Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 27 Gunnar lokaði millihurðinni og stakk sverum nagla, sem hékk í bandi, í rifu svo hurðin hélst lokuð. Hann kveikti á rafmagns- ofninum og nuddaði saman lúkum, greip teak-kubb og handlék. Svo opnaði hann fyrir útvarpið, mannrödd heyrðist eftir dálitla stund, harmonikkuspil, svo prump. Gunar barði í útvarpið. Þá þagnaði það. „Andskotans drasl.“ Gunnar sagaði stubb af planka úr brenni, velti honum fram og til baka, teiknaði á hann með blýanti. Brátt setti hann kubbinn í skrúfstykkið og byrjaði að hefla, raspa, blóta og hrósa sjálfum sér. Næstu kvöld fram að jólum var hann í skúrnum. Úr skúrnum glumdi dægurtónlist frá transis- tortæki og ljósið úr glugganum lýsti á snjóinn í rabbarbaragarð- inum. „Ertu að sfníða eitthvað úti í skúr,“ sagði móðir hans. „Nei. Nei. Ég er bara að klára að smíða böndin í nýja bátinn." Klukkan sex á aðfangadags- kvöld borðuðu Gunnar, faðir hans og móðir jólamatinn; svínasnitsel með rauðkáli og brúnuðum kart- öflum. I eftirmat var möndlubúð- ingur með þeyttum rjóma. Með matnum var jólaöl og rauðvín. Þau sátu við sporöskjulagað eikar- borð, á því var hvítur dúkur og koparkertastjaki með fimm kert- um. I stofuglugganum var ljósa- sería. Víð gluggann stóð gervi-jólatré og pakkar upp við fótinn. „Svakalega er þetta svínakjöt saðsamt." „Þú þarft nú eki að borða svona hratt.“ Þarna voru tvær samliggjandi stofur. Skeinkur, skápur með glerhurð, pendúl-klukka, stand- lampi með stórum skerm með kögri var í annarri en í minni stofunni var sófi, innskotsborð og stólar með útsaumuðu áklæði. Ljós var á hverri peru. Veggir höfðu verið skrúbbaðir og nýjar gardínur settar upp. Gunnar var klæddur ljósgráum jakkafötum, svartri skyrtu og með blágrátt silkibindi. Móðir hans angaði af ilmvatni, með nýlega hárlagningu, í samkvæmiskjól. Gamli maður- inn var nýgreiddur, glansandi í framan, í gráköflóttum jakkaföt- um og með mjóa slaufu. Það skipti engu hver fékk möndlupakkann, þau borðuðu öll sælgætið úr hon- um. Gunnar hjálpaði móður sinni við að bera leirtauið inn í eldhús, faðirinn gekk um gólf og púaði vindil. Óhreint leirtau hrúgaðist upp í eldhúsinu. Þau voru fimm systkinin, Gunnar var yngstur. Ein systirin hafði fyrir sið að koma á aðfangadagskvöld og biðu þau þrjú með að opna pakkana þangað til. Loks var dyrabjöllunni hringt. Faðirinn fór til dyra, einhver kom inn og stappaði af sér snjó. „Við ætluðum aldrei að komast, búin að vera hálftíma á leiðinni". „Er svona léleg færð?“ „Það er blindbylur á Hafnar- fjarðarveginum. Margir bílar hafa verið skildir eftir“. „Jæja. Gleðileg jól“. „Gleðileg jól“. Útihurðinni var skellt. Inn höfðu komið kona á miðjum aldri með ljóst hár og bauga undir augum, dökkhærður maður með snöggklippt yfirvaraskegg og ung stúlka. Fólkið kyssti hvert annað. Nokkru seinna sátu þau öll í litlu stofunni, á innskotsborðum vorurauðvínsglös, sælgætisshár og bauga undir augum, dökkhærður maður með snöggklippt yfirvar- askegg og ung stúlka. Fólkið kyssti hvert annað. Nokkru seinna sátu