Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
Deilur um krónur,
sem þjóðin á ekki til,
verður að setja niður
Áramótaávarp Benedikts Gröndal forsætisráðherra
Góðir íslendingar
Það fer vart á milli mála, að
tuttugasta öldin — öldin okkar
— verður talin ein hin stór-
brotnasta í gervallri sögu
mannsins.
Um þessi áramót líta margir
um öxl og íhuga áttunda áratug
aldarinnar, og sýnist sitt hverj-
um. Ef til vill líta einhverjir
fram um veg til þeirra tveggja
áratuga, sem eftir eru. Það er
ekki ástæðulaust, því yfirgnæf-
andi meirihluti núlifandi Islend-
inga á fyrir höndum að lifa árið
2000.
En lítum sjálfum okkur nær.
Við nútíma aðstæður er sjald-
an réttmætt að fullyrða, að eitt
ár hafi verið með öllu gott eða
með öllu illt. Tæknin og fjöl-
breytni mannlífsins sjá fyrir því,
sem Sveinbjörn Egilsson hafði
einfaldari og sannari orð um í
einu ljóða sinna:
Guð það hentast heimi fann
það hið blíða
hlanda stríðu.
Alit er f?ott, sem gjörði hann.
Til hins blíða á líðandi ári tel
ég fyrst, að hér á landi var næg
atvinna á sama tima sem millj-
ónir gengu atvinnulausar í
grannlöndum okkar. Sjávarafli
var mjög mikill, enda þótt veiðar
væru takmarkaðar til að hlífa
viðkvæmum fiskistofnum. Af-
urðaverð hélst gott og með
mikilli framleiðslu á flestum
sviðum hefur þjóðin án efa haft
meira að bíta og brenna þetta ár
en nokkru sinni fyrr.
En það hið blíða var blandað
stríðu. Hafís settist að landi og
harðindi voru í víðlendum hér-
uðum. Úti í heimi gerðust óvænt
tíðindi, sem á nýjan leik stór-
hækkuðu olíuverð, svo að þjóðin
beið mikinn skaða af.
Þegar á allt er litið, hefði
afkoma þjóðarbúsins átt að vera
þolanlega góð þetta ár, ef ekki
hefði geisað óðaverðbólga, sem
stofnaði öllu hinu í alvarlega
hættu og olli ómældum erfiðleik-
um.
íslendingar hafa lengi háð
harða Iífsbaráttu og oft átt við
hrikaleg náttúruöfl að etja. Enn
erum við peð á taflborði örlag-
anna, en jafnvel peð hafa áhrif á
skákina. Við ryðjum nýja vegi
um harðindasvæði; við ráðunist
gegn glóandi hrauni með
vatnsslöngum; jarðýtur ryðja
snjóskriðum burt — ogþjálfaðar
sveitir fara hvert sem er til
björgunar, ef mannslíf eru í
hættu.
En því rifja ég upp lífsþrótt
þjóðarinnar í baráttu gegn næst-
um ósigrandi náttúruöflum, að
skáldið sagði í sama kvæði:
Ilægt i logni hreyfir six
sú hin kalda
undiralda.
ver þvi ætið var um þig.
Sú undiralda, sem ég á við, er
hið innra ósamkomulag þjóðar-
innar og þær félagslegu og
sálrænu hættur, sem hún hefur
áskapað sér að mestu leyti sjálf.
Óeining og deilur settu mjög
svip sinn á landsstjórnina árið
1979. Samstarf í ríkisstjórn
rofnaði á haustdögum, og kallað
var til kosninga í byrjun vetrar í
fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar.
Bráðabirgðaríkisstjórn hefur
setið að völdum og reynt að sigla
framhjá boðum.
Eftir kosningar hófust fljót-
lega tilraunir til myndunar
ríkisstjórnar, sem enn hafa ekki
borið árangur. Allir góðviljaðir
menn óska lýðveldinu sem fyrst
nýrrar og varanlegrar stjórnar,
svo að upp verði tekin glíman við
þá stríðu, sem okkur verður
sjálfum um kennt, og styrkur
okkar verði óskertur í baráttu
við þau öfl, sem við fáum ekki
við ráðið.
