Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 31 r Erlendur Hermannsson átti sinn besta leik með Víkingi í vetur, skoraði 6 mörk, og Víkingur virðist kominn með titilinn í hús. Varnarleikur Víkings gerði út um leikinn ERU úrslit íslandsmótsins í handknattleik ráðin? Það hlýtur að vera áleitin spurning, eftir að Víkingur sigraði FH í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi með 22 mörkum gegn 18, eftir að FH hafði haft yfirhöndina í hálfleik, en þá stóð 11—9 fyrir FH. Þá hafa FH-ingar tapað 3 stigum að 6 umferðum loknum, en Víkingar hafa á hinn bóginn fullt hús stiga, 3ja stiga forystu í deild- inni. Hefði það óneitanlega verið gott fyrir íslandsmótið ef FH hefði tekist að sigra i leiknum, en nú blasir við spennulaust mót þegar aðeins sex umferðum er lokið, nema Víkingar taki upp á því að fara að tapa stigum. En fáir sjá fram á slíkt og miðað við það, sem liðin hafa sýnt i vetur, virtist sem FH væri liða líklegast til að geta klekkt á Víkingum. Reyndar eiga Víkingar eftir að leika bæði gegn FH og Haukum suður frá og gæti þar brugðið til beggja vona. Mótsins vegna verð- ur að vona það, án þess að verið sé að vega að Víkingum, sem eiga fyllilega skilið að tróna á toppin- um. Það taldist til tíðinda, að fram- an af leiknum var Geir tekinn úr umferð. Enda gengu sóknir FH- inga þá upp, þó að Geir skoraði lítið sjálfur, hann stjórnaði þess í stað, lét þá yngri hlaupa. FH komst fljótlega í 3—1, þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 9—5 fyrir FH. Um þessar mundir varði Sverrir í marki FH eins og berserkur flest sem á markið kom, Jens varði einnig vel og oft sáust frábærar markvörslusyrpur, er þeir félagar í KVÖLD fer fram síðasti leikurinn í íslandsmótinu í 1. deild karla áður en iólahátíðin gengur í garð. IR og Fram leika í Laug- ardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 21.00. ÍR-ingar komu mjög á -FHgur 22:18 skiptust á um að verja úr hraða- upphlaupum. Erlendur Hermannsson skoraði síðan sjötta mark Víkings og þá gripu Víkingar til þess ráðs að taka Geir úr umferð. Skipti þá engum togum, að allur leikur FH riðlaðist og staðan breyttist í 10—9 fyrir FH, sem átti lokaorðið og hafði því tvö mörk yfir í hálfleik. Víkingarnir skoruðu þrjú fyrstu mörkin í síðari hálfleik, Sigurður Gunnarsson með þrumuskoti, Páll úr hraðaupphlaupi og Árni af línu, staðan 12—11 fyrir Víking. FH jafnaði og síðan var allt í járnum upp í 15—15. Gífurleg barátta var um þessar mundir og stórgóður varnarleikur, einkum af hálfu Víkinga, en þess má geta, að í síðari hálfleik var aðeins eitt marka FH skorað á annan hátt en úr víti. Þegar staðan var 15—15, var dæmd töf á FH og Páll skoraði sextánda mark Víkings úr víti. Síðan fylgdu þrjú ný Víkingsmörk á svipstundu og þar með voru úrslitin heldur betur ráðin, staðan 19—15 og aðeins 5 mínútur til leiksloka. Lokastaðan varð síðan 22—18 eins og áður sagði. Víkingarnir fengu sinn erfið- asta leik á vetrinum að þessu sinni og þeir voru lengi að berja á bak aftur öfluga mótspyrnu FH-inga, sem gerðu sér auðsjáanlega grein fyrir mikilvægi leiksins. Víking- arnir reyndust