Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 Magnús Jónsson — Nokkur kveðjuorð Fæddur 18. nóvember 1938. Dáinn 2. desember 1979. Magnús Jónsson var nýlega orð- inn 41 árs, er hann lést hinn 2. desember s.l. í Carbondale, Illi- nois, Bandaríkjunum, þar sem hann var að ljúka framhaldsnámi í sálarfræði. Banamein hans var kransæðastífla. Foreldrar hans eru bæði látin, móðir hans Ragnheiður Möller í janúar á þessu ári, og faðir hans Jón Magnússon fréttastjóri fyrir nokkrum árum. Magnús var mjög góðum gáfum gæddur og hann hlakkaði mikið til að fara að vinna að námi loknu. Fyrir einu ári veiktist hann mjög alvarlega af völdum þessa sjúkdóms en virtist vera á batavegi, en slíkt hefur þó aðeins verið tímabundið. Magnús stundaði nám í kvik- myndagerð í Moskvu, eftir stúd- entspróf 1958 og lauk kvikmynda- leikstjórn 1964. Síðan kom hann heim og stundaði leikstjórn og leikhússtjóri var hann á Akureyri í tvö ár. Hann samdi nokkur leikrit og gerði kvikmyndir. í návist frænda míns var maður umvafinn mikilli hlýju og glað- lyndi. Aldrei man ég eftir að hann hafi nokkru sinni lagt nokkrum manni annað en gott eitt til. Langt er nú síðan Þormóðsslysið varð. Aldrei hefi ég gleymt því, þegar ég kom hingað suður og hann þá nýlega orðinn 5 ára. Frændi minn sá að eitthvað mikið var að, faðmaði mig að sér, lagði litlu handleggina um máls mér og sagði. „Þegar ég verð stór skal ég ná í manninn þinn niður í sjóinn fyrir þig.“ Það einkenndi Magnús strax, bjartsýnin og hjartagæsk- an. Ég samhryggist innilega börn- unum hans fjórum, sem hann átti með fyrri konu sinni Kurigei Alexöndru frá Sovétríkjunum. Einnig samhryggist ég innilega seinni konu Magnúsar, Renötu Kristjánsdóttur frá Akureyri, og bræðrum hans tveim, Friðrik Páli og Hrafni Eðvald. Að verða gamall er ekki erfitt fyrir þá sem halda heilsu, erfiðara er að sjá að baki vinum og vandamönnum. Allt í einu er öllu lokið, ég bið Magnúsi frænda mínum guðs blessunar. Hanna frænka. Magnús Jónsson var skáldið og fagurkerinn í hópi okkar mann- kynsfrelsaranna, sem hvað mest héldum hópinn á unglings- og menntaskólaárum. Gáfnafar hans einkenndist af næmleika fyrir hugmyndum og karakter; hann var rómantískur, hugkvæmur og frumlegur. Hann var líka lífsnautna- og gleðimaður, en ekki að sama skapi þrekmikill eða úthaldsgóður. Jóhann Sigurjónsson hefur löngum verið minn maður meðal skálda. Skáldskapur hans er ekki mikill að vöxtum, en ljóðperlur hans eru fullkomnir dýrgripir að formi og hugsun. Og persóna skáldsins og ævi var öll í merki heillandi skáldskapar. Magnús vinur minn Jónsson minnti mig löngum á þetta eftir'ætisskáld mitt. Hann var svipaðrar gerðar. Og eins og skáldið er hann nú fallinn frá á unga aldri — frá hálfköruðum yrkisefnum. Sú vinátta, sem menn bindast á unglingsárum, rofnar ekki, þótt fundum beri sjaldan saman og viðfangsefnin séu ólík. Þannig var það um okkur Magnús. En þá sjaldan að við hittumst á förnum vegi hin síðari ár, voru það ævinlega fagnaðarfundir. Við höfðum brallað svo margt saman í gáskafylli unglingsára og allt var það eins og það hefði gerzt í gær. Aldrei bar fundum okkar svo saman við við rifjuðum ekki upp frægðarsögur af lengsta saltfisk- túr útgerðarsögunnar, sem við fórum saman áflaggskipi íslenzka flotans, Gerpi, sumarið eftir stúd- entspróf. Þetta var þriggja mán- aða úthald og áhöfnin reyfaraleg í bezta lagi. Þegar við komum til hafnar í heilagri Jónsborg á Ný- fundnalandi eftir 2ja mánaða sjó- volk, fyrirfannst enginn ræðis- maður, engir peningar og ekki neitt, sem til skemmtunar