Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 25 Jómfrúrræða Birgis ísl. Gunnarssonar: Rekstrargrimdvöllur RARIK verði tryggður — án skattlagningar í raforkuverði Birgir ísleifur Gunnarsson (S) alþingismaður flutti sína fyrstu þingræðu í umræðu um verðjöfn- unargjald á raforku. Hún fer í heild hér á eftir. Bráðabirgðaskattur í tilefni af því frv. sem hér liggur fyrir langar mig til þess að segja örfá orð og lýsa nokkuð afstöðu minni til verðjöfnunar- gjalds. Hér er gert ráð fyrir því að sú hækkun verðjöfnunargjalds sem samþykkt var á Alþ., fyrir um ári síðan, úr 13% í 19% haldi áfram og gildi fyrir árið 1980. Þessi hækkun verðjöfnunargjalds var mikið deilumál og reyndar tvísýnt um úrslit þess þó að það hafi á endanum verið samþykkt. Gjald þetta var upphaflega og reyndar enn sett til þess að standa undir halla á RARIK og hefur farið smáhækkandi eftir því sem fjár- hagsvandi RARIK hefur aukist. Þó hefur alltaf verið litið á þetta verðjöfnunargjald sem brb.skatt, hann hefur verið framlengdur frá ári til árs. og oft a.m.k., ég segi ekki alltaf, hafa fylgt því yfirlýs- ingar um að nú eigi að taka fjárhag RARIK til endurskoðunar þannig að ekki sé lengur nauðsyn á því að leggja sérstakan skatt á almenna raforkusölu í landinu til zð standa undir þessum halla- rekstri. Vandi, sem leysa á öðruvísi öðrum skuldum og reka síðan fyrirtækið á þann hátt að það geti staðið undir sér eins og ég tel að hljóti að vera markmið með öllum þeim fyrirtækjum sem eru eign ríkisins og hafa sjálfstæðan fjár- hag og sjálfstæðar tekjur. Eg hef trú á því að með slíkri aðferð sé hægt að ná tiltölulega jöfnu raforkuverði um land allt og ekki síst þegar að því kemur, sem nú er skammt undan vegna sam- tengingar raforkukerfisins að framleiða raforku með olíu mun nær hverfa nema í neyðartilvik um. Heitið öf ugmæli Það er mjög margt sem mælir gegn slíku gjaldi eins og verðjöfn- unargjaldið er. í fyrsta lagi er orðið verðjöfn- unargjald öfugmæli því að þeir neytendur, sem hæst raforkuverð greiða, greiða hæst verðjöfnun- argjald vegna þess að það er lagt á sem prósenttala ofan á raforku- verðið. En að vísu má segja á móti að þær tekjur sem gjaldið gefur, komi þá í veg fyrir frekari hækk- anir hjá þeim sem hæstu gjöldin bera. í öðru lagi, og það tel ég nú kannski mikilvægasta þátt þessa máls, þá er skattheimta á raforku- sölu hér á landi komin fram úr öllu hófi. Það er greiddur sölu- skattur af raforku, 22% og nú verðjöfnunargjald 19% og slík skattlagning á raforkusölu þekkist hvergi, a.m.k. ekki í þeim löndum þar sem ég hef aflað mér upplýs- Birgir tsl. Gunnarsson inga um. Og slíkt gjald kemur mjög illa við atvinnuvegi þjóðar- innar, einkum iðnaðinn. Raforku- kostnaður er mikill þáttur í rekst- urskostnaði margra iðnfyrirtækja en slík skattlagning skerðir að sjálfsögðu samkeppnisaðstöðu okkar iðnaðar gagnvart iðnaði annarra landa sem íslenskur iðn- aður þarf að keppa við. í þriðja lagi er hér um algeran neysluskatt að ræða, allir þurfa sitt rafmagn, bæði til heimilis- halds og til annarra þarfa og hann kemur því niður á öllum lands- mönnum og ég tel því að það séu einnig rök gegn slíku gjaldi. I fjórða lagi vil ég benda á að okkur hér í Reykjaví, hefur fund- ist það einkennilegt að í mjög mörg ár hafa verðlagsyfirvöld, sama hvaða ríkisstj. hafa átt hlut að máli reynt að halda niðri verðlagi á raforku hér í Reykjavík, synjað árum saman hvað eftir annað eðlilegum hækkunarbeiðn- um frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur með þeim afleiðingum að Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur verið knúin til að taka erlend lan sem aftur hafa leitt til þess að nú hvíla á því fyrirtæki þungir vextir og þungar afborganir af erlendum lánum og í rauninni er rafmagns- verð nú hér í Reykjavík hærra en vera þyrfti ef á hverjum tíma hefði verið farið eftir óskum Rafmagnsveitu Reykjavíkur um eðlilegar hækkanir. Afstaða Reykjavíkur- borgar og SÍR En okkur hefur fundist það einkennilegt að a sama tíma, sem verðlagi á raforku hefur verið haldið niðri á þennan hátt, að þá skuli hafa verið talið eðlilegt að leggja sérstakan skatt á þetta rafmagnsverð til þess að jafna, eins og það er kallað, verðlagningu raforku um landið. Ég vil líka benda á að Samband ísl. rafveitna, en það eru samtök allra rafveitna sem starfa á land- inu, hefur algjörlega lýst sig andvígt slíkri skattlagningu og sent um það mörg erindi til hv. Alþ. þegar þessi mál hafa hér verið til umræðu. Og ég vil ennfremur geta þess að borgar- stjórn Reykjavíkur og borgarráð hefur mjög eindregið lýst and- stöðu sinni gegn þessu gjaldi og hafa þar allir borgarfulltrúar sameinast, hvar í flokki sem þeir standa. Boð, sem var hafnað Þó að þetta gjald hafi verið lagt á sem brb.skattur frá ári til árs hafa málefni RARIKs ekki verið tekin neinum tökum og menn alltaf staðið frammi fyrir því ár eftir ár, í lok hvers árs, að nauðsynlegt sé að framlengja gjaldið, og jafnvel hækka til þess að leysa málefni RARIK. Ég ítreka því það sem ég sagði áðan að ég er andvígur verðjöfnunar- gjaldi eins og þessu og get því ekki samþykkt það þegar það kemur til atkvgr. hér í þessari hv. d. Ég mun gera nánari grein fyrir minni afstöðu í iðnn. Ég geri mér grein fyrir því að það er viss ábyrgðar- hluti að ætla sér að stöðva fram- gang þessa máls hér á hv. Alþ. nú í lok ársins vegna þess að allt hefur verið látið reka á reiðanum eins og ég gat um varðandi málefni RARIK og þegar hið sérkennilega pólitíska ástand sem hér ríkir er haft í huga, m.a. með þeim afleiðingum að enginn fjárl. eru nú til afgreiðslu, þá er það nokkuð viðurhlutamikið að þetta mál fái ekki einhverja afgreiðslu hér í þinginu. Ég minni á að fyrir ári síðan þegar þetta gjald var hér til umræðu þá voru allmargir þm. sem buðust til þess að leysa málið á þann hátt að þær tekjur sem hækkun verðjöfnunargjaldsins úr 13% í 19% myndu gefa, að það yrði tekið af fjárlögum og sam- vinna tekin upp við þáv. hæstv. ríkisstj. um þá niðurskurð á fjár- lögum á móti. En því boði var ekki tekið. Ég vildi láta þessar aths. koma hér frain strax við 1. umræðu um þetta mál en mun nánar gera grein fyrir afstöðu minni í iðnn. þessarar hv. d. þegar málið kemur þangað. Ég læt það koma hér fram að ég er andvígur þessu verðjöfnunar- gjaldi eins og það er byggt upp. Sú andstaða byggist á þeirri skoðun að fjárhagsvanda RARIK eigi að leysa á annan hátt en með al- mennri skattlagningu á raforkú- sölu. Ég met mikils það hlutverk RARIK að dreifa orku um hinar dreifðu byggðir landsins en við gerum okkur allir grein fyrir því að vegna strjálbýlis og landshátta er vonlaust að margar þær fram- kvæmdir sem RARIK leggja út í geti staðið undir sér. En ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þær framkvæmdir sem RARIK leggja í og flokkast undir félagslegar framkvæmdir, þ.e.a.s. eru ekki arðbærar, að undir þeim eigi að standa með óafturkræfum fram- lögum úr ríkissjóði til RARIK. Það er óeðlilegt að halda áfram stöðugum lántökum til óarðbærra framkvæmda og hlaða þannig skuldum á skuldir ofan hjá RARIK.