Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL 10—11
FRÁ MANUDEGI
þau njóti sömu kjara og fullorðnir
hvað þetta snertir, en þá á eðli-
legum „barnataxta".
Hins vegar mætti einnig spyrja
hvort hér væri ekki um óþarfa
greiðslur að ræða. Talsvert margir
menn koma fram í útvarpi yfir
árið og áreiðanlega finnst flestum
það vera nokkur upphefð og næg
umbun að koma fram og fjalla um
sitt mál án þess að þiggja greiðsl-
ur fyrir það að auki. Gæti útvarp-
ið ekki sparað sér umtalsverðar
fjárhæðir þarna og látið þær
koma okkur til góða á annan hátt?
En þetta þykir kannski svo sjálf-
sagður hlutur og víst er að án efa
eru margir sem koma fram í
útvarpsviðtali eitthvað undirbúnir
svo það er kannski erfitt að skera
niður þennan lið.
Móðir
Haft var samband við útvarpið
og kvað Guðmundur Jónsson
framkvæmdastjóri aðalregluna þá
að menn sem koma fram í útvarpi
fyrir hönd félagasamtaka o.þ.h. fá
ekki greiðslu séu þeir að fjalla um
málefni sinna umbjóðenda. Séu
menn hins vegar fengnir til við-
tals sem sérfræðingar á einhverju
sviði, greini frá atburðum úr lífi
sínu þá komi greiðslur til og eigi
hið sama að gilda um börn. Þó sé
oft sá háttur hafður á í sambandi
við börnin að komi t.d. bekkjar-
systkin fram eða fulltrúar skóla
þá sé t.d. greitt í ferðasjóð bekkj-
arins eða skólans eða eitthvað í þá
átt. En sé fólk tekið tali úti á götu,
börn og fullorðnir, án þess að vera
kynnt sérstaklega þá sé ekki greitt
fyrir það. Þá sagði Guðmundur að
þessi upphæð yfir árið væri nokk-
uð há, en taldi ekki aö hægt væri
þó að feila greiðslur þessar niður.
(Þessir hringdu)
Þessir hringdu . . .
• Nóg af peningum
Illustandi:
„Samkvæmt fréttum nú um
áramótin þurfum við íslendingar
ekki að kvarta yfir peningaleysi.
Við virðumst nota kringum einn
milljarð til að kaupa okkur veigar
til að þamba um áramótin og er
það vissulega ánægjulegt að við
skulum geta veitt okkur eitthvað
og gott er að væta kverkarnar. En
þessi upphæð kom mér algjörlega
á óvart. Annars þarf hún ekki að
gera það þegar athugað er hvað
vínföng hérlendis kosta og hitt ber
líka að hafa í huga að margir veita
sér ekki þennan munað nema við
þetta tækifæri. Einnig mætti
nefna sem og kom fram í fréttum
um helgina að við skjótum upp
flugeldum fyrir um 300 milljónir á
einum hálftíma á gamlárskvöld og
sjáum ekki eftir því að ég held. En
hitt sló mig og sjálfsagt marga
aðra að um leið var sagt að við
hefðum gefið kringum 100 millj-
ónir til Kampútseusöfnunarinnar.
Ekki er það mikil upphæð saman-
borið við hinar tvær og finnst mér
rétt að benda mönnum á þetta ef
einhverjir skyldu hafa misst af
því, þótt ég hafi ekkert sérstakt í
huga annað en að menn viti af
þessu. Vera má að einhverjir vilji
draga lærdóm af þessu eða leggja
út af því, til þess verða aðrir en ég
að veljast."
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti í Ungverjalandi í
fyrra kom þessi staða upp í skák
þeirra Percnyis, sem hafði hvítt
og átti ieik, og Barczays.
Síðasti leikur svarts var 24.
K0MIÐ
Jola- og nýarsfilmunum
í framköllun til okkar.
Varöveitiö goöu myndirnar i albumi
frá okkur
Geysilega fjölbreytt urval af
myndarömmum
í gömlum og nýjum stíl.
Versliö hja
fagmannmum
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.
LAUGAVEGI 178 105 REYKJAVIK SIM! 85811
... Hc3-a3.
25. Dxd7+! Svartur á nú ekki kost
á betra framhaldi en 25. ... Kxd7
26. Bf5+ - Ke8, 27. Hc8+ - Ke7,
28. Hc7+ - Ke8, 29. gxf7+ - Kd8,
30. Hd7+ - Kc8, 31. Hcl+ - Kb8,
32. Ba7+ — Ka8, 33. Hc8 mát.
Hann gafst því upp.