Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 Hitaveita fyrir Eyrar- bakka og Stokkseyri Fær heitt vatn frá Selfossi Eyrarbakka. 13. des. í DAG var undirritaður samningur milli Selfoss- bæjar annars vegar og Eyrarbakka- og Stokks- eyrarhreppa hins vegar Laugavegi lok- að á morgun Á MORGUN, laugardag, verður Laugavegur lokaður fyrir bílaum- ferð fyrir neðan Snorrabraut á timabilinu kl. 13—19, en verzlanir verða sem kunnugt er opnar til kl. 22 á morgun. Sami háttur verður hafður á næsta laugardag, 22. desember. Lögreglan hefur beðið Mbl. að koma því á framfæri við þá, sem ætla að gera jólainnkaup um helg- ina að leita sér að heppilegum bílastæðum fyrir utan mestu um- ferðarsvæðin og ganga síðan milli verzlana í stað þess að fara á bílunum inn á þær götur, þar sem mestur umferðarþunginn er. Vill lögreglan í þessu sambandi benda á bílastæði á Skólavörðuholti, við Snorrabraut og við Gömlu loft- skeytastöðina. Þess skal getið að stærætisvögn- um verður heimilt að aka Lauga- veginn á morgun, þótt vegurinn verði almennt lokaður fyrir bílaumferð. Stærsta skip íslenzka flot- ans afhent ÍSSKIP HF hefur fest kaup á flutningaskipi f Englandi og verður skipið afhent i Hollandi einhvern næstu daga. Nýja skipið er 5700 tonn og verður því burðarmesta vöru- flutningaskip íslenzka flotans. Áformað er að skipið verði í flutningum með hráefni til Járnblendiverksmiðjunnar á, Grundartanga. Áhöfn skipsins er farin utan til þess að sækja það. Skipstjóri verður Gunnnar Magnússon. Fjórar góðar ísfisksölur ÞRJÚ fiskiskip seldu í Englandi og Þýzkalandi í gær. Otur seldi 132 lestir í Hull fyrir 75 milljónir, meðalverð 567 krónur. Búrfell seldi 54 lestir í Fleetwood fyrir 32.5 milljónir, meðalverð 605 krónur. Stígandi seldi 41 lest í Cuxhaven fyrir 19 milljónir, með- alverð 465 krónur. Þá landaði Vestri í Grimsby á miðvikudag, 61 milljón fékkst fyrir 110 lestir, meðalverð 542 krónur. um vatnsöflun til fyrir- hugaðrar Hitaveitu Eyra. Með samningnum er stefnt að því að hitaveita Selfoss geti fyrir árslok 1981 selt Hitaveitu Eyra vatn til upphitunar á Eyrarbakka og Stokkseyri. Um helgina verður svo væntanlega undirritaður samningur milli hreppanna um stofnun Hitaveitu Eyra, en ætlun- in er að hún annist sölu á heitu vatni í báðum þorpunum. Langflest hús á Eyrarbakka og Stokkseyri eru nú kynt með olíu. Aðveituæð frá Selfossi niður til kauptúnanna tveggja verður um 13 kílómetra löng. — óskar. 'O INNLENT Hjónin Hrafnhildur Jónsdóttir og Emil Þ. Guðbjartsson ásamt börnum sinum tveimur, en þau hjónin duttu heldur betur i lukkupottinn i vikunni þegar þau unnu 45 milijónir i Happdrætti Háskólans, en það er stærsti vinningur sem komið hefur á einn miða hérlendis. Þau standa i húsbyggingu og koma peningarnir þvi að góðum notum. Hjónin eru þarna fyrir framan hús sitt í Stykkishólmi. Ljósm. Mbl. Árnl Helgason. Vinstri viðræðurnar aftur í gang í dag: Framsókn telur ekki svig- rúm til grunnkaupshækkana „ÉG legg áherzlu á að koma málum nú i undirnefndir“, sagði Steingrimur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins, er Mbl. spurði hann um stjórnar- myndunarviðræður vinstri flokk- anna, en þær lágu niðri i gær og fyrradag