Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 31 K Verður B-keppnin á íslandi? — bind miklar vonir við það segir Jóhann Ingi — ÉG lít á þetta sem fyrsta undirbúning undir B-keppnina sem fer fram árið 1981, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson lands- liðsþjálfari og einvaldur er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi um val landsliðsins. Og Jóhann hélt áfram. — Ég bind miklar vonir við að B-keppnin fari fram hér á landi, því að stjórn HSÍ er alvarlega að hugsa um að sækja um að fá að halda keppnina hér á landi, og ég veit að IHF, Alþjóðahandknattleiks- sambandið, hefur sýnt þvi mik- inn áhuga, að keppnin fari fram hér. Það eru alls 12 þjóðir sem taka þátt i keppninni og það yrði því um stóran iþrótta- viðburð að ræða. — Ég mun velja landsliðshóp- inn sem fer á Baltic-keppnina eftir áramót úr þeim hópi sem ég hef nú valið, sagði Jóhann. — Ég ætla mér að kanna getu þessara ungu manna sem ég ber fullt traust til í erfiðri keppni eins og þar. Ég vel ekki Ólaf H. Jónsson þar sem mér er kunnugt um getu hans, og jafnframt um getu Axels Axelssonar. Þá er ég líka að ná saman mannskap sem hefur vilja og áhuga á að æfa allt næsta sumar, því að við • Jóhann Ingi verðum að stefna markvisst að B-keppninni. Mín skoðun er sú að þessi hópur sé ekki of ungur fyrir Baltic. Það verður að gefa þessum ungu leikmönnum tæki- færi. Helsta vandamálið er að finna leikmann til þess að stjórna spilinu. Páll Björg- vinsson gefur ekki kost á sér að þessu sinni. Þá verður erfitt að gera upp á milli markvarðanna, þeir eru allir svo jafnir. — Þeir „útlendingar“ sem ég hef einna helst augastað á eru þeir Jón Pétur Jónsson og Gunn- ar Einarsson, en mér skilst að þeir komi báðir heim næsta vetur og leiki hér heima. Nú ferðin á Baltic verður að dæma um getu þessara ungu pilta, sem eru allir vaxandi handknattleiksmenn. Jóhann Ingi á erfitt verkefni fyrir höndum að móta sterkt lið fyrir B-keppnina, en hann hefur áður sýnt hvers hann er megn- ugur og skemmst er að minnast góðrar frammistöðu unglingal- andsliðsins á HM-keppninni í Danmörku í haust, en Jóhann hafði undirbúið liðið markvisst fyrir þá keppni og uppskar eins og sáð hafði verið. — þr. / • Guðmundur Magnússyni tekst hér að skjóta og skora, þrátt fyrir tilburði þriggja Framara til þess að stöðva hann. FH tapaði sínu fyrsta stigi Það mátti ekki muna miklu að FH-ingar töpuðu báðum stigun- um í leik sínum á móti Fram í 1. deild íslandsmótsins i hand- knattleik i gærkvöldi er liðin mættust i Laugardalshöllinni. Þegar aðeins 4 sekúndur voru til leiksloka rcyndi Sigurbergur Sigsteinsson skot að marki FH. Var hann hindraður, og um leið og boltinn small i netinu flautaði Karl Jóhannsson dómari og dæmdi aukakast á FH. Skot Framara fór i varnarvegg FH og jafntefli 23—23 voru lokatölur leiksins. Reyndar má segja að lið FH hafi verið klaufskt að missa niður nokkuð örugga forystu sina i leiknum, en FH-ingar leiddu leikinn allan timann og voru mest fjórum mörkum yfir. Spennandi lokamínútur Þegar 10 mínútur voru til leiks- loka, var staðan 22—20 fyrir FH, og sýnilegt var að allt gat gerst. Sigurbergi tekst að minnka mun- inn niður í eitt mark, 22—21. Nú urðu báðum liðum á mikil mistök í sóknunum; boltinn tapaðist, sendi- ngar fóru út af og þar fram eftir götunum. Á 57. mínútu leiksins jafnar Fram í fyrsta skipti, 22— 22, eftir að Birgir hafði skorað fallega af línu. Eyjólfur Bragason kemur FH aftur yfir þegar aðeins 1. mínúta er eftir af leiknum. En það dugði ekki, Andrés Bridde jafnar fyrir Fram. Andrés fram- kvæmdi vítakast, en Sverrir varði, boltinn hrökk út til Andrésar sem var ekki í vandræðum með að skora af línunni. Síðasta sókn FH rann út í sandinn þegar Geir Hallsteinsson reyndi skot þegar 20 sek. voru eftir af leiktíma en Fram — FH 23—23 Guðjón varði og eins og áður sagði munaði minnstu að Fram tækist að skora sigurmark leiksins alveg í lokin. Liðin Lið FH lék leikinn lengst af nokkuð vel og hafði yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var svo 14—11 FH í hag. Geir Hallsteinsson sneri sig illa á ökla á fyrstu mínútu leiksins og lék ekkert með í fyrri hálfleiknum. Virtist það ekki koma að sök. Ungu mennirnir í liðinu skiluðu hlutverki sínu vel. í síðari hálf- leiknum gekk líka allt í haginn framan af en síðustu 10 mínúturn- ar riðlaðist svo leikur FH. Besti maður FH-inga í þessum leik var Sæmundur Stefánsson, hann varð fyrir smá óhappi og gat ekki leikið með um tíma í síðari hálfleiknum. Kom það greinilega niður á leik liðsins. Varnarleikur FH var ekki nema rétt þokkalegur og mark- varsla Birgis slök, en lagaðist nokkuð er Sverrir kom inn á. Guðmundur Magnússon átti góðan leik og barðist vel í vörninni, aðrir voru nokkuð frá sínu besta. Fram krækti sér þarna í dýr- mætt stig. Liðið virkaði ekki sannfærandi í leiknum. Leikmenn gerðu sig seka um margar skyssur. Framarar eiga góða leikmenn í sínum röðum og ætti mun meira að koma út úr leik liðsins. Eins og hjá FH var vörnin ekki góð og markvarsla Guðjóns var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Bestu menn liðsins voru þeir Hannes Leifsson, Atli Hilmarsson og Andrés Bridde. Þá var Birgir seigur á línunni. