Morgunblaðið - 14.12.1979, Side 25

Morgunblaðið - 14.12.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 25 Anna Einarsdótt- ir — Minningarorö Fædd 20. desember 1913. Dáin 4. desember 1979. í dag minnist ég Önnu Einars- dóttur tengdamóður minnar og vinkonu. Anna var fædd og uppal- in í Vestmannaeyjum, dóttir hjón- anna Sigríðar Einarsdóttur og Einars Símonarsonar, sem kennd voru við London í Vestmannaeyj- um. Þau hjónin, Sigríður og Einar, eignuðust þrjár glæsilegar dætur, þær Þuríði, Önnu og Sesselju. Fas og glæsibragur hefur alltaf verið þeirra aðall. Vestmannaeyjar og Eyjafjöllin með sína endalausu fegurð, hafa fætt af sér kjarkmik- ið og göfugt fólk. Úr þessu um- hverfi er tengdamóðir mín sprott- in. Hinn 29. september árið 1934, giftist Anna eftirlifandi manni sínum Kristni Friðrikssyni, at- orkumanni til orðs og æðis, þá eins og nú kjarkmenni til allra framkvæmda. Þau hjónin eignuð- ust þrjú börn, Ernu, gifta Guð- laugi Helgasyni, Einar Friðrik, kvæntan Ólöfu Októsdóttur og Sigríði, gifta Hilmari Ragnars- syni. Anna var ávallt mikill Vest- mannaeyingur í sér og hélt órofa tryggð við sína gömlu heima- byggð. Svo lifandi var lýsing hennar á mönnum og málefnum Vestmannaeyja, að ég, alls ókunn- ur mannlífi í Eyjum, var óafvit- andi farinn að kynnast fólki, sem ég hafði aldrei séð og atburðum, sem ég hafði aldrei upplifað. Anna var óþreytandi við að fræða mig og aðra um sínar æskustöðvar, og þar kom að ég rótgróinn Akureyr- ingur, eignaðist mína aðra heima- slóð, þar sem eru Vestmannaeyj- ar. Seinna átti ég þess kost, þegar dóttir mín Anna bjó um sinn í Eyjum að koma þangað út og njóta þess fróðleiks í raun, sem mér hafði verið kenndur. Það fer ekki hjá því að sú fegurð, sem allsstaðar blasir við í Vestmannaeyjum, setur ævarandi merki í sálir þeirra, sem alast upp í svo stórbrotinni náttúru. Útsýn- ið, hvert sem litið er eins og listaverk, fegurra en víðast ann- arsstaðar og mannlíf, sem óvíða er tengdara náttúru landsins. Það má því með sanni segja að ein- staklingur, sem sprottinn er úr slíku umhverfi komist varla hjá því að verða fyrir sterkum list- rænum áhrifum, og af þeim hefur Anna fengið ríkulegan skerf. Það er að vísu ekki fyrr en síðustu árin að Anna tekur upp pensil og fer að mála, þá komin undir sextugt, en náttúruarfleiðin frá Vestmannaeyjum var svo sannarlega við völd, því strax með sínu fyrsta málverki skapaði hún listaverk. Hafið og brimið voru henni hugleikin, þó svo að blóm og allur jarðargróður hafi umfram allt átt hug hennar, enda naut næmleiki hennar fyrir fegurð, litaskrúði og hlýju sín hvað best er hún var í snertingu við blómin. Árið 1960 keyptum við hjónin ásamt tengdaforeldrum mínum húsið að Eikjuvogi 1. Það hefur oft verið sagt að tengdafólk ætti ekki að búa í of miklu nábýli, en þeirri fullyrðingu gef ég með öryggi vísað frá. Ég hefi notið þess að fá að búa í vináttu og kærleika við mitt tengdafólk með Önnu í garð- inum. Hún átti öðrum fremur þær hugmyndir sem okkur þóttu spegl- ast og gleðja hvað mest þegar sumarylurinn hafði nært og fært vorgræðlingana í fullan skrúða. Hún hlúði að allri fegurð, hvort sem það var úti í garði eða innan heimilisins. Manni sínum Kristni bjó hún yndislegt heimili með sinni smekkvísi og nákvæmni og fjölskyldan var henni allt. Hún laðaði að sér fólk og hafði sérstaka hæfileika til að láta öllum líða vel í návist sinni, hvort sem voru fullorðnir eða börn. Til hennar sótti fjölskyldan í gleði og í sorg og hennar munum við minnast með þakklæti og kær- leika. Barnabörnin þráðu að komast til afa og ömmu uppi á Eikjuvogi 1. Þeirra blessun og þeirra bæn gaf þeim fullvissu og öryggi, og afa bæn verður áfram þeirra styrkur, stoð og lífsvegarnesti. Ég bið Kristni tengdaföður mínum og öllum ættingjum Önnu allrar guðsblessunar, fullviss þess að minningin verður okkur styrk- ur um ókomin ár. GuAlaugur Helgason. WANG Wang tölvur eru ekki einungis hentugar viö kosningaspár, heldur einnig í fyrirtækjum og stofnunum stórum og smáum. Helstu kostir eru hraðvirk vinnsla og einföld stjórnun tækjanna, sem gerir sérstaka tölvustjórnendur ónauösynlega. Notendur setja af staö þá vinnslu sem óskaö er eftir, meö því aö svara á lykilborði er líkist ritvél, einföldum spurningum sem birtast á skerminum. Eigum fyrirliggjandi ýmsar geröir forrita t.d. fyrir: Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, birgöabókhald, launabókhald, verkfræöistofur, sveitarfélög. Hringið og viö veitum allar upplýsingar um Wang rafreikna eöa komið í heimsókn í tölvudeild okkar og sjáiö Wang aö störfum. Tölvudeild — Sætúni 8 — 24000 Nelson flotaforinginn mikli Sjötta bindið í bókaflokknum Frömuðir sögunnar eftir Roy Hattersley. Jón Á. Gissurarson þýddi. Umsjónarmaður bókaflokksins er Örnólfur Thorlacius. Nelson flotaforingi var einn mesti sægarpur allra tíma og haföi mikii áhrif á gang veraldarsögunnar. Bókin er mikiö myndskreytt eins og allar fyrri bækur flokksins. Frömuöir sögunnar: • • • • ORN&ORLYCUR VESTURCÖTU 42, SÍMI25722

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.