Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
13
Benedikt Gröndal forsætisráð-
herra
meira hlutverk en að tryggja
landinu eðlilega og lýðræðislega
ríkisstjórn. í því nýtur þingið
leiðsagnar forseta íslands.
Þannig byggjast örlög þjóðar-
innar nú á nýkjörnu þingi.
Á árunum um og eftir 1930
urðu kynslóðaskipti á Alþingi og
í íslenskri pólitík. Þessar miklu
breytingar 1930—34, þegar
margir nýir og ungir menn tóku
við forystu, höfðu þá afleiðingu,
að sami kjarni stjórnmála-
manna í öllum flokkum stýrði
landinu næstu 30 árin, og voru
þeir að hverfa af Alþingi fram
yfír 1970, — margir hverjir
óvenjulega mikilhæfir leiðtogar.
Þessar sögulegu ástæður valda
því, hve þingið hefur endurnýj-
ast ört í síðustu 2—3 kosningum.
..■■.. i.'t >
Hrunamenn sýna
Storminn á
Selfossi
Starf alþingismanna er við-
burðaríkt og oftast heillandi
fyrir þá, sem á annað borð
hallast að slíku lífi og krefjast
ekki, að hver dagur sé öðrum
líkur. Starfið gerir miklar kröfur
og getur lagt á þingmenn þungar
byrðar, sem reyna á þolrif og
taugar.
Vinnustaður alþingismanna er
eitt fegursta hús þjóðarinnar,
reist fyrir hundrað árum.
Þinghúsið er þrungið af sögu-
legum virðuleik. Um þingtímann
eru þar ótrúleg þrengsli, en
jafnvel þau hafa sína kosti,
þjappa fólki saman.
Þingmenn finna fljótt virð-
ingu þess starfs, sem þeir hafa
verið kjörnir til. Þeir eru i hópi
60 landsfeðra, sem þjóðin treyst-
ir á. Þeir finna andrúmsloft
þinghússins. Þeir gleyma ekki
þeirri stundu, er þeir undirrit-
uðu eiðstaf um að hlýða stjórn-
arskránni. Og í stjórnarskránni
stendur, að alþingismanni beri
að hlýða eigin samvisku umfram
allt annað.
Stundum dofna þessar tilfinn-
ingar í löngum og hversdagsleg-
um þingstörfum. Þá er gott að
ganga um húsið milli funda. Það
er sem fortíð og framtíð renni
saman, þegar horft er i augu
gömlu þingskörunganna á mál-
verkunum, sem skreyta veggi.
í kyrrð salanna vaknar heillar
aldar saga. Ófrjáls þjóð vann
frelsi á þessum stað. Fátæk þjóð
varð bjargálna og mótaði nýtt
samfélag, þar sem enginn svelt-
ur, enginn er réttlaus, engum er
neitað um menntun. Slík stofnun
er Alþingi íslendinga.
Það er algengt að kastað sé
steinum að Alþingi, ekki síst
þegar misjafnlega gengur stjórn
landsmálanna. Þess vegna fann
ég hjá mér löngun til að nota
þessa stund til að hvetja til
trausts á þessari æðstu stofnun
þjóðarinnar.
Þó verður því ekki gleymt, að
Alþingi er einnig sú stofnun
framar öllum öðrum, þar sem
„hin kalda undiralda" sérhags-
muna og þrýstihópa lætur finna
fyrir sér. Þar reynir endanlega
á, hvernig skipt er þjóðarfram-
leiðslu og þjóðarauði milli hópa
og einstaklinga.
Þess vegna er eðlilegt, að
Alþingi sé einnig sá staður, þar
sem ágreiningur kemur fram og
innbyrðis togstreita getur orðið
hvað mest og hættulegust. Og þá
reynir á visku, reynslu og stað-
festu þeirra, sem til forystu hafa
valist.
Málefni íslensku þjóðarinnar
eru nú komin í sjálfheldu. Styrk-
ur hinna einstöku hagsmuna-
hópa er orðinn svo mikill, að
erfitt er að stjórna landinu með
hag fjöldans fyrir augum. Það
virðist til dæmis vera ómögulegt
að veita þeim, sem lægst laun
bera úr býtum, neinar úrbætur,
sem ekki eru fyrr en varir
komnar alla leið til hinna, sem
mest fá launin.
Eigi allir að fá allt, fer að
verða erfitt að sporna við verð-
bólgu og öðrum vanda, en bein
afleiðing af því getur orðið, að
tilraunir til stjórnarmyndunar
reynast erfiðar.
Hér verður að koma til hug-
arfarsbreyting. Deilur um krón-
ur sem þjóðin á ekki til, verður
að setja niður. í þess stað ber að
einbeita kröftunum að réttlátri
skiptingu þess, sem er til.
Hinni hættulegu togstreitu
verður að linna, en stefna sátta
að koma í hennar stað. Máltækið
segir: „Sátt er best þeim sem
saman eiga að búa.“
Með þessum orðum færi ég
þjóðinni allri bestu óskir um
gott og farsælt ár. Guð blessi
ykkur öll.
UNGMENNAFÉLAG Ilruna-
manna hefur að undanförnu sýnt
leikritið Storminn eftir Sigurð
Róbertsson á nokkrum stöðum á
Suðurlandi. Næsta sýning á leik-
ritinu verður á morgun, föstu-
daginn 4. janúar, en þá verður
það sýnt í Selfossbíói. Þann 11.
janúar verður leikritið sýnt á
Flúðum og laugardaginn 12. jan-
úar verður það sýnt í Félags-
heimili Kópavogs. Hefjast þessar
sýningar allar kl. 21. Helgina 19.
— 20. janúar verður leikritið
sýnt á Kirkjubæjarklaustri. Vík í
Mýrdal og í Gunnarshólma í
Landeyjum.
Hrunamenn frumsýndu Storm-
inn á Flúðum 17. nóvember sl. við
húsfylli og góðar undirtektir. Gísli
Halldórsson leikari hefur sett
leikritið á svið og er handbragð
hans greinilegt á sýningunni, sem
er hin vandaðasta.
Á meðfylgjandi mynd sést Loft-
ur Þorsteinsson bóndi í Haukholt-
um í hlutverki Jóakims smiðs í
leikritinu. Ljósm. Sig. Sigm.
l$ALA UTSALA UTSA
Lsala útsala uts/<
ÚTSALA ÚTSALA ÚTS1
iLA ÚTSALA ÚTSALA ÚT
>ALA ÚTSALA ÚTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UT^É-^C*
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Úv.
LALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTrj
;LA ÚTSALA ÚTSALA Új
lUA ÚTSALA ÚTSALA ,
KA ÚTSALA ÚTSALA I
i ÚTSALA ÚTSALA Ulf
TSALA ÚTS^áHÍfi^áA UT5
iLA
UT^g
1ÚTSALA ÚTSALA Ú1
SALA ÚTSALA Ú1
rSALA ÚTSALA ÚTSi
!TALA ÚTSALA ÚTSALA
I.A ÚTSAI4 UTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTS
ÚTSALA ÚT
ÍfTSALA ÚTS
ÚTSALA ÚT
SALA ÚTSALA
rSALA ÚTSALA I
flTSAIA iiisaía ÚT
Okkar landsfræga
JANÚARÚTSALA
hefst a morgun
œvi's
GALLABUXUR VERÐ FRA
8.900
I STORUM OG LITLUM
STÆRÐUM
BARNASTÆRÐIR i FLAUELI
OG DENIM VERD FRÁ