Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
RLR falin rann-
sókn á óspektum
á Sauðárkróki
SAMKVÆMT beiðni sýslu-
mannsins á Sauðárkróki
munu þrír rannsóknarlög-
reglumenn frá Rannsókn-
arlögreglu ríkisins fara í
dag til Sauðárkróks til að
yfirheyra hóp unglinga,
sem gerði aðför að lög-
Haukur er
í efsta sæti í
Stokkhólmi
HAUKUR Angantýsson, sem
þessa dagana teflir á Rilton
Cup-mótinu í Stokkhólmi, hef-
ur staðið sig mjög vel það sem
af er mótinu. Fyrir sjöundu
umferð sem tefld var í gær
hafði Ilaukur 5V4 vinning af 6
mögulegum. Skákin í gær fór
svo í bið og sagði Haukur í
samtali við Mbl. að hún væri
jafnteflisleg.
Tvær umferðir eru nú eftir á
mótinu og sagði Haukur að ef
biðskákin endaði í jafntefli ættu
einn eða tveir keppendur mögu-
leika á að ná honum að vinning-
um þannig að keppnin um sigur
væri mjög hörð.
reglustöðinni á staðnum á
gamlárskvöld og olli mikl-
um spjöllum.
í frétt frá fréttaritara Mbl. á
staðnum segir svo um atburð
þennan:
Nú gerðist það nokkru eftir
klukkan 21.00 á gamlárskvöld að
hópur unglinga gerði aðsúg að
lögreglustöðinni í Suðurgötu.
Brotnar voru átta rúður í stöðinni
og kastað þar inn flugeldum og
kínverjum. Fylltist allt af reyk svo
kalla varð á slökkviliðið, en bruna-
skemmdir urðu óverulegar. Var
ljótt um að litast innan dyra,
grjóthnullungar, glerbrot og ann-
að drasl um borð og bekki og
brunaskemmdir á gólfi.
Að sögn Jóns Halls Jóhannsson-
ar yfirlögregluþjóns var kvöldið
annars friðsælt og óspektir óveru-
legar að undanskildu því sem áður
er sagt frá.
Sauðárkróksbúar eru umburö-
arlyndir og líta það mildum aug-
um að fólk geri sér eitthvað til
gamans um áramót, framyfir það
venjulega, en mörgum finnst að of
langt sé gengið, þegar verðmætum
er spillt og jafnvel hætta á
slysum. Unglingar hér eru yfir-
leitt hið prúðasta fólk og eru
lausir við skemmdarfýsn, en ein-
hvern veginn virðast áramótin
fara öfugt í suma hvað sem veldur.
- Kári.
Karl Jóns-
son læknir
er látinn
KARL Jónsson læknir í Reykjavík
er látinn áttatíu og fimm ára að
aldri, en hann var fæddur að
Strýtu í Hálsaþinghá 6. nóvember
1896.
Karl var stúdent 1919 og lauk
síðan kandídatsprófi í læknisfræði
árið 1925 frá Háskóla íslands. Karl
var síðan við framhaldsnám á
ýmsum stöðum auk starfa sinna
sem læknir.
Hann fékk viðurkenningu sem
nuddlæknir árið 1930 og hóf uppfrá
því læknisstörf í Reykjavík. Arið
1957 varð hann sérfræðingur í
Karl Jónsson læknir.
gigtarlækningum við Heilsuhælið í
Hveragerði.
Barishnikov
Rætt við Vladimir Ashkenazy
„AF OKKUR er allt gott að
frétta. Við höfum notið jólaleyfis-
ins eins og bezt varð á kosið, —
það er alltaf ánægjulegt að koma
til Islands,“ sagði Vladimir Ash-
kenazy þegar Morgunblaðið átti
tal við hann í gær. Ashkenazy fór
utan i morgun, áleiðis til Stokk-
hólms, þar sem hann stjórnar
hljómleikum sænsku útvarps-
hljómsveitarinnar á sunnudaginn
kemur. Síðan er förinni heitið til
Sviss, en þar hefur fjölskyldan
verið heimilisföst frá því í fyrra.
Um helztu verkefni sín um
þessar mundir sagði Ashkenazy:
„Ég hef mikiij verið við hljóm-
sveitarstjórn að undanförnu og
kann því mætavel. Aðallega hef ég
starfað með Fílharmóníuhljóm-
sveit Lundúna, — er til dæmis
nýkominn úr hljómleikaför með
hljómsveitinni til Vestur-Þýzka-
lands og Austurríkis. Þótt hljóm-
sveitarstjórn taki sífellt meira af
tíma mínum þá er langt í frá að ég
hafi snúið baki við píanóinu."
„Hvenær er næst von á þér til
íslands?"
„Ekki fyrr en um næstu jól. Ég
er búinn að binda mig þangað til.“
„Hvernig líst þér á listahátíðina,
sem haldin verður hér á vori
komanda?"
„Mjög vel. Ég er ánægður með að
hafa fengið tækifæri til að leggja
fram minn skerf til að hún megi
verða sem allra bezt, og ég er
sannfærður um að hún verður ekki
síður glæsileg en hinar fyrri. Þegar
er vitað um marga frábæra lista-
menn, sem koma, nema eitthvað
óviðráðanlegt komi fyrir, en það er
ýmislegt í deiglunni, sem réttara
er að forráðamenn hátíðarinnar
skýri frá sjálfir, en ég get sagt frá
því að ég er að reyna að fá hinn
heimsfræga dansara Barishnikov
til að koma á hátíðina. Enn er
óljóst hvernig það fer, en það er
Ljósmynd Mbl. Emilia.
