Morgunblaðið - 08.12.1979, Page 44

Morgunblaðið - 08.12.1979, Page 44
n 4C dagar 10 til jóla <£uill vK: é>ilfur Laugavegi 35 ^Síminn á afgreiðslunm er 83033 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 JÓLATRÉSSALA Land- græðslusjóðs er að hefjast um þessar mundir, en komin eru til landsins tré frá Danmörku og verið að senda tré á útsölustaði. Hefst salan að einhverju leyti um helgina, en aimennt á út- sölustöðum í Reykjavík og út um land um næstu helgi. Samkvæmt upplýsingum Landgræðslusjóðs er verð rauðgrenitrjáa 150—175 cm nú kr. 11.200, verð furutrjáa er kr. 14.500, en ekki hefur verið ákv- eðið verð á þintrjám, sem ráðg- ert er þó nokkru hærra en verð furutrjánna. Er þessi hækkun milli 90 og 100% frá því í fyrra og upplýsti talsmaður Land- græðslusjóðs að það væri vegna erlendra hækkana svo og gengis- breytinga, en verð íslensku trjánna er látið fylgja verði þeirra erlendu. Innlend jólatré koma frá Skorradal, Þjórsárdal, Haukadal og Hallormsstaðaskógi og fer hlutdeild íslensku trjánna sífellt vaxandi. Verð á jóla- trjám hækkar um 90—100% Jólatrén eru komin til landsins frá útlöndunum og þau íslensku tré sem höggvin verða eru senn tilbúin til sölu. Eru starfsmenn Landgræðslusjóðs hér að undirhúa söluna er hefst í næstu viku. Ljósm. Rax. Stjórnarmyndunarviðræður vinstri flokkanna hef jast í dag: Allir flokkarnir svöruðu mála leitan Steingríms jákvætt Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubanda- lagsins ekki með í viðræðunefnd flokksins Sementsverksmiðjan: Kolí stað olíu? K \NNAÐ er nú hjá Sements- vrrksmiðju ríkisins hvort unnt er að nota kol í stað svartolíu til að kynda gjailofn verksmiðjunnar. Að sögn Gylfa Þórðarsonar fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar er tulið að spara megi allt að 500 milljónum króna á ári sé þetta unnt. Gylfi sagði að á núverandi svartolíuverði næmu útgjöld hennar vegna um 1.300 milljónum króna á ári og hefði því verið hugað að að breytingum á hitun ofsins. Beðið væri umsagnar tækniráðgjafa verksmiðjunnar í Danmörku, þess sama og byggði verksmiðjuna í upphafi, sem væri væntanleg fyrir áramót. Væri talið að kostnaður við nauðsyn- legar breytingar væri kringum 200 milljónir króna og myndi hann því vinnast upp á tæpu hálfu ári þar sem spara mætti um 500 m.kr. við þessa breytingu. Sérstakt framlag ríkissjóðs þarf að koma til ef af henni verður og taldi Gylfi að ekkert þyrfti að vera því til fyrirstöðu. Gylfi sagði kolin myndu koma frá Póllandi ef til kæmi, frá sama aðila og seldi kol til járnblendiverksmiðjunnar. Hækkar áfengi eftir helgi? TALIÐ er að áfengi muni hækka í verði eftir helgina, en orðrómur hefur verið uppi um það síðustu daga. Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra kvaðst í sam- tali við Mbl. í gær ekki vilja staðfesta þá frétt og sagði það ekki venju að tilkynna slíka hækkun fyrirfram. Geta má þess að mánudaginn 5. nóvember sl. hækkaði tóbak í verði um 18%. FYRSTI formlegi viðræðufundur vinstri flokkanna um myndun nýrrar vinstri stjórnar hefst i Þórshamri í dag klukkan 14. Formenn flokkanna þriggja sátu saman fund í gær, þar sem þeir ákváðu að kanna möguleika á vinstri stjórn. „Þetta var ágætur byrjunarfundur,“ sagði Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins eftir fund- inn í gær, „og svöruðu báðir flokkarnir málaleitan minni um vinstri viðræður játandi og að þeir væru fúsir að gera þessa tilraun." Af hálfu Framsóknarflokksins hefur verið valin 6 manna nefnd til þess að annast stjórnarmynd- unarviðræðurnar. í henni eru: Steingrímur Hermannsson, Tóm- as Árnason, Guðmundur G. Þórar- insson, Jón Helgason, Halldór Ásgrímsson og Alexander Stef- ánsson. Steingrímur og Tómas verða í aðalnefnd og síðan einhver einn hinna fjögurra eftir því hvaða málaflokkur verður á dagskrá. Verða þá hinir jafnan í vinnuhópum. Á þingflokksfundi í Alþýðu- bandalaginu í gær, þar sem Ragn- ar Arnalds