Ég tel að fjárhagsvanda RARIK eigi að leysa með því að greiða sundur hinar miklu skuldir fyrirtækisins, gera mun á skuld- um vegna óarðbærra fram- kvæmda og þær skuldir eigi ríkissjóður að taka á sig, en RARIK síðan að standa undir Ræktun SÞ herja á tóbaksjurtina Baráttunni gegn tóbaksreykingum linnir ekki. Hafa Sameinuðu þjóðirnar nú hvatt þau ríki, sem stunda tóbaksrækt og eru 120 talsins, til að draga verulega úr henni og snúa sér að annars konar ræktun. Barátta þessi hefur verið skipulögð af tveim stofnunum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðismálastofnunni (WHO) og Matvæla og landbúnaðarsamtökunum (FAO). Samdráttur í tóbaksræktun myndi hafa mjög alvarlegar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar einkum fyrir hinar fátækari þjóðir í Afríku. Tilgangur Sameinuðu þjóðanna er hins vegar sá að sanna, að ýmislegt muni vega upp á móti fjárhagslegu tjóni tóbaksræktenda, svo sem minnkandi kostnaður við meðferð sjúkdóma sem eru bein eða óbein afleiðing tóbaksreykinga. WHO hefur farið þess á leit við hinar ríku þjóðir heims, að þær hætti að veita þróunarlöndunum aðstoð með því að gefa þeim tóbak, en slíkt hefur lengi viðgengist á alþjóðlegum vettvangi. WHO viil einnig stemma stigu fyrir það, að tóbak, sem inniheldur mikla tjöru og er ósöluhæft í iðnríkjum vegna strangra heilbrigðisreglugerða, sé flutt út til þróunarlandanna. En mörg vandamál varðandi þessa baráttu Sameinuðu þjóðanna eru enn óleyst. Frumkvöðlar hennar viðurkenna að bæta þurfi aðgerðir til þess að aðstoða forfallna reykingamenn, þannig að þær svari kostnaði og verði almennt viðurteknar. Þarna þurfa að koma til skjalanna ýmsir þættir iyfja- og sálarfræði, og margs konar verkefni bíða úrlausnar. Einnig þarf að ganga úr skugga um, hvað er heppilegast að taka til ræktunar í stað tóbaksplantna á hverjum stað, hvernig búa má í haginn fyrir þá, sem hafa atvinnu af þessari grein og hvaða efnahagsúrbætur koma helzt til greina. Sérfræðingar telja, að tóbaksneyzla fari nú dvínandi á meðal ríkari þjóða heims, og verði sú þróun hægfara en áframhaldandi. Á hinn bóginn hafi tóbaks- neyzla í þróunarlöndunum farið ört vaxandi og hafi þar skapast mikill markaður fyrir tóbaksfyrirtækin. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Til sölu lítil tóbaks- og sælgætisverzlun. Tilboð sendist Morgunblaöinu tyrir 6. jan. merkt. „Janúar — 4965." Húsasmiöi vantar Flest kemur til greina. Uppl. í síma 45653. ST:. ST:. 5980165 — I — Rh. Tilkynnið þátttöku í □ 3. og 4. janúar kl. 5—7, og gr. f. máls- verö. UTIVISTARFERÐIR Fimmtudag 3.1. kl. 20 Tungltkinsganga um Búrfells- gjá. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Verö 2000 kr. Frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.Í. benzínsölu (í Hafnarf. v. kirkju- garöinn). Útivist. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ungt fólk syngur undir stjórn Clarence Glad. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 8 jólafagnaður heim- ilasambandsins. Allir velkomnir. Óháöi söfnuðurinn Jólatrésfagnaöur fyrir börn n.k. laugardag 5. janúar kl. 3 í Kirkjubæ. Aögöngumiöar viö innganginn. Kvenfélag Hallgrímskirkju Janúarfundurinn fellur niöur. Stjórnin. ■ GEÐVERNDARFtLAG ISLANOS*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.