vegna þingsetningar og forsetakjörs. Fundur verður klukkan 11 í dag og kvaðst Steingrímur ætla að halda við- ræðum gangandi yfir helgina til þess að koma málum áfram. Alþýðuflokkurinn hefur nú fjölg- að i viðræðunefnd sinni upp í sex, eins og hinir flokkarnir tveir, og hafa þeir Magnús H. Magnússon og Karl Steinar Guðnason bætzt i hópinn. Mbl. spurði Steingrim hvort hann hefði sömu trú á vinstri viðræðunum nú og fyrst og sagðist hann ekki sjá ástæðu til annars, þótt hinu væri ekki að lcyna að ýms ummæli Ólafs Ragnars Grimssonar, formanns framkvæmdastjórnar Aiþýðu- bandalagsins, væru sizt til þess fallin að stuðla að samstöðu. Mbl. spurði Steingrím, hverjum augum framsóknarmenn litu það stefnumál Alþýðubandalagsins að auka kaupmátt lægstu launa með grunnkaupshækkun. „Við vildum auðvitað gjarnan að svo gæti orðið, en teljum hins vegar því miður ekki svigrúm til slíks strax", svaraði Steingrímur. „Við framsóknarmenn erum með í okk- ar tillögum 8% mark á verðbóta- vísitöluna 1. marz og samkvæmt nýjustu útreikningum á það að geta staðizt. Við sláum þó þann varnagla, að fari vísitalan eitt- hvað hærra, þá erum við reiðu- búnir til að bæta hag hinna lægstlaunuðu um sem nemur allt að tveimur prósentustigum með fjölskyldubótum eða einhverjum öðrum hætti. Ég vil taka það sérstaklega fram, að við teljum sjálfsagt, að þeir lægstlaunuðu haldi þeim 2%, sem þeir fengu með bráðabirgðalögunum“. Mbl. spurði Steingrím ennfrem- ur um þá kröfu Alþýðubandalags- ins að herinn fari úr landinu. „Það er ljóst, að Alþýðuflokkurinn er á móti því“, svaraði Steingrímur. Mbl. spurði þá um afstöðu Fram- sóknarflokksins og sagði Steingrímur að þetta mál hefði ekki verið sérstaklega rætt í stjórnarmyndunarviðræðunefnd- inni. Mbl. spurði þá hvort sú yfirlýsing hans fyrir kosningar að hann væri sammála Ólafi Jóhann- essyni um það að aðstæður væru ekki til þess að herinn færi á þessu kjörtímabili stæði óbreytt eða ekki og svaraði Steingrímur því til að hún stæði óbreytt. „Ég tel persónulega ekki að þær aðstæður séu fyrir hendi, en hins vegar þýðir það ekki, að við framsókn- armenn viljum óbreytt ástand um alla eilífð. Ég vil gjarnan reyna að finna einhvern jákvæðan flöt á þessu máli, til dæmis í þá átt, að við tökum sjálfir virkari þátt í okkar vörnum". Steingrímur kvaðst ekki vilja fara frekar út í efnisatriði stjórn- armyndunarviðræðnanna, en svaraði þó spurningu Mbl. um gengismál á þann veg, að Þjóð- hagsstofnun hefði reiknað út að 5% gengisbreyting ætti að duga fyrir fyrsta tímabil næsta árs. „Við framsóknarmenn teljum að slík gengisbreyting sé hófleg", sagði Steingrímur Hermannsson. Nýtt fjárlagafrumvarp lagt fram: Lúðvík starfs- maður þingflokks Alþýðubandalags LÚÐVÍK Jósepsson hefur verið ráðinn starfsmaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, að þvi er Morgun- blaðinu var tjáð i gær. Lúðvik Jósepsson er eins og kunnugt er ekki lengur þingmaður flokksins, þar sem hann gaf ekki kost á sér við siðustu alþingiskosn- ingar. Hann er enn formað- ur Alþýðubandalagsins. Mildi að næturævin- týri ungra Eskfirð- inga fór ekki verr Eskifirði, 13. desember. SNEMMA í morgun var björgun- arsveit Slysavarnafélagsins, Brimrún, á