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Laugardalshöll. Fram-FH 23-23 (11-14). Mörk Fram: Andrés Bridde 5 3v, Hannes Leifsson 4, Birgir Jóhann- esson 3, Atli Hilmarsson 3, Theo- dór Guðfinnsson 3, Jón Árni Rúnarsson 2, Erlendur Davíðsson, Egill Jóhannsson og Sigurbergur Sigsteinsson, eitt mark hver. Mörk FH: Sæmundur Stefáns- son 6, Guðmundur Magnússon 4, Eyjólfur Bragason 3, Kristján Arason 3 (2v), Pétur Ingólfsson 2, Valgarður Valgarðsson 2, Guð- mundur Á Stefánsson 2, Geir Hallsteinsson 1. Varin víti: Birgir varði vfi á 10. mínútu frá Andrési og Sverrir varði víti frá Andrési á 59. mínútu. Brottvísanir af leikvelli: Val- garði Valgarðssyni, Sæmundi Stefánssyni og Eyjólfi Bragasyni, FH, var vísað út af í 2 mín. Misheppnuð víti: Kristján Ara- son skaut í stöng á 10. mínútu. Áhorfendur 480. -þr. íslandsmðttð 1. delld Johann stokkar landsliðið upp JÓHANN Ingi Gunnarsson lands- liðsþjálfari hefur nú valið lands- liðshópinn er mæta mun landsliði Bandaríkjanna hér 28. og 30. des. n.k. Þá mun sami hópur leika gegn Pólverjum i byrjun janúar eða 3.-5. og 6. janúar. Jóhann Ingi gerir margar breytingar á landsliðshópnum frá því sem ver- ið hefur og byggir kjarnann upp á unglingalandsliðsmönnunum sem stóðu sig með mikilli prýði i Danmörku i haust. Landsliðshóp- inn skipa eftirtaldir leikmenn: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Víkingi Jens Einarsson, Víkingi Brynjar Kvaran, Val Aðrir leikmenn: Ólafur Jónsson, Víkingi Sigurður Gunnarsson, Víkingi Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi Steindór Gunnarsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Þorbjörn Jensson, Val Stefán Halldórsson, Val Friðrik Þorbjörnsson, KR Sigurður Sveinsson, Þrótti Guðmundur Magnússon, FH Andrés Kristjánsson, Haukum Atli Hilmarsson, Fram Viggó Sigurðsson, FC Barcelona Éndanlegur hópur fyrir Baltic keppnina í Vestur-Þýskalandi verður svo valinn síðar. Það vekur nokkra athygli þegar litið er á valið að fyrrum fyrirliði liðsins Ólafur H. Jónsson er ekki í hópnum. Mbl. hafði samband við Ólaf og sagðist hann vera tilbúinn í slaginn ef hann yrði valinn. Það hefði ekkert verið við sig talað að svo stöddu. Viggó Sigurðsson er í hópnum og mun hann leika með liðinu fyrstu þrjá leikina í Baltic keppninni. Fleiri reyndir kappar en Ólafur H. eru ekki í liðinu og greinilegt er að Jóhann er að huga að fram- tíðinni, spurning er aðeins hvort breytingarnar þurfi að vera svona miklar. Það mun væntanlega koma í ljós hvort ungu mennirnir sem allir eru bráðefnilegir hand- knattleiksmenn standi sig á móti fullhörðnuðum leikmönnum. Mótherjar íslands eru ekki af verri endanum, Pólverjar í janúar og svo stórveldin í handknattleik Vestur-Þýskaland og Austur í Baltic keppninni. — þr. Stjörnukvöld í Njarðvík STJÖRNUKVÖLD verður haldið i íþróttahúsinu í Njarðvík á mánudagskvöldið. Eru það sam- tök íþróttafréttaritara sem að þessu standa. Margt verður til skemmtunar á stjörnukvöldinu, m.a. þriggja liða hraðmót i körfu- knattleik, þar sem eigast við lið UMFN, islenska landsliðið og Bob Starr all star, en meðal leikmanna i þvi liði eru Danny Shous, Marwin Jackson og Da- carsta Webster. Einnig mætast lið bæjarstjórn- ar Njarðvikur og úrvalslið Óm- ars Ragnarssonar i knattspyrnu og fréttamenn næta körfudómur- um i körfuknattleik. Oslitin sigur- ganga Fram EKKERT lát er á velgengni Fram-stúlknanna í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik. Þær unnu einn sigurinn enn gegn Haukum suður í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Lokatölur leiksins urðu 16—9 fyrir Fram, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9—7 fyrir Fram. Eins og sjá má af hálfleikstöl- unum, héldu Haukar vel í við Fram í fyrri hálfleik, en aðeins tvö mörk gegn 7 í þeim síðari voru uppskera síðari hálfleiks og því tapaði liðið stórt. Margrét Theo- dórsdóttir bar af hjá Haukum að venju og skoraði 6 af 9 mörkum liðsins. Hjá Fram bar Guðríður ægishjálm yfir stöllur sínar og skoraði 10 mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.