þau öll í litlu stofunni, á innskotsborðum voru rauðvínsglös, sælgætisskálar og vindlar í öskubökkum. Um- búðapappír í kjöltu flestra. Stúlk- an las á pakka og færði. Sáust gleðibros og glampar ía augum. Karlmennirnir höfðu fengið bæk- ur og vindlakassa, konurnar bað- vigtar eða útflúraða diska til að hengja upp á vegg. Gunnar fékk handklæði, þrjár drykkjarkönnur og bók. „Nei. Sjáið hvað ég fæ frá Gunnari", sagði móðirin og sýndi staut úr eik, fínpús°aðan og glær- lakkaðan, sem passaði undir svert kerti sem hún hélt mikið upp á. „En flott". Stúlkan fékk brauðbretti. Það var smíðað úr furu og brennt með gaslampa, burstað með vírbursta á eftir, með handfangi og minnti á ristað brauð. „Þú getur notað þetta í búið, þegar þar að kemur", sagði Gunn- ar með stríðnisbros á vör. „Ó, guð. Hvað fæ ég?“ sagði systirin og lyfti trésleif úr teaki, með bognu haldi, upp úr umbúða- pappírnum, borað var gat í end- ann svo að hægt væri að hengja hana upp. „Sniðugt hjá þér að smíða jóla- gjafir handa okkur". Gunnar fékk kossa á kinn. Faðirinn var að bjástra við einhvern hlut. „Hvað ert þú með þarna? Tóti“, sagði móðir Gunnars og þau horfðu á gamla manninn. „Neftóbakspontu", sagði gamli maðurinn brosandi og sýndi pontu úr birki. Pontan var nær hringlaga, flöt með tveimur töppum, annar stærri. Grópað var fyrir töppun- um svo þeir stæðu ekki út. Hún fór vel í lófa var fínpússuð og mjúk að strjúka. Pontan var látin ganga á milli manna. „Hvernig fórstu að hola hana að innan?" spurði mágur Gunnars og strauk pontuna. „Ég smíðaði hana í tvennu lagi, límdi svo saman". „Já. En það sjást engin sam- skeyti". „Ja, það verður ekki af þér skafið, drengur“, sagði móðir hans. „Þetta er ekki svo erfitt, maður á bara að reyna“, sagði Gunnar og strauk varlega rauða blöðru í lófanum. Horft var á aftansöng í sjón- varpi, biskupinn yfir Islandi mess- aði. Á gamlárskvöld var Gunnar að sniglast í eldhúsinu, gestir voru inni í stofu. Móðir Gunnars var að útbúa kaffi og kökur. Tómar serríflöskur stóðu á eldhúsborð- inu. Barnabörnin höfðu nýlega hlaupið út með gáska til að sjá er strákarnir kveiktu í brennunni. „Pabba þínum þykir svo vænt um pontuna að hann geymir hana undir koddanum á nóttunni", sagði móðir Gunnars. „Er það virkilega?“ Gunnar fór inn í svefnherbergi þar sem faðir hans stóð við gluggann og hafði lyft gardínun- um frá. Utar í götunni, á sjávar- kambi, logaði brenna, rauður glampi kom á andlit mannsins. Brak og brestir heyrðust í bálkest- inum þegar eldtungur læstust um trarkambi, logaði brenna, rauður glampi kom á andlit mannsins. Brak og brestir heyrðust í bálkest- inum þegar eldtungur læstur um trékassa og papparusl. Brennur loguðu á Álftanesinu; hinum meg- in fjarðarins. I næstu görðum voru krakkar með stjörnuljós og jókerblys, sumsstaðar loguðu eilífðarkerti. „Jæja, hvað segirðu þá?“ sagði Gunnar. „Allt fínt“. „Hvernig reynist pontan?" „Stórfín“. Gamli maðurinn tók pontuna úr rassvasanum og sló henni á hand- arbakið og myndaði hrauk. „Vilt þú í nefið?