Eskifirði, kvödd út til leitar að ungum manni í fjallinu á milli Eskifjarðar og Norðfjarð- ar. Fannst pilturinn um tveimur tímum eftir að sveitin lagði af stað og var hann meiddur á fæti, en ekki alvarlega slasaður. Dregið úr framlögum ríkissjóðs til framkvæmda og stofnana RIKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp til fjárlaga og eru niðurstöðutölur þess 323,1 milljarður króna. Gert er ráð fyrir 8,5 milljarða króna tekjuafgangi. Greiðsluafgangur frumvarpsins er 267 milljónir króna. Til samanburðar voru niðurstöðutölur fjárlagafrumvarps vinstri stjórnarinnar 330,3 millj- arðar króna og tekjuafgangur rétt tæplega 9 milljarðar króna. Greiðsluafgangur var þá 275 milljónir króna. í athugasemdum við fjárlaga- lögin geti orðið tæki til viðnáms frumvarpið segir, að það sé veigamiklum atriðum frábrugðið fjárlagafrumvarpinu, sem lagt var fyrir Alþingi í októbermánuði, en frumvarpið leitist við að stýra ríkisfjármálunum þannig, að fjár- gegn verðbólgu. Þetta segir, að sé gert með þrennum hætti: í fyrsta lagi með því, að setja opinberum umsvifum ákveðin tak- mörk, þar sem dregið sé úr framkvæmdum og beitt auknu aðhaldi í ríkisrekstrinum. Mark- visst sé dregið úr framlögum ríkissjóðs til framkvæmda og til reksturs stofnana og ennfremur lagt til að dregið verði úr erlend- um lántökum til að hamla gegn skuldasöfnun erlendis. í öðru lagi með því að lækka allverulega tekjuskatt einstakl- inga og ætti sú aðgerð að vinna gegn kjaraskerðingaráhrifum óviðráðanlegra utanaðkomandi aðstæðna, svo sem vegna olíu- verðshækkunar. Lagt er til að tekjuskattur einstaklinga verði lækkaður um 19,3% frá fyrri hugmyndum og ráðstöfunartekjur heimila auknar að sama skapi. Segir í athugasemdum að þetta ætti að auðvelda samkomulag um hóflegar launabreytingar, sem er nauðsynlegur þáttur í jafnvæg- isstefnu efnahagsmála. í þriðja lagi segir að frumvarpið leggi til að tryggður verði traustur ríkisfjárhagur á næsta ári, sem er óhjákvæmilegt framiag ríkisins í baráttu við verðbólguna. Tildrög voru þau, að tveir ungir menn ætluðu til Neskaupstaðar í nótt á litlum fólksbíl. Veður var mjög vont í fjallinu, hvasst og hríð. Þegar þeir voru komnir upp að Högnastaðaá misstu þeir bílinn út af veginum í snjónum og hugðust þá ganga til baka til Eskifjarðar, en urðu viðskila í óveðrinu. Það var svo milli 6 og 7 í morgun að annar þeirra komst niður á Eskifjörð og gat sagt frá atburðum. Björgunarsveitin Brimrún hóf þegar leit og fannst fljótlega slóð mannsins, sem lá frá bílnum niður fjallið og fram af klettum hjá Högnastaðaá. Fannst maðurinn síðan nokkru neðar í fjallinu og hafði hann lent fram af klettunum, en snjórinn trúlega bjargað honum. Hann var kaldur og hrakinn, mikið marinn á fæti og hnéskel trúlega brotin. Niður á Eskifjörð komu björg- unarsveitarmenn tveimur tímum eftir að þeir lögðu af stað. Læknir- inn á Eskifirði skoðaði piltinn, en sendi síðan með snjóbíl yfir Oddsskarð í sjúkrahúsið á Nes- kaupstað til frekari rannsóknar vegna meiðslanna á fætinum. Segja má, að vel hafi til tekizt að finna drenginn svona fljótt í slíku veðri sem þarna var og mildi að ekki fór verr. — Ævar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.