Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 21 Pólýfónkórinn i Háskólabiói. Hátíðatónleikar Polýfónkórsins og hljómsveitar í Háskólabíói Pólýfónkórinn og kammer- hljómsveit flytja verk eftir J.S. Bach, Corelli og G.F. Hándel á hátiöartónleikum i Háskólabiói, 29. og 30. desember n.k. Stjórn- andi er Ingólfur Guðbrandsson en konsertmeistari er Rut Ing- ólfsdóttir. Einsöngvarar með kórnum eru Sigrún Gestsdóttir, Elisabet Erlingsdóttir, Eiíza- beth Stokes, Jón Þorsteinsson og Hjálmar Kjartansson. A blaðamannafundi sem stjórn og stjórnandi Pólýfónkórsins héldu kom það fram að margir íslenskir hljóðfæraleikarar sem annaðhvort eru við nám eða búsettir erlendis koma til lands- ins fyrir tilstilli kórsins og taka þátt í tónleikunum. Kvað Ingólf- ur það vera uggvænlega þróun að margt okkar besta tónlistarfólk flyttist til annarra landa vegna þess að ekki væri nógu vel búið að því hér á landi. Sagði hann það vera gleðiefni fyrir sig að geta stuðlað að meiri tengslum þess við ísland. Kostnaður við tónleikana er um 7—8 milljónir og stór hluti hans er ferðakostnaður og laun einsöngvara og hljóðfæraleikara. Einn erlendur einsöngvari tekur þátt í hátíðartónleikunum, breska söngkonan Elizabeth Stokes. Hún er aðeins 27 ára og er ein af fremstu söngkonum Breta og hefur sungið með stærstu kórum og hljómsveitum heims og unnið til fjölda verð- launa. Þess má geta að eitt af verkun- um sem kórinn flytur á hátíðar- tónleikunum, Magnificat eftir Bach, er til á hljómplötu í flutningi kórsins. Þá hefur kór- inn einnig sungið Messías eftir Hándel inn á hljómplötur en kórinn flytur hluta úr því verki á tónleikunum. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá Pólýfónkórnum um tónleik- ana. „Mörgum finnst nóg um glingr- ið og auglýsingaflóðið kringum jólahátíðina. Það er því ánægju- efni að bera eitthvað á borð, sem órjúfanlega er tengt jólunum, helgi þeirra og hefð. Hljómleikar Pólýfónkórsins eru í vitund margra orðinn fastur og ómissandi þáttur helgihalds- ins á stórhátíðum. Og ekki lætur kórinn sitt eftir liggja um þessi jól, því að i undirbúningi eru stórglæsilegir tónleikar með há- tíðatónlist í flutningi Pólýfón- Stjórn og stjórnandi Pólýfónkórsins. Talið frá vinstri: Guðmundur Guðbrandsson gjaldkeri, Friðrik Eiriksson formaður, Kolfinna Sigurvinsdóttir, Bjarni Bragi Jónsson, Ingólfur Guðbrandsson stjórnandi og Ásbjörg ívarsdóttir ritari. Ljósm. Kristinn. kórsins, 35 manna hljómsveitar og fjögurra einsöngvara undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, sem haldnir verða í Háskólabíói 29. og 30. desember. Pólýfónkórinn starfar nú aftur af fullum krafti og hefur að undanförnu æft eina af perlum tónbókmenntanna, Magnificat J.S.Bachs og þætti úr . Messíasi" Hándels. Auk söngstj. : ans hafa söngkonurnar Sigrún : íestsdótt- ir, Elísabét Erlingsdói og Guð- rún S. Friðbjarnardótt unnið að þjálfun kórsins frá þ í haust. Kóririr. skipa nú um - manns og hafa kórnum bæt margar nýjar raddir á þessu síðasta ári. Eins og kunnugt er,: ru margir efnilegustu hljoðfæraleikarar þjóðarinnar búsettir erlendis, ýmist við framhaldsnám eða störf. Fyrir tilstilli Pólýfónkórs- ins koma þeir nú margir til landsins til að halda jól á Islandi og taka þátt í hátíðahljómleikum kórsins. Hér er því um einstakt tækifæri að ræða, að heyra frá- bæra kammerhljómsveit, skipaða bestu hljóðfæraleikurum, sem við egium völ á úr röðum yngri kynslóðarinnar. Á efnisskrá há- tíðatónleikanna eru tvö fræg hljómsveitarverk, concerto grosso fyrir strengjasveit, hinn svonefndi Jólakonsert" eftir Cor- elli og 4. hljómsveitarsvítan eftir J.S.Bach, sem ekki er vitað til að hafi verið flutt hér áður. Auk félaga úr Kammersveit Reykja- víkur og Sinfóníuhljómsveitinni koma hljóðfæraleikarar frá Kanada, Bandaríkjunum, Eng- landi og Þýzkalandi til þátttöku í hljómleikunum. Einsöngvarar verða Sigrún Gestsdóttir og Elisabet Erlingsdóttir, sópran, Hjálmar Kjartansson, bassi, Jón Þorsteinsson, tenór, sem kemur frá Italíu, þar sem hann dvelst nú við framhaldsnám, en frá Bret- landi kemur ein frægasta söngstjarna ungu kynslóðarinn- ar, Elízabeth Stokes, mezzosópr- an, sem undanfarið hefur unnið til fjölda verðlauna og komið fram í stórverkum með frægustu hljómsveitum Bretlands. Pólýfónkórinn berst enn í bökkum fjárhagslega, og er hljómleikahaldið einvörðungu á fjárhagsábyrgð kórsins og stjórn- anda hans, en vonast er eftir einhverju fjárframlagi frá vel- unnurum kórsins eins og oft áður. Aðgöngumiðaverði er því mjög í hóf stillt og ekki hærra en á venjulegum popptónleikum — að- eins kr. 5.000. Þeir sem kaupa aðgöngumiða til jólagjafa fá auk þess gullfallegt jólakort í kaup- bæti. Sala aðgöngumiða er hafin hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn, BÓkaverzlun Sigf. Eymundssonar og Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, og er eftirspurn mikil." HLJÓMDEILD ) John Williams Gítarsnillingurinn John Williams er íslendingum aö góöu kunnur því hann hefur tvisvar leikiö hér á landi. John er meöal bestu klassísku gítarleikara heims, hvort sem hann leikur verk gömlu meistaranna, fallegar jazzballööur eöa sannar perlur dægur- tónlistarinnar. Á hljómplötunni Bridges koma túlkunarhæfileikar John Williams vel fram þegar hann leikur jöfnum höndum verk J.S. Bach, Bítlanna, Joni Mitchell og þaö sem hæst ber, hiö fallega lag Cavantina úr kvikmyndinni „Dear Hunter.“ Cavantina er jafnframt kynningarlag „Helgistundarinnar" í sjónvarpinu. Bridges er hugljúf plata sem gefur mjög góöa mynd af John Williams. KARNABÆR Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti 22—- Heildsöludreifing steÍAor h# símar 85742 — 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.