Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
Elsta húsið í Stykkishólmi, Norska húsið. Það var byggt árið 1828 en nú stendur yfir viðgerð á þvi
undir stjórn Harðar Ágústssonar. Ljósm. Kristinn.
Húsakönnun í gamla bæjarhlutanum í Stykkishólmi:
HÖRÐUR Ágústsson arkitekt
vann s.l. sumar að húsakönnun
á gamla bæjarhlutanum í
Stykkishólmi i samvinnu við
Stykkishólmshrepp og skipu-
lagsstjóra rikisins ásamt hús-
friðunarnefnd. Nú hafa þessir
aðilar gefið út niðurstöður
könnunarinnar i sérstöku riti.
Fyrir 10 árum vann Hörður
m.a. að könnun á húsum í gamla
bænum í Reykjavík. Síðan hefur
húsafriðunarnefnd gengist fyrir
svipaðri úttekt í fleiri kaup-
stöðum landsins.
Stykkishólmur er gamall
verslunarstaður og var á 19. öld
einn af merkilegri menningar-
stöðum landsins. Þar má sjá
minjar húsa frá því á 17. öld en
elsta húsið í Stykkishólmi,
Norska húsið, er byggt 1828.
Stendur nú yfir viðgerð á því
húsi.
í könnun sinni byrjar Hörður
á því að rekja sögu staðarins
fram til 1930. Þá er þar að finna
töflu yfir íbúa Stykkishólms
Friða ber flest gömlu húsin
Þessi, auk Norska hússins,
myndu mynda aðra hvirfingu
sem tengdist þeirri þriðju en það
eru húsin nr. 9 og 11 við
Hafnargötu og Prófastsshús og
Kúldshús.
Síðan bendir Hörður á að vert
væri að athuga vel hverfið sem
teygir sig upp af kvosinni til
vesturs og er aðallega við Skóla-
stíg, Bókhlöðustíg, fremst við
Höfðagötu og Silfurgötu. „Mjög
varfærnislega ætti líka að fara
um höfðann þar sem spítalinn er
nú. Húsin nr. 5, 7 og 9 við
Austurveg mynda þar skemmti-
lega götumynd og ramma fyrir
spítalann," segir að lokum í
tillögum Harðar.
Á blaðamannafundi þar sem
þessar tillögur voru kynntar
sagði Sturla Böðvarsson sveit-
arsjtóri í Stykkishólmi að við
endurskipulagningu bæjarins
yrði tekið fullt tillit til tillagna
Harðar. Kvað hann núverandi
aðalskipulag bæjarins hafa verið
samþykkt 1973 en nú væri lögum
samkvæmt komið að
endurskipulagningu. Þeir hefðu
því staðið frammi fyrir því
vandamáli hvað við gömlu húsin
ætti að gera og hefði það vanda-
mál m.a. verið kveikjan að þess-
ari húsakönnun í Stykkishólmi.
- „Tekið verður fullt tillit til friðunartiUagn-
anna við endurskipulagningu bæjarins,“
segir Sturla Böðvarsson sveitarstjóri
fram til 1940. Því næst aldurs-
greinir hann byggingarefnis-
greinir og lýsir tæknilegu
ástandi húsanna. Einnig fjallar
hann um byggingarlistar- og
menningarsögulega greiningu
þeirra.
1 könnuninni leitast Hörður
líka við að skýra frá húsagerðar-
sögu þéttbýlis 1760—1930 í sem
stystu máli og skýrir og birtir
myndir af hinum ýmsu gerðum
húsa.
Að lokum fjallar Hörður um
hverfasvip og götumyndir frá
Stykkishólmi og lýsir breyting-
um á útliti einstakra húsa, bæði
í myndum og máli. Loks birtir
hann tillögur sínar um varð-
veislu og friðun húsa í Stykkis-
hólmi.
í ritinu eru margar ljósmynd-
ir, flestar í eigu Jóhanns Rafns-
sonar og hafa aldrei birst al-
menningi fyrr. Þá er þar að
finna áður óþekkta teikningu
eftir Sæmund Hólm af húsi
konungsverslunarinnar í Stykk-
ishólmi. Ætla má að hún sé gerð
á árabilinu 1789 til 1819.
