Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 Ragnar Arnalds, formaður þingílokks Alþýðubandalagsins: Tilraun til myndunar vinstri stjómar dæmd til að mistakast STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins sagði í gær, að hann stefndi að því að halda viðræðufund vinstri flokkanna eftir þingstörf í dag. Þá kvað hann menn hafa kólnað niður og í ljós komið, hvort samkomulag gæti tekizt milli flokkanna þriggja um kjör nefndarformanna. Steingrímur kvað flokkana hafa í meginatriðum hafa farið yfir efnahagsástandið og kvað hann það ljóst orðið í „ytri köntunum“ eins og hann komst að orði. Steingrímur gat þess í gær fyrsta sinni eftir að hann tók við umboði til stjórnarmyndun- ar, að hann væri ekki bjartsýnn á að tilraun hans tækist. Vinstri flokkarnir voru í gær að freista þess að ná samkomulagi sín í milli um kjör formanna þingnefnda. Alþýðuflokkurinn lýsti sig reiðubúinn til samkomulags við Framsóknarflokk og Al- þýðubandalag um samstarf, sem m.a. byggðist á því, að Jóhanna Sigurðardóttir yrði formaður heilbrigðis- og trygginganefndar neðri deild- ar, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalag fengju formenn fjárhags- og við- skiptanefnda beggja deilda, en fundir í þessum nefndum eru boðaðir í dag. Alþýðubanda- lagsmenn fengust ekki til að lýsa því yfir, að opinbert samkomulag væri með þeim og hinum flokkunum, heldur myndu þeir sjá til, hvort þeir gætu greitt fulltrúum Alþýðu- flokksins atkvæði í hverju tilviki fyrir sig. Þessi afstaða byggðist á því að Alþýðu- bandalagsmönnum svall móð- ur vegna þess að Alþýðuflokk- urinn studdi Geir Hallgríms- son sem formann utanríkis- málanefndar og tryggðu fjóra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárveitinganefnd, sem þýddi að annar fulltrúi Alþýðu- bandalagsins féll. Fundi í fjár- veitinganefnd var frestað í gær til klukkan 13 í dag, en þá á að kjósa formann nefndar- innar og er búizt við því að hann verði Eiður Guðnason. Það kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Steingrím Hermannsson í gær, að hann hafi boðið Alþýðubandalaginu að láta Þjóðhagsstofnun reikna út efnahagsmálatillög- ur Alþýðubandalagsmanna, sem lagðar voru fram á við- ræðufundum flokkanna fyrir skömmu. Kvaðst Steingrímur gera það, svo að raunverulega kæmi í ljós, hvað í milli bæri, en útreikningar á tillögum Framsóknar liggja fyrir. Þessu boði höfnuðu Alþýðu- bandalagsmenn. Morgunblað- ið spurði Ragnar Arnalds, formann þingflokks Alþýðu- bandalagsins um ástæður fyrir þessari synjun. Hann sagði, að hugmynd Steingríms væri í hæsta máta óraunhæf, þar sem tillögur Alþýðu- bandalagsins væru ekki settar fram til þess að þær yrðu settar í reiknitölvur. I tillög- um Framsóknar væri aftur á móti um kjaraskerðingu að ræða til lækkunar verðbólgu, sem væri auðvelt reiknings- dæmi. í tillögum Alþýðu- bandalagsins kvað Ragnar mikið um matsatriði á hag- fræðilegum afleiðingum. Nefndi hann sem dæmi tillögu um að dregið yrði úr milliliða- kostnaði. Tillögur Alþýðu- bandalagsins væru víðtækari en Framsóknar. Þar væri ekki verið að tala um laun ein, heldur milliliðakostnað, hag- ræðingu í atvinnuvegum, vaxtalækkun o.fl., sem erfitt væri að meta. Morgunblaðið spurði Ragn- ar um samkomulag milli vinstri flokkanna um forseta- kjör í nefndir. Hann sagði: „Það er ekkert samkomulag. Búið er að kjósa formenn 2ja nefnda og báðir eru sjálfstæð- ismenn og á döfinni er að krati verði formaður fjárveitinga- nefndar með atkvæðastyrk Sjálfstæðisflokksins. Fjárveit- inganefnd og utanríkismála- nefnd eru 2 mikilvægustu nefndir þingsins og bersýni- lega ekkert samkomulag um kosningu annarra formanna. Hins vegar munum við reyna að stuðla að því við for- mannskjör í nefndum, að sjálfstæðismenn verði ekki kjörnir formenn í fleiri nefnd- um. Munum við eiga samráð við Framsóknarflokkinn um það, hvernig þeir hyggjast stilla upp.“ Ragnar Arnalds kvað það nú vera ljóst, að tilraun til myndunar vinstri stjórnar myndi mistakast. Stjórnar- kreppan, sem nú væri fyrir- sjáanleg, sagði hann vera á ábyrgð Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og stafaði hún fyrst og fremst af því að Alþýðuflokkur hafi átt erfitt með að gera upp hug sinn, hvort hann vildi hægri eða vinstri stjórn. „Þeir hikuðu lengi eftir kosningarnar 1978, en lentu þó að lokum í vinstri stjórn, sem þeir svo sprengdu eftir 13 mánuði. Þá var gert bandalag Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks um nýja ríkisstjórn og kosningar, og atburðir síðustu daga hér í þinginu, sýna, að þetta banda- lag stendur enn. Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur bera ábyrgð á því stjórnleysis- ástandi, sem virðist ætla að verða ríkjandi hér næstu mán- uði.