Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 + Hjartkær móöir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ÁGÚSTA ÞÓROARDÓTTIR, Sólheimum 23, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum 13. þ.m. Vora Áagrímsdóttir, Guðmundur Guömundsson, Ásdía Helgadóttir, Einar H. Ásgrímsson Magnea Þóróardóttir, og barnabórn + Eiginmaöur minn og faöir okkar ÞÓRDURJÓHANNSSON, úrsmiöur, Hafnarstræti 4, ísafiröi, lést í fjórðungssjúkrahúsinu á ísafiröi 13. desember. Kristín Magnúsdóttír og börn. Eiginmaður minn + RAGNAR JÓN GUÐNASON andaöist aö heimili sínu Mávabraut 9, Keflavík, þriöjudaginn 11. desember. Jenný Jóramsdóttír. María Jónsdóttir Kerff - Minning Fædd 26. október 1903. Dáin 7. desember 1979. Ein af elztu vinkonum okkar hjónanna er látin, María Jónsdótt- ir Kerff, 76 ára að aldri. Á fimmtudaginn í siðustu viku sat hún hjá okkur fram eftir kvöldi, hress í bragði, eins og hún var vön. Ekki datt okkur þá í hug, er hún kvaddi okkur, að þetta væri í síðasta sinn, að við sæjum hana í lifanda lífi, og að hún væri örend innan sólarhrings. Þegar við frétt- um þetta snemma á föstudags- kvöld, urðu við agndofa og horfð- um á stólinn, sem hún hafði setið í kvöldinu áður. Nú myndi hún ekki sitja þar framar. En enginn má sköpum renna. Enn einn af lífstíð- arvinum okkar var horfinn af þessum heimi. Þær María og kona mín bjuggu í nágrenni hvor við aðra í bernsku sinni og æsku og höfðu því þekkst frá barnæsku og voru þá strax miklar vinkonur. Entist sú vinátta þeim æ síðan, þó að sambandið rofnaði um sinn þau ár, sem María bjó í Kaupmannahöfn. En þráður- inn var tekinn upp að nýju, þegar hún fluttist heim. María var alla tíð mannblendin, kát og fjörug og skemmtileg í viðræðum. Hún var mjög fróð- leiksfús og ættfróð, stálminnug og sjór af fróðleik, einkum um gamla Reykvíkinga, enda var móðurætt hennar búsett í Reykjavík í marga ættliði. María var velviljuð og umtals- fróm, hjartahrein og hjálpsöm. Hún var ákaflega gestrisin og hafði mikið yndi af að halda vinkonum sínum veislur með hin- um ágætustu veisluföngum. Hvar sem hún kom, var hún að jafnaði hrókur alls fagnaðar, enda var hún ákaflega vinmörg og vinsæl, bæði hjá sínum fjölmörgu ætt- ingjum, sem voru henni mjög ræktarsamir, sem og sínum öðrum mörgu vandalausu vinum. Hennar verður því sárt saknað af mörgum. Okkur hjónum reyndist hún velviljuð og trygglynd alla ævi, alltaf var upplífgandi að fá hana í + Faðir okkar ANDRÉS GUÐBJÖRN MAGNUSSON, fró Drangsnesi, Vallargötu 8, Sandgeröi, andaöist í Landspítalanum 12. desember. F.h. systkinanna, Efenía Andrésdóttir. + Eiginmaöur minn HALLDÓR SIGURBJÖRNSSON, Borgarnesi, veröur jarösunginn frá Borgarneskirkju, laugardaginn 15. desem- ber kl. 14. Fyrir hönd vandamanna, Anna Jónsdóttír. Faöir okkar + GUÐJÓN TÓMASSON Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fyrrv. skipstjóri fré Geröi, Vestm. móöur okkar til heimilis aö Smáragötu 12, Vestm. BRYNHILDAR SVEINSDÓTTUR veröur jarösunginn laugardaginn 15. des. kl. 2 e.h. frá fré Hellissandi. Landakirkju. _. _ ... ..... Btrna Guöjónsdóttir Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Sólveig Guöjónsdóttir Tómas Guöjónsson Pétur Gíslason. Eiginmaöur minn TRYGGVI EDVARDSSON, Munaðarhóli 21, Hellissandi, veröur jarösunginn frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 15. des- ember. Athöfnin hefst meö bæn aö heimili hins látna kl. 2. Bílferö verður frá B.S.l. kl. 8 sama dag. