notið, verði ekki frá okkur tekið. Nú fyrir skemmstu sýndu frændur okkar, Norðmenn, hug sinn til þessara mála með því að gefa á einum degi til norsku flóttamannahjálparinnar 70 millj- ónir norskra króna, sem jafngildi því að hver Norðmaður hafi gefið að meðaltali um 550 íslenskar krónur... Ef við leikum okkur með tölur þá er athyglisvert að sjá að ef hver íslendingur gæfi jafn- mikið Norðmönnum þá ættum við von á 120 milljónir ísl. króna til hjálparstarfsins. Ef hvert heimili í landinu gæfi 5.000 krónur þá gætum við varið 350 milljónum króna til hjálparstarfsins." Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar- innar sagði að kennarar í einum framhaldsskóla borgarinnar hefðu tilkynnt stofnuninni um söfnun meðal kennara skólans og hefðu þegar safnast á 3. milljón. Nem- endur í grunnskólum og Iðnskól- anum í Reykjavík aöstoðuðu við að koma út baukum og fréttabréfinu og nemendur í M.A. hafa boðið fram aðstoð sína. Sagðist Guð- mundur hafa orðið var við áhuga fólks um þessa söfnun og er öll aðstoð vel þegin. Söfnuninni á að ljúka síðustu dagana fyrir jól og verða þá söfnunarbílar hafðir til taks þar sem hægt verður að taka á móti baukum. Jólafagnaður Félag einstæðra foreldra heldur jólafagnað fyrir félagsmenn, börn þeirra og gesti í Atthagasal Hótel Sögu, sunnudaginn 9. des. kl. 15:00. Hugvekja, upplestur og söngur. Jólasveinn kemur í heimsókn. Fjölmenniö. Félag einstæðra foreldra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.