Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979 5 Steingrímur Hermannsson: Yerðbólgan 1980 verði 37 til 38% og kaupmátt- arskerðingin 5 til 6% „í ÁRSLOK 1980 ætti verðbólgan að vera komin niður í 37—38% á ársgrundvelli samkvæmt tillög- um framsóknarmanna, en ekki 40 til 45 eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu,“ sagði Stein- grímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins i ræðu á Alþingi í gær. Sagði Steingrímur, að þetta þýddi að hraði verðbólgunnar yrði kominn mun neðar, eða í um 30 til 33%, og í lok ársins 1981 yrði hún komin niður í 20% á ársgrund- velli. Þá sagði Steingrímur, að kaupmáttarskerðingin á árinu 1980 yrði samkvæmt útreikning- um Þjóðhagsstofnunar 5—6%, og 3% árið 1981, en ef tillögur framsóknarmanna næðu fram að ganga yrði hún 4,5% 1980 en óskert 1981. Skutu að konu með loftriffli Á MÁNUDAGSKVÖLD varð sá atburður, að tveir 15 ára piltar skutu af loftriffli að konu, sem var á gangi fyrir framan fjölbýl- ishúsið Ljósheimar 8. Lenti riff- ilkúla í hálsi konunnar rétt fyrir neðan annað eyrað og blæddi mjög úr sárinu. Konan var flutt á slysadeild Borgarspitalans, þar sem kúlan var fjarlægð og gert að meiðslum konunnar. Piltarnir tveir náðust, en þeir höfðu staðið á svölum á þriðju hæð fjölbýiishússins er þeir skutu að konunni. Það hefur gerst áður að unglingar hafi leikið þann stórhættulega leik að skjóta að fólki með loftrifflum. Hljómplata frá „Sumar- tónleikum“ KOMIN er út ný hljómplata með Manuelu Wiesler flautuleikara og Helgu Ingólfsdóttur sembal- leikara. Platan var tekin upp í Skálholtskirkju i nóvember sl. og ber nafnið Sumartónleikar í Skálholtskirkju. Þær Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir hafa undanfarin 5 sumur staðið fyrir reglulegu tón- leikahaldi í kirkjunni. Eru á plötunni sónötur eftir Johann Sebastian Bach og Georg Fried- rich Hándel og tvö ný íslensk verk samin fyrir Manuelu og Helgu til flutnings á Sumartónleikunum. Eru það verkin Stúlkan og vindur- inn eftir Pál P. Pálsson og Sumar- mál eftir Leif Þórarinsson. Tón- listarkonurnar standa sjálfar að útgáfu plötunnar, en Fálkinn hf. sér um dreifingu hennar. Launakröfur BHM: Krefjast samn- inganna í gildi BANDALAG háskólamanna hef- ur lagt fram kröfur, sem fela í sér að samningarnir frá 1. nóv- ember 1977 taki gildi i áföngum. Launakröfur bandalagsins eru um að laun hækki um 9% frá 1. nóvember 1979, um 5% frá 1. maí 1980 og 5% frá 1. nóvember 1980. Samtals er því launakrafan rúm- lega 20%. í fréttatilkynningu frá BHM, þar sem frá þessari kröfu- gerð er skýrt segir: „Hinn 1. ágúst s.l. sagði launa- málaráð Bandalags háskólamanna Svefneyjar nú óbyggðar Miðhúsum, A-Barð., 18. desember. FYRIR skömmu flutti Nikulás Jensson oddviti Flateyjar- hrepps og allt hans fólk til Svíþjóðar og ætla þau að gerast innflytjendur. Samkvæmt manntali 1. desember 1978 taldi Svefneyjaheimilið 12 manns og þá voru búsettir í Flateyjarhreppi aðeins 42. Við oddvitastörfum tók Hafsteinn Guðmundsson bóndi í Flatey. Svefneyjar eru þá úr byggð, en hins vegar er búið allt árið í Flatey, Skáleyjum og Látrum. — Sveinn upp kjarasamningi sínum við fjár- málaráðherra, í samræmi við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og lagði fram kröfugerð um nýjan aðal- kjarasamning. Ekki voru þó lagð- ar fram launakröfur, en áskilinn réttur til að leggja þær fram síðar. Á fundi sínum 14. desember s.l. samþykkti launamálaráð BHM að leggja fram eftirfarandi launa- kröfur: „Föst laun hækki um 9% frá 1. nóvember 1979, 5% frá 1. maí 1980 og 5% frá 1. nóvember 1980.“ Kröfur þessar fela í sér að samningarnir frá 1. nóvember 1977 taki gildi í áföngum. Verð- bótavísitalan hefur sem kunnugt er verið skert verulega á samn- ingstímabilinu, vegna félagsmála- pakka, viðskiptakjararýrnunar, niðurfellingar verðbótaviðauka og olíustyrks og nemur þessi skerð- ing samtals 16,6% og þurfa laun því að hækka um 20,1% til að bæta hana. Hér er því ekki um að ræða neina kröfu um hækkun frá síðustu samningum, heldur ein- ungis krafa um að þeir taki gildi og er þessi krafa sett fram í trausti þess að verðbætur verði ekki skertar umfram það sem gildandi lög gera ráða fyrir. TorgíÖ efst á blaöi, þegar fariö er í bæinn til fatakaupa! Herraföt frá kr. 75.300 Mokkajakki kr. 126.000 Lúffur kr. 5.800 Mokkahúfa kr. 8.900 Náttsloppur kr. 28.800 Háirduffys skór, loðfóðraóir frá kr. 28.700 Lágir Duffys skór, loðfóðraðir frá kr. 19.950 Austurstræti 10 sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.