Við lifum nú áramót stjórn-
árkreppu í landinu. Það er ekki í
fyrsta sinn, og hefur ræst úr
slíku áður fyrr. Ég treysti því, að
svo verði enn að þessu sinni.
Meðan við bíðum næstu ríkis-
stjórnar er ekki úr vegi að líta
nokkru nánar á þær æðstu
stofnanir þjóðfélagsins, sem nú
reynir hvað mest á.
Fyrsta grein stjórnarskrár
okkar hljóðar svo: „ísland er
lýðveldi með þingbundinni
stjórn."
Önnur grein er á þessa leið:
„Alþingi og forseti Islands fara
saman með löggjafavaldið. For-
seti og önnur stjórnvöld sam-
kvæmt stjórnarskrá þessari og
öðrum landslögum fara með
framkvæmdavaldið. Dómendur
fara með dómsvaldið.
Þessi grein mælir fyrir um
þrískiptingu valds innan lýð-
veldisins, svo að ekki verður um
villst. Hefur hugmyndin um
þrískiptingu valdsins verð rót-
gróin hér á landi, eins og víða
um heim, en hún er í raun réttri
arfur frá síðustu öld, sem bíður
vandlegrar endurskoðunar, eins
og margt annað í hinni fornfá-
legu stjórnarskrá okkar.
Hugmyndin um þrískipt vald
er eignuð franska aðalsmannin-
um Montesquieu, sem uppi var á
18. öld. Hann fékk þessa hug-
mynd í Bretlandi og hún hefur
hlotið mikla útbreiðslu af sögu-
legum ástæðum. En hún hefur
líka hlotið gagnrýni, og haldið er
fram, að Montesquieu hafi ger-
samlega misskilið breska pólitík,
einmitt þegar þingræði var að
festa þar rætur.
Dómsvaldið verður að sjálf-
sögðu að vera algerlega óháð, en
um hitt tvennt, löggjafavald og
framkvæmdavald, ríkir mikill
vafi í framkvæmd.
Viðkvæmustu stundir hvers
stjórnskipulags eru, þegar skipt
er um valdhafa. Slík skipti
standa nú yfir hér á landi, og
ekki fer á milli mála, að allt
veltur á því Alþingi, sem þjóðin
kaus í upphafi þessa mánaðar.
Og þingið hefur ekkert veiga-
Annáll Skagafjarðar 1979
Tíðarfar
Heildaryfirlit um tíðarfar árs-
ins 1979 er sagt: Að sumar hafi
ekki komið fyrr en' í október er
sæmilega tíð gerði þafum tíma.
Janúar var einn harðasti sem
komið hefir síðan 1918, aðeins
þrjá daga mánaðarins var frost-
laust en ekki var þó mikil fönn svo
að jörð fraus mikið. Febrúar
skilaði éljaveðrum miklum og oft
um 10 gráðu frosti; snjóa gerði þó
ekki mikla, en það má aftur segja
um marz að hálfan mánuðinn voru
hríðar og stundum illviðri enda
var þá ís nálægt landi, enda rak
hanri upp að landi í apríl og fyllti
suma firði, og þá sérstaklega á
Norðausturlandi og gerði þar og
víða annars staðar mikil vand-
ræði, sérstaklga við sjávarsíðu.
Ekki batnaði þó liði að vori því
að maí er talinn einn hinn harð-
asti síðan um aldamót, alla daga
mánaðarins nema tvisvar var
frost um nætur og oft um hádag-
inn, 17. og 22. þess mánaðar var
stórhríð.
í júní komu fáir dagar hlýir og
þrisvar snjóaðijjá í fjöll og jafnvel
niður að sjó. A sumum bæjum í
útsveitum og dölum komu tún
svört undan snjónum og sú jörð
náði sér ekki til að spretta það
sumar.