Þrjár hvirfingar
friðaðra húsa
Friðunartillögur Harðar fela í
sér að halda eigi í sem flest eldri
húsin í elsta hverfi bæjarins og
meta þau sem fasta viðmiðun í
deiliskipulagi þar. Friða þurfi
kirkjuna, Narfeyri, Egilsenshús
og verslunarhús Sigurðar
Ágústssonar. Þessi hús mynda
hvirfingu samkvæmt tillögunni.
Þá telur Hörður að vernda
þurfi apótekið, kaupfélagshúsið,
Clausenshús og Hjaltalínshús.
Hörður Ágústsson arkitekt, Sturla Böðvarsson sveitarstjóri, Þór
Magnússon þjóðminjavörður og Ellert Kristjánsson oddviti kynna
blaðamönnum niðurstöður húsakönnunar i Stykkishólmi.
Frá uppsetningu bóka- og listaverkamarkaðarins i Bernhöftstorfu-
hÚSUnum. Ljósm. Mbl. RAX.
Ég gmt
að morgm
UHian Roth
ÉG GRÆT
að wiorgni
Bókin sem vekur
okkur til umhugsun-
ar. Bókin sem segir að
hœgt sé að kaupa sér
heilsuleysi fyrir
stórfé. Bókin sem
bendir okkur á leiðir i
seilingarfjarlægð til
betra lífs.
Bókin sem er talin
bezt skrifaða ævisaga
alkóhólista á bessari
öld.
Bókaútgáfan HHdur
Skemmuvegi 36 Kópavogi Sími 76700
SÖGUFÉLAGIÐ og Galleri lang-
brók opna á hádegi i dag, föstu-
dag, bóka- og listaverkamarkað í
Knudtsonshúsi, einu af húsunum
á Bernhöfstorfunni.
Á markaði Gallerísins verða til
sölu grafíkmyndir, tauþrykk og
ýmsir fleiri munir, en Sögufélagið
er með útgáfubækur og rit sín á
boðstólum. Þar er m.a. hægt að fá
nýjustu bækur félagsins um Jón
Sigurðsson og Snorra Sturluson.
Allar bækurnar á markaðinum
eru seldar á svökölluðu félags-
verði, sem mun vera 10—15%
lægra en gerist í bókaverzlunum.
Markaður þessi stendur yfir
fram að jólahátíðinni og verður
opinn eins og verzlanir, nema
hvað hann opnar dag hvern á
hádegi. Það eru Torfusamtökin |
sem leigt hafa Bernhöftstorfuhús-
ið út fyrir markaöina í framhaldi
af nýlegu samkomulagi við
menntamálaráðuneytið.
o
INNLENT
Bóka- og
listaverka-
markaður í
Bernhöfts-
torfuhúsunum
í tilefni barnaársins hefur verið
sett upp í einum sal Listasafnsins
sýning á listaverkum eftir íslenzk
börn. Verk þessi fékk Listasafnið
að gjöf 1957 frá Myndlistarskólan-
um í Reykjavík. I sama sal gefst
börnum, sem í safnið koma, kostur
á að teikna og mála sjálf. Liggja
þar frammi alls konar litir og
Jólatrésmarkaður í Hveragerði
Junior Chamber Hveragerði
opnar jólatrésmarkað fyrir
framan hús Rafmagnsverk-
stæðis Suðurlands í dag, föstu-
daginn 14. desember kl. 14.
Markaðurinn verður opinn til
kl. 18 á föstudaginn en á
laugardag verður honum
framhaldið kl. 10—12. Eftir
hádegið þann sama dag sjá
jólasveinar um að koma jóla-
trjánum heim til kaupenda.
Jólatónleikar
Jólatónleikar Tónlistarskóla
Rangæinga verða 15. og 16. des-
ember n.k. Fyrri daginn verða
tónleikarnir í Kálfholtskirkju kl.
14 en seinni daginn í Stóra-
Dalskirkju, einnig kl. 14.
Flutt verður margvísleg tónlist
af einleikurum, lúðrasveit, kamm-
ersveit og barnakór skólans. Að-
gangur er ókeypis og öllum heim-
ill.
pappír sem börnin geta notað að
vild og fest síðan verk sín upp til
sýningar.
Sýningunni lýkur um miðjan
janúar.
• J|L . »■
Meðan á sýningu listaverka barnanna stendur gefst börnum kostur á
að koma í Listasafnið og teikna og mála sjálf og hengja myndir sínar
upp til sýningar.
Sýning á listaverk-
um eftir íslenzk börn