sterkari áður en óvart um daginn er liðið sigraði Val, og nú er að sjá hvort þeim tekst að bæta fleiri stigum í safnið. Handknaltlelkur ] V.. ......../ yfir lauk og sýndu svo að ekki var um að villast, að þeir hafa á að skipa langbesta liðinu á íslandi í dag. Varnarleikurinn sem liðið sýndi í síðari hálfleik var með ólíkindum og ólíklegt er að annað eins sjáist í bráð. Sem fyrr segir tókst FH-ingum aðeinS einu sinni að skora utan af velli í síðari hálfleik og það mark skoraði Pétur Ingólfsson með skoti úr glötuðu færi þegar 7 sekúndur voru til leiksloka! Víkingur vann þennan leik á hinni sterku liðs- heild, en að öðrum ólöstuðum skoruðu þeir Jens Einarsson og Erlendur Hermannsson fram úr. En allt Víkingsliðið á hrós skilið fyrir að gera leik þennan að einum hinum besta í háa herrans tíð. Sóknarleikurinn varð FH að falli, reyndar fleira, en fyrst og fremst hinn einhæfi sóknarleikur sem gerði Víkingum kleift að stöðva sóknarloturnar í fæðingu. Sverrir varði meistaralega fyrir FH í fyrri hálfleik, en varla bolta í þeim síðari og skipti það að sjálfsögðu einnig miklu. Enginn skaraði fram úr í liði FH, en þeir Pétur Ingólfsson, Valgarður Val- garðsson, Geir og fleiri áttu allir sín góðu augnablik. En það var ekki nóg og nú virðist fátt geta stöðvað Víkinga við að hrifsa til sín íslandsmeistaratitilinn. Leið- inlegt að sú staða skuli vera komin upp þegar aðeins sex umferðum er lokið. Leikinn dæmdu þeir Gunnar Kjartansson og Karl Jóhannsson. Þeir dæmdu í heildina vel, en voru sparir á spjöldin þegar Víkingar áttu í hlut.- í STUTTU MÁLI: íslandsmótið í handknattleik 1. deild Víkingur — FH: 22—18 (9-11). MÖRK Víkings: Erlendur 6, Sig- urður Gunnarsson 5, Páll 4, Árni 3, Þorbergur 2 og Steinar 1 mark. MÖRK FH: Kristján Arason 9 (8), Pétur, Valgarður og Sæmundur 2 hver, Magnús og Guðmundur Árni eitt mark. VÍTI í vaskinn: Sigurður Gunn- arsson skaut í þverslá. BROTTREKSTRAR: Guðmundur Magnússon, Sæmundur Stefáns- son og Árni Indriðason í 2 mínút- ur hver, Guðmundur Árni útilok- aður. gg Sigrar ÍR Fram? Þrír leikmenn ÍA til V-Þýzkalands ÞRÍR leikmenn úr meistara- flokki ÍA í knattspyrnu, þeir Kristján Olgeirsson, Sigurður Páll Harðarson og Bjarni Sig- urðsson markvörður, munu halda utan til Vestur-Þýskalands 27. desember og dveljast ytra við æfingar í þrjár vikur. Það er Klaus Hilbert, þjálfari ÍA, sem greitt hefur götu þeirra í þessu sambandi. Munu leikmennirnir dveljast við skóla þann er Hilbert kennir við í Köln. Sendiherra íslands í Vestur-Þýskalandi, Pét- ur Eggerts, vinnur nú að þvi að fá leyfi fyrir Hilbert frá skólan- um frá og með 1. febrúar, en þá hefur hann fullan hug á að koma til íslands og hefja æfingar með knattspyrnuliði ÍA. Vill Hilbert byrja tímanlega i ár til þess að liðið verði sem best undir átök sumarsins búið. Ráðgert er að tvisvar í viku muni leikmenn ÍA hætta að vinna um f jögur og snúa sér þá að æfingum. — þr. Youri fer heim til Rússlands KNATTSPYRNUSAMBANDI ís- lands hefur borist bréf frá sendi- herra Rússlands á íslandi þess efnis að íþróttaráð Rússlands hafi tekið þá ákvörðun að Youri Ilitchev eigi að