Fjórum sinnum snjóaði í fjöll í
júlí, en þeir fáu sem gátu byrjað
slátt síðast í mánuðinum náðu þó
nokkrum heyjum með góðri nýt-
ingu. I lok þessa mánaðar var það
til merkilegra tíðinda sagt að
fiskifluga og marglitta í sjó höfðu
ekki sést. Hálfan mánuð af ágúst
voru þokur og kuldi a.m.k. í
útsveitum, en ekki miklar rign-
ingar svo að einstaka bændur sem
höfðu góð tæki og súgþurrkun
gátu svælt inn heyjum, og lítið
batnaði í september því að hann
var talinn einn kaldasti og erfið-
asti í manna minnum, marga daga
snjóaði þá í fjöll en rigndi á
láglendi, og jafnvel fennti fé í
fjöllum og dalabotnum. Á þessum
tíma var víða orðið vandræða-
ástand með heyskap, en október
bætti mikið úr, því þá má segja að
sumarið kæmi fyrst og náðist þá
inn mjög mikið af heyjum þó ekki
væri það allt vel verkað. Nóvem-
ber var einnig sæmilegur, sér-
staklega á innsveitum, en í úthér-
aði tóku sumir þá seinustu hey sín
blönduð snjó. Þegar þetta er
skrifað, um jólaleytið, hefir verið
óstillt tíðarfar en snjólaust á
láglendi og því ekki erfiðleikar á
vegum nema af rokbyljum sem
komið hafa og gert vegfarendum
erfitt fyrir.
Búskapur
Tíðarfar og fleiri vandræði hafa
orðið bændum þungt í skauti svo
að þetta ár telst eitt hið erfiðasta
sem núlifandi bændur hafa lifað.
Vegna veðurfars og slæmrar
sprettu byrjaði heyskapur síðast í
júlí og frani eftir ágúst. Þeir sem
fyrst gátu hafið slátt náðu nokkru
af góðum heyjum, en margir
bændur sem síðar byrjuðu lentu í
vandræðum og fengu aðeins lítil
og léleg hey seint að hausti.
I mars kom upp nokkur óhreysti
í kúm, og vegna vorharðinda og
heyskorts urðu margir bændur
fyrir verulegu tjóni. Um páska-
leytið var talið að um l'A til 2
metra klaki væri í jörðu, og klaki
fannst sumsstaðar í jörðu allt
sumarið. Kýr voru víða látnar út á
lítið gras um 20. júní en um
mánuði fyrr 1978. Spretta var rýr,
sérstaklega þar sem klaki var í
jörðu; þó var þetta mjög misjafnt
eftir legu túnanna.
Bændur urðu fyrir nokkrum
vanhöldum á fénaði þar sem
töluvert fannnst af dauðu fé í
fjöllum, og hafði dýrbítur einnig
orðið aðgangsharður, því að
— eftir
Björn í Bæ
Björn Jónsson í.Bæ
greinilega hafði tófa lagt á ólík-
legum stöðum og komist þar út
með afkvæmi sín. Farið var að
gefa og hýsa kýr snemma í
september en geldneyti voru látin
ganga langt fram í október J>ví að
þá batnaði veðurfarið. Ovénju
mörgu var slátrað, bæði af sauðfé,
kúm og hrossum. Meðalvigt dilka
reyndist um 2 kg. minni en 1978.
Ásetningur er til muna minni en
áður; veldur þar aðallega miklu
minni heyforði og lélegri en áður.
Efnaleg afkoma bænda er talin
tii muna verri en áður og rekstr-
arhorfur slæmar á næsta ári.
Framkvæmdir
Þó erfitt árferði sé þá er
töluvert unnið og framkvæmt því
að viðhald er þó nauðsyn og
framkvæmdahugur er alltaf hjá
mönnum.
