Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 27 með myndarskap bakarí hér í Reykjavík í nokkur ár. Naut bak- arí hans vinsælda og gekk vel. Hér eignuðust þau Kerff og María sitt eina barn, dótturina Stellu, 19. júní 1925. Þau hjón áttu líka fallegt heimili hér í bænum. Trúlega hefur þó heimþrá sótt á Kerff, því þau María seldu eigur sínar hér og fluttu til Kaup- mannahafnar, þar sem Kerff opn- aði bakarí. Þetta var á kreppuár- unum og víða hart í ári. Ekki mun þetta bakarí Kerff hafa gengið eins vel og hér heima. Stríðið braust út og hernámsárin reynd- ust þeim erfið. Skömmu eftir stríð slitu þau hjón samvistir og kom María þá hingað upp til íslands. Hér vann María við matargerð í vöggustofu, sem Thorvaldsensfélagið og Reykjavíkurborg ráku. Stella, dóttir Maríu og Kerff, giftist dönskum manni Töne 0. Hansen. Þau hjón gerðust innflytjendur til Kanada og búa nú í Toronto. Eignuðust þau tvö börn: Susan, f. 23.10 1954 og David f. 16.5 1960. María fór margar ferðir að heimsækja dóttur sína, tengdason og barnabörn í Toronto. Hafði hún skiljanlega mikla gleði af þessum ferðum og naut þeirra lengi eftir heimkomu. María var sannarlega hrókur alls fagnaðar í góðum vinahópi. Jafnan þegar María birtist í sam- komum fjölskyldunnar eða í saumaklúbbi æskuvinkvenna, hýrnaði brá og gamanyrði og spaugyrði voru látin fjúka. Þá var oft hlegið dátt. Aðsjá öðruvísi - esseiar um mannlegt líf ÚT ER komin bókin „Að sjá öðruvísi" og er undirtitill hennar „Esseiar um mannlegt líf“. Höf- undurinn, Sigvaldi Hjálmarsson, leiðir hér hugann að ýmsum álita- efnum mannlegs lífs og gefa eftirtalin kaflaheiti nokkra hug- mynd um viðfangsefnin: Úrelt lífsviðhorf; Nýtt sambýlisform; Að vilja vera ánægður; Skoðun og skoðanaleysi og Að kunna að eldast. Víkurútgáfan gefur út bókina, sem er sett og prentuð í Prent- smiðju Árna Valdemarssonar hf. og bundin í Bókbandsstofunni Örkinni hf. Samt átti María við sína erfið- leika að etja, en þeim flíkaði hún ekki. María gekk ekki heil til skógar síðustu árin. Hún var hjártasjúklingur og sjón hennar hafði daprast mjög mikið, en hennar létta lund bætti það upp. María var þakklát öllum þeim, sem gerðu henni greiða og sýndu henni ræktarsemi og vinsemd. Minningin um Maríu tengist alltaf glaðværð. Hún hafði því bætandi áhrif á fólk í kringum sig og átti þess vegna marga vini og kunningja. Að leiðarlokum viljum við þakka Maríu fyrir allar skemmti- legu samverustundirnar, sem við í fjölskyldunni höfum átt með henni. María var jafnan aufúsu- gestur á heimilum fjölskyldunnar. Stellu, sem komin er frá Kan- ada til að fylgja móður sinni til grafar, Töna og börnunum hennar sendum við djúpar samúðarkveðj- ur. Minningin um Maríu verður okkur ávallt hugþekk. María Eyvindardóttir. Gottfreð Árnason. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Fyrirtæki og stofnanir Jólastemmningin hetst meö |ólal|ósaskreytingum. Seríurnar eru vatnsþéttar og öruggar í öllum veörum, enda samþykktar af Rafmagnseftlrliti ríkisins. Ótrúlega hagstætt verö. Ó.H. Jónsson h.f. Laugavegi178. Símar 83555 — 83518. ÚTSÖLUSTAÐIR: Karnabær Laugavegi 66-Karnaþær Glæsibæ - Eyjabær Vestmannaeyjum - Hornabær Hornafiröi-Epliö Akranesi - Epliö ísafiröi - Cesar Akureyri. Sá sem veit hvað hann vill, velur PIONEEIT HLJÓMDEILD Laugavegi 66, 1. hæö. Simi frá skiptiborði 85055 iw :: y i| SIS ftBi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.