Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 23 Mildur vetur í Stykkishólmi vísi. Pólitíkin skipaði veglegan sess meðal áhugamála okkar. Magnús var sannfærður sósíalisti en hafði engan persónulegan metnað í stjórnmálum. Stjórnmál höfðu aldrei áhrif á afstöðu hans til annars fólks. Eftir á að hyggja held ég að hann hafi verið næmari á tilfinningalíf skólasystkina sinna og skilningsríkari en flestir aðrir og þess vegna tengst mörg- um þeirra óvenju sterkum og traustum böndum. Hann var skemmtilegur félagi á skólaárum. Stúdentsprófi var lokið vorið 1958 og rúmu ári síðar hélt Magnús Jónsson til Moskvu til náms í kvikmyndagerð. Hann var meðal fyrstu Islendinga, sem hófu nám í þeirri listgrein og lagði stund á gerð heimildarkvikmynda. Það hefur áreiðanlega þurft mik- inn kjark til þess að leggja út í slíkt nám því að ekki voru at- vinnumöguleikar miklir eða fyrir- sjáanlegir í kvikmyndagerð á þeim árum. Hann lauk námi sínu í Moskvu 1965 og kom þá heim. Það fór, sem vita mátti, að íslenzkur kvikmyndagerðarmaður gengi ekki að föstu starfi, þegar heim var komið frá námi. Magnús Jónsson gerði þó tvær kvikmyndir. Hin fyrri þeirra nefndist: 240 fiskar fyrir kú og var framlag hans til umræðna um landhelgis- deiluna við Breta 1973, þegar 50 mílna stríðið stóð sem hæst. í þeirri mynd lét Magnús þorskana ræða saman í djúpi hafsins um þeirra viðhorf til deilunnar og lýsir það atriði vel hnyttni hans og hugmyndaauðgi. Sú mynd var sýnd í sjónvarpinu hér. Síðari myndin sem hann gerði var Ern eftir aldri og var þjóðhátíðarárið tilefni hennar. Magnús Jónsson skrifaði líka leikrit. Ég hafði enga hugmynd um að hann fengist við slíkt fyrr en hann sagði mér eitt sinn fyrir 13 árum, að nú ætti að setja á svið leikrit eftir sig. Það var Gríma, leikklúbbur, sem starfaði í Tjarn- arbíói sem tók þetta fyrsta leikrit Magnúsar til sýningar. Það hét: Ég er afi minn og var skólasystir okkar, Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri. Eg man ekki lengur efni þess, en það var skemmtilegt eins og flest af því, sem Magnús Jónsson gerði. Gríma tók annað leikrit eftir Magnús til meðferðar, Leikrit um frjálst framtak Steinars Ólafsson- ar í veröldinni, og var það Eyvind- ur Erlendsson, sem leikstýrði því. Nokkrum árum síðar eða 1970 var svo sýnt sjónvarpsleikrit eftir Magnús Jónsson í íslenzka sjón- varpinu, Skeggjaður engill, sem hann leikstýrði sjálfur. Magnús setti tvö önnur leikrit upp til sýningar í sjónvarpi, Táp og fjör eftir Jónas Arnason og Don Juan, sem sýnt var á vegum Leikfélags Akureyrar og tekið upp til sýn- ingar í sjónvarpi. Leikritið um frjálst framtak Steinars Ólafssonar í veröldinni hefur verið gefið út á prenti en auk þeirra, sem hér hefur verið getið, mun hann hafa skrifað nokkur leikrit, sem til eru í handriti, en hafa ekki verið sýnd. Vonandi rykfalla þau ekki til frambúðar. Leikárið 1970—1971 fór Magnús Jónsson til Akureyrar og setti þar upp Túskildingsóperuna á vegum Leikfélags Akureyrar. Kynni leikhúsfólks á Akureyri af honum urðu til þess, að hann tók við starfi leikhússtjóra hjá leikfélag- inu 1973 og gegndi því í tvö ár til 1975. í hans tíð hjá Leikfélagi Akureyrar urðu þau þáttaskil í starfi félagsins, að nokkrir leikar- ar voru í fyrsta sinn ráðnir á föst laun í hluta úr starfi. Það mun ekki ofmælt, að hann hafi átt þátt í því að koma upp atvinnuleikhúsi á Akureyri. Jafnframt leikhús- stjórastarfinu setti Magnús Jóns- son upp mörg leikrit hjá félaginu. „Okkur þótti óskaplega vænt um hann,“ sagði einn þeirra leikara, sem með honum störfuðu við mig. Magnús Jónsson kvæntist stúlku frá fjarlægu landi, Kjure- gei Alexöndru, frá Jakútíu í Sov- étríkjunum, sem hann kynntist meðan hann var við nám í Moskvu. Enn er mér í fersku minni, þegar hann lýsti fyrir mér konuefni sínu. Það voru ekki síður mikil tíðindi, þegar hann sagði mér, að hann ætti dóttur í Moskvu. Hún er nú orðin 16 ára, en hann og Kjuregei Alexandra áttu fjögur börn saman. Kjuregei Alexandra hefur komið við