Byrjað var á fyrirtæki um
fiskigöngu og uppeldi við Höfða-
vatn og í undirbúningi fiskeldis-
stöð á Hólum, byrjað á hesthús-
byggingu þar og víða í héraðinu
byggt og framkvæmt eftir því sem
tök leyfðu og efnahagur. I vega-
gerð var mikið unnið og eru
Skagfirðingar a.m.k. flestir
ánægðir með viðhald og fram-
kvæmdir. Gerð var brú á Grafará
og vegur lagður að henni beint af
Siglufjarðarvegi frá Hofsárbrú,
Hofsós fór því að nokkru úr beinu
vegasambandi við aðalveg. Nýr
vegur var opnaður um norðanvert
Hegranes frá Siglufjarðarvegi að
vestari Héraðsvatnabrú. Víðar í
héraðinu var unnið að lagfæringu
vega.
Félagsmál og skemmtanir
Mikið var um fundarhöld sem
einkenndust nokkuð af stjórn-
mála- og atvinnumálaumræðum,
og vantaði ekki umræður um
almenn vandræði sem að steðja og
voru þar ekki allir sammála frek-
ar en gengur.
Mikið var um söngstarfsemi
eins og alltaf er í Skagafirði;
störfuðu þar tveir söngskólar með
allt að 300 riemdur alls. Söngfélög
lögðu mikið starf að baki og héldu
söngskemmtanir. Þorrablót voru
haldin næstum í hverjum hreppi.
Árshátíðir og sæluvika Skagfirð-
inga voru sem áður haldnar með
miklum glæsibrag.
Sjósókn og aflabrögð
Togararnir 3 setja mestan svip
á sjósókn hér við fjörðinn enda
gefa þeir að mestu vinnandi fólki
við sjávarsíðu þá vinnu og
lífsbjörg sem fólkið þarf, og telja
allir þar vel að verið. Er talið að
því fyrirtæki sé vel stjórnað og
frystihúsin hafi gefið góða at-
vinnu. Smærri bátar sem gerðir
eru út við Skagafjörð hafa átt í
nokkrum erfiðleikum, a.m.k. ann-
að slagið og er sagt að þeir berjist
nokkuð í bökkum. Þó hafa nýir
bátar bæst við þann flota sem
fyrir var svo að hugur virðist
töluverður hjá sjómönnum að láta
ekki deigan síga í útgerð Skagfirð-
inga. Grásleppuveiði var minni en
áður enda hamlaði ís nokkuð
veiðum.
Dauðsföll og slysfarir
Það hefir orðið óhuggulega mik-
il aukning á slysum og þá sér-
staklega á vegum, það er eins og
bættir vegir verði á stundum
slysavaldar, því að þá er eins og
vegfarendur hafi ekki eins mikla
aðgát.
Árið byrjaði með því að 6.
janúar varð alvarlegt bílslys utan
við Varmahlíð þar sem 7 manns
lentu í bílaárekstri og illt er frá
því að segja að það er vart hægt
upp að telja þau slys sem orðið
hafa þó segja megi að dauðsföll af
þeirra völdum hafa orðið færri en
efni stóðu til í mörgum tilfellum,
en ókannaðir eru þeir fjármunir
sem af slysum þessum verða.
Á hverju ári hverfa margir úr
tölu hinna lifenda, og þó margt af
því fólki sé mér minnisstætt þá vil
ég hér aðeins nefna merkiskonuna
Sigrúnu Pálmadóttur frá Reyni-
stað sem var jörðuð 27. janúar.
Var hún héraðskunn höfðings
kona, ekkja Jóns Sigurðssonar.
alþingismanns Skagfirðinga.
Ýmislegt
Eins og árið áður hafa stjórn-
mál, atvinnumál og ýmsir alvar-
legir atburðir meðal þjóðarinnar
átt mest ítök í hugum okkar og
allir virðast hafa nóg um sín
málefni að hugsa. Mjög mikið rak
af timbri á fjörur 22. og 23. apríl
og varð það mörgu búi drjúg
tekjulind. ís tók af Höfðavatni 7.
júní en síðastliðið ár 10. maí.
Samþykkt var að sameina lestr-
arfélög í Hofsós- og Fellshreppi en
framkvæmd á því er ekki ennþá
hafin. Árið einkegndist hér eins
og annars staðar af verðbólgu-
vanda og óvissu um alvarlega
framvindu í atvinnu- og efna-
hagsmálum.
Björn Jónsson