var kjörinn formaður þingflokksins og Svavar Gestsson varaformaður, var kjörin viðræðu- nefnd af hálfu flokksins. Hana skipa: Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson og Guðmundur J. Guð- mundsson, en til vara voru kjörn- ir: Ólafur Ragnar Grímsson, Hjörleifur Guttormsson og Geir Gunnarsson. í gærkveldi höfðu alþýðu- flokksmenn ekki ákveðið sína við- ræðunefnd og var ekki búizt við því að hún yrði ákveðln fyrr en árdegis í dag. Hins vegar mun þingflokkur Álþýðuflokksins hafa falið formanni flokksins, Benedikt Gröndal, og varaformanni, Kjart- ani Jóhannssyni, að hafa forystu um viðræður af hálfu flokksins. Athygli vekur, að formaður Al- þýðubandalagsins, Lúðvík Jós- epsson, tekur ekki þátt í viðræð- unum. Mun Lúðvík telja stjórn- armyndun verkefni þingflokksins og þar sem hann á ekki lengur sæti á Alþingi óskar hann ekki eftir að taka þátt í viðræðunum. Hins vegar mun hann sem for- maður flokksins fylgjast náið með framvindu mála. „Það er allt of snemmt að segja nokkuð um þessar viðræður," sagði Steingrímur Hermannsson í gær, „en undirtektir eru jákvæðar hjá flokkunum og menn eru sam- mála um, að efnahagsmálin verði aðalmálið." Morgunblaðið spurði þá, hvort um þau væri ekki mikill ágreiningur. Steingrímur kvað menn segja svo, „en ég hef nú oft sagt að í fyrri stjórninni hafi þessi mál ekki verið útrædd, en við verðum nú fyrst að fá myndina af þeim, fá drögin í fullri stærð, eins og einhver sagði.“ Benedikt Gröndal kvaðst ekkert vilja segja um viðræðurnar nú í byrjun. Ragnar Arnalds kvað fundina enn ekki hafna og því væri lítið hægt um þá að segja, „en mér fannst leiðarinn í Alþýðu- blaðinu daginn eftir kosningar anzi svartur, því að þar var vinstri stjórnar möguleikanum afneitað. Ég ætla að vona, að sá andi verði ekki ríkjandi í viðræðunum af hálfu Alþýðuflokksins. Ég held, að þetta taki alllangan tíma og verði ekki auðvelt. Að öðru leyti er ekkert hægt að fullyrða um útlit- ið.“ Verslanir opnar til klukkan 18 VERSLANIR verða í dag almennt opnar til kl. 18 til að gefa fólki kost á að gera jólainnkaup sín í tíma. en síðasta laugardag var opið ýmist til kl. 12 eða 16. Næsta laugardag, 15. desember verður siðan opið til kl. 22. Benedikt Gröndal um forsetakjör á Alþingi: „Blses ekki byrlega fyrir samkomulagi“ FRAMSÓKNARFLOKKUR og Alþýðubandalag höfnuðu í gær tiilögu Benedikts Gröndals formanns Alþýðuflokksins um að þingstyrkur réði kjöri stjórnar Alþingis og nefnda- kjöri. Flokkarnir tveir gerðu Alþýðuflokki gagntilboð um að vinstri flokkarnir kysu í sam- einingu forseta þingsins og nefndir. Benedikt Gröndal gaí ekkert út á þessa tillögu, en kvaðst myndu leggja hana fyrir þingflokk Alþýðuflokksins, sem kemur saman á mánudag. Benedikt Gröndal sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að ekki blési byrlega fyrir sam- komulagi um þetta mál. Samkvæmt ' upplýsingum Morgunblaðsins óttast alþýðu- flokksmenn mjög, að með þess- ari tillögu séu hinir flokkarnir að setja sig upp til veggs — þeir verði þar með negldir inn í stjórnarsamstarfið, eins og einn þingmanna Alþýðuflokksins sagði. Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur vilja hins vegar hafa þetta sem prófstein á sam- komulagsvilja alþýðuflokks- manna. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hugmynd sín með þessari tillögu hafi verið að koma á bráða- birgðalausn, unz ný ríkisstjórn hefði verið mynduð. „Ég tók engan veginn undir gagntillögu þeirra," sagði Benedikt, „en lof- aði, að ég skyldi leggja þetta fyrir þingflokksfund. Hugmynd mín var að brúa millibilsástand, en það, sem menn eru að blaðra um eins og Garðar Sigurðsson í Þjóðviljanum gerir, þegar hann segir, að ég sé að lyfta undir íhaldið, það er úr lausu lofti gripið. Slíkar hugmyndir eru víðs fjarri mér. Ég get alveg eins hugsað mér, að flokkarnir dragi um forsetaembættin þangað til.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.