FYRSTU BÖRN ÁRSINS í REYKJAVÍK — Fyrsta barn ársins í Reykjavík fæddist um klukkan 2.15 á
nýársnótt og er það litla stúlkan t.v. á myndinni. — Um klukkan 18.12 á nýársdag leit svo drenghnokkinn
t.h. á myndinni dagsins ljós.
Metframleiðsluár hjá SH:
30% framleiðslu-
aukning á sl. ári
Framleiðsla á karfa jókst um nær 77% á árinu
ÁRIÐ 1979 var metár 1 framleiðslu
frystihúsa í Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna að sögn Guðmundar
H. Garðarssonar blaðafulltrúa. Við
uppgjör sem við gerðum 15. des-
ember s.I. var heildarframleiðslan
komin i riflega 105 þúsund tonn og
má búast við að hún nái um 110
þúsund tonnum á móti tæplega 83
þúsund tonnum 1978, þannig að
um er að ræða ríflega 30% fram-
leiðsluaukningu hjá okkur,“ sagði
Guðmundur ennfremur.
„Uppistaðan í framleiðslu frysti-
húsanna er þorskur og voru á s.l. ári
samtals framleidd um 45 þúsund
tonn af þorskafurðum á móti 44
þúsund tonnum árið 1978.
Það stefnir allt í nokkuð mikla
aukningu á framleiðslu ufsa og
miðað við uppgjörið frá 15. desem-
ber var búið að framleiða ríflega
10645 tonn á móti ríflega 8250
tonnum árið 1978, þannig að alls
nam aukningin milli ára um 29%.
Þá hefur orðið gífurleg aukning á
framleiðslu karfaafurða. Á s.l. ári,
þ.e. fram til 15. desember var búið
að framleiða 11330 tonn af karfa á
móti aðeins 6414 tonnum árið 1978,
þannig að alls nemur framleiðslu-
aukningin þar um 77%,“ sagði
Guðmundur.
Þá kom fram hjá Guðmundi að
útflutningurinn nam alls um 100
þúsund tonnum, sem er það mesta í
sögu Sölumiðstöðvarinnar, auk þess
sem framleiðslan hefur aldrei verið
meiri eins og áður er getið. Hrað-
frystihús Útgerðarfélags Akureyr-
inga var það hús sem mest fram-
leiddi eða ríflega 6 þúsund tonn, auk
þess sem húsið hefur fengið verð-
laun fyrir að vera með beztu afurð-
irnar sem seldar eru hjá Coldwater
systurfyrirtæki Sölumiðstöðvarinn-
ar í Bandaríkjunum.
Þá hafði Mbl. samband við Eyjólf
Isfeld Eyjólfsson framkvæmda-
stjóra Sölumiðstöðvarinnar og innti
hann eftir markaðshorfum á mörk-
uðum fyrirtækisins á hinu nýbyrj-
aða ári. — „Markaðirnir hafa verið
mjög stöðugir á undanförnum mán-
uðum og ég hygg að svo verði áfram
í ár,“ sagði Eyjólfur ísfeld.
Sigurður Jónsson
verkfræðingur látinn
Sigurður Jónsson verkfræðingur
lést í Reykjavík á gamlársdag
áttræður að aldri. Hann fæddist
18.júní 1899 að Ærlækjarseli í
Axarfirði, sonur hjónanna Sigur-
veigar Sigurðardóttur og Jóns
á listahátíð?
Vladimir Ashkenazy
sem sagt ekki útilokað að hann
komi, þótt það sé verulegum erfið-
leikum bundið."
„Hvað er að frétta af syni ykkar,
sem slasaðist í Grikklandi í
sumar?"
„Hann er ekki búinn að ná sér
alveg, en er á góðum batavegi. Ég á
enn í útistöðum vegna þess máls í
Grikklandi, en nýlega fékkst
niðurstaða opinberrar rannsóknar,
sem heilbrigðismálaráðherra þar í
landi fyrirskipaði til að úr því
fengizt skorið hvað hæft væri í
staðhæfingum mínum um hneyksl-
anlega vanrækslu af hálfu grísku
heilbrigðisþjónustunnar í sam-
bandi við málið. Niðurstaða
Grikkjanna varð sú, að drengurinn
hefði fengið ekki síðri læknisað-
stoð en völ væri á í öðrum
Evrópuríkjum, en þegar mér bár-
ust svo skýrslur sem þessi niður-
staða grundvallaðist á, kom í ljós,
að þær voru alls ekki í samræmi
við staðreyndir málsins. Það er
óttalega leiðinlegt að standa í
svona karpi, en á hinn bóginn
finnst mér ekki sæmandi að láta
vanrækslu af þessu tagi viðgangast
án þess að hreyfa andmælum og
skýra frá málavöxtum, — það má
ekki minna vera.“
Gauta Jónssonar bónda á Gaut-
löndum.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1922 og prófi í byggingarverkfræði
frá NTH í Þrándheimi árið 1926.
Hann var bæjarverkfræðingur á
Akureyri 1926—1928 og verkfræð-
ingur hjá Kampmann, Kierulff og
Saxild í Kaupmannahöfn árin
1928—1932. Á þessum árum hafði
hann yfirumsjón með ýmsum hafn-
arframkvæmdum hér á landi m.a. í
Reykjavík.
Arið 1932 var hann ráðinn for-
stjóri Slippfélagsins í Reykjavík og
gegndi hann því starfi til ársins
1968. Hann stóð á þessum árum
fyrir mikilli uppbyggingu fyrirtæk-
isins þ.á m. byggingu fimm dráttar-
brauta.
Sigurður Jónsson.