mátti vera. Þá sýndi Magnús rétt einu sinni, að hann dó aldrei ráðalaus. Þetta var í september 1958 og útfærsla landhelginnar í 12 mílur var í heimsfréttunum. Þar sem við vorum hásetar á útgerð Lúðvíks Jósepssonar, og höfðum verið að skarka innan 3ja mílna landhelgi Kanadamanna, þótti Magnúsi ejn- sýnt, að sameiginleg þekking okk- ar á sjávarútvegs- og hafréttar- málum hlyti að vera einhverra peninga virði. Við settum því saman iærða ritsmíð á ensku um hafréttarmál og hvöttum Ný- fundnalendinga eindregið til dáða í landhelgismálum, að fordæmi íslendinga. Þessa ritsmíð seldum við blöðum og útvarpi eyjar- skeggja, án þess hver vissi af hinum, og fengum fyrir skotsilfur, sem entist Gerpismönnum til dýr- legrar veizlu næturlangt í jazz- klúbbi Jónsborgarmanna, Bella Vista. Að vísu þurfti næturkokk- urinn, undirritaður, að selja port- úgalskri útgerð eitthvert tros af skipskostinum, til að eiga fyrir reikningnum, eftir að ritlaunin þraut. Það er óhætt að skýra frá þessu núna, því að útgerðin er komin á hausinn og málið fyrnt. Aðrir menn munu ugglaust minnast leiklistarstarfa Magnús- ar og kvikmyndagerðar. En það er lífskúnstnerinn Magnús, sem ég geymi í minningunni, þótt sjó- ferðasögu hans sé nú lokið. 13.11.1979, Jón Baldvin. Vinur minn og æskufélagi, Magnús Jónsson, leikstjóri, er til grafar borinn í dag. Hann lézt af hjartaslagi í Bandaríkjunum fyrir skömmu, þar sem hann hafði verið við nám um skeið. Fundum okkar bar saman fyrir 30 árum í Laug- arnesskólanum, þegar við vorum ellefu ára gamlir. Þar tengdist lítill hópur skólafélaga — sem átti eftir að stækka, þegar á skóla- göngu leið — vináttuböndum, sem ekki hafa rofnað og ekki munu rofna, þrátt fyrir þær sviptingar, sem orðið hafa og vafalaust eiga eftir að verða, í lífshlaupi hvers og eins. Magnús Jónsson var einn í þessum hóp. Hann var sonur þeirra hjóna Jóns heitins Magnússonar, frétta- stjóra útvarpsins og Ragnheiðar Möller, sem lézt fyrir ári. Faðir hans var ættaður frá Sveins- stöðum í A-Húnavatnssýslu, móð- ir hans var bróðurdóttir Ólafs Friðrikssonar. Hann var elztur þriggja bræðra. Okkur skólafélög- um hans var vel tekið á æsku- heimili hans við Langholtsveg, þar sem við fengum stundum athvarf til að sinna ákveðnum hugðarefn- um, sem miklu skiptu þá stundina. Laugarnesskólinn var á þessum árum frábær skólastofnun, sem naut forystu tveggja merkra skólamanna, þeirra Jóns Sigurðs- sonar, skólastjóra og Gunnars Guðmundssonar, þá yfirkennara og síðar skólastjóra við skólann. Kennari okkar, Skeggi Ásbjarnar- son, var dáður og virtur og okkur þótti vænt um hann og þykir enn. Ég hygg, að árin í Laugarnesskól- anum hafi verið hamingjuár fyrir okkur öll, skemmtilegt tímabil ævi okkar, sem við horfðum til með söknuði og hlýju. í þessu umhverfi varð vinátta okkar Magnúsar Jónssonar og nokkurra skólasystkina til, mótað- ist og þroskaðist og dýpkaði með árunum. Leiðin lá í landsprófs- deild í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, þar sem hópnum bættist verðmætur liðsauki og síðan í Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann efldist enn. Ég hygg, að smátt og smátt hafi Magnús Jónsson áunnið sér sérstakan sess í hugum okkar. Hann var öðru Fyrsta sólóplatan hans Bjarka hefur sannarlega vakiö mikla athygli Sannar dægurvísur er sannarlega plata sem allir þurfa aö eignast. /tí'RUNALIÐI-Ð w MEÐ ELD I HJARTA Brunaliðið með eld í hjarta er jólaplata Brunaliösins endurútgefin vegna mikillar eftirspurnar. HLJOMPLÖrUÚTG4MN hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.