“ „Nei, takk“. Gamli maðurinn sogaði neftób- akið upp í aðra nösina á þunnu nefinu, burstaði afganginn af handarbakinu. Tóbak sat eftir á efrivörinni. „Hvers vegna notarðu ekki fínu pontuna sem afi smíðaði?" „Því þessi er betri". „Af hverju?" „Af því að þú smíðaðir hana“. Gunnar brosti. Flugeldi var skotið upp í næsta garði, eldglær- ingar sáust og það heyrðist hvin- ur. Gamli maðurinn kippist við. Þátturinn hefir tekið saman hvad er næst á dagskrá hjá nokkrum bridgefélögum og fer það hér á eftir: Barðstrendingafélagið Tveimur umferðum er lokið í aðalsveitakeppni félagsins og verður þriðja umferðin spiluð 7. janúar. Bæjarleiðir — BSR - Hreyfill Sjö umferðum er lokið í aðal- sveitakeppninni og verður 8. umferðin spiluð 7. janúar. Tafl- og bridgeklúbburinn Aðalsveitakeppni félagsins hefst 10. janúar n.k. Spilað verður í tveimur flokkum. Bridgefélag Reykjavíkur Board a Match-sveitakeppni hefst hjá félaginu 9. janúar. Bridgedeild Húnvetningafélagsins Aðalsveitakeppni félagsins hefst 9. janúar. Knattspyrnufélagið Fram — bridgedeild 9. janúar hefst sveitakeppni. Bridgefélag Reyðar- f jarðar og Eskif jarðar Sveitakeppni hefst 8. janúar. Bridgefélag Breiðholts Tvímenningur verður spilaður 8. janúar. Bridgefélag Akureyrar Níu umferðum er lokið í aðal- sveitakeppnini og verður 10. um- ferðin spiluð 6. janúar og 11. umferðin 8. janúar. Bridge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Bridgedeild Sjálfsbjargar Aðalsveitakeppni deildarinnar hefst 14. janúar. Bridgefélag Kópavogs Fyrir jól lauk 3ja kvölda tvímenningskeppni hjá Bridge- félagi Kópavogs. 24 pör tóku þátt í keppninni og var spilað í 2 riðlum. Sigurvegarar urðu Grímur Thorarensen og Guð- mundur Pálsson. Röð efstu para varð þessi: stig 1. Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 571 2. Haukur Hannesson — Valdimar Þórðarson 540 3. Sævin Bjarnason — Ragnar Björnsson 534 4. Sigrún Pétursd. — Valdimar Ásmundss. 523 5.-6. Birgir ísleifsson — Birgir Þorvaldsson 522 5.-6. Sigurður Thorarensen — Ragnar Stefánsson 522 7.-8. Jón Kristinn Jónsson — Þórir Sveinsson 519 7.-8. Óli M. Andreasson — Guðmundur Gunnl.s. 519 Ekki verður spilað yfir há- tíðirnar en starfsemi félagsins hefst að nýju fimmtudaginn 3. janúar með eins kvölds tvímenn- ingi. Spilað er í Þinghól, Hamra- borg 11, og hefst spilamennskan kl. 20.00. Bridgefélag kvenna. Á mánudaginn kemur hefst á ný starfsemi félagsins með aðal- sveitakeppni. Eru konur beðnar að tilkynna þátttöku sína í síma 17987 eða 17933 sem allra fyrst. Spilað er í Domus Medica og hefst keppnin kl. 19.30. Styrkið og fegrið líkamann DÖMUR OG HERRAR Ný 4ra vikna námskeiö hefjast 7. janúar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt yoga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki, eða þjást af vöðvabólgu. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Armanns Ármúla 32. ORDLAND NÝ CA. FRÁ BENCO Verð aðeins 108.340.- BENCO Bolholt 4. R. S: 91-84077 — 91-84077 P&T rtfiadofcewnr 7847A Ssr«» nr VOU.!\*e SOUEtC.H ORDLAND 01-800FW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.