sögu leikhúss hér heima en hún var við leiknám í Moskvu, þegar þau Magnús kynntust. Hún er nú búsett í Danmörku með börn þeirra. Fyrir nokkrum árum hóf Magn- ús Jónsson nám í sálarfræði við Háskóla íslands. Hann náði góð- um árangri í því og hélt til framhaldsnáms í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur verið undan- farin ár og var að því kominn að ljúka prófi, þegar hann lézt. Eftir- lifandi kona Magnúsar Jónssonar er Renata Kristjánsdóttir frá Ak- ureyri. Ég þykist vita að okkur hafi báðum orðið minnisstætt sumarið, sem Renata kom til Reykjavíkur, þótt þá yrði ekki séð fyrir, að leiðir þeirra ættu eftir að liggja saman löngu síðar. Magnús Jónsson var hugmynda- ríkur maður, skemmtilegur og fyndinn. Hann var vel gerður maður og viðkvæmur. Hann var ekki metnaðarfullur á verald- arvísu. Hann bjó yfir hæfileikum, sem ekki fengu notið sín nema að takmörkuðu leyti. Hann átti um margt erfiða ævi. Æskuvinkona okkar, sem hitti hann nokkru áður 6n hann lézt, sagði við mig: Hann var breyttur. Mótlætið þroskaði hann og efldi. Styrmir Gunnarsson. Stykkishólml. 11. des. 1979. VETURINN sem af er hefir verið i mildara lagi. Snjóar hafa ekki verið miklir nema þá helst til fjalla en þau eru alhvít. Ekki hafa áætlunarferðir bilanna haggast mikið og hafa þeir farið milli Reykjavíkur og Stykkis- hólms daglega. Áætlunarferðirn- ar hafa verið mikið notaðar. Fólk veigrar sér við að fara í eigin bifreiðum ef um nokkra vega- lengd er að ræða vegna hins gífurlega bensínkostnaðar og sér það sér hag í að nota hinar venjulegu áætlunarferðir. Kvöld- ferðirnar á föstudagskvöldum hafa gefist vei. Fólk notar sér að fara úr Reykjavík eftir vinnu á föstudagskvöldum og dvelja á Snæfellsnesi fram á sunnudag kl. 6 siðdegis en þá er ferð suður. Baldur fer svo eina ferð í viku til Brjánslækjar um Flatey og eru þær ferðir farnar á föstudögum. Eins og áður hefir verið sagt frá, eru nú flestir bátar hættir skelfiskveiðum. Kvótinn er frysti- hús Sig. Ágústsson hafði til vinnslu rann út fyrir mánaðamót- in og hættu þá þeir bátar sem lögðu upp afla hjá honum. Rækju- nes aftur á móti hefur tekið af tveimur bátum og er kvóta þess ekki lokið og stunda þeir enn skelfiskveiðar. Ný vertíð hefst svo eftir áramót. Ýms félög hafa fengið leyfi til að afla sér tekna með því að fara og veiða skelfisk. Hafa útgerðar- menn lánað bátana og félagarnir unnið að aflanum. Hefir þetta reynst ágæt tekjulind. Þannig hafa bæði Lion, Rotary og J.C. aflað sér tekna og rætt hefir verið um innan kvenfélagsins að fara í skeljaróður og áhugi mikill eins og alltaf hjá kvenfélagskonum. Þær hafa látið á undanförnum árum margt gott af sér leiða, safnað fyrir kirkjuna o.fl. M.b. Þórsnes II hefir í haust stundað línuveiðar frá Stykkis- hólmi og farið með 2 ganga í einu og aflað vel. Þórsnes I hefir einnig stundað dagróðra með línu héðan og hefir afli verið til jafnaðar um 6 lestir í lögn af ágætum fiski. Fiskurinn er síðan unninn í fisk- verkunarstöð Þórsness h.f. og hef- ir verið þar ágæt atvinna í haust og kemur það sér vel þegar skelveiðar eru ekki stundaðar nú. Fiskurinn er unninn í freðfisk á Bretlandsmarkað. Jólin eru í nánd, það finna menn glöggt enda ekki langt til aðfanga- dags. Þegar er farið að skreyta í búðum og víðar. Jólasalan byrjuð og jólapósturinn kominn í gang, mikill að vanda og eru nú flestir búnir að ganga frá pökkum til útlanda. Þó að margir dragi til seinustu stundar að ganga frá sínum jólapósti, eru þó fleiri sem taka tímann snemma og ljúka sínum skriftum af. Það er sem sagt að verða jólalegra með degi hverjum í Hólminum. Fréttaritari. nzkar hljomplötur Spilverk þjóöanna Bráðabirgðabúgí Þaö þarf ekki aö segja meira. Glámur og Skrámur er barnaplatan í ár. Þaö efast enginn um þaö. Jólastrengir er plata þar sem flestir af bestu popplistarmönnum þjóöarinnar flytja falleg jólalög. LAUGAVEGI33 - SÍM111508 Brunaliðið leikur í jólamagasíninu, Bíldshöfða 20 í dag kl. 6 og 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.