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Gunnleif Báröardóttir. + Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúð viö andlát og jarðarför GUÐRÍÐAR ÓLAFÍU ÞORLEIFSDÓTTUR, frá Hokinsdal. Sérstaklega viljum viö þakka læknum á lyfjadeild Landspítalans, hjúkrunarfólki og starfsfólkl ööru fyrir góöa hjúkrun og umönnun. Meö innilegu þakklætl. Börn hinnar látnu. Siemens-eldavélin erfrábrugóin... Hún sameinar gæði og smekklegt útlit, sem grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri framleiðslu SIEMENS- verksmiðjanna. SIEMENS-eldavélar hafa verið á markaði hérlendis frá 1930. Á þeim tíma hafa þær fengið orð fyrir framúrskarandi gæði og endingu. SIEMENS-eldavélin er sú eina, sem hefur bökunarvagn og steikingarsjálfstýringu, sem aðlagar hitann þunga og ástandi kjötsins. Leitið upplýsinga um SIEMENS-eldavélar og sannfærist um kosti þeirra. SIEMENS -eldavélarsem endast SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300 heimsókn, og sárt munum við sakna hennar. Fyrir alla hennar velvild og vináttu þökkum við af hrærðu hjarta og biðjum Guð að varðveita hana á nýjum vegum. Dóttur hennar, tengdasyni og börnum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Einar Magnússon María Matthildur Jónsdóttir Kerff var fædd 26. október 1903 í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson, er þar var þá verzlunarstjóri hjá Bryde, og kona hans Guðrún Heilmann. Jón var sonur þeirra Þorsteins Jónssonar læknis í Vestmannaeyj- um og konu hans Matthildar. Guðrún Heilmann var dóttir Jó- hanns Wilhelms Heilmann, kaup- manns og konu hans Doretheu Maríu Rasmusdóttur Lynge. Er þau fluttu suður til Reykjavíkur, Jón og Guðrún, byggði Jón stórt hús við Bjargarstíg og síðar húsið Óðinsgata 9, en þar átti María bernsku- og æskuár sín. Jón, faðir Maríu, var bróðir þeirra systkina Guðrúnar í Val- höll í Vestmannaeyjum og séra Magnúsar, prests á Mosfelli í Mosfellssveit. María hafði mjög mikið samband við fjölskyldu sína og frændfólk, bæði í föður- og móðurætt. Guðrún, móðir Maríu, var fyrsta búðardaman í Reykjavík. Var hún stálminnug allt til þess síðasta. María erfði þennan eigin- leika móður sinnar, var ákaflega minnug og sýnt um að hafa allt í reglu. María var sérstaklega hreinleg og myndarleg í allri matargerð. Jón, faðir Maríu, var góður verkmaður, hafði sérlega fallega rithönd og var léttur í lund. Þann eiginleika erfði María í ríkum mæli. Hinn 3. febrúar 1923 giftist María dönskum manni, Fredrik Anton Kerff, bakarameistara, f. 16.4 1893, d. 4.4. 1969. Kerff rak Kynning full- orðinsfræðslu í Hveragerði FRAMHALDSDSDEILD- öldunga- deild- verður starfrækt við Gagn- fræðaskólann í Hveragerði tíma- bilið janúar til maí 1980, ef næg þátttaka fæst. Mun deildin starfa í náinni samvinnu við Menntaskól- ann við Hamrahlíð (M.H.) og verð- ur skipulögð, hvað varðar náms- efni, kennslufyrirkomulag og námslok (próf), í samræmi við Námsvísa (áfangalýsingar) M.H. og fjölbrautaskólanna. Kennt verð- ur á kvöldin í húsakynnum Gagn- fræðaskólans. Nemendur fá ákveð- inn einingafjölda fyrir hvern námsáfanga og verður miðað við einingakerfi M.H. Námsáfangar þeir, sem kenndir verða, ráðast af fjölda þátttakenda en fyrirhugað er að kenna flesta áfanga sem í boði eru á 1. önn í M.H. og eru sameiginlegir öllum námssviðum. Þeir eru grundvöllur alls frekara náms bæði í M.H. og fjölbrautaskólunum en námsefni er samræmt milli skólanna. Áfangar í þessum námsgreinum koma til greina: í íslensku, dönsku, ensku, þýsku, stærðfræði, íslandssögu og/eða mannkynssögu, líffræði, jarðfræði, félagsfræði, eðlisfræði, efnafræði og vélritun. Hver áfangi er kennd- ur í 2 — 4 kennslustundir á viku en kennsluna annast háskólamennt- aðir kennarar. Kynningarfundur verður haldinn sunnudaginn 16. desember nk. kl. 14 í Gagnfræðaskólanum í Hvera- gerði, og er allt áhugafólk hvatt til að mæta. Þar munu kennararnir kynna námsefni hvers áfanga, en kennsla hefst mánud. 7. jan. 1980 kl. 19.00. Nánari upplýsingar gefur Val- garð Runólfsson, skólastjóri, í síma 4288 eða 4232. (Fréttatilk. frá Gagnfræðaskólanum)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.