koma heim og starfi því ekki lengur sem knatt- spyrnuþjálfari á Islandi. Hvorki hjá KSÍ né Vikingi. í sama bréfi var KSÍ boðinn annar þjálfari frá Rússlandi en KSÍ afþakkaði boðið. Ellert B. Schram. formaður KSÍ, sagði að sambandið myndi leita fyrir sér meðal íslenskra þjálfara. Þannig að ljóst mun vera að landsliðsþjálfari KSÍ á næsta keppnistimabili verður islenskur. Mbl. hefur fregnað, að Guðni Kjartansson muni þar sterklega vera inni í myndinni en ekkert hefur enn verið ákveðið í þeim efnum af hálfu KSÍ. —þr. V-Þjóðverjar töpuðu MJÖG sterk landskeppni i hand- knattleik fer fram þessa dagana i Dortmund í Vestur-Þýskalandi og fyrstu leikirnir voru leiknir í gærkvöldi. Sovétríkin sigruðu Júgóslavíu 19—16, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 10—7 fyrir Rússa og Rúmenar sigruðu Vestur-Þjóð- verja með 16 mörkum gegn 15, eftir að staðan i hálfleik hafði verið jöfn, 8—8. Þá má geta þess, að Danir og Norðmenn léku landsleik í Dan- mörku um helgina og sigruðu Danir eins og við var að búast, en yfirburðirnir voru með ólíkindum, 29—Í4. _ Bikarkeppni HSÍ Ármann til Eyja EINN leikur fer fram í kvöld í bikarkeppni HSÍ. Ármann leikur við Tý í iþróttahúsinu í Vest- mannaeyjum. Má búast við hörkuleik þar sem Vestmannaey- ingar eru jafnan erfiðir heim að sækja. Leikurinn hefst kl. 20.00. Unglingalandslið KSI á leið til Frakklands DAGANA 29.—31. desember n.k. tekur drengjalandsliðið þátt i alþjóðlegu móti í Nice i Frakk- landi. Þátttakendur auk okkar, verða drengjalandslið Frakklands, ítaliu, Luxemborgar, Grikklands og Sviss, en 16 þjóðir óskuðu eftir að fá að senda sin drengjalands- lið, en aðeins 6 voru valin. Þetta verður í 11. skiptið sem mótið, sem nefnist Saint Sylvestre, fer fram. Lárus Loftsson, drengjalands- liðsþjálfari, hefur valið eftirtalda drengi til fararinnar: Baldvin Guðmundsson KR, Davíð Egilsson KR, Einar Björnsson Fram, Gísla Hjálm- týsson Fylki, Guðmund Alberts- son KR, Guðmund Erlingsson Þrótti, Guðna Sigurjónsson UBK, Heimi Guðmundsson ÍA, Helga Einarsson ÍBV, Hlyn Stefánsson ÍBV, Ingvar Guðmundsson ÍBK, Kjartan Brodda Bragason Þrótti, fyrirliði, Kristján Jónsson Þrótti, Sverri Pétursson Þrótti, Valdimar Stefánsson Fram og Þorstein Þorsteinsson Fram. Liðið hefur æft vel að undan- förnu og leikið nokkra æfingaleiki. Liðið heldur utan 27. desember og kemur heim 2. ianúar. Ulfarnir komust áfram ÚLFARNIR sigruðu Grimsby loks I þriðju tilraun, er liðin áttust við í 8-liða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar i gær- kvöldi. Liðin höfðu áður skilið tvívegis jöfn. 2—0 urðu lokatölur leiksins i gærkvöldi og mæta Úlfarnir þvi Liverpool i undan- úrslitunum. Úlfarnir skoruðu ekki fyrr en langt var liðið á leikinn og það var úr afar umdeildri vítaspyrnu. Ken Hibbitt skoraði. Miðvörður Grimsby, Clive Wiggington, sá sami og fékk á sig vítið, skoraði síðan hálfgert sjálfsmark er hann stýrði skoti John Richards fram hjá markverðiiium, 2—0. Þá léku Chelsea og QPR í 2. deild, jafntefli varð, 2—2. Clive Allen skoraði jöfnunarmark QPR á 92. mínútu leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.