Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 7 Loft er lævi blandiö Það sr nokkur spenna í þingsölum þessa dagana og loft lasvi blandið hjá víðræöuflokkum um nýja vinstri stjðrn. Aiþýðu- bandalag og Framsókn- arflokkur gerðu tilraun til að tryggja sér meirihluta í fjárveitinganefnd út á minnihluta þingmanna, 28 af 601 Þetta mistókst vegna þess að einn krati kaus A-lista, sem að þessu sinni var listi Sjálf- stæöisflokks á Alþingi, við kjör í fjárveitinga- nefnd. Þetta tryggði Sjálfstæöisflokki 4 full- trúa en felldi Helga F. Seljan (Abl). Framsókn- arflokkur fékk þrjá full- trúa en vinstri flokkarnir tveir sinn hvor. Þessi atburður kemur í beinu framhaldi af skipan efri deildar Alþingis, en þar mynduðu Alþýðu- bandalag og Framsókn- arflokkur blokk, án þess að Alþýðuflokkur væri með, og tryggðu sór þann veg 10 af 20 þingmönnum efri deildar — og stöðv- unarvald í deildinni, ef samstaða er milli þeirra tveggja. Þannig útilokuðu þeir þá oddatölu, sem Alþýðuflokkurinn virðist sækja eftir, og „viðreisn- armeirihluta" í deildinni. Það tvennt, sem hér hefur verið vakin athygli á, er dæmigert fyrir þann „sáttaanda“ er ríkir í vinstri stjórnarviðræðun- um. Klögumálin ganga á víxl. Klæði eru ekki borin á vopn heldur bitið í skjaldarrendur. Afstaða viðræðuflokkanna hvers til annars virðist helgast af þeim tilgangi „aö höggva mann og annan“. Þessum vopnabrýnum stýrir Steingrímur Her- mannsson og túlkar sem spor í rétta átt í fjölmiðl- um. Vandi á höndum Sá leikur, sem nú er leikinn ( vinstri umræð- um, meðan þjóðinni er mikill og vaxandi vandi á höndum, er ekki líklegur til giftu. Satt að segja lýsir hann þess háttar sundurlyndi, sem sízt er við hæfi meðan logar verðbólgu svíða innviði þjóðfélagsbyggingarinn- ar. Það eru annars konar viðbrögð af hálfu stjórn- málamanna sem þjóðin þarfnast og aðstæður krefjast: viðbrögð sátta og ábyrgöar, þors og þreks, samstöðu og sam- átaks. En í raun eru þessar vinstri stjórnar viðræður aðeins fram- hald af því „samstarfi" er einkenndi 13’A mánaðar vinstri stjórn, sem sprakk í loft upp á haustdögum. Og nú eru þau brotabrot, sem Steingrímur hyggst líma saman, í hávaðaroki hvort í annars garð. Nú fara í hönd heilög jól og áramót: tímar þess jákvæöa í mannheimi — dagar vináttu í þjóðar- fjölskyldunni og tími Þingmenn ganga til dómkirkju viö þing- setningu. uppgjörs og stefnumörk- unar, þegar stigið er á stokka og strengd fram- tíðarheit. Það er því mál að linni refskák vinstri flokka, sem gerö er úr úlfúðinni einni saman, og nýtt þjóðarár verði hafiö á heilbrigöari forsendum en sýnast í þessu tafli falin. Steingrímur Her- mannsson segir í viötali við Mbl. ( gær, um síðustu viðburði á Al- þingi: „Þetta bætir ekki andrúmsloftið, sem er slæmt fyrir.“ Ragnar Arn- alds, formaður þing- flokks Alþýðubandalags- ins, sagöi m.a., „að þetta gæti orðið vendipunktur- inn í vinstri viðræðum". Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, segir, aö Alþýöubandalagiö verði að skilja að Alþýðuflokk- urinn „hlaupi ekki til í hvert sinn, sem Alþýðu- bandalaginu þóknast að flauta" og ekki stýri lukku, aö þaö sé „stöðugt með blokkir út og suður gegn viðræöuaöila sín- um“. Sem sagt: ekki sér enn til sólar í skammdegi vinstri umræðna. Og hversu lengi getur þjóðin, við ríkjandi að- stæður, beðið starfhæfr- ar ríkisstjórnar? Indiiöi G. Þorsteinsson Skáldsögum Indriða G. Þorsteinssonar hef- ur ávallt veriö tekiö meö miklum áhuga og þær hafa komið út í mörgum útgáfum. Tvær þeirra, Sjötíu og níu ó stöðinni og Land og synir, hafa verið kvikmyndaöar og Þjófur í paradís hefur veriö aö velkjast í dómskerfinu undanfarin ár. Indriöi G. Þorsteinsson UNGLINGSVETUR Skáldsagan Unglingsvetur er raunsönn og kímin nútímasaga. Veruleiki hennar er oft mildur og viöfelldinn, en stundum blindur og ósvífinn. Hér er teflt fram ungu fólki, sem nýtur gleði sinnar og ástar, og rosknu fólki, sem lifaö hefur sína gleöí- daga og reynslan hefur meitlað í drætti sína. Allt er þetta fólk bráðlifandi, sama hvort þaö eru aðalpersónur eöa hefur á hendi aukahlutverk — hvort heldur þeir heita Loftur Keldhverfingur eöa Siguröur á Fosshóli. Unglingarnir dansa áhyggjulausir á skemmtistöðunum og bráöum hefst svo lífsdansinn meö alvöru sína og ábyrgö. Sumir stíga fyrstu spor hans þennan vetur. En á því dansgólfi getur móttakan orðiö önnur en vænst haföi verið, — jafnvel svo ruddaleg aö lesandinn stendur á öndinni. Almenna bókaf élagið Austurstræti 18 Skemmuvegi 36 sími 19707 sími 73055 H»£l n ia 0 Ifl ..erá allt annarri línu! Eiarinmenn gjöfin sem gleöur er falleg grávara frá Feldskeranum Skólavörðustíg 18. Sími 10840. Jólagjöfin sem reiknað er með Er CANON vasatölva og þér getiö valiö úr 10 mismunandi geröum. Komiö meðan úrvaliö er nóg. Sendum í póstkröfu og gefum kaupendum góð ráð um val gegnum síma. CANON fyrir skólafólk CANON fyrir herra CANON fyrir dömur CANON fyrir alla SKRIFVÉUN hf. Suöurlandsbraut 12 sími 85277 85275. Einnig selt til jóla í Jólamagasíninu Ártúnshöföa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.