“ Rauði kross fslands: Vantar lækna og hjúkrun- arlið til starfa í Thailandi „EINS og kunnugt er scndum við lið til Thailands fyrr í þessum mánuði og af því hafa engar fréttir borist nema góð- ar. Síðan heíur komið beiðni um það að við höfum til taks hér á íslandi þrjá hópa lækna og hjúkrunarliðs, einn sem gæti farið með 6 daga fyrirvara, annar sem gæti farið með 12 daga fyrirvara og hinn þriðja sem gæti farið með 18 daga fyrirvara,“ sagði Eggert As- geirsson framkvæmdastjóri Rauða kross íslands í samtali við Mbl. „Sú er breytingin, frá því sem áður var, að það er ekki hægt að ákveða neinn vissan brottfar- artíma, fólkið þarf að vera til reiðu og auk þess gæti svo farið, ef aðstæður breyttust, að það yrði í Thailandi skemur en þrjá mánuði. Þannig stendur á þessu að vopnaviðskipti á landamærum Thailands og Kampútseu hafa dregið mjög úr ferðum fólks til Thailands en hins vegar er mjög mikill mannssafnaður Kampút- seumegin við landamærin og það er búist við því þá og þegar að sókn stjórnarhersins í Pnomh Penn hefjist og þá gæti svo farið að mjög mikill mannfjöldi kæmi yfir landamærin. Tölurnar sem nefndar hafa verið eru allt frá 600 þúsundum upp í eina milljón en þetta er allt í svo mikilli óvissu að ekki er hægt að vera með mikið læknalið þarna. Við erum með tvo fararstjóra og níu hjúkrunarkonur en ekki nema einn lækni. En við þurfum að hafa fjórar hjúkrunarkonur og einn fararstjóra í hverjum hópi. Því þurfum við að ná sambandi við fólk í þessum stéttum sem getur komið starfi sínu þannig fyrir að það sé tilbúið að fara og vera óvissan tíma í burtu, eða allt að þremur mánuðum. Þeir sem það gætu eru beðnir að hafa samband við Rauða kross íslands. Fólkið þarf að hafa góða starfsreynslu og má hvorki vera of ungt né of gam- alt.“ — Hvernig verður þessi hópur valinn? „Við veljum þennan hóp ekki. Við tilkynnum til aðalstöðva Rauða krossins í Genf nöfn og starfsreynslu þeirra sem bjóða sig fram. Þar fer valið fram meðal annars með það í huga að hægt sé að fá það fólk sem vantar og að reynslan sé sem víðtækust í hverjum hópi.“ — Hvenær má búast við því að fyrsti hópurinn fari? „Við reiknum með að það verði fljótlega upp úr áramótunum," sagði Eggert Ásgeirsson að lok- um. bessir flóttamenn frá Kampútseu eru hér komnir yfir landamærin til Thailands. Að sögn Eggerts Ásgeirssonar framkvæmdastjóra Rauða krossins hefur mjög dregið úr ferðum fólks yfir landamærin en búist er við breytingum á því þá og þegar. Brynjólfur Bjarnason Brynjólfur Bjarna- son endurkjörinn formaður félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga BRYNJÓLFUR Bjarnason var endurkjörinn formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræð- inga á aðalfundi félagsins 29. nóvember sl. Aðrir í stjórn eru: Tryggvi Pálsson varaformaður, ólafur Karlsson gjaldkeri, Páll Bragi Kristjónsson ritari, Björn Björnsson form. fræðslunefndar, Þórður Friðjónsson form. kjara- nefndar og Geir Haarde með- stjórnandi. I skýrslu formanns um starf- semina undanfarið ár kom fram að alls voru haldnir sex félags- fundir á síðasta starfsári um ýmis mál. Þá er unnið að löggildingu starfsheitanna viðskiptafræðing- ur og hagfræðingur og liggja fyrir drög að lögum þar að lútandi. Á árinu var framkvæmd launakönn- un hjá félagsmönnum og er fyrir- huguð að önnur könnun verði gerð á næsta ári. í félaginu eru nú 672 meðlimir. Þingmenn Sjálístæðisílokks: Grasköggla- verksmiðjur á Norðurlandi PÁLMI Jónsson, Lárus Jónsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Halldór Blönd- al, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar um graskögglaverksmiðj- ur. Gerir tillagan ráð fyrir því að hraðað verði upp- byggingu graskögglaverk- smiðja í Hólminum í Skagafirði og Saltvík í S-Þingeyjasýslu, þann veg, að þær geti tekið til starfa 1981 og 1982. Fjár til framkvæmda verði aflað með framlögum úr heima- héruðum, framlagi á fjár- lögum og lánsfé. Flutningsmenn benda á að stór- efling fóðuriðnaðar sé rökrétt við- bragð við afleiðingum harðinda, sem gengið hafa yfir landið, eink- um norðanvert. Hér sé og stefnt að eflingu innlendrar atvinnu- starfsemi, jafnhliða því að dregið verði úr gjaldeyriseyðslu vegna fóðurvörukaupa. Tillögunni fylgir löng og ítarleg greinargerð. Opnunartími skíðalyftanna SKÍÐALYFTUR Bláfjallanefnd- ar og lyftan í Hveradölum verða opnar frá klukkan 11—22 í dag, en á morgun, laugardag, og sunnudag frá 11—18. Ferðir verða klukkan 10 frá Umferðarmiðstöðinni og taka bílarnir farþega á venju- legum stöðum. Nánari upplýs- ingar um skíðalyfturnar og færi er að fá í síma 25582.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.